Vísir - 12.08.1944, Blaðsíða 1

Vísir - 12.08.1944, Blaðsíða 1
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson ' Hersteinn Pálsson Skrifstofur: Pélagsprentsmiðjan (3. hæð) Ritstjórar Blaðamenn Simii Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 linur Afgreiösla 34. ár. Reykjavík, laugardaginn 12. ágúst 1944. 180. tbl. Flngfezðir um Is- ! Flugmálanefnd Bandaríkj- j anna hefir lagt fram tiliögur um j 225 þús. km. langar flugleiðir'i að stríðinu loknu. Suinar þessar leiðir eru um j Island, meðal annars sú, sem j hér skal nefnd. Frá New York J til Basra (Irak) um Nýfundna- land eða Labrador, Grænland, Island, Noreg, Svíþjóð, Helsinki, Leningrad, Moskva og Telieran. Roosevelt á Aleut-eyjum. Heldur ræðu annað kvöld. Roosevelt forseti hefir verið á ferð um Aleuteyjar. Hann fór þaðan á beitiskipi frá Pehrl Harbor og skoðaði allskonar hernaðarstöðvar í fjögurra klukkustunda ferð á landi. Hann sagði við blaða- menn, að til þess að tryggja friðinn í þessum hluta heims í framtíðinni, yrði Bandaríkin að hafa öfluga bækistöð á eyj- unum. Roosevelt er nú á leið til Bandaríkjanna eða þegar kom- inn þangað. Hann mun ávarpa þjóð sína í útvarp annað kvöld, er hann verður í Seattle. Herkví vofir yfir tuttugu þýzk- m herdeildum í Normandie. Bældstöðvai Eisen- howeis íkttai til meginlandsins. Bæði Eisenhower og Alex- ander hafa nú flutt bækistöðv- ar sínar til meginlands Evrópu. t löndum bandamanna þylcja þetta mildar fregnir og í einu blaðinu í London þykir það tákn þess, að bráðlega muni ekki verða um þrjár aðskildar árás- ir á Þýzkaland að ræða, lieldur * 1 muni þær allar sameinast í eina lokasókn. Þess er getið í sambandi við flutninga Eisenhower?, að allár aðalbækistöðvarnar hafi ekki verið fluttar suður til Frakk- Iands, því að enn sé ógrynni liðs eftir í Bretlandi, sem enn eigi ef/tir að senda til orustu. Mesta hveitiuppskeran í Bandankjunum. Uppskeruhorfur eru betri í Bandaríkjunum nú en nokkuru sinni síðustu 10 árin. Búizt er við því, að hveitiupp- skeran verði meiri en nokkuru sinni í sögu landsins, eða 1034 milljónir skeppa. Hún hefir að- eins einu sinni farið yfir mill- jón skeppur. Ávaxtauppskeran verður líka með mesta móti, og t. d. verður ferskjutekjan um 60% meiri eix í fyrra. Mæðrastyrksnefndin býður konum, eins og undanfar- ið, í vikudýöl á Laugarvatni um mánaðamótin ágúst og september. —- Konur, sem ekki hafa áður verið á vegum nefndarinnar, verða'látnar ganga fyrir. Þær kojiur, scm vilja sinna þessu boði, snúi sér til skrif- stofu Mæðrastyrksnefndar, Þing- holtsstræti ]8, frá 14.—20. þ. m. alla virka daga milli.kl. 3 og 5. Maðni meiðist á hendL Þa,ð slys vildi til i gærdag, að maður nokkur meiddi sig mikið á hendi, brotnuðu þrír fingur á annari hönd hans, og var það rnesta mildi, að ekki skyldi meira slys hljótast af, eftir því hvernig þetta bar að. Slysið vildi til með þeim hætti, að menn voru að taka full olíuföt ofan af bifreið inni við verksmiðju Fisþimjöls h.f. að Kletti. Fóru þeir .þannig að, að þeir létu fötin renna á fleka niður af palli bifreiðarinnar og voru fleiri en eitt fat á flekan- um í einu. Maður sá, er meiðslin hlaut, hélt i lögg eins fatsins og lét það renna niður eftir flekan- um, en þá rann annað fat, sem ofar var, niður flekann og klemmdist hönd mannsins milli fatanna. Við það brotnuðu þrír fingur á hægri hönd mannsins, eins og fyrr segir. Maðurinn var fluttur á Landspítalann og var þar gert að meiðslum hans. Mjög mikil þátt- taka í L fl. métinu. Fyrsta flokks knattspyrnu- mótið hefst n.k. þriðjudags- kvöld með leik milli Knatt- spyrnufélags Akraness og Vík- ings. Þátttaka í mótinu er ó- venju mikil að þessu sinni; taka 7 félög þátt í þvi, en það eru: Valur, Víkingur, K.R., Fram, I.R., Haukar i Hafnarfirði og Knattspyrnufélag Akraness. Hver leikur stendur aðeins 3 stundarfjórðunga og það félag, sem tapar einum jeik, cr þar með úr mótinu. Happdrætti Frjálsl. safnaðarins. Sala happdiættis- miða eykst stöðugi Blaðið átti nýlega stutt viðtal við Stefán A. Pálsson og spurði hann, hvernig sala happdrættis- miða Frjálslynda safnaðarins gengi. Kvað Stefán söluna nii stöðugt vera að aukast frá degi til dags og mætti teljast mjög góð. Enis og menn muna af fyrri fréttum og auglýsingum, er vinningurinn í happdrætti jjessu nýr sumarbústaður, sem stendur iimi við Elliðavatn og bifrcið. Japan: Nýja stjórnin lofar öllu fögru, Hin nýja stjórn Japans hefir nú haldið fyrsta fund sinn með blaðamönnum. Forsætisráðherrann kvað það mundu verða eitt af aðalhlut- verkum stjórnarinnar, að sam- ræma sem bezt og auka sam- vinnu hers og flota, til þess að þeir sé sem hæfastir til að gegna hlutverkum sínum í stríðinu. Flotamálaráðherrann lofaði flotannm þvi, að hann skyldi bæta á allan hátt útbúnað her- skipa, svo að þau verði banda- mönnum enn skeinuhættari framvegis en hingað til. Fjögur skip undir dönskum fána í brezka flotanum. 1 brezka flotanum eru nú fjögur skip undir dönskum fána. 1 tilkynningu frá danska hlaðafulltrúanunx segir, að skip þessi sé duflaslæðar og mun Dönum verða fengin fleiri skip, þegar áhafnir verða til. Mennirnir eru af dönskum kaupförum, fiskimenn frá Fær- eyjum eða liðsforingjar, senx vorn áðxir í danska flotanum. Þessi skip hal’a hækistöð í Norður-Englandi, en ekki er víst, hvar þeim verður beitt. Ný FBosrvsrki yfir Japan og: Koreis Japanir tilkynna, að 20 risa- flugvirki hafi flogið yfir Koreu og eyjuna Ilonshu í gær. Að sögn Japana var tekið svo hraustlega á móti amerísku flugvélunum, að enginn árang- ur hafi orðið af för þeirra, nema ef lil vill til áróðurs. Iionshu er stærsta eyjan af klasánum, sem myndar Japan. sókn Rnssa inn í Eistland Rússar segjast hafa byrjað nýja sókn inn í suðurhéruð Eist- lands frá Pskov. Hafa þeir hrotizt í gegnum víglínu Þjóðverja á 70 km. svæði og sótt fram 25 km. leið. Hafa þeir tekið nxörg byggð svæði. Þjóðverjar halda áfram gagn- áhlaupum sínum fyrir utan i landamæri A.-Prússlands, en þeim liefir ekki tekizl að hægja I hættunni frá. Þar skamnxt fyrir sunnan, þar sem Rússar sækja fram norðvestur af Bialistok, hefir enn verið þrengt að Þjóð- verjum. Fyrstu leikir hand- knattleiksmótsins. Fyrstu leikir handknattleiks- mótsins fóru fram í gærkveldi. Ármann og Haukar léku fyrst og sigruðu Ármenningar með 7 möriami gegn fjórunx. Siðai’i Ieikurinn var milli Yals og Vik- ings og sigraði Yalur með 10:1. Næst verður keppt á mánu- dag. Þá keppa Haukar og Yalur kl. 8 og Víkingur og Ármann kl. 9. á loftí yflr Mýrdakjökli Vegna orðróms um það, að gos í Kötlu væri í aðsigi, átti Vísir í morgun tai við Gísla Sveinsson sýslumann í Vík og hafði samband við Varmahlíð 1 Vestur-Eyjafjallahreppi og V estmannaéy jar. Sýslumaðurinn í Vík kvað sér ekki kunnugt um, að gos væri byrjað í Kötlu, en kvað hinsvegar í gærkveldi hafa orð- ið vart ljósagangs nokkurs þar eystra og mikilla truflana gætti þar í útvarpstækjum. Þá átti blaðið tal við Varmahlíð undir Eyjafjöllum og hafði tal af stúlku, sem sjónarvottur var að því í gærkveldi frá kl. 10(4—12, að biossum og eldglæringum sló upp á him- ininn. Átti þetta sér stað nokkurum sinnum, en bar mjög brátt að,. svo að erfitt var að átta sig gjörla á, hvaðan þeir komu. Virtist henni jafnvel stundum sem eldglæringai’ þess- ar kæmu utan af hafi, en stundum virtist þær bera við him- in í austurátt í stefnu á Kötlu. Ekki kvaðst stúlka þessi hafa orðið vör neins öskufalls í gær eða undanfarna daga. Loks átti Vísir tal við Vestmannaeyjar í morgun og fékk þaðan þær upplýsingar, að að vísu hefði engra eldglæringa eða annai’s slíks orðið vart þar, enda væri mistur á norður- loftinu þar, eins og æfinlega, þegar vindátt stendur af landi. Hins vegar fundu menn í Vestmannaeyjum megna brenni- steinsfýlu fyrir 4—5 dögum, og var þá talað um það þar, hvort nú væri Katla að byrja. Eftir þessum upplýsingum að dæma, er ekki óhugsandi að eldsumbrot séu í nánd við Kötlu, þó að ekkeijt verði að svo stöddu um það fullyrt. Þjóðverjar undir- búa nýja sókn til Avranches. Hjólbðrðar v$ntan!egir í !ok fie mánaðar. Fyrsta sendiiag af pöntirn þessa árs. Helfiidagstæknir er Björgvin Finnsson, Lauíásveg 11, sími 2415. Næturvörður er í Laugavegs Apóteki. Sími 1616. 1 Ennþá hefir ekkert fengizt til landsins af beirn hjólbörðum, sem pantaðir hafa verið á þessu ári, en bó mun rakna úr mestu erfiðleikunum bráðlega. Vísir átti í gær tal við þá Sigtrygg Klemenzson, forstjóra Skömmtunarskí-ifstofu ríkisins, senx sér um úthlutun hjólbarð- anna, og Friðfinn Ólafsson, fulltrúa í Inakaupadeild Við- skiptaráðs. Samkvæmt frásðgn þéirra iiefir verið sérstaklega erfitt að útvega hjólbarða á flutn- ingsbíla, svo að engu er út- eru ekki fyrirliggjandi. Hins- vegar hefir ekki verið verulegur hörgull á hjólbörðum fyrir vöruijíla og aðra slíka stóra bíla og hægt að fullnægja eftirspurn eftir hjólborðum á Jjú. Viðskiptaráð hefir þvi lagt á- herzlu á það, að fyrst yrðu af- greiddir hjólbarðar á fólksbíla og nú hefir það fengið skeyti um það vestan unx iiaf, að nokk- Næturakstur. Hreyfill. Simi 1633. Messur á morgun. 1 Dótnkirkjunni kl. 11 f. h. Síra Friðrik Hallgrímsson. IIalUjrímsprestakall. Messáð á morgun kl. 11 f. h. Síra Sigurbjörn Einarsson. Útvarpið í kvöld. Kl. 19,25. Hljómplötur: Samsöng- ur. 20.30 Útvarpstríóið: Einleikur og tríó. 20.45 Leikrit: „Hvar er Burke liðsforingi ?“ ■ eftir Etty Shi- ber (Ævar Kvarán o. f 1.). 21.20 Hljómplötur: a) Létt sönglög. b) Danssýningarlög eftir Popy. 22.00 Danslög. ur hluti pöntunarinnar á Jieim sé lögð af stað hingað. Má gera ráð fyrir því, að þeir geti kom- ið hingað fyrir mánaðamótin. Alls mun ársskammtur okkar á hjólbörðum vera rúnxlega 9000 stykki, og eru um 4000 þeirra á fólksbíla. Það mun einnig valda nokk- uru um hjólbarðaskortinn, að því er bílstjórar hafa sagt Vísi, að gúmmíið er ekki eins gott og áður og hjólbarðarnir endast þvi ekki eins vel og fyrr. Sendiherra íslands í Moskva aíhendir ný skilríki. Á þriðjudaginn 8. þ. m. geklc islenzki sendiherrann í Moslcva, lierra Pétur Benediktsson, á fund herra Chvernik, varafor- seta æðsla ráðs Sovétríkjanna og afhenti lionunx liin nýju em- hættisskjöl sín, en þau eru út- gefin af forseta Islands og und- irrituð á ríkisráðsfundi, er liald- inn var að Þingvöllum 17. júlí. (Tilk. fi-á utanríkisráðuneyt- Síðustu viku voru 18.000 Jap- ; anir drepnir eða særðir hjá Vivak og Áitape á N.-Guincu. Er 18. japanski herinn þá raun-* verulega úr sögunni. Amerískar flugvélar liafa gert 3 árásir á japanskar hækistöðv- ar á Mindanao í Filippseyjufn. Bandarikjamenn komnir suður fyrir Leiru. ^Jm tuttugu þýzkar herdeild- ir eru taldar í mikilli hættu í Normandie vegna sóknar Bandaríkjamanna norður á bóginn frá Le Mans. Þetta eru herdeildirnar, sem berjast í grennd við Mortain og Vire. Þær hafa ekki enn fengið skipun um að láta und- an síga, til að forða sér frá herkví, fremur en aðrar þýzk- ar herdeildir á undan þeinx, sem sama hætta hefir vqfað yfir. En ekki er vitað, hv^rsu langt Bandaríkjamenn eru konxnir á leiðinni norður til móts við Kanadamenn. Engin staðfesting hefir emi fengizt á fregninni um töku Chartres og Chateaudun, en herstjórnin gerir sér far um að láta Þjóðverja vera í óvissu um allar ferðir framsveitanna. Ný gagnsókn. En þessa hættu virðast Þjóð- verjar ætla að auka með því að liefja aðra gagnsókn til sjáv- ar lijá Avranches. Komu fulg- nxenn bandamanna í gær með fregnir, senx virtust belida til Jjéss, að Þjóðvcrjar hefði uppi undirbúning i þessa átt:! Afram suður. Bandaríkjamenn lialda áfranx sókn sinni suður á bóginn með- fi’anx Atlantshafsströnd Frakk- ladns. I gærkveldi var skýrt frá því, að farið hefði verið yfir Leiru-fljót við Nántes og væri framsveitir komriar rúma 15 knx. suðuí’ fyrir"fljötiSl 1 * • v. Enn barizt í Brest. Setulið Þjóðverja i Brest hef- ir enn neitað að gefast upp. í gærkveldi gerðu 250 flugvii’ki árás á varnastöðvar Þjöðverja þar. Var þaggað niður í 15 af 20 strandvirkjum, sem Þjóðverjar beita þarna í vörninni. Alls fóru um 1600 stórar sprengjuflugvélar í árásir á meginlandið i gær, frá Saar- brucken og suður til Bordeaux. i Pólverjar í Fi’akklandi. Herstjórn bandamanna hefir skýrt frá því, að pólsk bryn- deild taki þátt í bardögum í Frakklandi. Er það fyrsta pólska hersveitin, sem byrjar léiðina heirn úr vestri. Menn- irnir í henni flýðu Pólland eflir að landið var hernumið og hafa vorið við æfingar i Bretlandi síðan. Pólvcrjar berjast fyrir sunnan Caen og hafa getið sér góðan orðstír.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.