Vísir - 14.11.1944, Blaðsíða 1

Vísir - 14.11.1944, Blaðsíða 1
R!tst)6rar Blaðamenn Auglýsingaf Gjaldkerl ' Afgreiðsla Slmli 1660 5 llnur 229. tbl. Ruhr og Rínarlönd undir alþjóða- stjórn Fregnir frá París herma, að Churchill og De Gaulle hafi orðið á eitt sáttir um það, að setja verði Ruhr og Rínarlönd undir alþjóða- stjóm að stríðinu loknu, til þess að gera Þjóðverjum ó- mögulegt að hefja stríð.-Þetta mundi á engan hátt tákna, að héruð þessi yrðu lögð undir Frakka, þótt þeir mundu hafa hönd í bagga með stjórn þeirra ásamt Bretum, Banda- ríkjamönnum og Rússum. Þá er Churchill sagður hafa fallizt á það fyrir sitt leyti við De GauIIe, að Frökkum verði falin setuliðsstjóm tiokkurs hluta Þýzkalands eftir stríð. Reynt að finna varnir gegn þýzku rakett- unum. Færustu vísindamenn Breta starfa nú að því dag og nótt að finna vamir gegn hinu nýja vopni Þjóðverja. 1 fregnum frá opinb. heim- ildum segir, að fyrir löngu hafi verið gerðar ráðstafanir til þess að veita móttöku slíku vopni af Þjóðverja hálfu, en erfiðasta viðfangsefnið sé að finna aðferð til að verða skeytanna var, þeg- ar þau steypast ofan úr háloft- unum. Ólíklegt er talið, að Bretar gefi fyrst um sinn nokkrar upp- lýsingar um tjón það, sem rak- ettur þessar valda. Síðan stríðið hófst hafa sam- tals 10,6 milljónir enskra her- manna verið fluttir út um heim sjóleiðis. Aðeins 3000 hafa far- izt í flutningum. í áttundu árásinni, sem banda. menn gerðu á orustuskipið Tirp- itz, tókst loks að sökkva því í Tromsö-firði. Það voru Lancaster-vélar, sem liöfðu sex smálesta sprengj- ur að vopni, sem réðu að lokum niðurlögum skipsins og hafði þó tvisvar áður verið ráðizt á það með „landskjálftasprengj- um“ eins og Bretar kalla þessi vopn sín. En áður hafði ekki tekizt að granda því og í árás- um flotaflugvéla, brezkra og rússneskra kafbáta hafði það varla sakað. f I Þrjár sprengjur riðu því að. fullu. . Flugmennirnir segja, að fyrstu sprengjurnar hafi lent skammt frá skiipinu, en síðan lentu þrjár næstu sprengjur á því, sú fyrsta miðskipa, önnur frammi við stafn og sú þriðja aftur á skut. Loftvarnabyssur skipsins höfðu slcotið ákaflega, þegar á- rásin hófst en hættu með öllu, þegar fyrsta sprengjan hafði Ovíst um farm Goðafoss. Ekki er vitað með vissu hvaða vörur Goðafoss hafði innan- borðs í síðustu för sinni, því að skipsskjölum varð ekki bjargað. Sögur hafa gengið um það, að í skipinu hafi verið m. a. mildð vörumagn til vefnaðarvöru- innflytjenda og einnig talsvert af smjöri, sykri og vélum. En engar þessara fregna er hægt að staðfesta eins og sakir standa, fyrr en fregnir hafa bor- izt vestan um haf um farm skipsins. Japanir hafa misst alls Z500 skip, Síðan Japanir réðust á Pearl Harbor 7. desember 1941, hafa þeir misst 7500 skip á Kyrra- hafi. Meðal skipa þessara eru 9 or- ustuskip og tuttugu og tvö flug- stöðvarskip, en annars eru þarna talin öll smáskip, sem sökkt hefir verið fyrir Japön- um, innrásarbátar o. þ. h. Bandríkjamenn segjast á sama tíma hafa misst 2700 skip af öllum stærðum og gerðum. Stálinu stappað í Þjóðverja í Póllandi. Himmler og Guderian hafa haldið ræðu til þýzku landnem- anna, sem settir voru niður í Póllandi árið 1939. -Sagði Himmler, að þýzki her- inn mundi bráðum sækja út fyr- ir landamæri Þýzkalands aftur og vinna það landrými, sem þýzku þjóðinni er nauðsynlegt til að geta lifað. Sagði hann, að það væri rétt að minna fólk á þetta nú, er illa virtist horfa í málum Þjóðverja. Guderian, sem er yfirmaður foringjaráðsins þýzka, sagði að þýzka heimavarnaliðið hefði komið upp stórkostlegum víg- girðingum í Austur-Prússlandi. liæft og eftir það var engu skoti skotið. En eftir að sprengjurnar höfðu lent á sínum stað, sáu flugmennirnir margar spreng- ingar í skipinu og eina stórkost- lega, síðan ljómaði allt um- hverfið af eldinum í þvi og loks tók það að hallast. Hvolfir. Árásarflugmennirnir sáu ekki afdrif sldpsins, en njósnaflug- vél, er kom skömmu síðar, sá það greinilega að skiþinu hafði livolft og sást mikill hluti kjal- arins upp úr. Lundúnablöþin birtu í morgun myndir af þessu. Cliurchill hefir sent yfirmanni sprengjusvéita Breta heillaósk- ir og liann hefir aftur þakkað flugmönnunum sjálfum. 45.000 smálestir. Bretar telja, að. Tirpitz hafi verið eigi minna en 45 þús. smál. að stærð. Skipinu var hleypt af stokkunum 1939 og var full- smíðað árið 1941, skömmu eftir að Bismarck var sökkt. 1500 menn voru á sldpinu. III SæuRi sekkur út ai HauwÉ. Menn bjargast. Um kl. 9 í gærmorgun skeði á sá atburður, að vélbáturinn Sæunn sökk. Var Sæunn stödd út af Haganesvík, er þetta skeði. Mannbjörg varð. Sæunn var i flutningum fyrir Kaupfél. Skagfirðinga og var á leið til Hofsóss frá Siglufirði með kol og olíu. Gott veður var. Þegar báturinn var staddur út af Haganesvík hrökk kúplingin í sundur og þegar vélin snerist af fullum krafti án viðnáms skrúfunnar, varð liristingurinn svo mikill, að mikill leki kom brátt að bátnum. Skipverjar á Sæunni fóru í báta og réru að bátnum Særúnu, sem lá þar fyr- ir festum. Báðu þeir Særúnu um að draga $æunni á grynnra valn, en er þeir komu á stað þann, sem þeir höfðu yfirgefið Sæunni, var báturinn sokkinn. Vélbáturinn Sæunn var eign Jóhanns Ásmundssonar, Ár- skógssandi. Báturinn var tryggður lijá Vélbátaábyrgðar- félagi Eyfirðinga. Barizt í Skoplje og Tirana. Götubardagar eru nú bæði í Skoplje í Jugoslavíu og Tirana í Albaníu. J ugoslavar hafa hreinsað þann liluta Skoplje, sem er á hægri bakka Vardar-fljóts, en skæðir bardagar eru á vinstri bakkanum. Jugoslavar hafa járnbrautarstöðina á sínu valdi, en henni verða Þjóðverjar að ná, ef þeir eiga að komast lengra norður á bóginn. Albanar hafa þrjá fjórðu liluta Skoplje á valdi sínu. Murmanskleiðin orðin örugg. Ekkezt kaupskip ferst. Fyrir nokkru kom til Eng- lands skipalest, sem farið hafði til Murmansk og til baka, án þess að verða fyrir tjóni. Þjóðverjar gerðu samt marg- ar tilraunir til að tvístra skipa- lestinni og sökkva skipum úr henni, en kaupförin komust öll heilu og höldnu báðar leiðir. Hins vegar tókst Þjóðverjum að sökkva einu fylgdarsldp- anna, en þau sökktu tveim kaf- bátum og löskuðu aðra, auk þess sem ein flugvlé var skotin niður. Til samanburðar er þess get- ið, að einu sinni komust aðeins fimm skip til Rússlands af 34, sem lögðu af stað þangað. Útvarpið í kvöld. Kl. 20.20 Tónleikar Tónlistar- skólans: Strengjasveit leikur undir stjórn dr. Urbantschitsch: a) Ov- erture úr „Messíasi" eftir Hándel. b) Preludio og Fúga eftir Karl O. Rnuólfsson. c) Adagio og Fuga eftir Mozart. 20.45 Erindi: Of sótt- ut sjór, III.: Vitnisburður fiski- rannsóknanna (Árni Friðriksson mag.). 21.10 Hljómplötur: Píanó- lög. 21.15 Islenzkir nútímahöfund- ar: Halldór Kiljan Laxness les úr skáldritum sínum. 21.40 Hljóm- plötur: Kirkjutónlist. Þrjár sprengjur riðu Tirpitz að fullu. Þeim var varpað í átfundu árásinni á skipið. Bandamenn taka hvert Metz-virkið af öðru. fluttur í Memendnr yfir lOO. 1’ónlistarskólinn hefur nú skipt um húsnæði, flutt úr Hljóm- listarskálanum við Tjörnina í nýtt og betra húsnæði í Þjóð- leikhúsinu. • Hefir Tónlistarskóhnn nú til sinna umráða 5—6 kennslu- stofur og auk þess lítinn sal. Með' þessu liafa starfsskilyrði skólans gjörhreytzt til batnað- ar, enda var orðinn full þörf á þvi. Enn er að vísu eftir að gaijga frá ýmsu í 'nýja liúsnæð- inu, en þó byrjað að kenna þar fyrir nokkuru. Enda þótt húsnæði þetta sé lil mikilla bóta frá því sem ver- ið hefir a(ð undanförnu, er þetta þó ekki neitt fullnaðarhúsnæði og markmiðið er að sjálfsögðu eftir sem áður tónhstarhöll, þar sem bæði verður hægt að halda uppi kennslu og halda hljóm- leika við fullkomin sldlyrði. Nemendafjöldi er nú meiri en nokkuru sirnii áður við Tón- listarskólann eða yfir 100 að tölu, fyrh- þó utan barnanám- skeiðin, sem haldin eru á vegum skólans. 1 fyrra voru nemend- ur 85 að tölu, og var það þá meira en áður voru dæmi til. Sýnir þetta hinn vaxandi áliuga ahnennings fyrir tónhst, enda virtist í saimléika sagt ekki van- þörf á því. Dr. Edelstein annast barna- námskeið Tónlistarskólans, en þar eru lielztu námsgreinarnar nótnalestur, hlokldlautuleikur og fleira. Geta slík námskeið liaft geipi þýðingu fyrir hljóm- listarlíf þjóðarinnar í framtíð- I inni, einkum þar sem um er að I ræða listamannaefni. Þrjú eru á valdí þeirra. Götubardagur í Thionville, segja Þjóðverjar. Sókn Pattons í Lorraine er nú að byrja að sýna fyrsta verulega árangurxnn. Banclaríkjamenn eru farnir að ná virkjunum umhverfis' Metz á sitt vald. Framsveitir Bandaríkja- manna liéldu inn i þrjú virkj- anna i gær og er eitt þeirra, Fort Verny, sérstaldega öflugt, en' annars er virkjunum sldp- að þannig, að ef eitt þeirra er tekið, þá eru þau næstu í mikilli hættu. Þjóðverjar fóru úr þessum þrem virkjum án hardaga í gær og þeir hafa ekki notað hinar stóru fallbyssur þeirra, sem geta skotið 16 km. *• Reykjavíkurbær hefir eignazt ný grjot- og Þau eru allt að þrisvar sixmum afkastameiri en þau gömlu, 1 morgun voru fréttamenn blaða og útvarps boðnir til þess að sjá ný grjót- og sand- námstæki, sem bæjarsjóður á og tekin voru í notkun nú á sl. sumri. í fylgd með frétta- mönnum voru bæjarverk- fræðingur, Bolli Thoroddsen og Árni Daníelsson verkfræð- ingur, en hann hefir umsjón með öllu grjót- og sandnámi bæjarins. Standa tæki þessi austan Elliða-árósa og blasa við veg- farendum, sem fara austur Suðurlandsbraut. Tæki þessi vinna betur úr efninu en áður var gert og eru afkastameiri. Brezka setuliðið hefir grjótmulningstældn á leigu um nokkurra mánaða skeið, svo að yfirlit um rekst- ur þeirra er ekki fyrir héndi. Bærinn liefir liinsvegar sjálfur haft með höndum rekstur sand- námstækjanna og er komið í ijós, að þegar notuð er yél- skófla, sem tekin liefir verið á leigu, því að hún fylgir eldd sjálfum sandnámstækjunum, þá eru afköstin tvöföld til þre- föld á við afköst gömlu tækj- anna. Gömlu sandtækin hafa verið lögð niður, enda úr sér gengin. Gamla grjótnámið ofan við Tungu við Suðurlandsbraut hefir verið starfrælct í sumar jafnldiða því nýja. Skv. samn- ingum bæjarins við brezka setu- liðið um það, fær bærinn visst magn af mulningi, en það liefir eklci verið nóg. Þegar hærinn yfirtekur nýja grjótnámið, er ráðgert að reyna að mylja púkkgrjót í þv'í gamla og draga sem mest úr handsundurslætti á grjóti. 1 gamla grjótnáminu hefir, auk mulnings í sumar, verið framleiddur kantsteinn fyrir gangstéttir og brústeinn í götu- rennur. í haust var sú starf- ræksla flutt inn í Laugarás. í gamla grjótnáminu er vél til að hika mulning í. Nýja mal- bikunarvélin, sem úú er verið að smíða, verður sett upp inn- frá. * Staðurinn, sem nýju tækjun- um hefir verið valinn, er mjög heppilegur. Sand- og grjót- hirgðir til margra ára lýhð við hlið. Grjótið einnig betra, nokk- urslconar millitegund af blá- og grágrýti. Starfrækslur þessar heyra undir bæjarverkfræðing. Árni Daníelsson, verlcfr., hefir reikn- að út og teiknað hurðargrindup tækjanna, sem eru úr járnbentri steinsteypu. Hann hefir einnig annast yfirumsjón með uppsetn- ingu tækjanna og sér um rekst- urinn. Vinnur hann nú m. a., að því að rannsaka sandinn, korna- stærð o. fL, er að gagni má koma, þegar dæma á um hæfni lians sem byggingarefni. Tækin ganga fyrir rafmagni. r Askorun til Alþingis Alþingi hefir borizt áskorun frá 76 prestvígðum mönnum hér á landi um að stofna nýtt dósentsembætti við • guðfræði- deild liáskólans til handa séra Birni Magnússyni prófafti á Borg. Þrír vegir frá Metz. Þótt bilið milli fylkinga Bandaríkjamanna, sem leitast við að slá Iiring um Metz, 'fari smám saman minnkandi, hafa Þjóðverjar þó enn þrjá góða vegi opna út úr „pokanum", sem á að veiða þá í. Fregnum ber ekki saman um það, livort Þjóðverjar sé farnir að flytja lið sitt á brott úr borg- inni, en hingað til hafa þeir jafnan kosið að verjast til þrautar. Götubardagar í Thionville. Þýzkar fregnir hermdu í gær- kveldi, að Bandaríkjamenn hefði brotizt inn í Thionville og væri harizt þar á götunum. Þetta hefir ekki verið staðfest af handamönnum, en amerískur hlaðamaður símaði í gærkveldi, að framsveitum liefði tekizt að ná á vald sitt éinu virki við borgina. Á þessum hluta vigstöðvanna liafa Bandaríkjamenn farið yfir Moscl á enn eiuum stað. Stutt og laggott. Japanir hafa gengið á land á smáeyju lijá Peleliu í Palau- klasanum. Bandaríkjaliðið á eynni fór þaðan. ★ Churchill hefir heimsótt 1. franska herinn á vígstöðvum hans í Vogésafjöllum. ★ Rússar eru að hyí-ja að vinna olíu úr botni Kaspialiafs. Er verið að hora fjæsta brunninn. ★ Brezldr tundurspillar hafa enn sökkt þýzkum kafbáti á Eyjahafi. Bazar Kvenfélags Nessóknar er á föstu- daginn kemur. Munum yeitt mót- taka í síðasta Iagi á fimmtudag. Nánari upplýsingar gefur formað- ur Bazarnefndar. Sími 4644.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.