Vísir - 22.09.1944, Blaðsíða 2
VIOTR
V1SIR
DA6BLAÐ
Útgefandi:
BIAÖAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Ritstjórar: Eristján Gnðlaugsson,
Hersteinn Pálsson.
Skrifstofa: Féiagsprentsmiðjunni
Afgreiðsla Hverfisgötu 12
(gengið inn frá Ingólfsstræti).
Símar: 1660 (fimm Iínur).
Verð kr. 4,00 á mánuði.
Lausasala 35 aurar.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Atvinnuleysi,
J^tvinauleysi er böl. Um það
eru ailir sammála. Sumir
hafa talið atvinnuleysið eitt-
hverf 3murlegasta óhóf hvers
þjóðfélags, þar sem sóað er
er kröftum og fé i tilgangsleysi,
í stað þess að nota kraftana til
þess að skapa þjóðunum var-
anleg verðmæti. Engum hefir
tekizt hetur en kommúnistum
að lýsa afleiðingum atvinnu-
leysisins, ■— hvernig það sýgur
úr mönnum merg og blóð, —
eyðir 'lífsgleði og lífsþrótti,
kvelur og tærir ekki aðeins
þann, sem atvinnulaus gengur,
heldur og alla hans aðstand-
endur. Myndin af böli atvinnu-
leysisins hefir verið dregin upp
á marga vegu og hún stendur
ljóslifandí í allri sinni eymd
fyrir hvers manns sjónum.
Atvinnuleysi getur stafað af
ýmsum orsökum. Venjulega er
'um það talað og hæst haft er
framboð á vinnuafli er meira
en eftírspurnin. Atvinnuleysi
getur einnig stafað af hinu, að
framboð á vinnuaflinu sé alls
ekbert, — menn neiti að vinna
eða með öðrum orðum geri
verkfall. Nú standa verkföll yf-
ir í ýmsum greinum. Talið er
að um 1400 menn og konur
gangi nú atvinnulaus og hafi
gert það allt upp í tvo mánuði.
Afleiðingarnar eru nákvæm-
lega þær sömu, hvort sem menn
ganga atvinnulausir vegna
skorts ét verkefnum, eða af
hinu, að þeim er óheimilt að
vinna vegna félagssamþykkta
og verkfalla. Skorturinn og
neyðin, sem samfara eru at-
vinnuleysisbölinu, gera engan
mun á því, af hverju atvinnu-
leysið stafar.
Einkennilegt er það, að
kommúnistar, sem þykjast
þekkja manna bezt afleiðingar
atvinnnuleysisins, skuli vera
svo ósparir á að knýja fram
verkföll og svifta menn vinnu.
Mikið hlýtur að liggja við, þeg-
ar slikum aðförum er beitt, sem
bitna þyngst á atvinnuleysingj-
unum, þótt fyrirtækin gjaldi að
sjálfsögðu einnig afhroð og
þjóðfélagið í heild. Kommúnist-
ar sjá hvorki þjóð sína né land,
heldur aðeins flokkinn sinn, —
flokk öreiganna, sem ætlar sér
að brjótast til valda einhvern-
tíma í framtíðinni. Fyrir þau
vökl er öllu fórnandi og tilvinn-
andi að svelta landslýðinn allt
frá hvítvoðungum til hins full-
þroska manns, sem er fyrir-
vinna heimilisins, en fær ekki
að neyta krafta sinna. /
Það er kominn tími til að
brjóta áhrifavald kommúnist-
anna innan verklýðshreyfingar-
ínnar á balc aftur.' Þessir menn
eru og verða ábyrgðarlausir.
Þeir eru ekki ,,borgunann/nn‘‘
fyrir alla þá eymd og neyð, sem
þeir skapa og fyrir það tjón,
sem þeir valda einstaklingun-
um, atvinnuvegunum og þjóðfé-
laginu í heild.
Sættir.
JJeiIur þær, sem nú eru uppi í
þjóðfélaginu, þarf að setja
niður, en jafnframt þarf að
finna varanlega lausn á þeim
þjóðfélagsvanda, sem verkföll
og vinnudeilur valda. Tryggja
Elzti prentari landsins —
elzti bóksali landsins.
Nigfurður Kriitjáasion, f^rrverandi
bóksali nírseðnr á morgnn.
morgun verður einn af
elztu borgurum bæjarins
níræður. Er það Sigurður
Kristjánsson fyrv. bóksali og
bókaútgefandi. Hefir Sigurð-
ur unnið það mest afrek, að
gefa út allar íslendmgasagnir
í mjög vandaðri alþýðuút-
gáfu, sem ennþá er mikið
lesin. Tíðindamaður Vísis
hitti Sigurð að máli fyrir
skömmu að heimili hans,
Bjargi á Seltjarnarnesi.
Æskuárin.
— Eg er fæddur að Skiphyl í
Mýrasýslu 23. sept. 1854, seg-
ir Sigurður, — þar sem foreldr-
ar mínir bjuggu. En þar sem
faðir minn dó meðan eg var
ennþá barn að aldrí, var mér
komið í fóstur hjá ömmusystur
minni, Helgu, sem þá Var ekkja
og bjó að ölviskrossi í Ilnappa-
dalssýslu. Mun aðallega hafa
ráðið því séra Jón Benedikts-
son prestur í Hítarnesi. Séra Jón
verður atvinnu handa öllum,
sem vilja vinna, og sómasam-
lega lífsafkomu. öryggi verka-
mönnum til handa verður að
skapa, þánnig að þeir eigi elcki
á hættu að verða að ganga at-
vinnulausir. Atvinnuleysið bitn-
ar ekki einvörðungu á þeim,
sem vilja vinna en fá það ekki,
heldur engu síður á uppvaxandi
kynslóðinni, sem á að erfa land-
ið. Uppeldi hennar verður að
tryggja á þann hátt, að hvert
barn fái notið sín, þannig að ó-
skertir kraftar þess komi þjóð-
félaginu síðar að fullum notum.
Fámennur hópur auðkýfinga á
ekki rétt á sér, frekar en fá-
mennur hópur öreiga, sem öllu
vilja ráða og öllu um bylta.
Hvort tveggja getur reynst þjóð-
félagsböl. Hæfileg auðsöfnun er
góð, en þó því aðeins, að aUðn-
um sé varið í þágu lands og
þjóðar. Annars er auðurinn í
sjálfu sér einskis virði og á eng-
an rétt á sér. Það þjóðfélag,
sem skapar öllum almenningi
bezt kjör, en hvorki fámennum
ráðaklíkum öreiga eða auðkýf-
inga, er og verður framtíðar-
skipulagið.
Jafnhliða því, sem þjóðfélag-
ið hefir skyldum að gegna gagn-
vart þegnunum, hvíla einnig
þungar skyldur á þeim gagn-
vart þjóðfélaginu. Þeim er skylt
að vinna í þágu þess, svo sem
kraftar leyfa og draga hvergi
af sér. Menn eiga ekki að geta
hlaupið frá skyldum sínum, —
og það eitt er víst, að ekki verð-
ur slíkt Ieyft í komandi komm-
únistísku þjóðskipulagi, — sem
raunar aldrei kemur. Ofali
verkamenn ekki böðla sína, —
kommúnistana, — bíður þeirra
og þjóðinni allri glæsileg fram-
tíð. Það er unnt að skapa jöfn-
uð án byltinga og það er unnt
að láta öllum landslýð nægjan-
leg lífsgæði í té hér á landi.
En til þess að svo megi verða,
er það fyrsta skilyrðið, að sættir
takist mcð stríðandi aðilum,
,sem eiga þó sameiginlegra hags-
muna að gæta. Þeim sóttum
verður að koma á, — ekki að-
eins í deilum þeim, sem nú eru
uppi, heldur um alla framtíð,
þannig að til slíkra átaka þurfi
ekki að koma. Þetta er unnt, en
til þess þarf hyggilega og víð-
sýna löggjöf, þar sem deiluað-
ilum og ríkisvaldinu verður fal-
ið að gera út um málin áður en
til atvinnustöðvunar kemur.
skírði mig, en af honum tók
séra Stefán Þorvarðsson við
prestskap í Hítarnesi, og var
hann minn prestur upp frá því.
Séra Stefán gaf mér fyrstu bók-
ina, sem eg eignaðist; var það
Nýja testamenti.
i— Hvernig voru heimilis-
hættir að Ölviskrossi?
— Helga fóstra mín bjó góðu
búi, en lítið var um bóklegar
menntir þar. Enginn var skrif-
andi á bænum og engin tilsögn
í neinu slíku. Eg hafði alltaf
rnikla löngun til að læra að ,
skrifa og vildi helzt alltaf liggja
í skruddum. Eitthvað var til af
skrifuðum bókum á heimilinu
og voru þær Iesnar fyrir heim-
ilisfólkið, þegar þa@ sat við tó-
vinnu á kvöldvökum. Maður
nokkur, Elías að nafni, sem bjó
þarna í sveitinni kom á hverj-
um vetri að Ölviskrossi til að
smíða hestajárn. Sá var alltaf
lesandi og skrifandi. Hjá syni
Elísar, Jóhannesi, hinum mesta
öðlingi, fékk eg forskrift og
lítilsháttar tilsögn. Síðan æfði
eg mig mest með því að pára
stafi á svell með broddstaf. Á
sumrin sat eg altaf yfir ám.
Því að þar var lítið af kúm,
en mikið af fé.
— Heimilisbragur allur var
meðmjög fornu sniði að ÖIvis-
krossi. Alltaf lesinn húslestur
á kvöldin úr Yídalínspostillu.
En þarna fékk eg þá beztu und-
irstöðu undir lífið, sem á verð-
ur kosið — sterka trú, sem aldr-
ei bilar. Helga fóstra min var
mjög trúuð kona.
Til Reykjavíkur.
— Eg var mikill kunningi
Sveins Sveinssonar, bróður
Hallgríms biskups. Vorið 1874
fluttist Sveinn suður til Reykja-
víkur og kom okkur saman um,
að eg færi með honum, hvað
sem við tæki er suður kæmi.
Mér leiddist alltaf að standa
yfir sauðum og tók þessu feg-
ins hendi. Fórum við landveg,
ríðandi. Þegar til Reykjavíkur
kom, vissi eg ekki hvar eg ætti
að vera fyrstu nótina, hafði
hvergi höfði mínu að að halla.
En Sveinn útvegaði mér nátt-
stað í húsi nokkru fyrir vestan
bæ. Þar sá eg fyrstu bókina í
Reykjavík. Það var Alaska, eft-
ir Jón Ólafsson.
— En voruð þér ekki að
hugsa um að fara til Amerísku ?
— Jú, þá var nýfarinn vest-
ur Jóhannes Elíasson vinur
minn, sá er g'af mér forskrift-
ina forðum. Hann eggjaði mig
mjög að fylgja sér og var eg
lengi á báðum áttum. En loks
varð samt úr, að eg réðst til
prentnáms í Landsprentsmiðj-
unni hjá Einari Þórðarsyni
prentara. Var eg síðan til húsa
hjá honum og hafði fæði þar. j
Þar var gott að vera. Lands-
prentsmiðjan var þá í svo- !
nefndri Bergmannsstofu þar ;
sem nú er Aðalstræti 9. En mik- j
ið langaði mig til ,að læra á
þeim árum.
— Eg gekk aldrei i neinn 1
'skóla um dagana nema kvöld-
skóla iðnaðarmanna hér í
Reykjavík. Þar kcnndi Þorvald-
ur Thoroddsen i’eikning og
dönsku. En í prentsmiðjunni‘
hjá Einari kynntist eg mörgum
menntamönnum, sem leið-
beindu mér- ineð bókaval og
fleira. Eipu sinni þegar eg var
nýkominn í prentsmiðjuna, var
eg sendur með próförk til
Magnúsar Stephensen lands-
höfðim^ja. Sýndi hann mér þá
bókasafn sitt, sem var mikið
og gott. Var það fyrsta bóka-
safnið, sem ég sá um dagana.
Seinna sá eg bóksafnið í Lat-
ínuskólanum, sem Jón Þorkels-
son rektor sýndi mér. Hann
greiddi fúslega úr.öllum spurn-
ingum sem eg lagði fyrir hann,
því að eg vildi alltaf fræðast
sem mest. Hjá Halldóri Frið-
rikssyni yfirkennara lærði eg
réttritun og hefi eg haldið hans
stafsetningu síðan.
— En Páll Melsteð kennari
við Latínuskólann var þó mesti
öðlingurinn af þeim öllum. Eitt
sinn hélt liann fyrirlestur um
Napóleon mikla í kvöldskól-
anum lija okkur. Eg hafði þá
lítið heyrt um Napóleon og fór
tif Melsteds og spurði hvort
ekki væru til neinar bækur um
liann. Páll hélt nú að eitthvað
hefði verið skrifað um Napó-
leon! Hann benti mér á ritverk
á Landsbókasafninu í 10 bind-
um, eftir franska stjórnmála-
manninn Thiers. Eftir að eg
hafði Iesið það, benti hann mér
á annað verlc í 5 bindum, um
Nepóleon. Eg gleypti allt í mig.
— Eg man, að eg öfundaði
mikið Guðlaug vin minn Guð-
mundsson föður Kristjáns rit-
stjóra. Hann var fyrst hjá Ein-
ari prentara, þegar hann tók
próf inn i Latínuskólann hér
i Reykjavík. Við Guðlaugur
vorum á svipuðum aldri. í
prentsmiðjunni lijá Einari
unnu tveir prentarar, sem síð-
ar urðu prestar. Voru það þgir
séra Jón Steingrímsson faðir
Steingríms rafmagnsstjóra og
séra Jóhannes Lynge faðir Jak-
obs Jóh. Smára rithöfundar.
Við Jón Steingrímsson þóttum
setja sérlega vel. Mér þótti allt-
af mjög gaman að setja og gat
lesið hvaða handrit sem var.
En versta verk, sem eg gerði,
var að leiðrétta prófarkir. Mér
fannst alltaf, að setjarinn ætti
að setja svo rétt, að ekkert
þyrfti leiðréttingar með. Okk-
ur Einari Þórðarsyni kom æv-
inlega vel saman. Hann var
hinn mesti öðlingur í alla staði.
Upp í Bankastræti.
— En hvenær eignuðust þér
húsið í Bankastræti?
— Hús Sigmundar prentara
keypti eg árið 1883 og tel eg
að bókaverzlun mín sé stofn-
uð 20. október það ár. Þann
dag keypti eg borgarabréf til
að selja bækur og pappír. Þá
var og í húsinu ísafoldarprent-
smiðja, og var prentsmiðjart
þar þangað til Landsbankinn
var- stofnaður 1886. Þá fluttist
prentsmiðjan niður í Austur-
stræti, en bankinn fékk inni í
Bankastræti.
\
— En útgáfustarfsemin?
— Þegar eg kom upp í
Bankastræti, fór eg að gefa út
bækur. Það var ljóta baslið.
Húsið keypti eg allt í skuld og
oft var mér spáð því, að eg
færi á hausinn með allt saman.
En eg setti mér alltaf það tak-
mark, að ráðast aldrei i svo
stórt, að eg ætti ekki fyrir
skuldum ef eg hrykki upp af.
—• Fyrsta bókin, sem eg gaf
út, var Péturs-Postilla. Eg setti
hana sjálfur og var það í fyrsta
skipti sem eg las hana, því að
heima á Ölviskrossi var alltaf
lesin Vídalíns-Postilla. En þá
var enginn gróðavegur að gefa
út bækur í Reykjavík. Kaup-
geta fólksins var bókstaflega
engin og bækur voru seldar fyr-
ir innskriftir hjá kaupmönn-
unum. Síðan gaf eg út ljóð-
mæli Hallgríms Péturssonar.
Grímur Thomsen sá um þá új-
gáfu fyrir mig.
— En það skemmtilegasta,
sem eg hefi tekið mér fyrir
hendur, var útgáfa Islendinga-
sagnanna. Eg kappkostaði á-
vallt að hafa bækurnar sem ó-
dýrastar, til þess að allir gætu
eignazt þær. Njála kostaði kr.
1,75. Og eg er ekki í nokkrum
vafa um, að þessi útgáfa endur-
vakti áhuga þjóðarinnar á ís-
lenzkum fræðum. Áður en eg
hóf þessa útgáfu voru flestar
íslendingasögur mjög torfengn-
ar og flestar með öllu ófáan-
Iegar á íslandi. Viðeyjarútgáfa
Njálu var þó til á stangli og
sögur þær, sem Bókmenntafé-
lagið gaf út eftir 1880. Aðrar
sögur sáust varla. En erfiðleik-
arnir voru miklir. Þegar stríð-
ið skall á 1914 þurfti eg að selja
30 eint. af ISTjálu til að fá upp
í eitt rís af pappír. Þá var ekki
um nema tvennt að velja, ann-
aðhvort að hætta við útgáfuna
eða að hækka bækurnar. Eg
valdi siaðri kostinn, en dró það
samt í lengstu Iög.
—■ Hvenær selduð þér bóka-
fórlagið?
— Árið 1927 seldi eg húsið
og forlagið í Bankastræti, Her-
bert Sigmundssyni prentara.
Öll þau ár, sem eg var þar,
hafði eg nóg að starfa og þar
leið mér alltaf vel. Leiðinleg-
ast þótti mér þegar prentsmiðj-
an fór úr húsinu, mér þótti svo
gaman að setja.
Gulrófur
Laukur
Kartöílur
Tómatar
Súpujurtir
^____________SIMI 4205
Ier miðstöð verðbréfavið-
skiptanna. — Sími 1710.
Döðlur
Klapparstíg 30. - Sími: 1884.
En hér verðum við að láta
staðar numið. Rúm blaðsins er
takmarkað og tíminn hefir flog-
ið frá okkur við hið skemmti-
lega rabb Sigurðar. — Sigurð-
ur er furðu ern, og sálar-
gáfur hans óskertar. Að lokum
kveðjum við öldunginn með
virktum og óskum honum
margra bjartra ára ennþá.
K.
I.O.O.F. I. = 126922^/2
SMIPAUTCERÐ
* ¥
JSvemi”
Tekið á móti flutningi til
Breiðafjarðarhafna samkv.
áætlun til hádegis á morgun.
Sultutau
Peanut Butter
Oliven
Pickles
Rauðbeður
Piparrót
Capers
VERZLUN
SÍMI 420S
Happdrætti Háskóla íslands
Happdrættisumboðið, sem hingað til hefir verið á
Klapparstíg 17, er flutt á Klapparstíg 14.
Umboðsmaður:
Frú Margrét Árnadóttir.
Frá Stýrimannaskólanum
I
Eins og áður var auglýst, verða námskeið fyrir minna
fiskimannaprófið haldin á Akureyri og í Vestmannaeyj-
um á vetri komanda, en að þessu sinni verður slíkt. nám-
skeið ekki haldið í Stýrimannaskólanum í Reykjavík.
Nokkrir nemendur komast því að til viðbótar í undir-
buningsdeild meira fiskimannaprófsins, og skal þátttaka
tilkynnt undirntuðum næstu daga.
SKÖLASTJÖRI *
STfRIMANNASKÖLANS.