Vísir - 12.09.1944, Blaðsíða 1

Vísir - 12.09.1944, Blaðsíða 1
Kitstjórar: Kristján Guðlaugsson \ Hersteinn Pálsson Skrifstofur; Félagsprentsmiðjan (3. ,hæð) Riest)6rar Bladamenn Slmt> Auglýsingar 1660 Gjaldkeri S Itnur 1 Afgreiðsla 34. ár. Reykjavík, þriðjudaginn 12. september 1944. 206. tbl. Inn í Þýzkaland úr vestri og Á myndinni t. v. sést Gísli Sveinsson sýslumaður taka á móti forseta Islands við ána Klifanda, en til hægri sést forseti og forsetaritari við Skógarfoss. Fot.: Vigfús Sigurgeirsson. Japanskri skipa- lest eytt. Japanskri skipalest var ger- eytt við Filipseyjar síðastliðinn föstudag. Amerísk flotadeild hætti sér alveg inn á milli eyjanna og komst í feitt, þvi að alls var 52 skipum sökkt fyrir Japönum í grennd við Mindano. Flest voru skipin litil. Auk þess voru 68 flugvélar Japana skotnar niður í viðureigninni. Finnar hugleiða fólks- flutninga til Svíþjóðar. Finnar hafa verið að hugsa um að flytja tvö hundruð þús- und manns til Svíþjóðar. Flutningar þessir voru fyrir- hugaðir frá N.-Finnlandi til þess að forða fólku þessu að heiman, meðan Þjóðverjar væri að fara á hrott úr landinu, til þess að ekki yrði hætta á að það yrði fyrir árásum af þýzku hersveitunum. Svíar höfðu samþykkt þessa flutninga, en nú þykir líldegast, að ekki verði af þeim. Fundurinn í Quebec: Mest rætt um stríðið við Japaxt. Blaðamenn áttu í gær tal við Stephen Early, ritara Roose- velts forseta, og sagði hann, að mest mundi rætt um stríðið við. Japan. Vegna þess, hvað mikið yrði talað um hernaðarmálefni, mundi ekld verða unnt að láta blaðamönnum eins mikið í té af fréttum og þeir mundu æskja, en þeir yrðu að beygja sig fyrir nauðsyninni. Stalin var boðið að taka þátt í ráðstefnunni, en hann kvaðst svo upptekinn við herstjórnina, að hann mætti ekki vera að því. Unglingar í Þýzka- landi hvattir í herinn Miklar hópgöngur voru farn- ar í borgum Þýzkalands nú um helgina. Blöð landsins segja, að þær hafi meðal annars verið haldnar til þess að gefa unglingum um sextán ára aldur kost á að fylgja hinni innri köllun sinni, sem sé að verja Þýzkaland og foringjann fyrir öllum fjand- mönnum. Göngurnar voru líka haldnar til þess að auka fram- boð til herþjónustu. Dr. Gördeler og sex menn aðr_ ir hafa verið dæmdir til dauða og teknir af lífi fyrir þátttöku í samsærinu gegn Hitler. ★ 1 vestur-þýzkum borgum er nú talið, að Gestapo sé að brenna skjölum sínum, áður en bandamenn koma. ★ 46 Norðmenn liafa farizt með þýzka skipinu „Westfalen“. — Voru þeir fangar, sem ÞjóSverj- ar voru aS flytja til Þýzkalands. Rússarfarayíir landamæri A.- Prússlands. Aðeins um njósna- flokka að ræöa. Njósnaflokkar Rússa fóru í gær inn yfir landamæri Austur. Prússlands í fyrsta sinni í þessu stríSi. Ekki var vitaS, hvar Rússar fóru yfir landamærin, en gert er ráS fyrir því, aS þaS liafi veriS i suSausturhluta landsins, fyrir norSan Lomsa. Þar hafa bardagar veriS allharSir til skamms tíma og Rússar bætt aSstöSu sína smám saman. Fyr- ir suSvestan Lomsa hafa Rússar einnig böett aSstöSu sina viS ána Narev, sem rennur um þessar lóSir. Sóknin inn í Transylvaniu. Rússar og Rúmenar halda á- fram aS hrekja Ungverja úr Transylvaniu. í gær tóku her- sveitir þeirra samtals 200 bæi og var einn helzti þeirra Sighi- soara, sem er miSja vega milli Brasov og Cluj. í skörSum Karpatafjalla austan og norSantil eru einnig grimmilegir bardagar. En vörn þýzku og ungversku hersveit- anna er þeim sjálfum hættuleg, því aS Rússar og Rúmenar munu bráSum geta komiS þeim í opna skjöldu. 1 fregnum Þjóðverja er enn lialdiS áfram aS segja frá mikl- um árásum Rússa í áttina til Krakow, en þeim er öllum lirundiS aS sögn ÞjóSverja. Þjóðverjar óttast upp- reist í Kaupmanna- höfn. Danska fréttastofan í Stokk- hólmi segir, að þýzkir borgarar í Kaupmannahöfn hafi verið látnir flytjast út á Amager. Þetta á þó aðeins að vera bráðabirgðaráðstöfun, segir danska fréttastofan, því að ætl- unin sé að láta þetta fólk flytja heim, en þessi ráðstöfun er gerð vegna þess, að Þjóðverjar eru hræddir um að Kaupmanna- hafnarbúar kunni að gera upp- reist, likt og gert var í Varsjá og Paris. Bættar §am- gröngrar I lofti. Flugfélag íslands hefir nýlega bætt viS þremur nýjum við- komustöSum fyrir flugvélar sínar. Þessir staSir eru KaldaS- árnes, HelluvaSssandur í Rang- árvallasýslu og Skógasandur. Með síSustu skipaferS frá Ameriku fékk flugfélagiS tvær bífreiSir, sem notaSar verSa til farþegaflulninga til og frá flug- völlunum hér og á Akureyri. BifreiSar þessar eru af svo nefndri „station wagon“-gerS og tekur önnur 12 farþega en hin 10. H.f. LoftleiSir liefir einnig fengiS slíka bifreiS. Eiturloft veldur manni bana. Á sunnudaginn var fannst 18 ára piltur, Emil Kristinsson að nafni, örendur inni í bílskúr á Langholti hér innan við bæ- inn. Við rannsókn hefir ltomið í ljós, að pilturinn hefir dáið af völdum eiturlofts, kolsýr- lings. Emil Kristinsson bjó í Lang- holti, en á laugardagskvöld fór hann niður í bæ og mun hafa ætlað á bíó. Hann kom heim aftur um kvöldið eftir hátta- tíma, en þegar hann ætlaði að komast inn í húsið um kvöld- ið, braut hann smékkláslykilinn í hurðinni og komst ekki inn. Mun hann þá hafa farið inn í bilskúi'inn og upp í bifreið, sem þar var inni og sett vélina í gang, líklega til að hita upp miðstöðina í bílnum, í þeim til- gangi að sofa i bilnum og hafa sæmilegan liita á sér. Er síðan ekki vitað neitt um Emil„ fyr en á sunnudaginn kl. 12,30, að farið var inn í bílskúrinn, og var hann þá örendur i bílnum. Þess skal getið, að Emil var reglumaður bæði á áfengi og tóbak. Slys þetta er ábending til allra bifi’eiðastjóra og bifreiða- eigenda að kynda ekki upp bila Loftsókn bandamanna hefir færzt í aukana síðustu dagana. ' Síðustu fimm sólarhringa hefir verið nærri látlaus loftsókn gegn Þýzkalandi. Urn 2000 enskar og amerísk- ar sþrengjuvélar af stærstu gerðum fóru í árásir i gær. RáSizt var á sex boi’gir, sem eru miðslöðvar i olíuiðnaði Þjóðverja, annað livort vinnslu olíu úr jöi’ðu eða kolum. Brezku flugvélai’nar réðust á olíuvinnslustöðvar í Ruhr-hér- aði og eru nákvænxar fi'egnir ókomnar af ferðum þeirra. Amerísku flugvélarnar fóru lengra, eða til Hannover og allt suður til Leipzig. Grönduðu þær alls 175 þýzkum flugvél- um í leiðangrinum, en 77 am- eríslcu flugvélanna komu ekki aftur til bækistöðva sinna. Er gert ráð fyrir því, að eitthvað »Na£ta«-verk£allinu fxestað. Trúnaðarráð Dagsbi’únar#tók þá ákvörðun á fundi, sem hald- inn var í gær, „að fresta að svo stöddu, vegna breyttra að- stæðna, samúðarverkfalli þvi hjá h.f. Nafta, er ákveðið var þann 6. sept. s.l. og koma átti til framkvæmda þann 14. sept. n. k.“ Ferðalag forseta, Forsetinn kom til Víkur í Mýrdal kl. 4 á Iaugardaginn og tók þar Gísli Sveinsson sýslumaður á móti honum. Ek- ið var yfir fánum slu’eytta Vík- urárbrú, og bauð sýslumaður forseta velkominn með ræðu, að viðstöddu fjölmenni. Um kvöldið sat forseti kvöldveizlu hjá sýslumanni og konu lians. Kl. 1 á sunnudag kom for- seti að Stói’ólfshvoli í Rangár- vallasýslu og heimsótti sýslu- fnanninn þar. Siðar um daginn sat forseti hádegisverð að Strönd í hoði sýslnnefndar. í lokuðu húsi, þvi að kolsýrling- ur getur auðveldlega myndazt við loft úr púströrinu. Þarf ekki nema örlítið af þessu eit- ui’lofti til að valda manni bana. þessara véla liafi lent i Belgíu og Frakldandi. 240.000 eldsprengjur. Aðfaranótt sunnudags réðust brezkar flugvélar á Múnchen- Gladbacli, sem er skammt frá landamærum Ilollands. Varpað var niður um 210.000 eld- spregjum og miklu af tundur- sprengjum. Fimm stundum eftir ái’ásina náði reýkurinn 5 km. i loft upp og teygði sig 100 km. xit yfir umhverfið. Sunnudaginn var ráðizt á Stuttgart, Nurnberg og Ulm. Amerísku flugvélarnar, sem árásina gei-ðu, grönduðu allb 125 þýzkum flugvélum. í nótt var ráðizt á Darmstadt Var sú órás hörð, en auk þess gerðu Moskito-vélar árás á Berlín. Réttir hefjast um land allt á næst- unni. Réttir hefjast í þessari viku og munu Norðlendingar verða fyrstir. Á Suðuríandi verðnr dálitið hreytt út af liinum venjulega mánaðardegi, þannig að Þing- vallaréttir verða fyrstar, mánu- daginn 18. sept. en oftast bera þessar réttir upp á 20. eða 21. sept. Næst eru Tunguréttir 20. sept. Þá Hreppai’éttir 21. sept. og loks Skeiða- og Landréttir 22. september. Þá hefir hlaðið liaft tal af Ólafi á Hellulandi og spurt liann um réttir norðanlands. Kvað hann fyrstu réttir i Þingeyjar- sýslum eiga að fara fram 15. sept., aðrar réttir þ. 20. sept. og þær þriðju 25. sept. Þó mun réttum verða flýtt nokkuð í sumum héruðum vegna niður- skurðar og á slátrun að hefjast á Húsavík 11. september. 1 Skagafirði og Húnavafais- sýslum eiga réttir að hefjast fyrsta sunnudag í 22. viku sum- ars, og ber þann dag upp á 17. sept. í ár. Til að flýta sláti'un var ákveðið að hefja smölun þann 15. sept. á þessu hausti og verður þá einungis srnalað úr heimahögum, en aðalgöngur fara frarn eftir eldra fyrirkomu- laginu. Ólafur telur þetta fyrir- konxulag óhentugt, þar sem munað geti heilli viku á byrjun rétta. Regar komið sé svo fram I á haustið séu grös tekin að I sölna og féð leggur fljótt af þegar hagarnir rýrna. Grasspretta hefir verið með bezta móti noi’ðanlands og nýt- ing heyja afar góð. í Skagafirði mun slátrun vai’la vei’ða eins mikil og i fyrra, eða eitthvað undir 20 þús. fjár. Slckkviliðið kvatt út tvisvar í gærkveldr Slökkviliðið var tvívegis kall- að út í gærkveldi, I fyrra sldpt- ið um níuleytið inn á Laugaveg 159 A. Var búið að slökkva, er liðið konx á vettvang. I seinna skiptið var slökkvi- liðið kvatt niður að höfn kl. I rúmlega 9. Sáu nxenn reyk leggja þar frá skipi, en er til kom var þetta gabb. Var verið að þurika lestar í færeysku skipi með koksi og lagði þaðan óvenjulega mikiíin reyk. austri. Farið frá Lux- emburg yfir vesturlanda- mærin. Greid sókn inn i Holland. Jandamenn eru nú komnir inn í Þýzkaland og segj- ast ekki ætla að fara þaðan, fyrr en Þjóðverjar hafi verið gersigraðir. Þessi fregn, sem gefin var út opinberlega i gærkveldi, hefir orðið til þess að brezk blöð hafa notað stærsta fyrirsagnaletui', sem gripið hefir verið til, síðan bandamenn gerðu innrásina. Daily Mail bendir á það, að ekki hafi verið farið með báli og brandi urn Þýzkaland síðan snemma á síðustu öld, þegar Napoleon var uppi. Það voru sveitir xir 1. amer- íska hei'num, sem fóru yfir þýzku landamærin frá Luxem- burg. Var haldið inn í Þýzka- land skammt fyrir norðan Trier (Ti’éves). Noi’ður Holland. Kvöldið áður fóru Bretar noi'ður yfir landamæi'i Hol- lands. Hafði þeim teldzt að finna veikan blett á vörnurn Þj óðverj a norðan Albert-skurðs- ins, fai'ið i tveim fylkingunx í gegnum skarðið, sem þeir gátu rofið, og komust norður að Maas-Schelde-skui’ðinum. Þar tókst þeinx að ná brú á vald sitt, áxx þess að Þjóðverjar fengju að gert og héldu síðan á- fram norður á bóginn yfir landamærin hjá borginni Eind- lioven. Bordeaux-Iiðið er komið fram. Rúmlega 25 km. vestur af Dijon liafa hersveitir úr 7. hern- um, sem kom frá Miðjarðai’- hafi, og 3. her Pattons náð höndum saman. I Frakklandi eru því aðeins einar vígstöðvar, samfelldar frá Norðursjó til Miðjarðarhafs. Það er nú komið á daginn, að þýzka liðið, sem var í Bordeaux er konxið norðustur til Belforts- héraðs og berst það þar i grennd. Hefir það mikið af her- gögnum meðferðis. Götubardagar í BresL Bandamenn hafa nú brotizt inn i Bi'est og hrakið Þjóðverja úr mestum liluta nýju borgar- innar. Hefir megnið af þýzka liðinu leitað inn fyrir virkis- veggina gömlu. Getur tekið nokkurn thna að uixpræta það lið, en nú dregur óðum að úi'- slitunum. Lokaáhlaupið á Le Havre er einnig byrjað og er barizt þar.á götunum. Þjóðverjar segja, að setulið sitt í þessunx tveim borgum muni verjast lengi enn. 4. flokks mót í knattspyrnu hefst annað kvöld kl. 6,30. Mót þetta er fyrir drengi innan 12 ára. Fyrst keppa Valur og Vikingur, síðan K. R. og Fram. Keppt verður um II smá minja gripi er verzl. Hellas hefir gefið sem líkan af knetti á tréfæti. Fimm sólarhringa hörð loftsókn gegn Þýzkaland. Einkam ráðirt a olíustöðvar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.