Vísir - 19.08.1944, Side 3

Vísir - 19.08.1944, Side 3
VISIR mmmmmmmmmmmmmammmmmmmmzjmmmmmammmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm^mmmmmmmmmmm Bókarfreg:ii. Minningar frá Möðruvöll- um. Akureyri 1943, 290 bls. Nú eru liðin yfir 40 ár síðan Möðruvallaskóli brann, og er því mjög farið að fækka þeim mönnum, sem þar stunduðu nám. Kennarar þessarar menntastofnunar eru óg allir látnir. Það er því vel til fallið að birta ofangreindar minningar, og yfirleitt hafði eg gaman af að lesa þær, enda rifjaðist margt upp fyrir mér, sem ég var búinn að gleyma eða hálf- gleyma. Leiðasti gallinn á sum- um þessara greina er sá, að helzt til mikið gætir í þeim löngunar til að narta í kenn- arana. Fremstur í flokki þessara gagnrýnanda er Ólafur læknir Thorlacius. Hann lcveður Hjaltalín liafa borið enskuna fram „næsta £áránlega“, af því að hann hafi dvalizt lengi með Skotum, og svo mun hann þar að 7auki hafa verið „óliljóð- næmur maður“, segir læknir- inn. Hjaltalín sagði okkur, að hann kynni hvorntveggja fram- burðinn: hinn suðurenska og hinn norður-enska, en að hann kenndi okkur norður-enska framburðinn, af því að hann væri okkur auðlærðari, enda var námstíminn á Möðruvöll- um stuttur, aðeins tveir vetur, og varð því að hafa hraðan á. Ól. Th. var aðeins fjórtán vetra, þegar hann brautskráð- ist frá Möðruvöllum, eftir 3ja vetra nám, en samt þykist hann maður til þess að knésetja Hjaltalín fyrir ensku-framburð lians. Það væri því næst að ætla að hann liafi verið einhver reg- insnillingur í ensku þegar á barnsaldri. En vitnisburðurinn, sem hann fékk í þessu máli á Möðruvöllum (dável) er þó ékki svo glæsilegur, að ástæð'a sé til að taka þessi orð læknis- íns svo sem drottins dómur sé — nema þá að hitt sé lieldur, að kennarinn hafi ekki áttað síg á sriilli hans, og því gefið honum minna en 'hann átti skilíð. Sagt er að* norski málfræð- ingurínn frægi, prófessor Joh. Storm, hafi verið svo næmur og minnugur á hljóð, að hann hafi getað skilgreint (analyser- að) þau, jafnvel tuttugu tíl þrjátíu árum eftír að hann heyrði þau. Þetta þóttí prófess- or Jespersen svo athyglisvert, að hann getnr þess í einu af rit- um sínum, og hefir hann þó verið talinn sæmilega hlutgeng- ur á þingi hljóðfræðinga híngað til. En hvað mundi Jespersen þá Iiafa sagt, ef hann hefði vit- að, að úti á Islandi væri maður (Ól. Th.), sem að sjálfs sín dómi gæti munað hljóð og lýst þeim eftir 60 ár, og væri þann- ig hálfu snjallari pi’ófessor Storm. — Miklir menn erum við, Hrólfur minn, Steingrimur Sigurðsson seg- ir, að sú tilsögn, sem hann naut í ensku hjá Hjaltalín um eins vetrar skeið, hafi reynzt sér notadrjúg, þegar hann kom til Vesturhehns nokkrum árum síðar, og virðist það ekki bera vott uin, að framburður Hjalta- lins hafi verið eins „fáránleg- ur“ og ól. Th. vill vera láta. Þorlákur Marteinsson telur Hjaltalín hafa verið þreytu- og syfjulegan í íslenzkutímunum og gefur í skyn, að hann hafi jafnvel verið sofandi í sumum þeirra. Aldrei varð eg var við þetta, og kann það að stafa af því, að eg átti svo annríkt að hlusta á kennslu hans, að mér vannst ekki tóm til þess að taka • * eftir syfjusvipnum eða svefni hans í kennslustundum. Ekki veit eg heldur neitt um það, hvort Hjaltalín hafði eða hafði ekki „neitt sérlega opin augun fyrir nýjum stefnum eða þró- un í skólamálum“. Hann minnt- ist aldrei á þau mál í kennslu- stundum, svo að eg muni, enda liafði hann nóg að gera við kennsluna. En hitt minnir mig fastlega, að augu Þorláks væru sæmilega vel lokuð fyrir þess- um vísindum þann vetur, sem við vorum samtíða á Möðru- völlum. Enn segir Þorlákur, að Hjaltalín hafi verið gersamlega lokaður fyrir öllu, er að reikn- ingi laut. Líldega er þetta mis minni Veigastaða-bóndans, því að 1 burtlararprófi úr Lærða skólanum fékk Hjaltalín vitnis- burðinn „ágætlega“ í báðum greinum stærðfræðinnar. Þvi miður get ég ekki borið saman stærðfræðieinkunnir þeirra Hjaltalíns og Þorláks, því að nafns Þorláks er ekki getið í skránni um bekkjabræður hans, sem brottskráðir voru frá Möðruvöllum 1901. Ymsir finna sitthvað að Hall- dóri Briem. Kveða hann hafa kennt reikning illa og aðrar greinir lélega; fer þó nokkur pappír undir mærðarlopa sumra höfundanna um þetta mál. Aftur eru aðrir, sem bera Briem ágætlega söguna, eins og t. d. Stgr. Sigurðsson, Árni Hólm og Lárus Bjarnason,' og hið sama vitni get eg borið hon- um. Það er að vísu satt, að Briem fór ekki oft langt út fyrir bæk- ' urnar, sem liann kenndi, og tel eg það fremur kost en löst á kennslu hans, því að tími til náms var naumur, og áttu flest- ir nóg með að læra það, sem í bókunum var, þótt ekki væri verið að rugla þá með langloku útúrdúrum. Ekki varð eg heldur þess var, að Briem væri upp- stökkur og amasamur í tímum, eins og Ingimar Eydal, Þ. M. og fleíri vilja vera láta. Hitt er sízt að undra, þótt honum gæt- ist ekki að ertingum og asna- styk^jum pilta, því að hann hef- ir víst haldið, að þeir væru í skólann komnir til þess að læra eða reyna að læra, en ekki til hins að erta hann*og gera hon- um erfitt um kennsluna. Það var því eðlilegt, að hann tæld þeim þessi fíflalæti „illa upp“, og því engin ástæða fyrir þá að bregðast illa við eða stökkva upp á nef sér, þótt sussað væri á þá. Sumir geta þess (flest er nú til tínt), að Briem hafi haft „skrínukost", og talaé enginn eins gleiðgosalega um það og Þ. M. Það dylst ekki, að honum Jiykir kennaranum lítill sómi i þessu atferli. Eg hefi aldrei get- að skilið, að neinum sé minnk- un í því að fara vel með efni sín. En hversu sem um það er, var það algjört einkamál Briems kennara sjálfs, hvernig liann bjó í mat og kom engum öðrum við en lionum sjálfum. Eini kennarinn af þeiin, sem mér kenndu á Möðruvöllum og fær óslcorað lof, er Stefán Stef- ánsson. Stefán var afbragðs- ltennari og kenndi vel það, sem hann kunni. En það gerðu hin- ir kennararnir líka. Sumir geta þess, að Briem hafi lítt kunnað leikfimi, söngfræði og söng, þótt hann yrði að kenna þessar greinir um tíma. Stefán Stefáns- son kunni og lítt eðlisfræði, þótt hann yrði að kenna hana. Hver veit nema bezt hefði farið á þvi að skipta störfum þannig, að Stefán hefði verið látinn kenna leikfimi en Briem eðlisfræði og hefði þá líklega verið Iietur ráð- ið. Söngfræði og söng hefðu þeir Ný risa spxengj uflugvél, sem tekur öllum öðrum fram. Eftir Albert D. Hughes. piugvél, sem getur flogiS lengra en hingað til hefir þekkzt, flugher, sem getur flogið um víða veröld! Þetta er skýringin, sem liggur á bak við tilkynninguna um að amerískar flugvélar hafi byrjað sprengjuárásir á Japan. Árásirnar gera flugvélar af gerðinni B—29, en það er end- urbætt gerð að flugvirkjum. B—29 er vafalaust aflmesta flugvél, sem til er i heiminum. Hún getur næstum flogið hvert sem er, og gert næstum hvað sem er. Flugvélar þessar eru í 20. flugsveitinni, en hún er sprengjuflugvélasveit, undir stjórn H. H. Arnolds, yfirmanns flughersins, og hún liefir það hlutverk, að gera árásir hvar sem er á hnettinum. I mótsetn- ingu við aðrar deildir flughers- ins er'20. flugsveitin aðeins á- byrg gagnvart herforingjaráð- inu. Allur heimurinn er árásar- vettvangur hennar. Þetta er það, sem eg liefi lengi verið að bíða eftir að segja heiminum. Ásamt öðrum blaðamönnuni fræddist eg fyrir nokkuru bæði um B—29 flugvélina og 20. flugsveitina, er eg skoðaði þá deild Boeing flugvélaverk- smiðjanna, sem aðsetur liefir í horginni Wichita i Kansas. Bitskoðunin leyfði mér ekki að segja frá því, sem eg komst þarna að, fyrr en tilkynnt hafði verið, að amerískar sprengjur liefðu aftur fallið á Japan, en þá mætti svifta blæjunni af þessu leyndarmáli. , Þó að eg liafi flogið í B—29 og*skoðað flugvél þessa bæði á flugi og á jörðu niðri, þá eru nokkur atriði varðandi þessa á- gætu flugvél, sem eg get ekld ennþá skýrt frá. Samt sem áður er hægt .að segja þetta: Flugvél- vængjahaf, er næstum 100 feta in hefir meria en 141 fets löng og er 27 fet á hæð. Hún eb ekki ósvipuð að stærð og Boeing „Clipper“ flugbáturinn. Hún er hálfu stærri en B—17-flugvélin (flugvirkin), en vélar B—29 eru næstum helmingi aflmeiri. * Þessi flugvél ber mjög þung- an sprengjufarm, samanborið við hina brezku sprengjuflug- vél Avro-Lancaster. Nokkrir okkar skriðu undir flugvélina og fundu ágætan fundarsal í sprengjurúmum hennar. Vængjalag þessarar flugvélar er með sérstökum hætti, en þessir vængir, sem nefndir eru „vængir 1Í7“, gera henni kleift svo getað kennt 1 d. sína vik- una hvor. Þótt endurtekningar séu eðli- lega nokkrar í bókinni, þar sem margir skrifa um sama efni, verður þó ekki annað sagt, en að mikill fengur sé i henni, þótt drjúgum meiri hefði hann orðið, ef allir hefðu ritað eins vel og hófsamlega og Guðmund- ur bóndi á Þúfnavöllum; á Brynjólfur Sveinsson, kennari, þakklæti skihð fyrir þann þátt, sem hann hefir átt í útgáfu hennar. En ámælið um kennar- ana er ómaklegt og ódrengilegt, því að þeir voru allir, að því er eg bezt veit, vel menntaðir menn og unnu störf sín vel og samvizkusamlega. Það er svo sem ekki hundrað í hættunni, þótt nú sé nartað í þessa látnu sæmdarmenn, því að ekld þarf að óttast, að þeir fari að bera hönd fyrir höfuð sér héðan af. Bogi Ólafsson. að ná yfir 300 mílna hraða á klukkustund, komast upp í 30.000 feta hæð og fljúga mjög langt í einni lotu. Allt þetta fer langt fram úr því, sem hingað til hefir þekkzt í sambandi við þungar sprengjuflugvélar. Flugvélin er vopnuð vélbyss- um, sem hafa hálfs þumlungs hlaupvídd, og fallbyssu með 20 mm. hlaupvidd. Um ýms atriði varðandi vopnabúnað flugvél- arinnar má auðvitað ekki gefa upplýsingar. Allar hugsanlegar uppgötv- anir á sviði flugvélaiðnaðarins liafa verið hagnýttar. Búkurinn á B—29 lítur þann- ig út, að auðvelt virðist vera að stýra henni. Vængirnir eru mjó- ir og rennilegir. Flugvélin hefir einfalt stél og er stýrt með há- um „bakugga", sem er einkenn- andi fyrir flugvirkin. Að innan er B—29 ekki sam- bærileg við virkin fljúgandi; hún er „draumur verkfræðing- anna“. Hún er ef til vill sú flugvél, þar sem rafmagnið er hagnýtt meira en hingað til hef- ir þekkzt. I henni eru 150 raf- magnsvélar af 49 mismunandi gerðum, til ýmiskonar notk- unar. Flug okkar í B—29-flugvél- inni var hrífandi reynsluflug. FÍugmaðurinn, Jack Peacock höfuðsmaður, hafði minna að gera en flugmaður í lítilli sprengjuflugvél. Við flugum með geysihraða, en samt sem áður virtist flugvélin líða á- fram. 20. flugsveitin tók til starfa 1. apríl s.l. Þar eð flugsveitin er undir beinni stjórn Arnolds hershöfðingja, eru höfuðstöðvar liennar í Washington og ef til vill er flestum ferðum hennar stjórnað þaðan. En 20. flug- sveitinni er einnig hægt að stjórna frá öðrum stöðum, eftir því sem þarfir stríðsins krefj- ast. Þannig getur flugsveit þessi gert árás á Japan einn daginn, en Berlin hinn. Uppgötvanir, sem nú eru kunnar, eru aðeins sýnishorn af þeirri þróun, sem mun eiga sér stað á sviði langflugs-flugvéla. Við munum síðar koma óvinum vorum á óvart með öðru. Eins og nú standa sakir hef- ir árásarsvið ameríska flughers- ins í rauninni vikkað um helm- ing, eftir að hið endurbætta flugvirki B—29 hefir verið tek- ið í notkun. Sá árangur í langflugi, sem ameríski flugherinn náði með notkun B—17, er nú aðeins tal- inn meðalgóður í samanburði við þann árangur, sem nú hefir náðzt — með notkun flugvélar- innar B—29. — Þótt árangur sá, sem flugvirkin liafa náð í langflugi, ha.fi verið ágætur, þá hefir samt þeirri hættu aldrei verið bægt frá, að á þau yrði ráðizt með vopnum á jörðu niðri eða með flugvélum. Nú, þegar byrjað er að fram- leiða B—29, má segja, að aldrei áður hafi ameríski flugherinn þurft eins lítið að óttast gagn- árásir, hvorki i bækistöðvum sínum né uppi í loftinu. Frá því að byrjað var að framleiða B—29-flugvélina, hafa varnir hennar verið mið- aðar við það, að hún yrði mjög langfleyg, gæti borið þungan sprengjufarm í mikilli hæð og flogið með miklum hraða. I reynslufluginu komumst við mjög fljótlega upp í loftið og flugvélin þurfti ekki lengri flöt til að hefja sig til flugs en flugvirkin þurfa. Við flugum nokkra hringi í kringum Wichita, til þess að komast upp fyrir skýjaþykkni, sem var í 3000 feta hæð. Eftir tiltölulega stuttan tíma vorum við komnir í 12000 feta hæð. Geysistór speldi á vængjum flugvélarinnar hjálpuðu til að hefja hana á loft, en þó var þeim ekki hleypt nema til hálfs niður. Hin griðarmiklu tvöföldu lendingarhjól voru nú felld inn í vængina. Einnig hvarf tvö- falda framhjólið inn í far sitt neðan á nefi flugvélarinnar. Þegar við vorum að lenda, atþuguðum við undrandi hinn stóra flöt speldanna á vængj- unum, þegar þeim var hleypt al- veg niður. Okkur var sagt, að flötur þeirra væri einn fimmti sem birtast eifa Vísi Mtmdæfnrs, þnrfa að vera komnar fyrir kl. 11 árd. löggiltur skjalaþýOwri (enska) Suðurgöiu 16 Sími 5828 — Heima kl. 6—7 e. h. — Gæfa fylgir trúlo^unar- hringunum frá SIGURÞÓR, Hafnarstr. 4. TELPUKIÖLAR. Kr. 16.50, 36.75. ERLA, Laugaveg 12. Sandwich Spiead. Klapparstíg 30. - Sími: 1884. Hestamannafélagið Fákur heldur kappreiðar á morgun á skeiðvellinum viS Elliðaár, og hefj- ast þær kl. 3 e. h. Þar verða reynd- ir margir nýir gæðingar og veð- banki verður starfræktur. Strætis- vagnaferðir verða frá Útvegsbank- anum, Lækjartorgi. — Knapar og hestaeigendur eru beðnir að mæta eigi síðar en kl. 2 e. h. liluti af lieildarfleti vængsins. Þessi speldi eiga að hægja ferð- ina, til þess að auðveldara sé að lenda. Þó að flugvél þessi sé svona stór, þá þarf engar vélar til að stýra henni; flugmaðurinn stjórnar flugvélinni með hönd- um einum saman. Þegar flug- vélin var setzt, var okkur leyft að vagga stýrinu fram og aft- ur, til þess að sannfæra okkur um þetta. Á ferð okkar um Boeing- verksmiðjurnar í Wichita fylgd- umst við með framleiðslu eins hluta af grind þeirri, sem er að- alstyrkur vængjanna. Við sáum efninu í grindina lyft upp úr járnstangastafla, sett í ýmis- konar vélar og grindina síðan fellda inn i þann hluta vængs- ins, sem hún átti að vera í. Siðan var þessi vænghluti skeyttur við vænginn. Framleiðslu flugvéla er tekið að svipa til framleiðslu járu- brautarvagna og skriðdreka, — Þegar við vorum að ljúka við að skoða verksmiðjuna, horfðum við á griðarstóran krana lyfta 11 smálesta þungum vænghluta upp úr fari hans i framleiðslu- röðinni, bera hann þvert i gegnum verksmiðjuna og leggja hann niður á sinn stað í full- gerða flugvél. Það var undraverf, að sjá hve mikla nákvæmni þarf að við- hafa til þess að vænghlutuin falli inn í far sitt i flugvélar- búknum. Það þarf nákvæmni einnig við fjöldaframleiðslu. Við gerð flugvélarinnar B—29 hafa verið hagnýttar til- raunir verkfræðinga flughers- ins, farið eftir reynslu herfor- ingjaráðs flughersins og við þetta liafa verið tengdar upp- finningar starfsmanna við Bo- eing-verksmiðj urnar. Hallgrímsmessa á Skólavörðuholti á morgun. Á þessu ári eru Iiðin þrjff' hundruð ár síðan Hallgrímur Pétursson var vígður til prests. Hann var vígður í Skálholts- dómldrkju, af Brynjúlfi biskupi Sveinssyni, einhverntíma á ár- inu 1644. Þessa merkisviðburð- ar í íslenzkri kirkjusögu verður minnst með útiguðsþjónustu ái Skólavörðuholti (hjá Leifsstytt- unni) á íporgun (sunnudag) kl. 2 e. h. Þar verða fluttar stuttar ræður, söngur og hljóðfæra- sláttur. — Hallgrimssöfnuður í Reykjavík gengst fyrir þessari. samkomu. Tillaga um bæjarveikiræðing á IsafirðL Á bæjarstjórnarfundi, sem haldinn var nýlega á ísafirði, bar Bárður G. Tómasson skipa- verkfræðingur fram tillögu um það, að ráðinn verði bygginga- verkfræðingur í þjónustu bæj- arins og skuli hann jafnframt vera liafnarstjóri og bygginga- fulltrúi. 1 greinargerð fyrir tillögunni segir, að verklegar framkvæmd- ir sé nú orðnar svo miklar á Isafirði, bæði að því er snertir bæinn sjálfan og höfnina, að ekki sé hægt að ætlast til að verkum þessum verði veitt ör- ugg forsjá án tæknislegrar þekkingar. Þá er og bent ó það í greinargerð þessari, að verk- fræðingur þessi gæti kennt teknisk fræði í Iðnskólanum á Isafirði. Tillögunni var vísað til bæj- arráðs og hafriamefndar.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.