Vísir - 23.08.1944, Blaðsíða 2

Vísir - 23.08.1944, Blaðsíða 2
VISIR VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BIAÐAÚTGÁTAN VÍSIR H.F. Ritstjórar: Kristján Guðlangsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla Hverfisgötn 12 (gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar: 1 6 6 0 (fimm línur). Verð kr. 4,00 á mánuði. Lausasala 35 aurar. FélagsprentsmiSjan h.f. Eftir stríðið VI. ViSsldpti og samgöngui. ITerzlun og viðskipti eru samkvæmt eðli sínu ópóli- tísk. Þeir, sem hafa þau störf á hendi, verða að geta skipt við hvern sem er, án tillits til pólitískra skoðana, annars er sú stétt ekki hlutverki sínu vaxin. Verzlunin á þess vegna að standa utan við pólitískar deilur og sinna hlutverki sínu innan þeirra vébanda, sem henni eru sett og bezt sam- rímast hagsmunum heildar- innar. Nytsemi hvers verzlun- arforms eða skipulags verður dæmt eftir þeirri þjónustu, sem það veitir. Samvinnu- verzlun og séreignarverzlun eiga að hafa jafna aðstöðu til þróunar, hvor á sinn hátt. Samkeppni þeirra á að bein- ast að því, hvor geti betri þjónustu innt af hendi og bet- ur séð borgið hagsmunum neytendanna, en ekki því, hvor aðilinn geti með virkn þátttöku í stjórnmálunum skapað sér sterkari efnalega aðstöðu. Þess vegna er nauð- synlegt, að verzlun landsins hætti að vera snar þáttur í stjórnmálabaráttunni. Það mundi hreinsa loftið. Á gjaldeyrisráðstefnu þeirri, sem nýlega var haldin í Bandaríkjunum, samþykktu 44 þjóðir að vinna að því eft- ir ófriðinn, að afnema öll höft á gjaldeyri í sambandi við við- skipti þjóða í milli. Þetta gef- ur von um að bætt verði úr því öngþveiti, sem ríkjandi var í alþjóðaviðskiptum í heil- an áratug fyrir ófriðinn. Að sjálfsögðu verður ísl. verzl- un jafnan háð því ástandi, sem ríkir í viðskiptum ná- grannalanda okkar hverju sinni. En strax og ófriðnum lýkur verður að hefja hér undirbúning þess, að losa verzlunina úr hinu núverandi ófrjálsa skipulagi. Hún þarf að geta þróazt með eðlilegum hætti. Öll höft, sem standa til lengdar, leiða af sér óeðli- lega þróun. Um leið þarf að leysa annað vandamál, og það er að þessi starfsgrein verði ekki fjölmennari en bezt samrímist þörfum við- skiptanna og hagsmunum al- mennings. Samgöngurnar við útlönd verðá jafnan eitt af mestu bagsmunamálum þjóðannnar. Afkoman í landinu er mikið undir því komin, að vér get- um flutt afurðirnar út og er- lendu vörurnar inn á hag- kva^man og ódýran hátt. Of dýrir flutningar geta lamað Hefur útilegumannabyggð fundizt í Vonarskarði? Frá ferð uíu BeykfíkÍDga um aðalöræfi Iand§ins. Jíðari hluta júlímánaðar fóru níu ferðalangar héðan úr Reykjavík ríðandi um Landmannaafrétt til Veiðivatna, þaðan yfir öræfin um Illugaver, Jökuldal við Tungnafells- jökul, Vonarskarð og Sprengisand niður í Bárðardal. I Von- arskarði fundu þeir ágætt haglendi á miklu hverasvæði, og þar rákust þeir á þrjár þústur, sem hugsanlegt er að væru leifar mannvirkja frá útilegumannabyggð. Ferðalangarnir 'voru Ásgeir Ásgeirsson skrifstofustjóri frá Fróðá, Friðrik Ólafsson skólastjóri, Guðmundur Albertsson for- stjóri, Hafliði Jónsson vélstjóri, Halldór Gunnarsson kaupmaður, Kornerup-Hansen stórkaupmaður, Ölafur Gíslason stórkaupmað- ur, Óskar Þórðarson læknir, og Páll Skúlason ritstjóri. Fylgdar- menn þeirra voru Kristinn á Skarði og Teitur á Flatbjarnar- holti, en alls höfðu þeir ferðalangar 25 hesta. Vísir átti tal við þá Friðrik Ólafsson skólastjóra og Óskar Þórðarson lækni, og skýrðu þeir svo frá för þessari: Þann 20. júlí fórum við frá Reykjavík að Skarði á Landi og áfram að Landmannahelli, en þaðan daginn eftir til Veiði- vatna. Þar vorum við um kyrrt 22. júlí og veiddum þann dag nokkuð af silungi. 23. júlí var haldið í Illugaver. Var leiðin þungfær, sandur, gróðurlaus með öllu og sandorpið hraun. Var ætlun okkar að á við Þór- isvatn, af því að þar vissum við af haglendi, en er til kom var svo hratt niður að vatninu, að okkur þótti ekki taka því að staðnæmast þar, enda hefðum við orðið að taka klyfjar af öll- um hestum uppi á brúninni og teyma þá eftir bröttum sand- bökkum niður að haglendinu. Héldum við þvi sem leið liggur, í Illugaver. Þar voru hagar .góð- ir og all víðáttumiklir. Kalda- kvísl var ekki í teljandi vexti og hittum við á gott vað rétt við leitamannakofann í Illugaveri. Annars getur hún verið illur farartálmi, þegar vöxtur er í henni. Árla morguns 24. júlí lögðum við af stað áfram norður. Áð- um í Svörtubotnum, sem erú grasgeirar meðfram lækjar- seytlum alllangt vestan við Há- göngur. Um kvöldið komum við ' svo í Nýjadal eða Jökuldal, sem er vestan í Tungnafellsjökli og komum þangað kl. 2 um nótt- ina. Höfðum við þá haldið á- fram 16 klst. samfleytt. Þann 25. júlí fórum við út úr dalnum aftur og suður í Voriar- skarð. Þar inni í fjöllunum, suður af Tungnafellsjökli, fund- allt atvinnulíf og gert fram- leiðsluna ósamkeppnishæfa. Flutningana verðum vér sjálf- ir að annast og ríkið verður að búa svo í haginn fyrir ein- staklingsframtakið, að það vilji stuðla að þessum fram- kvæmdum. I samvmnu við ríkisvaldið og með aðstoð þess ætti Eimskipafélagið að geta fullnægt þörfum lands- manna um almenna vöru- flutninga á eins hagkvæman hátt og frekast verður á kos- ið. Ekkert millistig í því efni er fullnægjandi. Ríkið er nú hluthafi í félaginu að litlu leyti og viðsjár virðast vera talsverðar milli þess og hins opinbera. Ef deilur rísa á Al- þingi um félagið, sem vel get- ur orðið bráðlega, gæti það haft þær afleiðingar, að skatt- frelsi félagsins yrði afnumið og það þyrfti að starfa við önnur og verri skilyrði en til þessa. Til þess að tryggja fé- laginu þann frið og þau fríð- indi, sem því er nauðsynlegt til fullkomlega viðunandi reksturs, þarf að semja nú þegar um víðtæka samvinnu milli ríkisins og félagsins eftir stríðið. Ríkið ætti að eiga helming hlutafjárins, en leggja hins vegar félag- inu til strandferðaskipm og láta það annast allar strand- ferðir. Skipaútgerð ríkisins mundi þá hætta. Loftleiðir. Það er engin lausn á flug- málum landsins, þótt stofnuð séu nokkur smáfélög. Það er öfug þróun við það, sem ætti að vera og skapar alltof mik- ið öryggisleysi. Hér þarf eitt sterkt félag að annast flug- ferðir innanlands og starfa samkvæmt lögum, e.r gæfi því sérstök réttmdi og ákveðnar skyldur. Ríkið hlýtur að eign- ast við stríðslokin þá 'flug- velli, sem hér hafa verið byggðir, og verður því að láta þessi mál mikið til sín taka, ekki síður en aðrar samgöng- ur. Æskilegast væri að eitt félag gæti haft öll þessi mál að öllu leyti með höndum, í samvinnu við ríkisvaldið. Nauðsynlegt væri nú þegar að undirbúa framtíðarskipun þessara mála, svo að vér vær- um ekki alveg óviðbúnir, þeg- ar stórveldin fara að skipa alþjóðaflugmálum eftir stríð- ið. — um við ágæta haga, sem við nefndum Laugaver, vegna þess að þar eru heitar laugar og hverir. Ekki sáuin við nein merki þess, að þar væru gos- hverir, en hinsvegar nokkuð af leirhverum. Hefðum við vitað af þessu á- gæta haglendi í Vonarskarði, myndum við ekki hafa farið í Jökuldal, heldur haldið beint í Vonarskarð úr Illugaveri, því að vegalengdir virðast vera svipaðar á hvorn staðinn, sem farið er. Var það ætlun okk- ar, hefðum við ekki hitt á gras- lendi i Vonarskarði, að gefa liestunum þar brauð, en halda síðan áfram gegnum skarðið og síðan norður með Skjálfanda- fljóti í Fljótsha^a. Vorum við 8 klst. úr Jökuldal í Laugaver. Á hverasvæðinu, þar sem við tjölduðum í Laugaveri, voru 3 stallar, hver upp af öðrum, sem hugsanlegt er að gerðir væru af mannahöndum. Ekki þorum við samt neitt um þetta að fullyrða, því að verksummerki af manna- völdum sáum við engin, nema ef vera kynni þessi. 26. júlí fórum við gegnum Vonarskarð og norður i Fljóts- haga. Þar voru sæmilegir hag- ar. Þá, nóttina eftir, var kald- asta nóttin i ferðinni. Var jörð alhvít af hélu um morguninn og allmikið frost. 27. júlí fórum við úr Fljóts- haga á Sprengisandsveg og áð- um i Kiðagili í svo nefndri Áningabrekku, niður með gilinu að austanverðu. Fórum við síð- an yfir Kiðagilsá fyrir neðan gljúfrið og svo sem leið lá nið- ur að Mýri í Bárðardal. Komum við að Mýri kl. 3 um nóttina, eftir 20 klst. ferðalag, og var öræfaferðinni þar með lokið. Fengum við ágætar viðtölcur að Mýri. Veður var alla leiðina mjög hagstætt, enda var það gott, því að leiðin er þungfær og ekki annað en erfiði, ef veður er slæmt. Enda þótt fylgdarmenn- imir hefðu ekki farið nema nokkurn hluta leiðarinnar áður, reyndust þeir í hvívetna hinir prýðilegustu og sömuleiðis hest- arnir. Við höfðum góðan útbúnað, svo að einu áliyggjurnar, er við höfðum í þessari ferð, voru af hestunum, ef við næðum ekki Lagt upp frá Landmannahelli. JZ Scrutator: O V, QxudAúL a^jnemm^s Iceland (Denmark). Það eru nú liðnir meira en tveir mánuðir síðan við stofnuðum lýð- veldi og löngu áður var raunar vit- að, að það mundi gert. Víða um heim var þessa merkisatburðar S minnzt og vart mun hann hafa farið framhjá þeim mönnum, er fylgj- ■ ast vilja með því, sem gerist i hin- . um frjálsa hluta heimsins. En þó virðast þeir harla margir, sem gera sér ekki enn grein fyrir Jjví, hver breyting hefir hér á orðið, enda þótt einmitt þeir aðilar ætti að vita betur. Eg á hér við ýmis blöð og tímarit úti í heimi. Iðulega kemur það fyrir, að þessi tímarit eða blöð birta landabréf, þar sem ísland fær að „vera með“, en sá galli er á gjöf Njarðar, að þáð munu vera undantekningar-tilfelli, þar sem aftan við nafn Islands er oft skeytt nafni Danmerkur, sem á að tákna það, að enn sé ísland hluti danska ríkisins. Mér finnst sjálfsagt, að aðstand- endu þessara rita sé upplýstir um það, hvernig högum sé háttað og ætti vitanlega utanríkisráðuneytið , og þess sendimenn að sjá um það. ' Burt með gaddavírinn. ,Vegfarand'i um Skúlagötu“ hefir j sent mér eftirfarandi pistil: „Eg á stundum leið um Skúla- gotu hjá Sænska frystihúsinu og þegar eg fór þar um í gærmorgun sá eg að búið var að rífa að mestu ; virkið, sem verið hefir við krikann, þar sem holræsið liggur út í sjó. Eg fagnaði þessu með sjálfum mér, því að eg verð alltaf feginn í hvert sinn, er eg sé eitthvert hern- aðarmannvirki hverfa úr bænum. En eftir á fór eg að hugleiða þetta nánar og þess vegna sendi eg þess- ar línur. Meðfram allri Skúlagötunni hef- ir árum saman verið gaddavirsslitur, sem sett var þarna til að verjast yfirvofandi innrás, meðan banda- menn áttu í vök að verjast. Siðan hefir það verið látið vera þar ó- hreyft — eða var það að minnsta kosti, er eg átti leið þarna um fyr- ir fáeinum dögum, en eg tók ekki eftir því gær, hvort það hefir verið látið fara sömu leiðina og virkið. Fallega gangstétt með sjónum. Eg vil láta þennan gaddavír fara veg allrar veraldar, ef hann er þarna •ennþá, en síðan á bærinn að taka rögg á sig og gera þarna snyrtilega gangstétt, því að á fögrum sumar- Wöldum er varla til betri stað- ur til skemmtigangna en einmitt þarna meðfram sjónum. Mig minn- ir, að einhver hafi minnzt á það, að þarna mundi gaman að láta gróð- ursetja tré meðfram götunní, en hræddur er eg um, að reynast mundi erfitt að halda í þeim lífinu, vegna þess hvað svæðið er opið fyrir norð- anáttinni. En ef hægt væri, mundi það síður en svo verða tll Iýta.“ Tungná riðin. (Myndirnar tók Öskar Þórðarson). í graslendi fyrir þá, því að langt er milli áningarstaða og ó- skemmtilegt að lenda í þoku eða villum á þessari reginauðn. Við höfum hinsvegar haft mjög mikla ánægju af þessari för og fannst hún margborga sig, vegna hinnar undraverðu og tignríku náttúrufegurðar, sem hvarvetna getur að líta á leiðinni/ Bær brennur. í fj'rrinótt brann bærinn Neðri-Gufudalur í Gufudals- sveit í Barðastrandarsýslu. Var þetta gamall torfbær og fuðraði Iiann upp í einu vetfangi, en fólk, sem verið hafði í fasta svefni, er eldurinn kom upp, slapp nauðulega út um glugga á bænum á náttklæðum einum og missti allt sitt í eldinum. Ábúandi jarðarinar Neðri-Gufu- dals heitir Bergsveinn Finssson. Hefir.hann og heimafóllc hans orðið hér fyrir stórkostlegu tjóni, þar eð allt, sem brann þarna var óvátryggt. Gunnar Stefánsson meistari í tugþraut. I gærkveldi fór fram síðari liluti tugþrautarkeppni Meist- aramótsins og lauk mótinu með þessari keppni. Leikar fóru svo í þessari lceppni, að meistari varð Gunn- ar Stefánsson frá Vestmanna- eyjum. Hlaut hann 4999 stig. Annar varð fyrrvcrandi meist- ari í tugþraut, Jón Hjartar úr K.R. með 4820 stig og þriðji Ingólfur Arnarson frá Vest- mannaeyjum með 4555 stig. Afreksbikar fyrir mesta af- > rek Meistaramótsins hlaut að þessu sinni Gunnar Huseby, K.R. fyrir kúluvarp sitt, 15.40 m. Annað bezta afrek mótsins var hástökk Skúla Guðmnuds- sonar, K.R., 1.94 m., en þriðja langstökk Oliver Steins, F.H., 7.08 m. S. I. B. S. vantar aðstoðarstúlku að Reykjum í Mosfellssveit. — Uppl. á skrifstofu Lækjar- götu 10B, milli ld. 2 og 4 daglega. V*».r ^ - -v <.$ 1 rvr «gPPI» J.iþL 3,1 »1 jni lffcH l^~* Þór. Tekið á móti flutningi til Ingólfsfjarðar, Norðurfjarð- ar og Djúpavíkur, Drangs- ness og Hólmavíkur til há* degis á morgun. Dömu og herra INNISKOR vEfa.<? .2285. Gray’s Anatomy, nýjasta útgáfa, óskast nú þegar. Sími 4833 eða 5004. — Tækifærisverð á eldri bifreið. Til sýnis í dag í Miðtúni 18 frá ld. 4—8. Brauchitsch hefir ritað greín í dagblað i Berlin, þar sem hann lætur í ljós mikla ánægju yfir því, að Himmler skuli hafa tek- ið við stjórn heima fyrir. Bezt ú angljsa í Vísl

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.