Vísir - 31.08.1944, Side 3

Vísir - 31.08.1944, Side 3
VISIR Gísli Stefánsson, hótelstjóri á Siglufirði barinrt til óbóta. S.l. sunnudagskvöld réðúst fjórir menn á Gísla Stefánsson, hótelstjóra Hótel Hvanneyri á Siglufirði og' börðu hann til ó- bóta. Mennirnir hafa ekki náðzt enn. Fjórmenningarnir börðu upp á hótelinu ld. rúmlega 12 um kvöldið og þegar Gísli kom til dyra, réðust þeir að honum og börðu hann. Drógu þeir hann síðan út í húsasund, sem er að norðanverðu við húsið og þar héldu þeir áfram að berja hann, , þar til Gísli var nær meðvitund- I arlaus. I þessari viðureign slas- | aðist Gísli allmikið. Var hann alblóðugur, marinn á síðu, nef- brotinn og með glóðaraugu á báðum augum. Árásarnaennimir lögðu á flótta, þegar mann eiiin bar þar að. Kveðst Gísli mundu þekkja aftur einn árásarmanninn, en maður sá, er kom þar að, sem mennirnir voru að berja Gísla, | segist munu þekkja tvo þeirra. I Gísli hefir kært málið til bæj- arfógeta og er það nú í rann- sókn. Gisli Ólafsson vann Olíubikarinn. Golfkeppni um Olíubikarinn svonefnda hófst 19. þ. m. eins og áður var getið. Keppni þess- ari er nú lokið og hafa leikar farið þannig, að Gísli Ólafsson, golfmeistari Islands, bar sigur úr býtum. í lceþpni um olíubikarinn í fyrra sigraði Þorvaldur Ásgeirs- son. Yfirlit um golfkeppni þessa, sem sýnir úrslit í hverri ein- stakri keppni, verður l)irt á morgun. Ísaga hi. 2B ém í gær voru 25 ár liðin síðan li.f. Isaga var stofnað. Eins og kunnugt er framleið- 1 ir Isaga gas, sem notað er til i logsuðu, logskurðar og til rekst- urs vitaljósa. Framleiðsla þess- | arar gastegundar er hyggð á uppfinningum ‘hins fræga sænska vísindamanns Dr. Gustavs Danélss, sem lílaut No- belverðlaunin fyirr vísinda- starfsemi sína og stofnaði hann verksmiðjufélagið AGA í Stoltkhólmi. Aðalhvatamaður stofnunar ísaga var Þorvaldur Krabbe, sem var vitamálastjóri er félag- ið var stofnað. Lagði hann fyrst í stað til, að ríkið setti á stofn verksmiðju er framleiddi gas- tegund þessa, en þegar það mál náði ekki fram að ganga, beitti hann sér fyrir, að einstaklingar liæfust handa í þessa átt. Meðal stofnenda voru þeir Sveinn Björnsson, núverandi forseti Islands, Þórður Edilons- son héraðslæknir, Ludvig Kaaber bankastjóri, Hallgrímur Benediktsson stórkaupmaður, Guðmundur Hlíðdal núverandi póst- og símamálastjóri o. fl. — Stofnfundur félagsins var sið- an haldinn 30. ág. 1919. Fyrstu stjórn félagsins skip- > uðu þeir: Þorvaldur Krabbe, Sveinn Björnsson, Ágúst Flyg- enring og N. P. F. Westberg. Félagið hlaut nafnið „ísaga“ og er kennt við sænska félagið „A.G.A.“ á sama hátt og t. d. Danaga í Danmörku og Noraga í Noregi. Fyrsti framkvæmdastjóri fé- lagsins varð Þorvaldur Krabbe, en er hann fluttist af landi burt (1937) varð Valgeir Björnsson, núverandi hafnarstjóri fram- kvæmdastjóri. Hlutaféð var uppliaflega kr. 100.000.00. Verksmiðjuhús var Islenzh fornrit og fslendingasögur Sigurðar Kristjánssonar, í góðu sldnnbandi, ennfremur Þjóðsög- ur Jóns Árnasonar og Spegillinn komplett. östlund-útgáfan af Ljóðmælum Matthíasar Jochumssonar. Bókaverzlun Guðmundar Gamalíelssonar Sími 3263. N ý k o m i ð : KÁPUR og KJÓLAR á telpur og smáböm. Fallegt úrvaL JÓN RJÖRNSS0N & C0. Rankastræti Verzlunarpláss. Fyrsta hæðin í húsinu Njálsgatá 86 (hornið Njáls- gata og Hringbraut), sem getur verið 2—4 búðii, með eða án geymslupláss í kjallara, er til sölu nú þegar. — Uppl. í Verzluninni Fálkinn, Laugavegi. INNHEIMTUMANN vantar oss nú þ^gar. Upplýsingar á skrifstofu vorri kl. 1J/2—3, þessa viku. J. Þ0RLÁKSS0N & N0RÐMANN Bankastræti 11. Frá Stéttarfélagi barnakennara í Reykjavík Stéttarfélag barnakennara í Reykjavík hvetur alla félagsmenn sína, og aðrá kennara innan samtaka S. 1. B., til þess að mæta á fundi B. S. R. B. í Lista- mannaskálanum, föstudaginn 1. sept. kl. 8,30. Umræðuefni: Launamálið. Stjórnin. reist við Rauðarárstíg. Fyrstu starfsár verksmiðjunnar nam framleiðslan 1.300 kgr. — Til samanburðar má geta þess, að síðastliðið ár nam framleiðslan 28.000 kgr. Árið 1926 lióf ísaga fram- leiðslu súrgass, en það er unnið úr venjulegu andrúmslofti. —r Hafði það áður verið flutt inn frá útlöndum. Var framleiðsla súrgass fyrst í stað í smáum stíl, en jókst brátt, svo að siðastl. ár voru framleiddir 63.000 tengingsm. súrgass í verksmiðju Isaga. Árið 1936 var gasstöðin stækkuð og ný og stærri súr- gasstöð reist. H.f. ísaga hefir aldrei verið j neitt stórgróða fyrirtæki, enda | var félagið stofnað af nauðsyn en ekki í gróðaskyni. Hins veg- ar má fjárhagsgrundvöllur fé- lagsins teljast góður, enda er lögð sérstök rækt við að gera verksmiðju félagsins þannig úr garði, að þær geti sem bezt full- nægt ætlunarverki sínu. 1 stjórn ísaga eru nú þeir: Guðmundur Hlíðdal póst- og símamálastjóri, Geir G. Zoága vegamálastjóri og Hjalti Jóns- son ræðismaður, en fram- kvæmdastj. er Valgeir Björns- son liafnarstjóri. Dansleik heldur mótanefnd Vals og Vík- ings n.k. laugardagslrvöld í Tjamar- café kl. 9. Öllum knattspyrnumönn- um er heimill aðgangur. SVEINSPRÓF verða haldin hér í Reykjavík fyrri hluta sept- embermánaðar n. k. Umsóknir um próftöku skulu sendar formanni prófnefndar í viðkomandi iðn- grein fyrir 7. september n. k. Lögreglustjóriim í Reykjavík, 30. ágúst 1944. Ellilaun og örorkubætur. Umsóknum um ellilaun og örorkubætur fyrir árið 1945 skal skilað fyrir lok septembermánaðar. Umsóknareyðublöð verða afhent á Hótel Heldu, 1. hæð, alla virka daga ld. 9—12 og 2—5, nema laugar- daga eingöngu Id. 9—12. (Gengið inn frá Lækjar- torgi.) Umsækjendur geta fengið aðstoð við að fylla út eyðuhlöðin á sama stað og tíma. Þeir eru sérstaklega beðnir að vera við því búnir að gefa upplýsingar um eignir sínar og tekjur frá 1. október 1943 og um framfærsluskyldu venzlamanna sinna (böm, kjör- börn, foreldra, maka). Þeir, sem sækja um örorkubætur fyrir árið 1945 og hafa ekki notið þeirra árið 1944, verða að fá örorku- vottorð hjá trúnaðarlækni Tryggingarstofnunar rík- isins. Þeir öryrkjar, sem notið hafa örorkubóta á þessu ári, þurfa ekld að fá nýtt örorkuvottorð, nema þeir fái sérstaka tilkynningu um það. Trúnaðarlækn- irinn verður fyrst um sinn til viðtals á lækningastofu sinni, Vesturgötu 3, alla virka daga nema laugar- daga. Ef umsækjendur senda ekki umsóknir sínar á rétt- um tíma, mega þeir búast við því, að þær verði ekld teknar til greina. Borgarstjórínn í Reykjavík. « Tilkynning M gefnu tilefni tilkynnist hér með, að það er með öllu óheimilt að nota tunnur vorar fyrir vörur frá öðrum en oss. Ennf remur er bannað að nota benzindælur vorar og geyma til afgreiðslu á benzíni frá öðrumenoss. H/f „SheH” á íslandi. Olíuverzlun íslands h/f. Hið íslenzka steinolíuhlutafélag. Vantár krakka frá mánaðamótum til að bera blaðiS út um Sogamýri Seltjarnarnes. Kleppsholt. DAGBLAÐIÐ VtSIR. Móðir okkar, Guðný Jónsdóttir, Bergsstaðastræti 11 B, andaðist aðfaranótt miðvikudagsins 30. þ. m. — Fyrir mína hönd og sy^tkina minna Sigríður Brynjólfsdóttir. 6. stríðsáriö. Frh. af 1. siðu. til lítil orðin í samanburði við frægð Þjóðverja — Italir höfðu varla komið við sögu síðan þeir flýðu sem liraðast í íjöllunuixii lijá Madrid í borgarastyrjöld- inni spænsku — svo að hann sagði Grikkjum stríð á hendur. En Grikkir reyndust erfiðir viðfangs og Jugoslavar stéyptu auk þess stjórn sinni, sem var fús til samninga við Þjóðverja. Þá varð Hitler að snúa sér að því að siða Balkanþjóðirnar og það gerði liann vorið'1941. Bret- ar reyndu að veita þeim lið, en það kom að litlu lialdi. Austur-Evrópa. En Hitler hafði nú stærri ráðagerðir á prjónunum. Hann ætlaði að fá Breta til að semja frið eða a. m. k. að sitja hjá, meðan liann legði til atlögu við rússneska hjörninn. Hess var sendur til Breta, en liann för er- indisleysu og Hitler varð að ráð- ast á Rússa án þess að hafa tryggt sér afsldptaleysi Breta. Churchill lýsti yfir því, er fréttist um innrásina í Rúss- land, að Bretar mundu styðja alla fjandmenn Þjóðverja meS' ráðum og dáð. Bretar sendu Rússum mat og hergögn og, gerðu við þá samnifnga, unx handalag og þess háttar. Eni! Þjóðverjar brunuðu inn i Rúss- land og voru óstöðvandi fyrst I' stað. Pearl Harbor. Meðan þetta gerðist í Evrópu, fóru friðarhorfur mjög versn- andi á Kyrrahafi. Japanir sendu samningamenn til Washington, en meðan þeir sátu að viðræð- um við Cordell Hull, gerðu jap- anskár flugvélar árás á flota- bækistöðina í Pearl Ilarbor, að morgni þess 7. júlí. Jafnframt var ráðizt á ýmsar stöðvar aðr- ar á Kyrrahafi. Japanir fóru milda sígurför fyrst í stað, eins og Þjóðverjar i Evrópu, en svo fór mótspyrhan að harðna og loks skipti alveg um, er baiadamönnum tólc að vaxa fiskur um hrygg. Umskipti. Sumarið 1942 hófu Þjóðverj- ar sumarsókn sína á syðri liluta- vigstöðvanna í Rússlandi. Þeir- liöfðu komizt til Leningrad,. Moskva og Rostov liaustið áður, en þá voru kraftarnir á þrotum. Nú átti að komast austur til Volgu og suður í Kákasus, og £ Litlu-Asíu áttu herirnir frá- Rússlandi að hitta heri Romm- els, sem kæmu frá Egiplalandi. En margt fer öðruvísi en ætl- að er. 1 októberlok gersigraði Montgomery Rommel við EI Alamein og hálfum mánuði sið- ar gengu bandamenn á land! it NV.-Afríku. t Þjóðverjum gekk ekki betur í Rússlandi. Þeir brutust til Stal- ingi-ad við Volgu og var þar lengi barizt, en lauk svo að Þjóðverjar misstu 6. herinn — þriðjung milljónar — og þessir tveir atburðir marka tímamóL Eftir það fer hamingjusól Þjóð- verja sílækkandi. Árið 1943. Þegar árið 1943 rann upp, voru bandamemi livarvetna í sókn — í Afríku, Rússlandi og á Kyrrahafi. Bandamenn hreinsuðu til i Norður-Afríku og var bardög- um lokið þar 13. maí, en þá var hafinn undirbúningur að innrás í Sikiley. Þar var gengið á land 10. júlí og 3. septeniber var inn- rás gerð á meginland ftalíu. Fimm dögum síðar var tilkynnt, að ítalir hefðu gefizt upp. Rússar voru í sókn nær allt árið og tóku mikið Iand af Þjóð- verjum og á Kyrrahafi gengu bandamenn á land á hverri eynni af annarri. Síðasta árið? Eins og nú horfir, virðist þetta ár geta orðið liið síðasta, semi

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.