Vísir - 14.09.1944, Blaðsíða 2

Vísir - 14.09.1944, Blaðsíða 2
VISIR VÍSIF? DAGBLAÐ Útgefandi: BIAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritatjórar: Kristján GnSIangsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla Hverfisgötu 12 (gengið inn frá Ingólfsstræti). Simar: 16 6 0 (fimm línur). Verð kr. 4,00 á mánnði. Lausasala 35 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Miklir í máli, — minni í verki. J|ú er setið á rökstólum, og setið er senn meðan sætt er. Ríkisstjórnin hefir lýst yfir því, að hún muni víkja frá völdum hafi samkomulag ekki náðzt milli þingflokkanna um lausn dýrtíðarmálanna eftir daginn í dag. Stjórnmálaflokk- arnir telja það alger óartugheit hjá ríkisstjórninni, að veita þeim ekki lengri frest til samn- ingaumleitana, þótt þeir hefðu átt að öðlazt nægilega kristilegt hugarfa^ til samstarfs á tveim blessuðum jólahátíðum og vax- ið ásmegin i tveim sumarfríum til að ryðja þeim björgum úr brautu, sem í veginum stóðu fyrir samstarfi. Nú gráta blöðin krókódílatárum yfir fráför stjórnarinnar og lýsa harmi sín- um og kvíða vegna framtíðar þjóðarinnar. Og hvað gerir Al- þingi nú, — þessi stofnun, sem stendur á fornri frægð, — eins og eitt blaðið orðar það? Er eklci von að menn vikni? Það hefir víst enginn búizt við að stjórnin myndi segja af sér, er loku var fyrir það slcotið að henni tækist að leysa þau mál, sem hún lýsti yfir í öndverðu að hún teldi hlutverk sitt að leysa. Lausn sjálfstæðismálsins er lokið. Lausn dýrtíðarmál- anna tryggir sjálfstæðið til langframa. Þessi mál verður að leysa. Þau gefa ekki lengri um- hugsunarfrest. Nú er það þing- ið, sem á leikinn, — og það hefir leilcnina, enda elcki talið þörf á aðstoð ríkisstjórnarinnar í þeim sölcum. Það hefir hafnað öllu samstarfi qg nú ber því skylda til að sýna hvers það er megn- ugt. Ráðherrastólarnir geta staðið auðir á hvaða mínútu sem er, og það ætti ekki að verða neinn hörgull á ráðherra- efnum. Alþingi hefir búið svo vel í haginn fyrir þá, að lítil hætta er á að góðir menn ljái ekki máls á að talca sessinn og annast framkvæmdirnar. Það er ef til vill ekki viðeigandi að nefna snöru í þessu sambandi, — en komið hefir fyrir að stór risi hefir verið að velli lagður með slíku tæki, — og það var nú það, sem eg ætlaði að segja. Á morgun koma fram nýir menn, sem taka að sér foryst- una. Danskurinn talar um ,Store Ord — smaa Gærninger". Þingflokkarnir munu sýna að slíkt á ekki við. Sumir tala um „hristing". Það kvað ekki vera neinn kjarnadrykkur. Gömul og góð íslenzka segir: Með illu skal illt út drífa, — og hver veit nema hrinstingurinn eigi nú eftir að bjarga íslenzku þjóðinni. Sumir eru nú svo svartsýnir að telja þann mögu- leika fyrir hendi, að þótt mál- pípurnar geti verið miklar í máli, vilji oft verða minna úr verki, en það eitt er víst, að þeir svíkja engan, sem engar kröfur eru gerðar til og menn búast ekki við afrekum af. Og gerið þið svo vel, — nú eru ráðherrastólarnir lausir. Urgur. Jðnverkamenn eru margir hverjir sáróánægðir yfir Kvikmyndafélagið §aga ætlar að bygrgja iiýtt lelkhúi í Rvík. Hefur beðiö um lóð og ennfremur um leyfi til kvikmyndaeýninga. J^vikmyndafélagið Saga h.f., sem stofnað var hér í bænum á síðasthðnu vori, hefir ákveðið að koma upp leikhúsi í Reykjavík og í því skyni sótt um byggmgarlóð til bæjar- ins. Jafnframt hefir félagið óskað eftir að fá leyfi til kvik- myndasýninga í þessu húsi. Félagið hyggst að byrja á húsbyggingunni strax og leyfið er fengið, en gert er ráð fyrir að í henni verði sýningarsalur, er rúmi um 600 manns, sérstalcur veitingasalur og auk þess vinnu- salir og skrifstofur félagsins. Kvikmyndafélagið Saga telur j aður er svo mikill, að félaginu fulla þörf á nýju leikhúsi í jafn j þótti ekki tiltækilegt að taka stórum bæ og Reykjavík er, og það eigi að síður þótt þjóðleik- húsið komist von bráðar upp. Byggingu nýs leikhúss telur fé- lagið elclci gerða í samkeppnis- skyni við Leikfélagið né þjóð- leikhúsið, heldur sé það vegna þess, að eitt leilchús mundi á , engan hátt full'nægja leikhúss- þörf jafn stórs bæjar og Reykja- vík er orðin. Auk þess er bær- inn í mjög hröðum vexti og þörfin því enn meira aðkallandi. Kvikmyndafélagið Saga vill með starfsemi sinni leggja fram sinn skerf til menningarstarf- semi höfuðstaðarins, svo og landsins í heild, og það telur sig gera það að nokkru með því að efla leiklistina í landinu þessum boðum, en hefur hins- vegar ákveðið að kaupa 16 mm. kvikmyndavélar með hljóm- upptöku. Allverulegur þröslculdur í vegi fyrir kvilcmyndafram- leiðslu hér á landi eru hinir háu tollar, sem eru á mynda- vélum og filmum. Væri ekki úr vegi, að hið opinbera endur- slcoðaði afstöðu sína til þessar- ar tollalöggjafar, því að mynda- tökur og kvilcmyndir geta engu að síður verið menningartæki en t. d. bækur, sem þó eru toll- frjálsar. íslenzku þjóðinni er það blátt áfram nauðsyn, að menning hennar sé kynnt á er- lendum vettvangi og ekkert er betur til þess fallið en einmitl Heimsókn f orseta í Hafnarfjörð. FRÉTT ATILK YNNIN G frá utanríkisráðuneytinu. Forseti Islands kom til Hafn- arfjarðar lcl. 6 á þriðjudag. — Bæjarfógeti, bæjarstjóri og bæj- arstjórn kom til móts við hann. Síðan var elcið í Hellisgerði, sem var fagurlega skreytt. Þar bauð bæjarstjóri forseta vellcominn með ræðu, að viðstöddum fjölda og sýna þess á milli úrvals kvik- | kvikmyndir. Nú er það m. a. myndir. Og þar sem félagið hef- | eitt af aðalhlutverkum hins ný- stofnaða félags, að taka slíkar kvikmyndir af atvinnuháttum, menningu og þjóðlífi voru, og mun að því verða hinn mesti fengur, bæði til að lcynna Island út á við og líka til að' geyma sem sögulega heimild fyrir þjóðina sjálfa. I þessu sambandi má geta þess, að íslendingur cinn, sem búsettur er erlendis, hefir skrif- að hingað heim, er hann frétti af stofnun kvilcmyndafélagsins, og látið ánægju sína í ljósi yfir henni, jafnframt því, sem hann lcvartar mjög undan því, að ekki skuli vera neinar kvnning- armyndir til af Islandi hjá sendiráðunum ytra til að sýna þær útlendingum. Stofnendur kvikmyndafélags- ins Saga voru 11 að tölu. For- maður félagsins er Haraldur Á. Sigurðsson, en framkvæmda- stjóri þess er Sören Sörensen. ir ekki ætlað sér að fara fram á neinar styrkbeiðnir, hvorki frá ríki né bæ, telur félagið það ekki nema sanngjarnt, að Reykjavíkurbær hjálpi þvi um lóð undir hús. Fyrirhugað er að leika bæði sígild leikrit og eins gamanleiki eða revýur í leikhúsinu og má ætla að með þessu áukist leik- starfsemin til muna og að henni vaxi fiskur um hrygg hér í höi'- uðstaðnum. Þá yrði byggmg þessi einnig að sjálfsögðu höf- uðbælcistöð fyrir stai’fsemi fé- lagsins. Kvilcmyndafélagið hefir spurzt fyrir um kaup eða út- vegun á lcvikmyndatækjum ytra, en það er mjög erfitt að fá stór, eða 35 mm. upptöku- tæki, og alls ekki öðruvísi en leigð. En leigan er ekkert smáræði, því að stofngjaldið eitt er hvorki meira né minna en 24 þúsund dollarar, en auk þess er svo krafizt 10% hagn- aðar af hverri kvikmynd, sem telcin er af félaginu. Þessi kostn- framferði þeirra manna, sem þéir hafa falið forystu mála sinna. I mánuð hafa þeir geng- ið atvinnulausir og njóta einsk- is styrks af hálfu félagsins sér til lífsuppeldis. Konur, sem áð- ur hafa unnið í ákvæðisvinnu hjá iðnfyrirtækjunum, hafa innunnið sér yfirleitt nokkuð á annað þúsund krónur, — og það munar um minna. Ekki er annað sjáanlegt, en að verkfall- ið hljóti að halda áfram enn um skeið, og safnast þegar sam- an kemur, — en enginn lifir á því, sem glátað er með öllu. Sín í millum kvarta menn sáran yf- ir framferðinu, en fólkið þörir ekki að rísa upp í móti brodd- unum, — býst við ofsóknum og ofbeldi frá þeirra hálfu. En þá er að sýna samtakamáttinn, varpá þessum mönnum fyrir róða og fela öðrum að leysa deiluna. Það er auðvelt að leysa hana, standi öfgamenn ekki í veginum og rísi gegn öllu sam- komulagi. Til deilunnar var í upphafi stofnað af fyrirhyggju- leysi og henni er haldið áfram á sama hátt. Sumir menn hafa gaman af slíku, — einkum ef þeir geta látið dálítið á sér bera, — en þetta er of dýrt gaman fyrir iðnverkafólkið og fyrir þjóðina alla. 60 ára er í dag Bjarni Bjarnason frá Björgum á Skagaströnd, nú til heim- ilis á Breiðholtsvegi 22. Forseti talar í Hellisgerði. Ljósm.: Magnús Bl. Jónsson fólks. Síðan hélt forseti ræðu. Lítil stúlka afhenti honum blóm. Karlakór söng undir stjórn séra Garðars Þorsteins- sonar. Þá afhenti Kristján Magnús- son, formaður Magna, forseta fallega ljósmynd af Hellisgerði að gjöf frá framkvæmdastjórn Hellisgerðis. Síðan-var ekið að Flensborg. Þá var slcoðað hið nýja ráðhús bæjarins. Síðan vár sundlaug bæjarins skoðuð. Þar tók Hallsteinn Hinriksson á móti forseta og afhenti hon- um með stuttri ræðu fallegan blómvönd. Þá heimsóttu forsetahjónin bæjarfógeta og dvöldu þar um stund. Um kvöldið sátu forseta- hjónin kvöldverðarboð bæjar- stjórnar og sýslunefndar. Undir borðum héldu þessir menn ræður: Bcrgur Jónsson bæjar- fógeti, Björn Jóhannesson for- seti bæjarstjórnar, forseti Is- lands, séra Garðar Þorsteinsson, Emil Jónsson alþingismaður og Bjarni Snæbjörnsson s læknir. Að kvöldverðinum lolcnum fylgdi bæjarstjórn forsetahjón- unum til Bessastaða. JZ Scrutator: XjaAAbi <AbrY\&jM\iy\jty& „Þannig er það annars staðar.“ Eg fékk í gær hugvekju frá „ís- lendingU, og hefir hann allt á horn- um sér, sem erlent er, en sér ein- ungis gott í því, sem er íslenzkt. Þat5 er nú allt gott og blessað og er eg að mörgu leyti sammála bréf- ritaranum, en á öndverðum meiði að öðru leyti. „íslendingur“ kemur víða við, enda er af mörgu að taka i þessu efni, en af því að hann er eklci kröfuharðari um birtinguna en svo, að hann segist gera sig ánægðan með að tekið sé aðalatriði bréfsins, því að hann geri sér ljóst að í heild sé það alltof langt, þá ætla eg að notfæra mér það tilboð hans. Hann segir m. a.: „Hér á landi er margur þeirrar skoðunar, að ekk- ert sé gott, nema það sé innflutt frá öðrum þjóðum og á eg þar bæði við varning og ýmis konar áhrif menningarlega. Þegar menn berjast fyrir einhverju máli, þá er oft við- kvæðið, að svona sé þetta eða hitt haft erlendis og þess vegna hljóti það að vera gótt. Margt verra erlendis. Eg fæ yfirleitt ekki séð, hvernig þeir menn, sem þannig tala, geti haldizt hér við stundinni lengur. Is- land og það, sem íslenzkt er, þykir þeim til einskis nýtt og hlaupa upp til handa og fóta, ef spyrnt er við því, sem þeir vilja innleiða. Eg held satt að segja, að við íslendingar höfum haft litið gott af því, sem við höfum fengið frá öðrum. Það, sem. þjóðin hefir skapað með sér sjálf, hefir jafnan reynzt bezt við eig- andi í íslenzku umhverfi." Nú held eg, að eg hafi birt nóg af þessu bréfi, til þess að menn geti gert sér nokkra hugmynd um það allt. Og þegar svo er komið er eg að hugsa um að leggja sjálfur hér orð í belg. Ekki gleypt við öllu. Eg held, að mér sé óhætt að segja, að „Islendingur" fari nokk- uð geyst í sakirnar. Eg held, að enginn sé eins fullur af aðdá- un á því, sem erlent er, og hann vill vera láta, nema ef vera skyldi einhver af kunningjmn hans, sem hann er þá að gefa ádrepu með þessu skrifi. Hins vegar gera mjög margir sér Ijóst, að við getum margt nytsamt lært af öðrum þjóðum og þá fyrst og fremst á sviði tækninnar. Því getur „íslendingur“ varla neitað og hann mun heldur ekki geta borið á móti því, að menn reyna eftir mætti að sporna við ýmsum óheilnæmum áhrifum frá öðrum. Þar munu allir góðir Islendingar standa fast sam- an, en hitt væri fásinna að vilja loka sig inni með öllu, því að það er í raun og veru fyrsta skrefið á leiðinni aftur á bak. Guðrún Guðlaugsdóttir: Iðja nndir stjórn kommnntsta. Iðja, félag verksmiðjufóllcs, hóf verkfall 1. ágúst s.l. Verk- smiðjufólkið er því búið að ganga atvinnulaust í einn og hálfan mánuð, og getur engan undrað, þó að sumt af því fari að hugsa á þá leið, að hér sé um vafasaman greiða að ræða af hendi þeirra manna, sem telja sig sjálflcjörna leiðtoga hinna vinnandi stétta. Ekki er vitað enn sem komið er að nein- ar samningaumleitanir hafi far- ið fram á milli vinnuveitenda og launþega, og virðist því horfa noklcuð þunglega um samkomulag milli þessara tveggja aðila. Meðal verk- smiðjufólksins er hópur kvenna sem vinnur í álcvæðisvinnu. Hlýtur því óhjákvæmilega að verða mjög tilfinnanlegt tap lijá þeim stúlkum, sem álcvæð- isvinnvi stunda, því að eklci bíða þeirra neinar lcjarabætur, svo að orð sé á gerandi. Yfirleitt virðist fólkið vera mjög óánægt með þetta verk- fall, og margt af því telur sig ekki geta viðurkennt réttlæli þess, og liggja til þess margar orsalcir. Fundurinn, sem hald- inn var til samþylcktar verk- fallinu, var illa sóttur eða inn- an við 100 manns, en Iðju-fé- lagar munu vera í lcringum 800 —1000 að tölu. Fyrirlcomulag atkvæðagreiðslunnar fer þannig fram, að tillögur, sem fram koma, verða að afgreiðast með opinberum handauppréttingum. Fólk þorir því elcki að greiða atkvæði. Það situr þegjandi hjá, án þess að vera samþylckt því, sem er að gerast. Það veit sem er, að þeir, sem lýsa sig andvíga forkólfunum, verða oft og ein- att píslarvottar og slcoðaðir sem svikarar við stétt sína. Iíommúnistar hrópa hátt um það, að þeir vilji réttlæti fyrir hinar vinnandi stéttir. En er þetta réttlæti? Að gera fóllc at- vinnulaust mánuðum saman og skapa þannig fátækt og örbirgð innan heimilanna í stað vel- megunar. Vonandi fer verlca- fólkið að sjá, að hér er eklci um að ræða umhyggju fyrir því, hcldur virðist vera mark- vist stefnt að, því að slcapa al- gert öngþveiti í atvinnumálum þjóðarinnar. Mér virðist því, að fyrsta skilyrðið til þess að verkafólk- ið geti látið skoðanir sínar í ljósi í atvinnumálum sínum, sé það að fá kosningafyrirkomu- laginu breytt þannig, að það fari fram eftir sömu reglum og til dæmis eru viðhafðar við Al- þingiskosningar, þ. e. a. s. séu leynilegar kosningar, svo fólk ■ þurfi ekki að eiga á hættu að verða hundelt fyrir skoðanir sínar, svo sem mörg nærtæk dæmi eru fyrir. Eg er þess fullviss, að ef verkafóllcið fengi sjálft að ráða, án íhlutunar pólitískra „spelcúl- anta“, myndi hagsmunum þess bezt borgið. Reylcjavík, 14. sept. ’44. Nýr doktor. Nýlega hefir borizt fregn um það hingaÖ til lands, aÖ Magnús SigurÖsson hafi fyrir skömmu lok- iÖ doktorsprófi við háskólann í Leipzig. Magnús fór til .náms í Þýzkalandi árið 1938 og stundaÖi nám í verzlunarfræði í Leipzig. Prófi lauk hann í þessari grein ár- ið 1942, en hefir síðan unnið að dolctorsritgerð sinni. . Magnús er sonur Sigurðar Björnssonar frá Veðramóti og konu hans Sigur- bjargar Guðmundsdóttur. Næturlæknir Læknavarðstofan, sími 5°3°- Næturvörður er í Laugavegs Apóteki, sími 1616. Næturakstur E f n i telpu-skólakjóla 1 og telpukápur fyrirliggjandi í miklu úrvali. Niels Carlsson & Co. Sími 2946. Laugavegi 39. Athugið! Hefi opnað slcóvinnu- stofu á Slcólavörðustíg 13 A, balchús. Allar við- gerðir fljótt og vel af hendi leystar. Zophonías Benediktsson. STÚLKA óskast í Kópavogshælið 1. október. Uppl. hjá yfirhjúkrunarkon- unni. F ó s t n r. Óska eftir að koma 1 árs dreng í fóstur hjá góðu fóllci. — Tilboð leggist inn á afgr. blaðsins, merlct „Gott fólk“. . -^rjálsiþrbttamanncL Fæst ennþá í bókaverzlunum. Karlmanna- axlahönd úr teyju. H. T0FT Skólavörðust. 5. Sími 1035 Stúlka, vön matreiðslu og saumaslcap, óskar eftir ráðslconustöðu eða ann- ari vinnu. Húsnæði á- skilið. — Sími 2419. Kjóla- saumaverkstæði, með góðum lager og vélum, í góðu húsnæði, til sölu nú þegar. Tilboð merlct „Sauma- verkstæði", leggist inn á af- greiðslu blaðsins fyrir föstu- dagskvöld.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.