Vísir - 12.08.1944, Síða 3

Vísir - 12.08.1944, Síða 3
VISIR keppinauta við að etja. — Kringlukastið er nokkuð óviss grein, þótt gera megi með nokkurri vissu ráð fyrir að Gunnar Huseby vinni. Ef hann hefir æft vel, má jafnvel gera ráð fyrir meti. En hann hefir marga skæða keppinauta, eins og t. d. methafann, Ólaf Guð- mundsson, IR, sem vel gæti slampast á að vinna — hann er mjög ójafn kastari —, Braga Friðriksson og tvo ágæta utan- hæjar-keppendur, þá Ingólf Arnarson, KV og Þorvarð Árna- son, UlA, sem háðir eru 40- metra menn, ef vel gengur. — 110 m. grindahlaup vinnur Skúli Guðmundsson að líldnd- um og ef til vill á nýju meti; hann fór nákvæmlega á metinu á Allsherjarmótinu og mó kannske l)úast við framför, þótt þessi grein sé venjulega lítið æfð. — Sleggjukastið er óviss grein og margir keppendur að likindum nokkuð likir. Vil- hjálmur Guðmundsson, methaf- inn, er meðal keppenda, en ekki lengur i eins góðu lagi hvað getu snertir og áður. Vest- manneyingar senda þrjá kepp- endur í þessa grein, og getur vel verið að einhver þeirra sýni þá óvæntu getu, að vinna. — Þrístökkið verður spennandi og jöfn keppni. Flestir keppenda hafa stokkið yfir 13 metra á leikmótum, í sumar eða fyrra- sumar, Skúli Guðmundsson lengst — á Allsherjarmótinu — 13,64 m. — 400 m. hlaupið verður einhver skemmtilegasta og mesf spennandi kepþni móts- ins og óvíst um úrslitin. Þar keppa allir beztu lilauparar hér á landi á þessari vegalengd. Þarf ekki annað en nefna nöfn nokkurra þeirra til að sýna, að þessi ummæli eru á rökum hyggð: Árni Kjartansson, Á, Jó- hann Bernhard, KR, Brynjólfur Ingólfsson, KR, Brandur Brynj- ólfsson, IR, Kjartan Jóhanns- son, IR (methafinn) og Gutt- ormur Þormar, UlA. I þessum félagsskap hlýtur metinu að vera hætt. Á morgun hefst mótið kl. 2 e. h. Allir út á völl! 4 verkalýðsfélög segja upp samn- ingum, Verkamannafélagið „HIíf“ í Hafnarfirði hefir sagt upp .samningum við atvinnurékend- ,ur samkvæmt heimild, sem fé- lagið fékk til þess í atkvæða- greiðslu fyrir skömmu. Gildir uppsögnín frá næstu mánaða- mótum, Þá hefir Verkalýðsfélag Akra- ness sagt upp samningum um kaup og kjör verkamanna, og gengur samningurinn úr gildi .5. sept. n. k. í Reykjavík hafa þessi verka- lýðsfélög sagt upp samningum við atvinnurekendur: Félag blikksmiða við Félag blikk- smiðjueigenda. Samningurinn gengur úr gildi 11. sept. n. k. Klæðskerafélagið „Skjald- borg“ við Klæðskerameistara- félag Reykjavíkur um kaup og kjör ldæðskera við 1. fl. vinnu. Samningur þessi gengur úr Ný ©g hættulegri eldsprengja. Bandaríkjamenn hafa fundið upp nýja tegund eldsprengja, sem spýtir frá sér brennandi ol- íu, þegar hún springur. Sprengja þessi vegur sex og hálft pund og er fundin upp hjá Standard Oil félaginu ameríska. Ilún er miklu hættulegri og verri viðureignar en sprengjur þær, sem Brctar og Þjóðverjar nota. Jón Siguiðsson í læðu og iiti. Villijálmur Þ. Gíslason skóla- stjóri liefir unnið að því í ígrip- um undanfarin ár að velja merkustu kafla úr ritum og ræðum Jóns Sigurðssonar for- seta, þannig að draga mætti upp mynd af slefnu lians og starfi í handhægri og aðgengil. bók öllum almenningL Verkið hefir tekizt vel og verður áreið- anlega kærkomið alþjóð manna. Saga Jóns Sigurðssonar er saga um trúna á frelsi Islands og framtíð, eins og skólastjórinn segir réttilega. Það var því vel lil fallið að gefa bókina út, ein- mitt nú er lýðveldið var stofn- að og því lokamarki náð, sem Jón Sigurðsson barðist fyrir, — fullu og óskertu sjálfstæði ís- lenzku þjóðaririnar. Vilhjálmur Þ. Gíslason hefir ritað inngang að bókinni, þar sem lýst er í stórum dráttum æfi og lífsviðhorfvim Jóns Sig- urðssonar, einkum á stjórn- málasviðinu, sem að líkum læt- ur, en einnig er lýst að nokkru fræðistörfum hans og fyrirætl- unum, sem ekki lcomust i fram- kvæmd nema að nokkru. Efni bókarinnar er skipað i kafla, þannig að afskifti Jóns Sigurðs- sonar af opinberum málum og þá ýmsum sjálfstæðum þátt- um þeirra komi sem skýrast í ljós og lesandinn þurfi ekki sjálfur að leita að niðurstöðu í hverju máli hér og þar í bók- inni, er þetta mikill og sjálf- /sagður kostur. Fyrsti kafli bókarinnar nefn- ist Jón Sigurðsson, dæmi lians og áhrif. Er þar um inngangs- ritgerð Vilhjálms Þ. Gíslasonar að ræða, sem skrifuð er létt og lipurlega, fyrst og fremst til skýringar efni því, sem á eftir fer. Þá koma kaflarnir Um Al- þing Islendinga, sem endar á þinglausnarræðu forsetáns 1849, en þá var ráðgjafarþing haldið, en þjóðfundurinn fór á eftir, en um hann fjallar næsti kafhnn, enda má telja hann einn af stór- viðburðum íslenzkrar sögu. 1 þeim kafla er ekki einvörðungu rakin röggsamleg framkoma Frá Sjómanna- og gestaheimili Siglnfjarðar. Sjómanna- og gestaheimili Siglufjarðar hefir nú starfað í 5 sumur við vaxandi vinsældir. Það hefir frá því fyrsta lagt á- herzlu á að geta gert sjómönn- um og verkafólki sem mest gagn um síldveiðitímann. I fyrrasumar var byrjað að lána bækur í skip úr bókasafni heim- ilisins. I surnar er hafin önnur ný starfsemi, sem eflaust verð- ur vinsæl, ekki aðeins meðal sjómanna, heldur einnig meðal Siglfirðinga. Það eru steypiböð- in, sem nýlega hafa verið opnuð til afnota i heimilinu. Síðasta vetur var unnið að því, að innrétta kjallara hússins fyrir böðin. Fastar tekjur heimilisins eru ekki nieiri en svo, að þær hrökkva ekki likt því fyrir reksturskostnaði árlega. Allar framkvæmdir þess hafa því byggst á fjáröflun* stúkunnar Framsókn nr. 187 og fjárfram- lögiim frá sjómönnum, útgcrð- arfyrirtækjum og öðrum þeim, sem sýnt hafa þessari stofnun skilning og vinarhug. Sjómanna- og gestaheimili Sigluf jarðar liefir enn með þess- ari nýju starfscmi sinni sýnt göðan skilning á hlutverki sínu, og á stjórn þcss þakkir gkilið fyrir þessar nýju framkvæmdir. (Siglfirðingur.) _____ forsetans á fundinum sjálfum, hcldur og viðhorf hans áður en fundurinn var haldinn. Þá kem- ur kaflinn Þjóðfrelsi og þjóðar- hagur. Þar er ger grein fyrir af- stöðu Jóns Sigurðssonar að Jijóðfundinum loknum, eri hann taldi að þrátt fyrir samheldni l'ulltrúanna á þjóðfundinum, liefði „vantraust á þjóð vorri, kunnáttu hennar, atorku, góð- um vilja, samhcldni og kjarld“ verið aðalástæða þeirra, sem ekld þorðu að fylgja fram rétti landsins. Þarna ræðir forsetinn um einangrun Islands, að ís- lenzk lög eigi að vera á íslenzku, um fundi og- landsmálaáhuga, kirkjustjórn og klerka, þing- mælsku, forna frægð og nýtt frelsi, það sem mest er undir komið, velmegun og atvinnu- frelsi, tvo strauma, — danskan og íslenzkan, lieillavænlegan l'ramfaraveg, að vera nú ekki að þessu jagi lengur, frelsi og framfarir, hvað er auður, og loks öll stjórn er grundvölluð á þjóðarvilja. Hér kemur fram viðhorf forsetans almennt, svo sem fyrirsagnir þær hera með sér, sem greindar eru. Þá kemur kaflinn um verzlunarfrelsið, — málið, sem Jón Sigurðsson hóf með baráttu sína og barðist manna djarfast fyrir. Um af- stöðu hans til verzlunarmálanna hefir verið rætt af ýmsum með sýnilegri viðleitni til að rang- færa hana, en hér er hún mörk- uð svo Ijóst, að ekki verður um villst hver hún var frá upp- liafi. Er það mikill fengur fyrir almenning. Þá kemur kafli um skóla á Islandi, en þau mál stóðu forsetanum nærri sem fræðimanni og hefir hann margt um þau ritað. Hann krafðist skóla fyrir allar stéttir og bar fyrstur fram liugmynd- ina um þjóðskóla á þeim grund- velli. Bókrpennlir og saga áttu rik ítök í Jóni Sigurðssyni, enda mátti telja liann brautryðjanda á sviði nýrra íslenzkra sagn- fræðivísinda. Hann vann i 45 ár á Árnasafni, starfaði fyrir Fornritafélagið, Bókmenntafé- lagið, stofnaði Þjóðvinafélagið og lagði yfirleitt íslenzkri sagn- fræði og hókmenntum öruggt lið. Þá koma ritgerðir forsetans um landbúnað, en flokkurinn nefnist bóndi er bústólpi, bú er landstólpi. Ritar hann þar um nautpening og lcúabú fyrr og síðar, hesta, sauðfénað, tóvinnu, sauðakjöt, fjallagrös, fjörunytj- ar, verzlunar- og búnaðarfélög og loks samgöngur. Sömu skil eru ger sjávarútveginum og þar hvatt til umbóta og fram- fara. Að síðustu kemur samtín- ingur, er nefnist menn og mál- efni og loks athugasemdir og skýringar. Hefði verið æskilegt, að slíkar smágreinar hefðu ver- ið prentaðar neðanmáls. Með þessari upptalningu liafa menn fengið nokkra hugmynd um afskipti forsetans af opin- berum málum, en segja má að hann hafi hlýtt rómverska spakmælinu, að ekkcrt mann- legt væri honum óviðkomandi. Víðsýni hans cr einstæð, sann- girni og' mat í veraldlegum efn- uiri. Hver maður hlýtur að geta i lært mikið af bókinni og fræðst ! þá frekar síðar um einstök at- | riði, sem þar hefir ekld verið unnt að gera full skil. Hér er í rauninni dregin upp mynd af i Jóni Sigurðssyni sem manni og stjórnmálamanni, en liann vex stöðugt við nánari kynni. Mat : íslenzku þjóðarinnar á honum er ekki ofmat. Ilann er og á að I verða þjóðinni fagurt fordæmi. Bókaútgáfan Norðri h.f. hcfir gefið bókina út og farizt það | myndarlega. Þetta er einhver hezta og þarfasta hókin, sem nú er á markaðinum á íslenzkri tungu. K. G. Reykjavík - Ölver Bílferðir verða fyrir Hvalfjörð á SjálfstæSismannaskemmt- unina aS ölver í Hafnarskógi n. k. sunnudag. FarseSlar seljast í dag. Ábyggilegir bifreiðastjórar. Góðar bifreiðir. Bilieiðastöðin Hekla. Sími 1515. ítsöluverð á amerísku reyktóbaki má ekki vera hærra en hér segir: Sir Walter Raleigh 1 lbs. pappadós kr. 30.00 — — — y2— — — i5.oo — — — 1 % oz. pappadós — 3.75 — — — sliced 1 3/5 oz. pappadós — 4.00 Edgeworth ready rubbed 1 lbs. blikkdós —^ 40.00 — — — \]/2 °z. pappadós — 4.00 Dills Best rubbed \/2 lbs. blikkdós — 15.00 — — — 1 7/8 oz. pappdós '— 3.50 Utan Reykjavíkur og HafnarfjarSar má útsöluverSiS vera 5% hærra, vegna flutningskostnaSar. Tóbakseinkasala ríkisins. Tilkyniiiiig íiá ríkisstjéminni. Brezka flotastjórmn hefir tilkynnt íslenzku ríkis- stjórninni, aS nauSsynlegt sé aS öll íslenzk skip, 10 til 750 smál. aS stærS, fái endurnýjuS eins fljótt og hægt er eftir 1. september 1944, ferSa- skírteini þau, sem um ræSir í tilkynningu ríkis- stjórnarinnar, dags. 7. marz 1941. Skírtemi þessi verSa afgreidd sem hér segir: í Reykjavík hjá brezka aSalkonsúlnum, á Akureyri hjá brezka vice-konsúlnum, á SeySisfirSi hjá brezku flotastjórnmm og í Vestmannaeyjum hjá brezka vice-konsúlnum. Atvinnu- og samgöngumálaráðuneytið, ______11. ágúst 1944. Dagblaðið Yísir á eftirtöldnm stöðam: Bergstaðastræti 10 — Flöskubúðin. Bergstaðastræti U0. Ávaxtabúðin — Týsgötu 8. Stefáns Café — Skólavörðustig 3. Nönnugötu 5 — Verzlun. Hverfisgötu 69 — Flórida. Hverfisgötu 71 — Verzlunin Rangá. Laugaveg 45 — Kaffistofan. Laugaveg 72 — Svalan. Laugaveg 126 — Holt. Laugaveg 139 — Verzlunin Ásbyrgi. Þorsteinsbúð — Hringbraut 61. V esturgötu 16. Konféktgerðin Fjóla. Vesturgötu 45 — West End. Vesturgötu 48 — Svalan. Blómvallagötu 10. Bókastöð Eimreiðarinnar. Það tilkynnist hér með, að jarðarför hjartkærrar dótt- ur okkar, Sigurborgar Þórlaugar Káradóttur, fer fram mánudaginn þ. 14. þ. m. frá heirnil okkar, Hverf- isgötu 100 B. Fyrir hönd foreldra og systkina. Jón Kári Kárason. 50 ára. Fiú Elín Kolbeinsdóttir húsfreyja að Hæringsstöðum er 50 ára að aldri í dag. Hún er gift Þorgeiri Bjarnasyni, ættuð- um frá Mjóafirði vestra, dóttur- syni séra Þórarins Kristjánsson- ar prests í Vatnsfirði; eiga þau Þorgeir og Elín þrjá sonu og; tvær dætnr, hin efnilegustu og mannvænlegustu börir. Frú Elín er dóttir öðlings- mannsins Kolheins sál. Þorleifs- sonar kaupm. á Stóru-Háeyri á Eyrarbakka, systir Þuríðar sál., konu Gretar Fells rithöfundar; var hún ágætiskóna hin rnesta,. en andaðist innan fimmtugsald- urs 9. okt. f. ár. Móðir þeirra Elínar og Þuríðar var Sigriður Jónsdóttir frá Loftsstöðum, er andaðist 4. jan. f. ár, systir Jóns á Loftsstöðum, sem nú nýlega, 6. þ. m., er fallinn frá. Systur þessar áttu þvi til góðra og merkra manna að telja í báðajr ættir og um marga Iiðu fram. Féllu þar eplin eigi fjarri eikum þeim, er þær voru komnar frá. Fengu þær uppeldi gott og mönnuðust vel. Báðar voru þær sönghneigðar mjög og Elin lærði orgelspil hjá Isólfi hróður minum, sem taldi hana hafa jafnvel meiri hæfileilca í þá átt en almennt gerist og venja er til um unglinga. Hæringsstaða*- heimilið hefir m. a. það orð á sér, að það sé myndarlegt mjög og meðal hinna bezlu þar um slóðir: Atorkan og iðjusemin sitja þar í fyrirrúmi og hjálp- semi sé þar mikil í garð manna og málleysingja. Húsfreyjan mun og eiga sinn góða þátt í þessu, enda er hún föst fyrir skyldurækin og meira gefin fyr- ir að vera en að sýnast. Manni sínum og hörnum þeirra er hún samhent mjög um allt það, er verða má þeim og öðrum til nytja, ánægju og yndisbóta, Hlutverk hennar er því, sem margra annara húsfreyja á mannmörgum og stórum heim- ilum, ærið erfitt og vandasamt,. eigi sízt nú á tímum, þegar að- fenginn vinnukraptur er svo takmarkaður og ýmsum tor- veldum háður, sem nú er. En frú Elín liefir reynzt þessu starfi sínu vel vaxin og þeúna hjónum tekizt það ágætlega, að leysa það af hendi svo, að þau eru, og það með réttu, talin prýði og sómi stéttar sinnar, bændastéttarinnar gömlu og góðu. Vandamenn og vinir þessara merku hjóna senda Jieim og börnum þeirra hugheilar ániað- aróskir sínar í dag, og hiðja þess, að þau megi le'ngi Iifa í landinú og láta enn sem mest gott af sér leiða, öldum og ó- bornum landsins börnum ti! gengis og gæfu, sjálfum þeim, börnum þeirra og heimilisfólki öllu til farsældar í bráð og lengd. En sérstaklega mun þó j slíkum og þvílíkum óskum heint til húsfreyjunnar, frú El- ínar Kolbeinsdóttur, á þessum merldsdegi ævi hennar. Reykjavík, 12. ágúst 1944. Jón Pálsson.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.