Vísir - 23.08.1944, Blaðsíða 4

Vísir - 23.08.1944, Blaðsíða 4
VISIR GAMLA Blð ■ Stjömnievyan (Star Spangled Rhythm) Betty Hutton 3Bing Crosby Bob Hope ,Ray Milland Dorothy Lamour o. fl. Sýning kl. 5, 7 og 9. Frakkland. Framh. af 1. síðu. VirðisL bersýnilegt, að banda- menn setli að slíta sambandinu milli Þjóðverja þeirra, sem enn Itunna að vera í suðvestur-hér- oðum landsins og Þýzlcalands, eins og sagt var fyrir hér i blað- snu fyrir helgina. Sex km. IH Signuósa. Norður undir sjó heldur sókn Landamana áfram og liafa þeir nú tekíð m. a. Lisieux og Deau- ville. Eru þeir aðeins um sex km. frá ösum Signu, en íiandan mynnisins er Le Havre. Melra jafnvægi. Af ýmsum fregnum þykir nú mega ráða, að meira jafnvægi sé að komast á vígstöðvarnar i grerid við Signu. Virðast Þjóð- verjar Jiafa getað stöðvað eða ^dregið að minnsta lcosti til mik- illa muna ixr sókn bandamanna, enda eru flutningaleiðir þeirra orðnar mjög langai’. íbú ð í nýju.húsi til sölu, tvö herbergi og eldhús með öllum þægindum. Uppl. í síma 2668 til kl. 17 daglega. Vlkuieinangiun ávallt fyrirliggjandi. Vihuisteypan Lárus Ingimarsson. Sími 3763. Gulrætur míms Klapparstíg 30. - Sími: 1884. KEINSLAl BYRJUÐ að kenna að spila á guitar. Sigríður Erlends, Aust- ■iirhliðarvegi, við Sundlaugarnar (415 Fiammistöðnstúlka óskast um næstu mánaðamót á hótel. Upplýsingar í shna 1975. Frá Stýrimannaskólanum. Kennara vantar við væntanlegt siglingafræðinám- skeið á Akureyri á vetri komanda. Umsókmr sendist undirrituðum fyrir lok þ. mán. Skólastjóri Stýrimannaskólans. Ráðsmaðni og láðskona óskast til að taka að sér lítið bú utan við bæinn. Húsnæði fylgir. Uppl. í síma 1975. TILKVNNING frá vjðskiptamálaráðuneiitjnn. Ráðuneytið hefir ákveðið að veittur verði 3ja kg. aukaskammtur af sykri til sultugerðar handa hverjum manni. Sykur þennan mega verzlanir afhenda frá og með 23. þ. m. gegn stofnauka nr. 6 af núgildandx matvæla- seðli og er stofnauki þessi frá þeim degi og til 1. október n.k. lögleg xnnkaupsheimild fyrir 3 kg. af sykri. Viðskiptamálaráðuneytið, 22. ágúst 1944. BEZT AÐ AUGLYSA 1 VÍSI xsaooooooooooooooooooooooc< TAPAZT hefir kven-gullúr með stálkeðju, á Freyjugötu — Bjargarstíg. Fundarlaun. —— Finnandi vinsamlega beðinn að hringja í síma 3347. (365 KARLMANN S-armhandsúr tapaðist 21. þ. m. frá Laugavegi 118 að Hverfisgötu 102. Vin- samlegast skilist á Hverfisgötu 102 B. (Fundarlaun). ■ (400 SVART vasa-album með mörgum smámyndum, hefir tapazt fyrir nokkuru. Skilist á Sólvallagötu 20. (392 Iv ARLMANN S ARMB ANDS- UR hefir tapazt. Er með svartri skifu, rauðum vísum og brúnni leðuról. Finnandi vinsamlegast geri aðvart í sima 3947. (407 SVARTFLEKKÓTTUR kettl- ingur tapaðist á mánudagskvöld. Vinsamlega skilist á Bragagötu 33 A,___________________(408 AÐFARANÓTT mánudags tapaðist kvenúr i Efstasundi. — Finnandi geri svo vel og skili því strax gegn fundarlaunum í Efstasund 37. (411 SH TJARNARÐlÓ ÍM Stefnumót i Berlín (Appointment in Berlin) Spennandi amerísk mynd um njósnir og leynistarfsemi. Marguerite Chapman. George Sanders, Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum innan 16 ára. HERBERGI óskast. Fyrir- framgreiðsla. Uppl. í síma 5021 kl. 7—9 á kvöldin. (368 KYRRLÁT og reglusöm hjón óska eftir 1—2 herbergj- um og eldhúsi. Húshjálp eftir samkomulagi. Tilboð, merkt „2405“ sendist afgr. Vísis fyrir sunnudag. (387 HCSPLÁSS ÓSKAST sem fyrst, 1 herbergi og eldhús. Má vera í kjallara. 2 í heimili, eldri hjón. Tilboð merkt „13“ sendist Vísi. (389 HERBERGI óskast. Hjálp við þvotta eða ræstingu lcemur til greina. Uppl. í síma 3832. — (391 LÖGRELUÞ J ÓNN óskar eftir herbergi nú þegar eða 1. september. Uppl. í síma 3026. _________________________(403 ELDRI maður óskar eftir lierbergi hjá rólegu fólki, nú þegar eða 1. okt. Uppl. í síma 4160 frá 9—6 alla virka daga og á Sjafnargötu 10, eftir kl. 7. (394 HERBERGI óskast. Má vera litið. Fyrirframgreiðsla ef óskað er. Uppl. í síma 1954. (414 Féla^slíf l.R. NÁMSKEIÐIÐ Allir þeir, sem liafa telcið þátt í íþróttanám- skeiðinu eru beðnir að mæta í l.R.-húsinu við Tún- götu kl. 7 i kvöld, en þaðan verður farið á Kolviðarhól. — Áríðandi að sem flestir mæti. _________________________(413 FERÐAFÉLAG ISLANDS ráðgerir að fara skemmtiför til Gullfoss og Geysis næstkomandi sunnudag. Sápa látin í Geysi og reynt að ná fallegu gosi, þá verður komið við á Brúarhlöð- um og i liakaleið ekið upp með Sogi austan Þingvallavatns og á Þingvöll, en þaðan til Reykja- víkur. Lagt af stað kl. 8 árdeg- is. Farmiðar séu teknir fyrir kl. 6 á föstudag í skrifstofu Kr. Ó. Skagfjörð, Túngötu 5. (395 FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ráðgerir að fara 2V-> dags skeimntiför til Kerlingarfjalla næstkomandi laugardag. Lagt af stað kl. 2 e. h. og ekið austur hjá Gullfossi og norður yfir Bláfellsháls alla leið í Kerling- arfjöll. og gist þar í sæluhús- inu. Á sunnudag og mánudag er dvalið í fjöllunum, skoðað hverasvæðið, gengið á hæstu fjöllin. Pantaðir farmiðar séu teknir fyrir kl. 12 á föstudag í skrifstofu Kr. Ó. Slcagfjörð, Túngötu 5. (396 ÆFINGAR í KVÖLD. Á Háskólatúninu: Kl. 8: Námskeið í frjálsum iþróttum. Á íþróttavellinum: Kl. 8.45: Knattspyrna, Meist- araflokkur. (Kl. 6% mynda- taka). I Sundlaugunum: KJ. 9: Sundæfing. Drengjameistaramót l.S.Í. Verðlaun afhent kl. 9% í kvöld í Félagsheimili V. R. í Vonarstræti. — Stjórn K. R. WL+ttÍNXU BÓKHALD, endurskoðun, skattaframtöl annast ólafur Pálsson, Hverfisgötu 42. Sími 2170.___________(707 ÓSKA eftir léttum sauma- skap, t. d. rúmfatnaði, svuntum, morgunkjólum o. fl. Tilboð, merkt „J. J.“, sendist Vísi. — (357 NtJA Bló m Hetjui heiskólans (Ten, Gentlemen from West Point) Söguleg stórmynd frá byrjun 19. aldar. Aðalhlutverk leika: Maureen O’Hara John Sutton George Motgomery. Sýnd kl. 5, 7 o* 9. Bönnuð börnum yngri en 12 ára. GENG í hús og sauma sniðna kjóla og barnafatnað. Uppl. í -t-ton /900 síma 1137. (388 KAUPAMAÐUR ósltast um 2ja vilma skeið eða lengur, eftir óskum mannsins. Uppl. í VON. Sími 4448 . (393 NOKKRAR reglusamar stúlk- ur óskast í verksmiðju. Gott kaup. Uppl. i síma 5600. (180 STÚLKA óskast. 8 tíma vakt. Sérherhergi. — Hátt kaup. Mat- salan, Bergstaðastræti 2. (398 4ra LAMPA Pliilipstæki til sölu. Bergstaðastræti 2. (399 1—2 LAGHENTAR stúlkur óskast um tíma i létta og hrein- lega vinnu. Sími 5275. (401 IKLIIiSÉkÉIIIÍ TÆKIFÆRISGJAFIR. Stytt- ur í ýmsum litum og gerðum. VERZLUNIN RÍN, Njálsgötu 23. (559 TELPUHJÓL til sölu Þórs götu 19, III. hæð, til hægri. — (390 KAUPUM TUSKUR, allar tegundir, hæsta verði. — Hús- gagnavinnustofan, Baldursgötu 30. Sími 2292.____________(374 EINSETTUR klæðaskápur til sölu (450 kr..). Uppl. á Lauga- vegi 34 A. (402 DÍVAN til sölu. Uppl. Leifs- götu 13, niðri. (397 2 DJÚPIR stólar og teppi, sem nýtt — til sölu ódýrt. — Laufásvegi 27, kjallara. Til sýn- is í dag og á morgun. Selst vegna plássleysis.________(404 GÓLFTEPPI óskast til kaups. Uppl. í síma 5641, frá kl. 5—7. (405 HVÍTAR kanínur til sölu á Laugavegi 27 B.______ (406 BARNARÚM og nýr silfur- refur til sölu. Hallveigarstíg 2 , (kjallaranum. — Uppl. 8—10 í kvöld. (409 2 DJÚPIR stólai', nýir, með vönduðu plussklæði, til sölu fyrir gott verð. — Uppl. Öldu- götu 7 A, bílskúrnum. (410 BARNAVAGN til sölu. Uppl. í sírna 5744. (412 Nf. 133 JÞegar Tarzan hafði sefað hina óðu fíla komu gulu risarnir út úr fylgsnum sínum, en þeir höfðu flúið inn í húsin og hliðargöturnar, þegar glundroðinn komst á fílafylkinguna. Tarzan lierti á Malluk, þegar hann sá þá gulu koma ,og Iihallu, kvendýrið, fylgdi þétt eftir. „Hvert erum við að fara?“ spurði O’- Rourke. „Til fílahússins," svaraði Tarz- an, „þar getum við falið okkur.“ „Þessir gulu djöliar," hélt Perry á- fram, „eru fljótari cn nokkuð annað. Þeir eru vissir með að ná okkur. Við skulum reyna að gera tilraun til þess að komast inn í höllina, frelsa Janette og flýja síðan út í frumskóginn. Þetta cr eina leiðin fyrir okkur til þess að koma ast undan.“ „Við ermn ekki enn til- búnir til þess að yfirgefa Þórsborg,“ svaraði Tarzan rólega, ssísBaf-.íf swss. .UNITED FEATURE SVNDICATE, Inc. _ „Ekki tilbúnir! Vitleysa, eg er 1il-~ húinn hvenær sem er — því fljótar, því betra.“ Apamaðurinn hrissti höfuð- ið. „Eg hefi gefið loforð mitt um að frelsa vesalings þrælana og eg held alltaf orð mín.“ Kailuk kinkaði kolli og var hugsi. „Vel mælt Tarzan apa- bróðir. Ef þér tekst að frelsa þá, þá munu þeir fyigja þér allir sem einn maður,“ sagði Kailuk efti stundar- korn. ín sú von Tarzans, að þeim mundi~ takast að komast undan þá leið, sem hann liafði hugsað sér, fór út um þúf- ur. Gulu risarnir birtust allt í einu rétt fyrir framan þá. Það leit nú heldur uggvænlega .út fyrir þeim félögum „Sjáið þið!“ kallaði Perry til þeirra. „Þarna koma enn fteiri hermenn. Það er úti um okkur, þeir sækja að okkur úr öllum áttum.“ Ethel Vance: 104 Á flótta „Hann ætlar að flytja það til smá]x)r[is uppi í sveit, þar sem hann býr hjá hróðúr sínum, og grafa það, annaðhvort í landar- eign hróður síns, eðá í kirkju- garði sveitarinnar, ef leyfi féng- ist til þess.“ „Ætlaði hann að flytja það í j árnbrau tarlest ?“ „Já.“ „Jæja, við töltim um það seinna.“ „í guðanna bænum," sagði Mark, „segið mér hvað þér haf- ið gert. Segið inéi' hitt eftir á.“ „1 morgun,“ svaraði dæknir- inn, „fór eg inn í lyfjabúð fang- elsisins og bjó til nokkurar töfl- ur. Þetta var rétt á eftir að eg liafði talað við yfirlækninn. Þvi næst fór eg og athugaði frú Ritt- er og fann ekkert við líkama hennar að atliuga, en lijartað at- hugaði eg sérstaklega, eins og eg sagði áður. Að því er virðist er hún stálhraust, eg segi, að því er virðist, vegna þess, að slík skoðun sem eg framkvæmdi, er ekki ó'yggjandi. Þessar töflur, teknar með vissu millibili, fara að verlca til fullnustu eftir 24 klukkustundir.“ „En þær gætu drepið liana?“ „Já ,en þær gætu líka bjargað lífi hennar. Eg álvktaði, að álirifin yrðu sem hér segir: Hjartslátturinn dofnaði smám saman og öll starfsemi hjartans vrði óregluleg. Sjúklingurinn vrði gripinn taugaæsingu og mundi sennilega fá uppköst. Það mundi verða kallað á gamla fangalæknirinn, sem eg talaði um, og hann mundi undir eins sjá, að allt stafaði frá lijartanu, enda væri það eins eðlilegt, eftir það sem á undan er gengið, upp- skurð, auk þess sem sjúklingur- inn býr að staðaldri við mikla hugaræsingu. Læknirinn yrði ekkert liissa. Hann mundi gleðj- ast, því að liann fengi tækfæri til þess að skella skuldinni á lögreglulækninn. Kannske gleðst hann yfir því, að enn mundi dauðinn bjarga fanga frá lífláti. Nú, þar sem yfirlæknirinn er farinn, verður sent eftir mér. Já, liafi frú Ritter framkvæmt fyr- irskipanir mínar, verður gert hoð eftir mér einhvern tíma á morgun. Eg mun að sjálfsögðu láta í ljós, að eg telji alvarlega horfa. Eg vík eldíi frá lienni. Eg læt sem eg geri allt, sem eg get til að bjarga henni. Eg verð ekki fyrir neinum óþægindum frá öðrum — þeir láta mig afskipta- lausan. Það vei’ður aðeins hjúkr- unarkona nokkur á stjákli í kringum mig, heimsk, leiðinleg, illgjörn, en eg get auðveldlega ráðið við hana. Kl. um 8.30 er húið að slökkva og dimmt í fangahúðunum. Eftir það er eg einn með sjúklingnum. Klukk- an tiu lýsi eg yfir þvi, að frú Ritter sé látin. Eg geri aðvart um látið hlutaðeigandi yfirvöld- um og eg skrifa undir dánar- vottorðið. Eg læt síma til manns- ins, sem gert hafði kröfu til að fá likið afhent sér, — það er allt og sumt.“ „Þetta er óhugsanlegt," hvisl- aði Mark. Hann hafði í raun- inni vart skilið orð af þvi, sem læknirinn sagði, en liann liafði fengið traust á honum, og reyndi að gera sér grein fyrir því, hvað hann hugðist fyrir. Marlc var búinn að gefa upp alla von — hann taldi rist, að dauðinn yrði ekki umflúinn, en. nú hafði læknii'inn sagt, að það væri ef til vill gerlegt að leika á sjálfan dauðann. „Það er óhugsanlegt,” sagði hann aftur. Nú talaði hann nokkuru hærra og af meiri á- herzlu en áður. „Hérna um lcvöldið sagði eg við yður, að ekkert væri til, sem gæti orðið henni til bjargar,“ sagði læknirinn af nokkurri ó- þolinmæði, „og þér kröfðust kraftaverks." Læknirinn stóð upp og fór að ganga um gólf fram og aftur með hendurar fyrir aftan hakið. Hann var þannig útlits nú, að vel mátti ætla, að hann væri ekki alveg með réttu ráði. Allt í einu tók liann lireðku af diski á borð- inu og stakk upp i sig og bruddi af ákafa. „Eg er skurðlæknir. Eg hefi gert erfiða uppskurði.Talið ekki við mig um la-aftaverk.“ Hann tók bjúgusneið, lagði hana á brauðsneið og fór að gæða sér á þessu. „Það er óhugsandi,“ sagði

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.