Vísir - 12.08.1944, Blaðsíða 2

Vísir - 12.08.1944, Blaðsíða 2
VISIR VISIR DAGBLAÐ Útgefandi: BIAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla Hverfisgötu 12 (gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar: 1 660 (fimm línur). Verð kr. 4,00 á mánuði. Lausasala 35 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Iðnaðtu og aíköst. ^erulega bjartsýni þarf til að ráðast í ný iðnfyrirtæki um þessar mundir, þegar ekki gengur á öðru en kaupkröfum og verkföllum og ekki sér fyr- ir endann á slíku. Kaupgjald er þó nú þegar orðið það hátt, miðað við það, sem gengur og gerist á Norðurlöndum yfir- leitt, að það gefur litlar vonir um að við munum reyhast sam- keppnisfærir á flestum sviðum, er ófriðinum lýkur og þjóðirn- ar taka að gefa sig að friðsam- legum? störfum. Þó er ljóst, að ef þjóðin hyggst að lifa hér menningarlífi, dugar ekki að halda að sér höndum eða láta sér nægja að eta upp þau verð- mæti, sem kunna að hafa afl- azt. Kyrrstaða leiðir óhjá- kvæmilega til hruns, og við verðum i lengstu lög að leitast við að verða sjálfum okkur nóg- ir, eða geta leyst þau aðkallandi vandræði, sem kunna að bera að höndum i atvinnuvegum okkar og unnt er að ráða fram úr með nokkurri fyrirhyggju. Hér í blaðinu í gær var get- ið um nýtt fyrirtæki, sem ætl- að er að hafa mcð, höndum starfsemi i þágu útgerðarinn- ar. Ástandið í þeirri grein er nú svo hér á landi, að lítt er við unandi, enda fyrirsjáanlcgt að skipaviðgerðir verða ekki framkvæmdar hér eftir striðið, nema að gerbreyting verði\ á starfstilhögun allri. Kaup járn- iðnaðarmanna er hér hærra en annarstaðar, aðstaðan öll óhæg- ari og það, sem mestu veldur, að hér er miin minni og ófull- komnari vélakostur en í nokk- uru menningarlandi öðru. Fyr- irsjáanlegt er að atvinnurek- endur Yerða að fara inn á þá braut, er kaupið fer stoðúgt hækkandi, að nota vélaaflið svo sem frekast er unnt, sumpart til að hraða verkefhunum, en að öðru Ieyíi til að spara hið óhóf- lega mannakaup, sem nú ér goldið fyrir lítil afköst, vegna ófullnægjandi vinnuskilyrða. Til þess að iðnaðarfyrirtæki geti borið hækkandi kaup verða þau að geta áukið að sama skapi afköstin, en í þvi efni er lausnin aðeins ein, og hún er að leita ásjár véláaflsins og af- kastanna mun meir en gert hef- ir verið. Þótt fullkomnustu tæki verði fengin til framleiðslunnar, er samt scm áður vafasamt, að at- vinnan haldist í landinu. Aukið hágræði útgerðarinnar við að fá skipaviðgerðir framkvæmd- ar hér, vegur að vísu nokkuð á móti þeim verðmismun, sem sennilega hlýtur að verða á við- gerðum framkvæmdum hér og erlendis, en takmörk eru fyrir því, hve miklu má muna á verð- laginu, einkum þegar svo er komið, að útgerðin berst í bökkum og verður að spara hvern eyri til þess að allt geti flotið. Hinsvegar hefir það mikla þjóðhagslega þýðingu, að ekki sé goldið fé út úr landinu fyrir verk, sem unnt er hér að vinna. Verður þó að gæta alls hófs í því af opinberri hálfu, Nýjar kartöflur koma í verzlanir um þessa helgL Uppshernhorfnr heldur góðar. ' Stutt viðtal við Jón ívarsson, framkvæmdarstjóra. yisiR Mikil ös í skáverzl- unum. átti sem snöggvast tal við Jón Ivarsson, fram- kvæmdarstjóra Grænmetis- verzlunarinnar, og innti hann frétta af kartöfluuppskerunni og hverjar horfur væru um hana í sumar og haust. Sagðist framkvæmdastjóran- um svo frá, að horfur virtust heldur góðar með kprtöfluupp- skeruna og væri fólk nú þegar byrjað að taka nokkuð upp af kartöflum til eigin nota, liér í Reykjavík og nágrenni bæjar- ins. Kvað liann uppskeruna byrja heldur í fyrra lagi, enda hefði tíðarfarið í sumar fylli- lega gefið tilefni til þess. — Hvenær koma nýjar kart- öflur í búðirnar? — Eg geri ráð fyrir, að verzl- anir byrji að selja nýju kartöfl- urnar núna um þessa helgi og- upp úr því eru líkur til að nóg verði af þeim á boðstólum, þannig að markaðinum verði fullnægt. — Verður nokkuð áf kartöfl- um keypt erlendis frá? — Nei, að minnsta lcosti ekki fyrst um sinn, því gera má ráð fyrir, að innlenda framleiðslan .fullnægi eftirspurninni og aulc þess er þrotin fyrra árs upp- skera erlendis, að minnsta kosti þar, sem við fengum kart- öflur frá. ^— Hvað um rófuuppskeruna? — Kg býst við, að liún verði lítil sem engin liér í bænum,og nágrenninu, frekar en undan- farin ár, því kálmaðkurinn lief- ir alveg komið i veg fyrir, að slík framleiðsla tækist, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir garð- yrkjumanna til þess að vinna hug á þessuin vágesti. Ríkisstjórnin hefir ákveðið, að verð á kartöflum skuli verða talsvert Iægra en Verðlagsnefnd Grænmetisverzlunar ríkisins á- kvað. Nefndin hefir ákveðið, að heildsöluverð kartaflna skyldi vera 190 kr. hver 100 kg., en smásöluverð kr. 2.35 livert kg. eða 45 aurum hærra hvert kg. En samkvæmt heimild í lqgum um dýrtíðarráðstafanir hefir nú verið ákveðið, að verðið megi ekki vera hærra en kr. 2.44 livert kg. í smásölu og kr, 160 hver 100 kg. í heildsölu. Gamla verðið á kartöflunum var 80 aurar per kg., en þá var lika eingöngu um innlenda og erlenda fyrra árs framleiðslu að ræða, en nú er aðeins um nýjar kartöflur. að halda slíkri vinnu hér í landinu ,með því að iðnaðurinn getur orðið baggi á frumfram- leiðslunni og hann svo þungur, að hann ríði algerlega bagga- muninn um afkomuna. Allt *þarf þetta að vega og meta á hverjum tíma, en hinu má ekki gleyma, að mjög er það aukið öryggi fyrir atvinnu- vegina að hér komi upp iðnað- ur, sem getur 'sinnt þörfum þeirra að fullu. Við, sem nú lif- um og erum búnir að slíta barnsskónum, munum tvær heimsstyrjaldir, sem svo nærri hafa sorfið þjóðinni, að við lif- um mennigarlífi fyrir náð og miskunn, en ekki af hinu, að við höfum sjálfir tryggt okkur svo gegn slíkum hormungum, að við gætum klórað í bakk- ann og bjargað okkur á þurrt land af eigin rammleik, þótt við höfum getað haldið nefinu rétt fyrir ofan vatnsskorpuna. Þjóðin hefir beðið stórtjón vegna erfiðra vinnuskilyrða hér í landi og algerlega ófullnægj- andk Skip hafa orðið að liggja í höfn vikum, mánuðum og árs- fjórðungum saman til þess að bíða eftir viðgerð, — í sumum tilfellum óverulegri viðgerð, sem þó hefir hamlað því frá veiðum. Hve sííkt aflatjón hef- ir numið miklu i krónum talið, er erfitt um að segja, en það mun reynast æði há upphæð, komi öll kurl til grafar. öll við- Ieitni til aukinna framfara er lofsverð, en illt væri til þess að vita, ef hún yrði kyrkt í fæð- ingu vegna þröngsýni eða öfga eða þá hvorttveggja, þótt mót- sagnakennt kunni að þykja. Menn geta verið þröngsýnir í öfgunum og það eru þeir menn fyrst og fremst, sem sjá ekki annað en stundarhag, en gera sér enga grein fyrir, að til lang- frama eru þeir að vinna gegn eigin hagsmunum og hag al- þjóðar. FJELAG S PRENTSHIÐIUKNAR -ÖfSTlF. Bezí að angl/sa í Vísi Til að haupa gúmmískófatnað. Gúmmískófatnaður kom í skóverzlanir bæjarins í gær og var víðast gríðarleg ös. Samkvæmt þeim upplýsing- um, sem Vísir hefir fengið hjá \riðskiptaráði, fengu skóverzl- anir landsins, sem gera innkaup sín í sameiningu, tæplega 10.000 pör af karlmannaskóhlífum — nánar tiltekið 9864 pör — auk unglinga- og barnaskóhlífa með síðustu skipum. Mun eftir- spurnin Iiafa verið einna mest eftir skófatnaði barna. Undanfarið hefir verið mikill skortur á skólilífum og gripu menn því tækifærið, til að gera ,kaup á þessari nauðsynjavöru áður en haustrigningar hefjast. Mót sjálfstæðis- manna úr 3 sýslum. Glæsilegt héraðsmót Sjálf- stæðismanna verður haldið á morgun í Ölver í Hafnarskógi fyrir ofan Akranes. Mót þetta er fyrir þrjár sýsl- ur, Kjósar-, Mýra- og Borgar- fjarðarsýslur og hefst það kl. 2 e. h. Þrjár ræður verða fíuttar og eru ræðumenn þessir: Ólafur Thors, formaður Sjálfstæðis- flokksins, Friðrik Þórðarson, framkvæmdarstjóri í Borgar- nesi og Pétur Ottesen alþingis- maður. Auk þess verður margt til skenmitunar, svo sem kórsöng- ur, fimleikasýning, skemmti- þáttur Alfreds Andréssonar og dans. Meistaramót I.S.I. Aðalhluti Meistaramótsins hefst á Iþróttavellinum í dag kl; ý- Þeir, sem fylgzt hafa með frjálsíþróttamótum í sumar vita, að nokkur hluti Meistara- mótsins (boðhlaupin og fimmt- arþrautin) er þegar útkljáður; hafa afrek þátttakenda í þess- um greinum verið birt í blöð- unum. En sá hlutinn, sem skemmtilegastur er og mest spennandi, verður háður hér á íþróttavellinum í dag og á morgun. Senda sjö íþróttafélög 67 keppendur til leiks í 15 íþrótta- greinum. Meðal þessara kepp- enda eru allir fræknustu íþróttamenn landsins á vett- vangi frjálsíþróttanna, því að auk allra hinna kunnustu íþróttamanna Reykvíkinga, keppa þarna fræknustu íþrótta- menn Austurlajids og Vest- mannaeyinga, en í þeim lands- hlutum eru beztu íþróttamenn utan Reykjavíkur og nágrennis. Einnig er ágætur keppandi frá Umf. Skallagrími í Borgarnesi. Félögin, sem senda keppendur á mótið, eru: Reykjavíkurfélög- in Ármann, I.R. og K.R. (send- ir ílesta, 24 kejipendur), Fhn- leikafélagHafnarfjarðar, Knatt- spyrnufélag Vestmannaeyja, Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands og Umf. Skalla- grímur. I dag verður keppt í 200 m. lilaupi, hástökki, kúluvarpi, 800 m. hlaupi, spjótkasti, 5000 m. hlaupi og langstökki. Urslit eru mjög óviss í ýms- um þessara greina, þó skal reynt að segja að nokkru fyrir um úrslit sumra þeirra. Þrjár þeirra má telja nokkurn veginn vissar livað- sigurvegarann snertir. I 200 m. hlaupi má bú- ast við að í úrslit komis.t Finn- björn Þorvaldsson, I.R., Árni Kjartansson, Á., Guttormur Scrutator: e* Meinlausár aðfinnslur geta valdið persónulegum deilum, en þær eru alltaf frekar óviðkunn- anlegar og sem betur fer komnar úr móð i íslenzkri blaðamennsku að heitið getur. Blöðin hafa þó heirnil- að mönnum að svara fyrir sig, auð- vitað á þeirra eigin persónulegu ábyrgð og tjaldar þá hver því, sem hann á til. Umræðurnar um kirkju- garðana eru orðnar leiðinlegar, enda ekki sömu því svarað, sem ástæða væri til. Felix Guðmundsson hefir beðið Vísi að birta eftirfarandi: Jón Arnfinnsson heldur heim. Og sér nú væntanlega að ver var farið en heima setið. Þegar hann Iagði af stað í leiðangurinn gat hann vel vitað að málstaðurinn var vonlaus. Hann vissi að trén í kirkju- garðinum höfðu verið /sprautuð. Hann vissi að gerðar höfðu verið þær ráðstafanir og framkvæmdir, sem hægt var til þess að verja trjá- gróðurinn skemmdum. Hann vissi að árlega er unnið að trjárækt, í kirkjugörðunum, undir umsjón skógfræðings, sem þekktur er að natni og samvizkusemi. Hann mun varla sjálfur hafa trúað því að trjá- gróðri bæjarins stafaði hætta af trjánum í kirkjugarðinum,. (varla svo fáfróður). Sennilega hefir hann lika vitað, að menn þeir er hann aðallega deildi á, voru ekki í bænum, og því lítilla andsvara von. Þá hefði hann átt að þekkja fortíð sinnar eigin starfsemi í þess- um umrædda garði. Það er óvand- að framferði að fara af stað í blaði með átölur sem höfundurinn veit að eru ósannar. Og það er eymdar- leg ómennska af manni sem slíkt hefir gert og hlotið makleg svör fyrir, að ætla þá að reyna að koma sökinni á þann, sem svara verður hinum ósanna söguburði. Hrópa og kvarta Um árásir og álitshnekki. I-Iver var tilgangurinn með skrifum Jóns? Auðvitað sá að ófrægja þá menn er unnu við og báru ábyrgð á starfseminni við þá stofnun er ^JOudAJbi (xlhoruBommqs um var rætt. Hefði tilgangurinn verið góður og miðað að umbótum, þá hefði maðurinn rætt málið við rétta aðila, og notfært sér þær upp- lýsingar er honum voru gefnar í stað þess að láta sem hann aldrei hefði heyrt þær og fullyrða hið gagnstæða. Það þýðir ekki að sýna manntegund þeirri er Jón telst til (annars kann hann að vera einstakt afbrigði) neina linkind. Þess vegna svaraði eg honum í þeim tón sem eg taldi við eiga. Og vorkenni hon- um ekki hót, þó hann emji undan hirtingunni. Það eru til óþrif, sem uppræta verður, þó svo það valdi sársauka, og sé ógeðfellt verk. Um skoðanir Jóns á mér, finn eg ekki ástæður til að ræða. Eg hefi lýst því áður, hversu eg tel skoðanir hans á mönnum og málefnum að mikíu hafandi. Að síðustu þetta, hafi Jón Arn- finnsson undan einhverju að kvarta útaf svörum mínum, þá ér honum opin leið til málssóknar. Eg hefi ekkert á móti því að dómstólarnir meti okkar rök. Auk þess myndi Jón hafa gott af því að vera á- minntur um sannsögli. Felix Guðmundsson. Afi ranessferÖir. Farþegar kvarta undan því að erfitt sé að komast um borð og frá borði í bát þeim, sem flytur far- þega milli Akraness og Reykjavík- ur. Báturinn liggi oft á óheppileg- um stöðum t. d. utan á skipum, sjávarföll valdi því að stundum þurfi menn að klifra niður á bryggj- una, en stundum upp á hana, en stigaumbúnaður se lelegur og alger- lega ófullnægjandi. Hefir Vísir verið beðinn um að koma Jjeirri málaleitan á framfæri við rétta aðila að þeir bæti um stigaum- bunaðinn, þanni^ að menn fái sæmilegar tröppur.til umferðar nið- ur á Jiilfar eða niður á bryggjur eftir - því sem á stendur. Gamal- menni og börn eiga einkum óhægt með að klöngrast um borð eða frá borði svo sem tíðkast hefir, auk J þess Sem menn óhreinka föt sín og hendur algerlega að óþörfu. Þetta kostar, ekki mikið fé, en er til mik- dla þæginda fyrir farþega og aðra Þj, sem komast þurfa um borð í bátinn eða i land úr honum. Minkaveiðar tíðkast nú mjög við Elliðavatn og í hrauninu þar um kring. Eru dýrin allsstaðar á ferli, — jafnvel á þjóð- veginum um miðjan daginn, — og gengur misjafnlega að ráða niður- lögum þeirra, enda fer það nokkuð eftir vopnabúnaði. Segja gárung- arnir þá sögu að fólk í einum sum- arbústað hafi vaknað við að mink- ur var þar kominn. Snaraðist hús- ráðandi fáklæddur gegn minkinum og barst leikurinn alllanga leið frá húsinu og að læk einum. Minkur- inn skauzt þar í holu, en húsbónd- inn tók það ráð að kalla á hjálp og streymdi fólk að hvaðanæfa. Tókst því sameiginlega að ráða niðurlög- um minksins. Var síðan haldið á- fram veiðum þann dag allan og veiddust fáeinir minkar hér og þar og eftir allharða 'viðureign flestir. Erfiðleikar munu vera á að ná í skotvopn, en ntikilf hugur er í mönnum um kaup á þeim til minka- veiða. Munu vera greiddar þrjá- tíu krónur fyrir hvert skott, sem komið er til skila hjá hlutaðeigandi skrifstofu, og telja menn Iildegt að minkaveiðar verði arðvænlegri en nokkrar aðrar veiðar um he'iðar og hraun. ísland — Frakkland. Svo sem frá var skýrt hér í blað- inu í fyrradag hefir íslenzka ríkis- stjórnin formlega viðurkennt sendi- imann Frakklands hér sem fulltrúa bráðabirgðastjórnarinnar og stjórn ! de GauIIe þar með sem bráðabirgða- ! stjórn Frakklands. Bretland og Bandarikin hafa ekkii viðurkennt stjórn de GauIIe að forminu til og I höfum við íslendingar því orðið j fyrri til og er það ekki ómerkilegur 1 atburður. Á undan 'okkur hafa geng- ið Holland, Belgía Noregur og ráðstjórnarríkin. Þormar., U.I.A. og Jóhann Bern- hard, K.R. eða Brandur Brynj- ólfsson, I.A. En óvíst nijög er hver verður meistari. — Há- stökkið vinnur Skúli Guð- mundsson, K.R., auðvitað, en hitt er óvissara, hvort hann bætir hið ágæta met sitt frá 19. júní. Þó getur hann það vel, ef aðstæður verða skaplegar. Oli- ver Steinn, F.H. verður að lík- indum næstur. — Kúluvarpið vinnur Gunnar Huschy auðvit- að með venjulegum yfirlmrð- um og afbragðsafreki á alþjóða mælikvarða. Jóel verður vafa- lítið næstur. Þarna keppa samt ágætir íþróttamenn, eins og Bragi Friðriksson, K.R. og Þor- varður Árnason UlA, sem vel gætu reyjizt Jóel hættulegir keppinautar. — 800 m. Iilaupið vreður mjög spennandi, því þar mætast óvanalega góðir og jafnir keppendur. Ef gott verð- ur að hlaupa, gæti vel farið svo, að nýtt met verði sett. Aðal- keppnin verður að líkindum milli þeirra Harðar Hafliðason- ar, Á, Brynjólfs Ingólfssonar, KR, og Kjartans Jóhannssonar, IR, og óvisst um „hver skjöld- inn ber“. Maður saknar þarna Sigurgeirs Ársælssonar, margra fyrri ára meistara, sem hefir verið slæmur í fæti í sumar. — I spjótkasti eru úrslit. óviss, enda þótt Jóel liafi með afreki sínu á Allsherjarmótinu, —- 54.29 m. —i sýnt, að hann hef- ir mikil líkindi til sigurs. Kepp- endur eru þarna margir ágætir, t. d. Jón Hjartar, KR, fyrra árs meistari á 53,19, og þeir bræð- ur Tómas og Þorvarður Árna- synir frá UlA, sem háðir kasta talsvert yfir 50 m. Ef veður verður gott, verður mjög gam- an að sjá þessa keppni. — 5000 m. hlaupið ætti Öskar Jónsson, IR, að haf& hafa mikil líkindi til að vinna — og kannske á allgóðum tíma. — Langstökldð vinnur Oliver Steinn, FI4, að líkindum; Skúli Guðmuiidsson, KR, næstur. Þó getur þetta far- ið öðruvísi, því matgir ágætir keppendur eru þarna, sem gætu sýnt óvænta getu. Á morgun verður keppt í þessum greinum: 100 m. hlaupi, stangarstökki, 1500 m. hlaupi, kringlukasti, 110 m. grinda- hlaupi, sleggjukasti, þrístökki og 400 m. hlaupi. I 100 m. hlaupi eru 16 kepp- endur. Meðal þeirra eru flestir beztu spretthlauparar Reykvík- inga# Islandsmeistarinn Oliver Steinn, FH, og þrír ágætir spretthlauparar utan af landi. Gunnar Stefánsson, sigurvegari í 100 m. á þjóðhátíð Vestm.- eyja, Höslculdur Skagfjörð, er vann 100 m. á Borgarfjarðar- leikmótinu, Guttormur Þorm, ar, er vann 100 m. (á 11,4) á íþróttamóti Austurlands nú ný- lega. Mega reykvískir sprett- hlauparar búast við harðri keppni af hálfu þessara manna og virðist mjög óvisst um úr- slit, því að i sumar liafa Reyk- víkingar verið heldur slakir á 100 m. sprettinum. — Stangar- stökkið má telja fyrirfram tap- aða grein fyrir Reykvíkinga, en þar verður mjög skcmmtileg keppni, því að hæði núverandi methafi (Guðjón Magnússon) og fyrrverandi (Olafur Erlcnds- son), báðir frá K.V., kcppa, áuk margra annara 3-metra manna. Er óhætt að segja, að jjetta verður mesta stangarstökks- keppni, sem hér hefir nokkurn tíma sézt. — 1 1500 m. hlaup- inu keppa 5 ágætir hlauparar. Á Allsherjarmótinu vann Hörð- ur Hafliðason hlaupið á 4:16,6 mín. Má telja hann líklegan til sigurs, þótt hann hafi skæða

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.