Vísir - 16.11.1944, Side 1

Vísir - 16.11.1944, Side 1
s HI(st}ðraix kristján Guðlaugsson Hersteinn Pálsson Skrifstofun Félagsprentsmiðjan (3..hæð) Rltstjórar r.n BlaOamenn Slmli Auglýsingaf 1660 Gjaldkeri 5 llnur Afgreiðsla 34. ár. Reykjavík, fimmtudaginn 16. nóvember 1944. 231. tbl. Útvaipshöll ætlaður staðui við Suðui- götu og Hiingbiaut. Bæjarstjórn hefir lofað Útvarpsstjóri hefir fyrir skemmstu skrifað bæjarráði og kennslumálaráðuneytinu um það, hvort ekki væri unnt að hefja byggingu útvarpsstöðvar á Melunum, sunnan kirkju- garðsins, án þess að það komi í bága við íþróttavöllinn. En eins og kunnugt er hefir bæjarstjórn samþykkt að engin mannvirki megi reisa á svæði í- þróttavallarins á Melunum fyrr en íþróttamenn hafa fengið ann- an íþróttavöll til umráða. 1 uppdrætti Skipulagsnefndar er gert ráð fyrir útvarpsbygg- ingu á Melunum sunnan kirkju- garðsins og sunnan Hringbraut- ar. Gerir nefndin ekki ráð fyr- ir öðrum byggingum á svæðinu frá bæjarbyggingunum nýju að Melavegi, en útvarpsbygging- unni. Umhverfis hana er svo gert ráð fyrir torgi eða opftu íslenzkt lýsi selt til Ástralíu. I \ Líkar vel þar í álfu. ! septembermánuði var flutt út rúmlega 8 þúsund kg. af lýsi til Ástralíu. Er það kaldhreins- að meðalalýsi frá h.f. Lýsi hér í bænum. Skýrði Ólafur Þórðarson full- trúi blaðinu svo frá, að áður hefði verið flutt dálítið af lýsi til Ástralíu, nálega sama magn í fyrra og væri útlit fyrir áfram- haldandi sölu þangað, þó ekki í stórum stil. Lýsið kaupir lyfja- fyrirtæki nokkuð í Sidney, og er það flutt héðan með íslenzk- um skipum til New York og svo umskipað þaðan til Ástralíu. Fer það í gegnum Panama- skurðinn og er það óra vega- lengd frá Islandi. Er þetta lýsi það eina af íslenzkum afurðum, sem selt er til Ástralíu og líkar það mjög vel þar. Lýsið er hreinsað hér í kald- hreinsunarstöð h.f. Lýsis og flutt út í járnfötum, sem vega um 190 kg. netto. Lifrin er fengin um borð í togurunum, svo og frá landsstöðvum, aðal- lega hér sunnanlands. Lýsissala til Bandaríkjanna hefir verið töluverð, en þó ekki eins mikil og búast hefði mátt við. Bandaríkjamenn hafa kom- izt upp á lagið með að taka ýmsar plöntuolíur og blanda þær með vitaminum, þar til þær hafa sama næringargildi og lýs- ið. Dregur þetta vitanlega úr lýsiskaupum þeirra héðan, en erfitt er að segja um, hvort við verðum samkeppnisfærir i þess- um efnum í framtíðinni eða ekki. öll lýsisframleiðslan í land- inu er nú um 4—6 þús. smá- lestir á ári, og er það að mestu leyti flutt út. Á síðast liðnu ári var flutt út samtals 5560 smálestir, mest til Bandaríkj- anna. Nokkuð hefir verið flutt til Bretlands og svo eiga Sviar geymt hér 1400 smálestir til ó- friðarloka. Lýsismagnið hefir aukizt hér að mun síðan í stríðsbyrjun, og stafar það af auknu fiskimagni á miðunum. lóð undir bygginguna. svæði. Þegar til kasta bæjarráðs kom, samþykkti það fyrir sitt leyti að útvarpsbyggingin yrði reist þarna, en hinsvegar ákvað bæjarstjórn að ekki skyldi byggt á þessu svæði fyrr en bij- ið væri að sjá iþróttamönnum fyrir öðru íþróttasvæði. Nú er ekki að vita hvenær hinn nýi leikvangur iþrótta- manna verður tilbúinn. Það get- ur dregist í mörg ár ennþá, en hinsvegar orðin brýn þörf íyrir útvarpsbyggingu, og mundi verða hafizt handa um að reisa hana á næstunni, ef lóðin feng- ist laus. Þess vegna er, það, að útvarpsstjóri hefir farið fram á það við Skipulagsnefnd, að rannsakað yrði hvort ekki væri tiltækilegt að reisa útvarps- byggingu án þess að hlutur í- þróttamanna yrði í nokkuru skertur. Aðein§ GOOO mann§ í Aachen 1 Aachen eru nú aðeins um 6000 íbúar, en voru um 200 þúsund fyrir stríð. Þjóðverjar fluttu á hrott alla þá íbúa, sem þeir náðu til, en sumir leyndust í kjöllurum húsanna eða utan borgarinnar. Hafa þeir verið að tinast heim síðan. Bandamenn eru farnir að æfa þýzka menn í lögreglustörfum og eiga þeir fyrst að halda uppi reglu i Aachen. Bretar eiga aðeins 3 km. ófarna austur að Maas. Víshalan óbrey tt. Visitalan fyrir nóvember- mánuð hefir verið reiknuð út og reyndist hún vera hin sama og fyrir s. 1. mánuð, eða 271 stig. B ö r n, unglingar og roskið fólk óskast nú :þegar til að bera Vísi til kaupenda. Gerið svo vel og gefið ykkur fram við afgreiðslu blaðsins strax. Hilljón mánna við kafbátavarn- ir bandamanna. Þjóðverjar segja, að banda- menn hafi um milljón manna bundna við baráttuna gegn kaf- bátunum. í tilkynningu sem Þjóðverjar hafa gefið út um kafbátana og haráttu þeirra segir að kafbát- arni’r hafi sökkt skipastól, sem var, samtals 2,5 milljónir að stærð, síðustu 19 mánuðina. Á sama lima segjast Þjóðverjar hafa sökkt 180 túndurspilluin bandamanna. Til þess að verja skipaferðir sínar liafa bandamenn um 50 flugstöðvarskip, 400 leiðsögu- skip, 400 lítil verndarsldp, 200 hersnekkjur og 110 tundur- spilla. Auk þess hafa 3800 flug- vélar, flestar fjögurra hreyfla, það verk með höndum að lialda uppi varðflugi um úthöfin. Svíar reka fjölda nazista úr landi. Bretar sökkva 157 japönskum skipum. Brezkir kafbátar hafa nú sökkt 157 japönskum skipum á þessu ári. Flotamálaráðuneytið hrezka gaf út tilkynningu um það í gær- kveldi að undanfarna daga hefði brezkir kafbátar sökkt 24 skip- um Japana. Voru 23 skipin flutningaskip og voru í strand- ferðum við olíuflutninga. Urðu kafbátarnir oft að fara nærri landi til að granda þeim. Margfir Gestapomenii meðal þeirra Jvíar eru nú farnir að láta til skarar skríða gegn ýmsum undirróðursmönnum Þjóðverja í landinu. Þeir handtóku fyrst Berndt von Glossen barón, sem var yf- irmaður þýzku ferðamanna- skrifstofunnar í Svíþjóð, en sú stofnun var í rauninni njósna- miðstöð. Hafði lögreglan unnið lengi að því að safna gögnum um von Glossén og hefir hon- um nú verið vísað úr landi. Þessa dagana er verið að leita uppi og hándtaka marga Gestapo-menn, sem látnir hafa verið starfa hingað og Jiangað um landið. Sænsk yfirvöld hafa skipað Finna nokkurum að hverfa þeg- ar úr landi. Er það rithöfund- urinn örnwulf Tigerstedt, sem hefir jafnan verið mikill naz- istavinur, en flýði land, þegar Finnar lögðu niður vopn. Fregnir herma, að mjög bráð- lega verði fárið að hreinsa til í hinu svonefnda „þýzka aka- demíi“, s^m hefir aðsetur sitt í Stokkhólmi. Eru það einkum tveir meðlimir akademisins, sem Svíar telja hættulega. Aka- demi þetta vinnur að sögn að menningarmálum, til að efla menningarlega samvinnu Þjóð- verja og Svía, en þar morar í rauninni aHt í þýzkum njósn- urum. Loks mun í ráði að reka úr landi menn úr verzlunardeild þýzku sendisveitarinnar, enda fer atvinna þeirra að minnka, ef Svíar ætla ekki að endur- nýja viðskiptasamning sinn við Þjóðverja. Ráðizt á Doxtmund, Linz og Innsbxuck. Flugvélar bandamanna gerðu árásir á Þýzkaland úr vestri og suðri. Brezkar flugvélar réðust á olíuframleiðslustöðvar Þjóð- verja í Dorlmund i gær. Hafa nú verið gerðar liiargar árásir á þessar stöðvar síðustu viku. Amerískar flugvélar réðust á Linz og Innbruck í Aust'urríki. Voru þær ekki undir vernd or- ustuvéla, en Þjóðverjar létu ekki ráðast á þær. í nótt réðust Moskito-vélar á Berlín. Beðið skipunar. Menn úr landgönguliði ameríska flolans bíða eftir því að þeir eigi að gera áhlaup á stöðvar Japana á Leyte- eyju í Filippseyjaldasanum. OLI PRAIHM. Óli prammi heitir ný bók, sem Jens Guðbjörnsson gefur út, en höfundur hennar er Gunnar M. Magnúss rithöfund- ui’ og er þetta 12. hók hans. ÓIi prammi var einn af þess- um sérkennilegu mönnum, sexn lifa áfram í sögnum og minn- ingum vegna þess að þeir Voru annarlegir og öðru vísi en fólk er flest. Hann fór víða hér um suðurkjálka landsins og munu flestir miðaldra menn og þaðan af eldri á þessn svæði muna eftir óla pranima. Nú hefir Gunnar M. Magnúss rithöfundur tekið sér fyrir hendur að færa nokkur atriði úr lífi Óla pramma í skáldsögu- legan búning, og sérstaklega miðað ’ frásögn sína við hæfi vngri kynslóðarinnar. Verður bók þessi vafalaust vinsæl með- al eldri og yngri lesenda. , 8œjop ' fréttír I.O.O.F. 5 = 1261116r/2 = t I.O.O.F. 5 s= I26III68V2 = Jíæturakstur annast Hreyfill, sími 1633. Útvarpið í kvöld. v Kl. 19.25 Þingfréttir. 19.40 Les- in dagskrá næstu viku. 20.00 Frétt- ir. 20.20 Útvarpshljómsveitin (Þór- arinn Guðmundsson stjórnar) : a) Raymond-forleikurinn eftir Thom- as. b) „Suðrænar rósir,“ vals eftir Johann Strauss. c) Melodie, nr. 1 og 2, eftir Rubinstein. 20.50 Lest- ur Islendingasagna: Laxdæla (dr. Einar Ól. Sveinsson háskólabóka- vörður). 21.20 Hljómplötur. 21.25 Upplestur: Kvadði eftir Jónas Hall- grímsson. 21.30 Frá útlöndum (Björn Franzson). 21.50 Hljóm- plötur: Lotte Lehmann syngur. 22.00 Fréttir. Dagskrárlok. Frú Rigmor Hanson hélt danssýningu síðastl. sunnu- dag í „Polar Bear“ leikhúsinu fyrir troðfullu húsi áhorfenda og við mikla hrifningu þeirra. Sökum þess hve niargir urðu frá að hverfa, þá mun danssýningin verða endurtekin næstk. sunnudag, en aðeins í þetta eina sinn, vegna þess að Dansskól- inn tekur til starfa í næstu viku, og mun þá frú Rigmor ekki vinnast tími til að sinna öðru. Vefnaðarvaran. Það hefir ekki reynzt rétt, að vefnaðarvara væri með Goðafossi, enda tekið fram, að fregnin væri óstaðfest og ekki á henni að byggja. Þegar blaðið spurðist fyrir um farm skipsins hjá E. 1., var því til svar- að, að þar vissi enginn um farm- inn, en síðar mun liafa komið á daginn, að vitað var um þetta at- riði að minnsta kosti. Til sjúku einstæðingskonunnar, 30 kr. frá A.N. 20 kr. frá S.V. to kr. frá N.N. Áheit á Strandarkirkju, afh. Vísi: 15 kr. frá G. í. 100 kr. frá Carsten. Baldur Möller hefir gefið Skáksambandi íslands handrit af nýrri skákbók. Eru í handriti þessu rúmlega 50 skákir. sem Islendingar hafa unnið á er- lendum skákmótum. Baldur tileink- ,ar bók þessa Eggert Gilfer. 3. amerlski herinn á í hðrðum bardö(p um sem fyrr. Sítelldar rigningar eSa krapahrlð. jþjóðverjar hafa ekki enn getaS stöðvað sókn Breta austur að Maas í Hollandi og eiga þeir nú aðeins skamm- an spöl eftir niður að fljóts- bakkanum. Hersfjórnartilkynning banda- nlanna í morgun segir frá því, að sóknin hafi verið hæg og bítandi frá því að hún var fyrst hafin og eru Bretar sums stað- ar aðeins um 3 km. frá ánni. Þeir hafa sótt fram um 11 km. þar, sem þeir hafa farið lengst. Aðstaðan styrkt. Sókn brezku hersveitanna hefir verið freltar hæg, en það stafar bæði af því, að veður er illt, en auk þess hafa Bretar gætt þess vandlega, að sækja ekki svo hratt fram, að þeim hafi ekki gefizt tími til að styrkja stöðvar þær, sem þeir hafa þegar unnið. Vilja þeir nú ekki brenna sig á sama seyðinu og forðum, þegar þeim tókst að brjótast nærri austur að Maas, en voru svo hraktir aftur til þeirra stöðva, sem sókn þeirra nú hófst frá. 3. herinn vinnur á. Hersveitir Pattons hafa einn- ig unnið á siðast liðinn sólar- hring, en mótspyrna Þjóðverja fer þó smám saman vaxandi. Einkum verjast Þjóðverjar grimmilega í skógarflæmi einu, sem er um 25 km. fyrir austan Metz. Hafa þeir.gert þar hvert gagnáhlaupið af öðru með skriðdrekum og fótgönguliði. Sex af virkjunum umhverfis Metz munu nú vera í höndum bandamanna. Náðu þeir þeim flestum að heita má bardaga- laust. Illviðri. Illviðri hafa nú gengið um það hil tvær vikur i Austur- Frakldandi og Hollandi. I Lorraine er tíðum slydduhríð og er ævi hermannanna mjög ill. Hinsvegar eru miklar rign- ingar í Hollandi og var þó ekki á vætuna bætandi í því landi. Blaðamenn segja, að sumir her- mannanna hafi ekki getað farið í þurr föt í heila viku. íslendingum í Dán- möxku líðux vel. Vegna síðustu atburða í Dan- mörku hefir utanríkisráðuneyt- ið leitað upplýsinga um líðan íslendinga bæði í Árósum og annarsstaðar i landinu og hefir ,i morgun fengið þær fréttir, að öllum íslendingum í Danmörku líði vel.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.