Vísir - 26.09.1944, Blaðsíða 2

Vísir - 26.09.1944, Blaðsíða 2
VISIR Fjallamenn reisa §kála við Tind- fjallajöknl. i ______________ Fegursta gönguleið á Islandi er um Tindfjalla- jökul Þórsmörk, Goðalönd og Fimmvörðuháls að Skógum. pjallamenn eru um þaS bil að ljúka viS smíSi annars fjalla- skála þeirra, en hann er reistur viS Tindfjallajökul, í um 900 m. hæS frá sjó og 15 km. fjarlægS frá næstu bæjum. VÍSIR DÁGBLAÐ Útgefandi: BIAÐAÚTGÁFAN VÍSIK H.F. Ritatjórar: Hristján Gnðlangsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla Hverfisgötn 12 (gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar: 16 6 0 (fimm línur). Verð kr. 4,00 á mánnði. Lausasala 35 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Danmörk. JJANMERKUR, veröur minnst í kvöld i Ríkisútvarpinu, en norræna félagið og félag frjálsra Dana hér í Reykjavík Iqfna i)il samkomu að ífótel Borg. Er hvorttveggja þetta gert í samúðarskyni til þess að minnast Kristjáns konuní|s X. og dönsku þjóðarinnar allrar, sem nú á við miklar þrengmg- ar að húa, enda má landið kall- ast stjórnlaust eins og sakir standa. Krisfján konungur X. er 74 tára i dag. Mun enginn konung- ur njóta meiri vinsælda með þjóð sinni, en liann gerir nú eftir langa stjórnarsetu. Er liann svo ástsæll með þjóð sinni að hún fyikir sér öll um liann, sem æðsta tákn sjálfstæðrar danskrar þjóðar og þjóðernis- haráttu. Konungur nýtur einnig fullrar virðingar og vinsælda hér á landi, senx-og óskiptrar samúðar vegna þrenginga þeirra, sem þjóð hans á nú við að stríSa. Ekki alls fyrir löngu var efnt Iiér til samskota í því augna- miði að rétta nauðstöddum Dönum Iijálparhönd þegar að stríðinu loknu. 1 fyrstu var ætlunia að styrkja aðallega danska flóttamenn í Svíþjóð, og hafa þeim þegar verið send- ar kr. 100,00 sænskar. Síðar og að fengnum nánari upplýsing- um ákvajS nefnd sú, sem fjár- söfnunina liefir með höndum, í samráði við áhrifamenn ýmsa, að verja samsjkotafénu til þess, fyrst og frernst að létta undir með nauðslöddum Dönum heima fyrir strax að stríðinu loknu. Talið er að frönsku þjóð- ina muni vanhaga um margvís- legar ullarvörur og hefir verið hafiizt handa um öflun slíks varnings og verulegri fjárupp- hæð liefir þegar verið varið til kaupa á honum. Sér fvrir- tækið íslenzk ull um kaupin vegna ncfndarinnar, en megin- áherzla er iögð á að tryggja beztu gæði framleiðslunnar, þannig að þau auki frekar orð- stir íslenzks heimilisiðnaðar en rýri Iiann. Væri vel til fallið, að íslenzka þjóðin sýndi dönsku þjóðinni vinarhug sinn í verki, með því að samskot þessi megi verða sem ríflegust og komi þannig að sem örugg- ustum notum. Almenningur hefir brugðist vel við söfnun- inni, en þó hefir árangur ekki orðið eins góður og æskilegt hefði verið, einkum með tilliti til þeirra nánu tengsla, sem verið hafa á milli þjóðanna, og margvíslegra vinsemda sem vert væri að launa. Enn er nokkur timi til stefnu, þótt væntanlgga fari að styttast í styrjöldinni, en strax að henni lokinni eiga Islendingar að leggja fram skerf sinn til hjálp- ar og farast það rausnarlega. I dag sendum við kveðjur til dönsku þjóðarinnar, en hráð- lega munum við sýna henni hh'hug okkar í verki, — því fyrr þvi betra. ★ '"ommúnistar tapa. O'vglisverðar kosningar fara 'ram þessa dagana innan verklýðssamtakanna. Félögin eru nú sem óðast að kjósa full- trúa á Alþýðusambandsþing og benda úrslit þau, sem kunn eru, eindregið í þá átt, að fylgi kommúnista fari svo mjög rén- andi, að allar líkur séu til að þeir verði ekki einvaldir á Alþýðusambandsþinginu, sem háð verður í haust. Þó verður þetta ekki fullyrt með neinni vissu fyrr en frekari úrslit verða kunn. Kommúnistar hafa beitt sér fyrir margs kyns skemmdar- starfsemi að undanförnu og hafa mjög hvatt til ógiftusam- legra verkfalla. Verkamenn eru þessu andvígir og sjá sem er, að verkföll og kaupstreita sam- rímist á engan hátt hagsmun- um þeirra, eins og sakir standa. Nú er nægjanleg atvinna í land- inu og kaupgjald víðasthvar vel við unandi, enda afkoma verka- manna mun betri en hún hefir verið nokkuru sinni fyrr. Fá- mennar kommúnistaklíkur inn- an verkalýðsfélaganna hafa hinsvegar hrifsað til sín öll völd og beita sér fyrir verk- föllum eingöngu með hagsmuni flokks síns fyrir augum, en á engan hátt hagsmuni verka- mannanna sjálfra. Iðnverka- menn hafa gengið atvinnulaus- ir síðustu tvo mánuði og ekk- ert bendir til að lausn fáist á þeirri deilu í bráð. Fjárhagslegt tjón verkafólksins neniur gíf- urlegum upphæðum, en allsend- is óvíst og jafnvel ólíklegt áð nokkur veruleg hækkun fáist fram á launakjörum. Sennilegt er hinsvegar, að verði komm- únistar látnir ráða, muni verk- föllin breiðast út og jafnvel getur komið til algerrar vinnu- stöðvunar um það er lýkur. Verkamenn sjá, að þetta er hvorki hyggilegt fyrir þá né þjóðarbúskapinn í heild. Þeir rísa sem óðast upp gegn yfir- gangi kommúnista. Þeir vilja skapa heilbrigða verklýðsstarf- semi, sem tryggir hag þeirra og framtíð, — en það gera verka- lýðssamtökin aldrei undir stjórn kommúnista. Að gefnu tilefni skal þaðjekið fram að Arn- aldur Jónsson hlaðamaður átti engan þátt í frásögn þeirri, sem birt var hér í blaðinu í gær af Selfossfundinum. Morgunblað- ið skýrir þar vísvitandi rangt frá, til þess eins að leiða athvgli manna frá aðalatriðunum og að aukaatriðunum. Við slíku er fátt eitt að segja og ber hver ábyrgð á sínu. Hinsvegar er þess að vænta að Morgunblaðið gefi fullnægjandi skýringar á þjóð- nýtingartillögum þeim, sem þingflokkarnir virðast hafa rætt um sín á milli, enda væri ekki úr vegi að blaðið tæki efnislega afstöðu til þeirra. Sjálfstæðis- menn um land allt vænta þess að blaðið sýni lit í þessu efni, og jafnvel þótt af veikum mætti væri gert, myndu þeir taka vilj- ann fyrir verkið. Nú vill Vísir beina þeifri fyrirspurn til rit- stjórnar Morgunblaðsins hvort hún sé samþykk þjóðnýtingar- lillögunum, en fyrirspurninni er skotið fram til að greiða fyrir umræðum og vekja þá sem sofa. Formaður Fjallamanna, Guð- munjur Einarsson frá Miðdal, hefir skýrt Vísi frá undirbún- ingi og byggingu skálans. Bygging þessa skála var und*- irbúin í fyrrasumar og skálinn að mestu leyti smíðaður hér í bænum, undir umsjón Þórðar Þorsteinssonar trésmíðameist- ara. Var það miklum erfiðleikum bundið að koma efninu á stað- inn vegna þess að brúnir Fljóts- hlíðarinnar eru víða svo hratt- ar, að erfitt er að koma trjá- flutningi upp. Annars er greið- fær.leið eftir að komið er upp á brúnir — og það svo, að hægt er að fara með hest alla leið upp á næsthæsta tind Tind- fjallajökuls. Umf. „Þórsinörk“ í Fljóts- hlíð veitti Fjallamönnum ómet- anlega lijálp, með því að smala hestum víðsvegar um sveitina, og má segja, að hægara hafi verið að fá hestana en reiðing- inn. Tókst þó að ná saman um 40 reiðingshestum, og mun það vera ein lengsta lest, sem sézt hefir undir trjáviði þar eystra á síðasta mannsaldri. Lagt var upp frá Hlíðarenda, því þar þótti einna ólitlegast að komast upp á brúnina. Var það á jónsmessudag i vor og voru um 20 manns, sjálfboðaliðar úr hópi Fjallamanna, svo og smið- ir og fylgdarmenn. I dalverpi beint norðup- af Bláfelli, á milli skriðjökla þeirra, er falla niður í Austur- dalinn og dalinn sunnan Blá- fells, var slegið tjöldum, 6 að tölu, og þar var skálanum á- ■ kveðinn staður, undir gígkambi j eldrauðum. Frá kambi þessum sést yfir Vesturjöklana, Eyjafjallajökull blasir við í suðri, en Mýrdals- jökull og Fjallabaksvegur liggja opin fyrir til suðausturs. Hafizt var þegar handa um j að koma viðunum fyrir og strax á hádegi næsta dag var risveizía skálans haldin í unaðs- fögru veðri fyrir framan tjöld- I in’. Var reist langborð fyrir j framan tjaldbúðirnar og var at- I höfnin kvikmynduð. Dvalið var í viku efra og gengið frá skálanum að utan, veggir hlaðnir í kringum hann og fl. Seinna var önnur ferð farin austur með 8 manna hóp, og var þá efni 1 innréttinguna flutt uppeftir og dvalið þar aðra viku við innsmíðar skál- ans, og er þeim nú að ,mestu lokið. Hafa alls verið fluttir iim 100 hestburðir af efni og áhöld- um til skálans. Jón Víðis mælingamaður hef- ir ráðið mestu um fyrirkomu- | lag skálans og má segja, að öllu sé sérstaklega haganlega fyrir- komið; er hann með svipuðum hætti og skáli Ferðafélags- Is- lands við Hágavatn. Skálinn er 4x5 m. að stærð, með svefnlofti, forstofu og litlu eldhúsi og mun taka 25 manns. Ráðgert er að Fjallamenn geri enn eina ferð austur eftir mán- aðamótin, m. a. til að athuga flugvallarstæði, sem virðist á- gætt í grennd við skálann. Skáli þessi og aðrar fram- kvæmdir Fjallamanna er liður í áætlun, sem gerð var fyrir 6 árum — að geta ferðast frá Myndin hér að ofan er af líinum nýsmíðaða skála Fjalla- manna við Tindfjallajölcul. Undir skálaveggnum silja „smið- irnir“. Alyktanir Búnaðarþings um vísitöluna og markaðsleiðir í Evrópu. Alyktanir Búnaðarþings um dýrtíðar- og verðlagsmál: I. Búnaðarþing lýsir yfir þvi, að það heldur fast við réttmæti ályktana sinna frá 1943, þar sem það lýsir vfir því, að það sé reiðubúið að samþykkja, að verð á landbúnaðarvörum yi’ði fært niður ef saintímis færi fram hlutfallsleg lækkun á launum og kaupgjaldi og end- urnýjar nú þetta tilboð til þeirra aðila, er hlut eiga að máli. Jafnframt vill Búnaðarþing taka fram, að það telur enn sem fyrr, að það sé á engan hátt vegna sérhagsmuna landbúnað- arins að fært sé niður söluverð á landbúnaðarvörum með greiðslu neytendastyrks úr rík- issjóði um stundarsakir. II. En með ]iví að upplýst cr, að eins og nú standa sakir næst ekki samkomulag um gagn- kvæma niðurfærslu káupgjalds og verðlags, lýsir Búnaðarþing yfir því, að það getur vegna nauðsynjar alþjóðar á því að stöðva verðbólguna i landinu, fallist á, að ákveðin sé nú þegar niðurfærsla sú af hálfu land- búnaðarins, sem um ræðir í fyrsta lið, með því að gera ekki kröfu til að fá greidda þá 9.4% hækkun á söluverði fram- leiðsluvara þeirra, sem þeim her frá 15. sept. 1944 til jafn- Iengdar 1945, samkv. útreikn- ingi Hagstofunnar. Tilboð þetta er gert í trausti þess, að hér eftir fari fram hlut- fallslegar kauplækkanir í land- inu. Fari liinsvegar svo, að sam- ræmingar verði gerðar í kaup- Tindfjallajökli yfir í Þórsmörk (til þess þarf raunar að hyggja göngubrú yfir gljúfur Markar- fljóts). Ráðgert hefir verið að Ferða- félagið reisti skála í Þórsmörk en þaðan er skemmtileg göngu- leið yfir Goðalönd, um Heljar- kamb að skála Fjallamanna á Fimmvörðuhálsi. Og nú er í ráði að byggja héraðsskóla að Skógum, og yrði hann, eins og Fljótshlíðin, endastöð hinnar fegurstu fjallaleiðar á Islandi, sem aldrei verður farin á bílum. greiðslum, skal Hagstofunni falið að afla jafnóðum gagna til að reikna út„ hvort þær hafi áhrif á verðlagsvísitölu land- búnaðarvara, eða vinnslu- og sölukostnað þeirra til liækkun- ar, og skal þá verð á þeim vör- um þegar hækka á innlendum markaði í samræmi við það. III. Framlag bænda sem hér um ræðir., til stöðvunar verð- bólgunni, er bundið því skilyrði, að hændur fái greiddar uppbæt- ur á útflutningsvörur sínar, sem koma á markaðinn eftir 15. sept. 1944, til jafnlengdar 1945, miðað við landbúnaðarvisitölu síðastliðins tímabils. IV. Að lokum lýsir Búnaðar- þing yfir því, að ekki komi til mála, að bændur færi niður verð á afurðum sínum á nýjan leik, fyrr en tilsvarandi lækkun, þeirri, er hér um ræðir, hefir farið fram á launum og kaup- gjaldi. Tillaga til þingsályktunar um sumarverð á landbúnaðarvör- um og álirif þess á vísitöluna. Borin fram af allslierjarnefnd og samþ. með 22 samhlj. atkv. „Búnaðarþing lítur svo á, að það sé mjög óheppilegt að tímabundið verð á nýrri land- búnaðarframleiðslu, sem að- eins gildir skamman tíma fyrst / ' Söngmenn. Karlakór iðnaðarmanna ósk- ar eftir nokkrum góðum 1. tenórum og bössum. Talið við söngstjórann, ROBERT ABRAHAM, Hringbraut 143, sími 2778, í kvöld kl. 7—9. Stjórnin. Vogir. f Borðvog og decimalvog óskast. Mega vera gall- aðar. Uppl. í síma 3586. Amerískir Hena-Hattai # teknir upp í dag. Hannes Erlendsson > f Laugavegi 21. /" . / TJARNARCAFÉ H.F. Salindr opnir í kvöld og næsfu kvöld. eftir að varan kemur á markað- inn ,sé látið hafa áhrif á vísi- töluútreikning kaupgjalds, og leggur því til að þessu verði breytt svo, að verð á nýjum landbúnaðarvörum, syo sem kartöflum og kjöti, liafi ekki áhrif til hældcunar ó tímabilinu frá 20 júlí lil 15. september, og sé þá jafnframt haft eftirlit með því, að verð á þessari nýju framleiðslu sé ekki óeðlilega hátt.“ Tillaga til þingsályktunar um markaðsleitir i Evrópu. Borin fram af allsherjárnéfnd og samþ. með 22 samhlj. atlcv. „Búnaðarþing skorar á rílc- isstjórn og Alþingi að hefjast handa um að endurvinna og afla nýrra markaða fyrir fram- leiðsluvörur landsmanna í Evi’ópu, þegar það verður unnt vegna styrjaldarinnar.“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.