Vísir - 20.11.1944, Side 2

Vísir - 20.11.1944, Side 2
VISIR VISIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla Ilverfisgölu 12 (gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar: 1 6 6 0 (fimm tínur). Verð kr. 4.00 á mánuði. Lausasala 35 aurar. Félagsprentsmiðjan hT. Til hvers taka kommúnistar þátt í ríkisstjórninni? Þeir sem bjartsýnir eru, hrekklausir og einfaldir, trúa því að kommúnistar séu að taka algerum sinnaskiptum. Þeir trúa þvi að mennirnir, sem undanfarið liafa hatað núver- andi þjóðfélagsskipun og for- mælt henni við hvert tækifæri, hafi nú loks„,fundið sjálfa sig“, fundið sinn belri mann og hafi því ákveðið að snúa frá villu síns vegar. Þeir hrekklausu og einföldu menn trúa meira. Þeir trúa því, að kommúnistarnir séu nú traustustu og einlægúslu samverkamenn þeirra manna, sem þeir hafa lýst yfir opinber- lega hvað eflir annað að þeir skyldu „mola mélinu smærra“ á vettvangi hinna þjóðfélagslegu átaka. Ef þessum mönnum verð- ur að trú sinni og kommúnist- arnir gerast borgaralega sinn- aðir og ábyrgir menn, þá er til litils að neita því lengur að dúfa geti komið úr lirafnseggi. Þeir hafa þá afneitað sinni fyrri lífs- stefnu og tekið upp nýtt gerfi, sem mörgum þykir að visu grunsamlegt, en aðrir vilja trúa að sé varanleg umbreyting. En því miður bendir margt til þess að þeir verði illa von- sviknir sem nú hafa mesta tröllatrú á hinum lxirgaralegu sinnaskiptum kommúnista. Það er ekki aðeins hér á landi, sem þeir hafa sótt fast að komast í ríkisstjórn. Kommúnistar um alla álfuna hafa sótt þao fast og án nokkurra skilyrða að vera þátttakendur í rikisstjórnum þeim er settar hafa verið á lagg- irnar í löndum sem frelsuð liafa verið undan oki nazista. Komm- únistarnir islenzku vinna ekki nú og liafa aldrei unnið eftir þjóðlegri „línu“, þrátt fyrir allt þeirra raus um ættjarðarást og þjóðhollustu. Þeir vinna ná- kvæmlega á sömu „línu“ og kommúnistar gera nú um alla álfuna. Þeir láta í veðri vaka að þeir taki nú þátt i borgara- legri samvinnu til þess að bjarga velferð og heiðri landsins. En nú þegar er að koma í ljós hið sannna áform þeirra. I Belgíu og Frakklandi hafa þeir nú kast- að sauðargærunni, eftir aðeins fárra vikna samstarf. í báðum þessum löndum hafa Jieir krafizt að skæruliðar leynistarfseminnar, sem eru vopnaðir og að mestu áliang- endur kommúnista, verði tekn- ir sem sérstakar sveitir í her landsins og þessum sveitum sé stjórnað af sínum fyrri foringj- um. Með þessu móti mundu kommúnistar hafa á sínu valdi heila herflokka, alvopnaða, inn- an hersins. Þetta mundi gera herinn á skömmum tíma næm- an fyrir pólitískum áróðri kommúnistanna og áður en menn væri farnir að átta sig á því hvað væri að gerast, mundu þeir hafa náð bolmaghi til að gera vopnaða uppreist gegn rík- isvaldinu og taka öll ráð í sínar hendur. Þetta herbragð er þeim nú að líkindum að bregðast í Frakklandi og Belgíu. Þar hefir verið séð við ráðabruggi þeirra í tíma. Þegar þeir sáu að þeir komu ekki áformi sínu í fram- Merkilegar kynbótarann- sóknir til mæðiveikivarna. Félagsdómur: Fimm árst tilraimir ^iiflmundar Gí«la»iOiiar lækni.<«. IJndanfarin fimm ár hefir Guðmundur Gíslason læknir unmð að merkilegum kynbótatilraunum til að gera sauðfé ónæmara fyrir mæði- veikinni. Guðmundur • ritaði ritgerð um þessar tilraunir sínar í Bún. aðarritið, en hún hefir nú ver- ið sérprentuð og send blöðun- um. Lýsir Guðmundurí upphal'i kvæmd í Belgíu, fój-u þeir úr stjórninni. Lengra náði ekki föð- urlandsástin og samstarfsvilj- inn. Það sem nú er að gerast í Belgiu og Frakklandi i sam- bandi við starfsemi kommún- ista er mjög athyglisvert. Það er jafnvel svo athyglisvert að það ætti að geta vakið noldvura af okkar svefnþungu, auðtrúa já-og-amen-mönniim. Fyrir kommúnistum vakir engin borgaraleg grautargerð eins og sumir telja sér trú um og hlakka nú mjög yfir. Þeir hafa ekki hinar sömu aðferðir hér og í Belgíu og Frakldandi af þvi að aðstaðan er önnur. En þeir ætla sér að ná alveg sama marki hér með sainslarfi við liina auðtrúa borgaralegu flokka. Þeir ætla að ná völdunum gegnum lirun liins borgaralega atvinnuskipulags. Skærulið sitt hafa þeir tilbúið og skipulagt. En ef þeir verða þess varir að séð er við ráðagerð þeirra og líklegt að hún nái ekki fram að ganga, þá slíta þeir öllu sam- starfi og segjast hafa verið sviknir. »Niður við trog« J^ommúnistaflokkurinn hefir haldið nokkura fundi úti á landi síðan þeir settust í ríkis- stjórn. Einn slikur fundur var haldinn í Borgarnesi og prédik- aði þar Aki Jakobsson, atvinnu- málaráðherra. Ilann sagði margt atliyglisvert. Meðal ann- ars sagði liann að verkamenn í Bretlandi liafi í stríðinu sætt sig við litlar breytingar á kaupi, en um leið,og ófriðnum væri lokið mundi verkalýðurinn gera miklar kaupkröfur og þá mundi allt verðlag í Bretlandi hækka stórkostlega. Þegar svo væri komið mundi okkar litla dýrtíð ekki koma að sök og þess vegna þyrfti ekkert að lækka liér. — Það eru fleiri en kommúnistar sem hafa þessa trú, að ekkert þurfi að gera annað en bíða eft- ir verðhækkuninni erlendis. Fleira sagði ráðhei-ra komm- únistanna. Hann sagði ennfrem- ur, að peningunum skuli ausið út úr bönkunum í nýsköpunina. Hver sem vildi taka þátt í ný- sköpuninni eignast ný tæki skyldi ekki fara bónleiður til búðar þótt hann hefði ekki vas- anan fulla af fé. Til þess eru peningarnir í bönkunum að þeir séu „notaðir“. Einnig minntist ráðherrann á eina stétt manna sem kommúnistar hafa lengi viljað losna við. Um þessa stétt sagði hann: Heildsalarnir skulu skornir niður við trog! Sagt er að hann hafi notað þessi orð. Þeir sem hlustuðu á útvarps- ræðu Áka Jakobssonar fyrir 'kömmu og ummæli hans þá um þessa stétt, geta varla efas^: um að alvinnumálaráðherrann, Á. Jak., hafi talað af hjartans ánægju þegar hann boðaði ör- Iög heildsalastéttarinnar. ritgerðarinnar frjóvgun kven- dýra, m. a. hesta, mcð sáðfærslu frá hestum og hversu mjög slík frjóvgunaraðferð tiðkast nú víða um heim. Þá segir hann frá því, að Halldór Vilhjálmsson, skóla- stjóri á Hvanneyri, hafi fyrstur manna hér á landi gert slíkar tilraunir árið 1913 og tókust þær ágætlega, þegar tekið er tillit til allra aðstæðna. Síðan segir svo í ritgerð Guðmundar læknisi „Athuganir á mæðiveiki leiddu það greinilega i ljós 1938, að sauðfjárættir reyndust hafa mjög misjafna mótstöðu gegn veikinni. Þessi staðreynd vakti áhuga minn fyrir því, hvernig mætti útbreiða hin mót- stöðumeiri kyn á skömmum tíma, og varð orsök til þess, að eg byrjaði að starfa að sæðingu sauðfjár hér á landi í desem- ber 1939. Fyrr á því ári hafði eg haft tækifæri til að kynna mér nokkuð slíka starfsemi í nágrannalöndunum og útvega náuðsynleg verkfæri. . . . “ Urvalshrútar valdir. Þann 15. desember 1939 var fyrsta tilraunin gerð og til þess valinn 1. verðlaunahrútur af þingeysku kyni, eign Jóhanns bónda að Þóroddsstöðum við Reykjavík. Voru kindur frá Grafarholti frjódældar innan klukkustundar. Einnig var um þetta leyti notazt við verðlaunahrút úr Mosfelli í Grímsnési, af stofni, sem reynzt hafði vel gegn mæðiveikinni, þótt aðrir stofn- ar á bænum stráféllu af henni. Alls var átta óskyldum fjár- stofnum dreift um Árnessjrslu og s.l. vetur var einnig unnið nokkuð í Rangárvallasýslu. Árángurinn gefur góðar vonir. Guðmundur Gíslason hefir leitazt við að fá nákvæmar skýrslur frá bændum, en það hefir reynzt erfiðleikum bund- ið. Hann hefir því ekki getað samið heildarskýrslu um ár- angurinn af öllu svæðinu. Þó rná ráða af þeim gögnum, sem fram hafa komið, að fé, sem komið er af sumum lirútanna, sem notazt var við, hefir reynzt standast mæðiveikina m’jög vel. Um afkomendur sumra verður enn ekki sagt með vissu. Skýrir Guðmundur frá mót- stöðuafli þeirra kynja,-sem not- uð hafa verið, en of langt yrði að gera grein fyrir reynslu bænda hér. Dreifing mótstöðumikilla f járkynja. 1 Þessar tilraunir hafa ekki stöðvað algerlega útbreiðslu mæðiveikinnar, „en því mót- stöðumeiri fjárstofnar, sem liafa blandazt heimafénu á við- komandi bæ, því meira, sem gert hefir verið að slíkri blönd- un og þvi lengri tími, sem unn- izt hefir til þessa starfs, áður cn sýkingin kom fram í hópn- um, því betri árangur liefir náðzt“, segir Guðmundur. i ] Endurnýjun fjárstofnsins í Rangárvallasýslu. Guðmundur leggur til að haf- izt verði þegar handa um að endurnýja fjárstofninn í Rang- árvallasýslu, með því að flytja sterk fjárkyn um alla sýsluna. Telur hann, að hægt mundi að endurnýja fjárstofninn þar að mestu leyti á fimm árum, ef gengið verður a$ því með oddi og egg og ef framkvæmd yrði á því, gæti það dregið mjög úr því tjóni, sem mæðiveikin or- sakaði á þessum slóðum. Þetta mætti einnig gera víðar og mundi þar enn betri tími til að undirbúa þessar varnir gegn vágestinum. Ný bók. i Annað bindi af hinni gullfal- legu útgáfu Þúsund og einnar nætur, sem Reykholtsútgáfan gefur út, er nýkomin á bóka- markaðinp. Bindi þetta er yfir 500 bls. að stærð og með fjölda fallegra teikninga eflir F. Gross, þekkt- an þýzkan listamann. Má segja, að öðrum bókum ólöstuðum, að þessi nýja útgáfa Þúsund og einnar nætur sé með vönduð- ustu og fallegustu bókum, sem nú eru gefnar út hér á landi. ; Auk þess — og það er meira um vert — er Þúsund og ein nótt eitt af hinum sígildu listaverlc- um heimsbókmenntanna. Þriðja og síðasta bindið af þessari útgáfu er væntanlegt á næsta ári. Níutío mál þingfest fyrstu sex ár dómsins. D5mendm skípaðif til næstu þiiggja ára. Dómendur í Félagsdómi hafa nýlega verið skipaðir til næstu 3ja ára. 1 dóminum eiga sæti: Nefndir af hæstarétti: Hákon Guðmundsson hæstaréttarritari, forseti dómsins, Gunnlaugur Briem, stjórnarráðsfulltrúi. Nefndir af atvinnumálaráð- herra úr hópi þriggja manna, sem hæstiréttur tilnefnir: Árni Tryggvason, borgar- dómari. Nefndir af Alþýðusam- bandi Islands: Ragnar Ólafsson hæstaréttarlögmaður. Nefndir af Vinnuveitendafélagi Islands: Jón Ásbjörnsson hæstaréttar- lögmaður. Varamenn í dómnum eru þessir: Isleifur Árnason prófessor, Sigtryggur Klemensson fulltrúi, Einar Arnalds fulltrúi, Þor- steinn Pétursson skrifstofumað- ur, Sigurjón Jónsson fyrrv. úti- bússtjóri. Þær breytiiigar liafa orðið á skipun dómsins í þetta sinn, að því er aðaldómendur varðar, að úr dómnum hafa g'engið Krist- ján Kristjánsson borgarfógeti og Sigurjón Á. Ólafsson fyrrv. alþingismaður, en í þeirra stað komu þeir Árni Tryggvason og Ragnar Ólafsson. Forseti dómsins frá stofnun hans hefir verið Ilákon Guð- mundsson. Á þeim sex árum, seni dóm- 1 urinn hefir starfað, hafa 90 mál verið þingfest. Ut hefir vérið gefið 1 bindi dóma Félagsdóms. Nær það til ársloka 1942 og fæst hjá forseta dómsins. Gjafir til Neskirkju. Frá N. N. á Melunum 7500 kr., gamalt áheit á Neskirkju 500 kr., 1 Frá G. J. á Reynimel 100 kr., frá frú í Vesturbænum 100 kr., frá frú við Flringbraut ááheit 30 kr. - Minningártöflur: Alexander Jó- hannesson 1000 kr., Guðmundur Jó- hannesson framkv.stj. 1000 kr., N. N. 3000 kr. -(nr. 3—5), Ingibjörg Björnsdóttié 2 ára Vatnsstíg 11, til minningar um síra Bjarna Þórarins- son og konu hans Ingibjörgu EÍ11- arsdóttur 1000 kr., frú Halldóra Eyjólísdóttir, Bollagörðum, 1000 kr. . — Kærar þakkir. — Jón Thoraren- scn. £ Scrutator: „Öðruvísi mér áður brá.“ Það er ekki gott að vita, hvar Petain og kumpánar hans hafast við nú, en það er ekki ósennilegt, að hann hafi í gær rennt huganum tuttugu og sex ár aftur í tímann, þegar hann frétti það, að banda- menn væri búnir að umkringja Metz og Þjóðverjar hefðu byrjað undan- hald frá þeim hluta vígstöðvanna. í gær voru nefnilega tuttugu og sex ár, síðan Petain hélt innreið Sína í borgina Metz, sem verið hafði á valdi Þjóðverja í nærri fimm ára- tugi eða síðan stuttu eftir að Þjóð- verjar réðust á Frakka árið 1870, undir stjórn Bismarks. Þegar Petain hélt inn í borgina fyrir rúmum ald- arfjórðungi var honum tekið með óstjórnlegum fögnuði, enda var hann þjóðhetja.Frakká eftir síðasta stríð, þegar hann hafði stjórnað hetjulegri vörn þeirra við Verdun og molað hvert af þýzku áhlappun- um, sem skullu á virkisborginni eins og brim 4 klettaströnd. Það er hætt við því, að Petain fengi nú aðrar móttökur í Metz en 1918, því að nú er hann hataður af Frökkum, sem litu á hann sem hetju fyrir svo skömmu. En það eru ýms- ir, sem geta keppt um það við Pet- ain að vera hataðasti maður Frakk- lands. Laval og Darnand eru skæðir keppinautar í því efni. Ári síðar. Úr því að eg er á annað borð byrjaður að rabba um þenna dag, 19. nóvember, ætla eg að halda á- fram í sama dúr ofurlítið lengur. Ári eftir að Petain hélt sem hetja inn í Metz — ef eg mairrétt — gerð- ist sá atburður vestur í Bandaríkj- unum, að öldungadeild þingsins átti að samþykkja Versalasáttmálann. Jfinangrunarsinnar voru öflugir þar í landi þá og þeim tókst að sigra Wilson forseta, sem var einn af að- alhöfundum sáttmálans. Öldunga- deildin vildi ekki fallast á hann. j ' Síðan eru nú liðin 25 ár og á þeim tíma hefur margt breytzt. Bandaríkjamenn berjast við Metz og víðar i Frakklandi, já, í sjálfu | Þýzkalandi. Kosningar hafa farið fram í Bandaríkjunum fyrir skemmstu og arftakar þeirra manna, sem börðust gegn Wilson forseta eftir fyrra strið hafa beðið ósigur. Helztu forsprökkum einangrunar- sinna hefir verið varpað fyrir borð og þeir, sem eftir eru á þingi, ef einhverjir eru, munu framvegis hafa hljótt um sig. Sá atburður, sem gerð- ist í öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir aldarfjórðungi, endurtekur sig ekki. Orð sem lifðu. Mig langar til að minnast aðeins eins atburðar enn, sem gerðist á þessum sama degi — fyrir áttatíu og einu ári. Iiann gerðist líka vest- ur í Bandaríkjunum, þegar þjóðin átti i borgarastyrjöld. Lincoln for- seti hélt þá ræðu i Gettysburg, til að minnast manna, sem fallið höfðu í orustu hjá borginni. Hann sagðist ekki gera ráð fyrir því, að menn mundu lengi minnast þeirra orða, scm þarna yrðu töluð, en svo hefir þó farið, að fárra orða hefir betúr verið minnzt og ekki sízt nú, þegar barizt er fyrir því, sem Lincoln taldi æðsta takmark frjálsra manna og gerði að umtalsefni þarna: Að stjórn fólksins sjálfs, sem það fengi völdin i hendur til að starfa í sínu nafni, mætti ekki hverfa af jörð- inni. Gæf a fylgir trúlofunar- hringunum frá 8IGITRÞÓR, Hafnarstr. 4. Módelleir í kössum. eumiTím 1 Síini 5781. Dömublússur frá 27 kr. Er 1 a, Laugaveg 12. Magnús Thorlaciu hæstarÉttarlógniaður Vðaistræti 9. — Simi 187’ Útlend sulta. Klapparstíg 30. - Sími: 1884 Sigurgeir Sigurjónsson hœstaréttarmólaflutnlngsmadur Skrifstofutimi 10-12 og 1—6. Aðalstrœti °6 Simi 1043 Vatt, hvítt og svart. VERZL. ÚDVKT: Ávaxtasett, 6 m. kr. 8.00 Syktirsett — 2.40 Smjörkúpur —*■ 2.65 Skálar, gler — 1.75 i Salt og pipar — 0.65 j TeskeiÖar, plett — 1.25 Matskeiðar, plett — 2.65 ; Matgaílar, plett — 2.65 ; Borðhnífar — 2.40 Kaffistell, 8 m. kr. 125.00 K. Emarsson & Bjömsson Bankastræti 11.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.