Vísir


Vísir - 02.12.1944, Qupperneq 1

Vísir - 02.12.1944, Qupperneq 1
 Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson Hersteinn Pálsson Skrifstofun Félagsprentsmiðjan (3. hæð) 34. ár. Ritstjórar Blaðamenn Slmli Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 Unur Afgreiðsla Reykjavík, laugardaginn 2. desember 1944. 244. tbl. Meginheraíll ÞjoSverja i Horegi og Danmörira flnttm á brott? Fregnir frá Stokkhólmi herma, að danska blaðaþjón- ustan (sem stríðandi Danir standa á bak við) hafi það eftir áreiðanlegum heimild- um, að Þjóðverjar séu byrj- aðir að flytja á brott úr Nor- egi og Danmörku meginher-f afla sinn, og verði aðeins skii- ið eftir lið, sem mannar helztu virki á ströndum Noregs og Jótlands, og verði þetta setu- lið eins konar baksveitir, sem eiga að verjast meðan auðið er og tefja fyrir því, að bandamenn nái þessum lönd- um á sitt vald. Áður en Þjóðverjar liófust lianda um þennan mikla brott- flutning, lögðu þeir hald á fjölda mörg dönsk skip og hafa danskir frelsisvinir þegar eyði- lagt mörg þeirra. Alls hefir 11 dönskum skipum, sem Þjóð- verjar tóku til herflutninga, veiáð sökkt, þar af 8 á einum sólarhring. Meðal skipanna voru tveir tundurspillar og flota-dráttarbátur, og var skip- um þessum sökkt í flotahöfn- inni í Kaupmannahöfn. Brezki flotinn er og vel á ÞúsnndirÞjóðverja drukkna við Noreg, Brezka flotamálaráðuneytið tilkynnti í gærkveldi, að flug- vélar frá brezkum flugvéla- skipum hefðu s.l. mánudag gert harða árás á þýzka skipalest við Noreg. Eldur kviknaði í að minnsta kosti fimm skipum og . var suirium rennt á land, en 3 munu hafa farizt. Sökkt var stóru herflutningaskipi og munu þúsundir hermanna hafa drukknað. Árásir flugvélanna voru gerðar við mjög slæm veð- urskilyrði. Flugmennirnir sáu glöggt, er þýzku hermennirnir reyndu að hjarga sér upp á fleka eða upp í björgunarbáta, en fæstir muriu hafa getað bjargazt þannig. Talið er að þúsundir liermanna hafi farizt. Hátíðahöld stúdenta í gær. Hátíðahöld stúdenta fóru í livívetna vel fram í gær. Klukk- an 1V2 fylktu þeir liði við há- skólann og gengu i skrúðgöngu- að Alþingishúsinu, en af svölum þess hélt dr. Einar Ólafur Sveinsson ræðu. Á eftir lék lúðrasveit þjóðsöginn. Samkomur voru haldnar í Iiúá tíðasal háskólans og Tjarnarbíó og voru þar fluttar ræður og á- vörp, ennfremur skemmt með söng og hljóðfæraslætli. Að Hó- tel Borg vár haldið hóf með dansleik á eftir svo sem venja hefir verið til. Undir borðum hélt Magnús Jónsson prófessor ræðu, Halldór. Kiljan Laxness rithöfundur las upp, Guðmund- ur Jónsson söngvari söng, Stúd- entakórinn söng, en á eftir voru frjáls ræðuhöld. Ágóði af merkjasölu stúdenca rennur til skíðaskála þeirra. Þá var og Stúdfentablaðið selt á götum bæjarins í gær. verði og gerir árásir á skip Þjóðverja, er færi gefst, einnig flugvélar flotans og flugvélar frá landstöðvum í Bretlandi. Orusluskíp með „rafmagnsaugum". Verður seut gegn jap- anska flotanum. Tilkynnt er í Bretlandi, að hleypt hafi verið af stokkunum í norðlægri höfn á Bretlands- eyjum orustuskipi, sem verði voldugasta orustuskip heimsins. Um smálestatölu og fallbyssu- styrkleik lierskipsins og annan útbúnað hefir ekki verið látið neitt uppskátt, nema að það sé útbúið fullkomnum rafmagns- tækjurn, svo að það geti farið allx-a sinna ferða og beitt sér við hernaðaraðgerðir í svarta- þoku og niðamyrkri, enda sé þetta „orustuskipið með raf- magnsaugun“. Elisabeth prinsessa hleypti skipinu af stokkunum. Flota- málaráðherra Bretlands hefir gefið í skyn, að slcipið verði sent gegn Japönum. Norðmönnum vottuð samúð. Á fundi sem var haldinn 23. nóv. s. 1. samþykkti stjórn B. S. R. B. að votta sendiherra Norð- manna hér vegna hinna hörmu- legu atburða, sem nú gerast í Norður-Noregi' dýpstu samúð sína. Einnig hét stjórn B. S. R. B. að styðja eftir megni hvers- konar viðleitni til hjálpar hinu bágstadda norslca fólki. Stutt og laggott. Skoskar hersveitir úr fjárt- ánda hernum hafa tekið Pinwe í Burma. Loftárás var gerð í gær á Karlsrueh. 1 loftárásum nú í vikunni á Leuna-olíuvinnslustöðvarnar skammt frá Leipzig urðuBanda- ríkjamenn fyrir allmiklu flug- vélatjóni. Fyrst var tilkynnt, að 86 flugvélar væru ókomnar heim, en af þessum fjölda skil- uðu 33 sér heim aftur daginn eftir. I loftárásinni á Duishurg í fyrrinótt var varpað niður 2000 smálestum af sprengjum og voru þar á meðal 130.000 ikveik j usprengj ur. Bandaríkjamenn liafa hrund- ið mörgum „sjálfsmorðsgagn- árásum“ Japana á Ormokvig- stöðvunum á Leyte-ey. i Japanar Iialda áfram sókn í Kwangsi. í Cliungkingfregn seg- ir, að kínverskar hersveitir hafi hörfað til nýrra varnarstöðva á mörkum Kwenthow-fylkis. Á ítalíu he/ir áttundi herinn tekið Alhereto norðaustur af Faenza. 2000 brezkir hermenn frá Miðjarðarhafsvígstöðvum eru komnir heim til Bretlands í leyfi. Bæjap íréffír Messur á morgun. Dómkirkjcm: Messað kl. n f. h., síra Friðrik Hallgrímsson. Kl. 1,30 e. h., síra FriÖrik Hallgrímsson; barnaguðsþjónusta kl. 5 e. h., síra Bjarni Jónsson, altarisganga, Hallgrímssókn: Kl. 11 f. h. barna- guðsþjónusta í Austurbæjar barna- skólanum. Kl. 2 e. h. messað á sama stað, síra Sigurjón Þ. Árnason i V estmannaey j um. Nesprestakall: Messað í Mýrar- húsaskóla kl. 2.30 e. h., síra Jón Thorarensen. Laugarnesprestakall: Messað kl. 2 e. h., síra Garðar Svavarsson. Barnaguðsþjónusta kl. 10 f. h. Frjálslyndi söfnuðurinn: Messað i Fir.kirkjunni kl. 5 e. h., síra Jón Auðuns. Fríkirkjan: Messað kl. 2 e. h., síra Árni Sigurðsson. Unglingafé- lagsfudur í' kirkjunni kl. 11 f. h., o. fl. Messað á Elliheimilinu kl. 10.30 f. h., síra Þorgrímur Sigurðsson að Staðarstað prédikar. 1 kaþólsku kirkjunni í Reykja- vik: Hámessa kl. 10; í Hafnarfirði kl. 9. Lágafellskirkja. Messað kl. 12.30, síra Hálfdán Helgason. Síra Sigurjón Árnason messar á morgun kl. 2 í Hallgrímssókn. — Messunni verður átvarpað. Minningargjöf — barnahæli. í gær afhenti frú Sigríður Ein- arsdóttir, Ásvallagötu 1, borgar- stjóra að gjöf kr. 50.000,00 — til minningar um látinn mann hennar, Magnús sál. Benjamínsson, úr- smíðameistara, og skal verja þess- ari rausnarlegu f járhæð til bygging- ar barnahælis. Útvarpið í kvöld. Kl. 18.30 Dönskukennsla, 1. fl. 19.00 Enskukennsla, 2. fl. 19.25 FÍljómplötur: Samsöngur. 20.00 Fréttir. 20.30 Kvöld Ungmennafé- lags Islands: Á.vörp og ræður, kór- söngur og upplestur. 22.00 Fréttir. 22.05 Danslög til kl. 24. Næturakstur. Bifreiðstöðin Hreyfilþ.sími 1633, í nótt og næstu nótt. Næturlæknar. Læknavarðstofan, sími 5030. Næturvörður er í Laugavegs Apóteki. Helgidagslæknir. Ólafur Jóhannsson, Njálsgötu 55, sími 4034. Börn, unglingar og roskið fólk óskast nú þegar til að bera Vísi til kaupenda. Gerið svo vel og gefið ykkur fram við afgreiðslu blaðsins strax. Útvarpið á morgun. Kl. 8.30 Morgunfréttir. 11.00 Morguntónleikar (plötur) : Operan „Rigoletto" eftir Verdi, 1. og 2. þáttur. 12.10—-13.00 Hádegisútvarp. 14.00 Messa í Hallgrimssókn (síra Sigurjón Árnason, prestur í Vest- mannaeyjum). 15.15—16.30 Mið- degistónleikar (plötur): Oþeran „Rigoletto“ eftir Verdi, 1. og 2. þáttur. 18.30 Barnatími (Pétur Pét- ursson 0. fl.). 19.25 Hljómplötur: Dansar eftir Schulhoff o. fl. 20.00 Fréttir. 20.20 Samleikur (Óskar Cortes og Fritz Weisshappel) : Són- ata í D-dúr eftir Hándel. 20.35 Er- indi: Jóhannes skírari (Eiríkur Al- bertsson, dr. theol.). 21.00 Kirkju- kór Laugarnessóknar syngur (Krist- inn Ingvarsson stjórnar) : a! „Dvel hjá oss, er dagur hnígur“ eftir Weyse. b) „Atburð sé ég anda mín- um nær“ eftir Áskel Snorrason. d) „Stjarnan" eftir Sigvalda Kálda- lóns. e) „Þitt orð, vor guð“ eftir Bortniansky. ) „Nú fjöll og byggð- ir blunda“, raddsett af Bach. 21.25 Upplestur: Kafli úr „Don Quixote" eftir Cervantes (Jón Norðfjörð leikari). 21.50 Hljómplötur: Klass- iskir dansar. 22.00 Fréttir. 22.05 Danslög til kl. 23. Jörgen Beck Simony, lög- reglustjóri í Vedersö í Dan- mörku, hefir andazt í þýzkum fangabúðum. Sókn Rússa til Austuríkis. Eden ver stjórnina, í gær voru gerðar nokkrar fyrirspurnir til hrezka stjórnar- innar á fundi í^neðri málstof- unni, varðandi stefnu liennar gagnvart Belgíu og Ítalíu, en þar hefir eins og kunnugt er ver- ið um allmikla stjórnmálaerf- iðleika að ræða, og verður ekki enn séð hversu úr rætist, a. m. k. ekki á Ítalíu, þar sem komm- únistar og socialistar gagnrýna Bonomi harðlega fyrir, að hafa sent Umberto lausnarbeiðni sína á dögunum, en ekki se>«- flokkanefndinni, þ. e. flokkanna sem studdu ríkisstjórn hans. Pjerlot virðist hinsvegar hafa bægt hættunum frá og vera all- sterkur á stjórnmálasvellinu. Fyrirspyrjendur í málstof- unni fundu að því, að brezka stjórnin skyldi vera að liafa af- skifti af þvi hver yrði utanríkis- ráðherra Ítalíu, en brezka stjórnin lýsti yfir vanþóknun sinni á útnefningu Sforza greifa í það embætti, ef til kæmi. Þetta gæti ekki samrýmst því, að aðr- ar þjóðir ættu að ráða málum sínum sjálfar. Eden svaraði því, að ítalir hefðu gefist upp skil- yrðislaust og þeir væru ekki bandamenn Breta eða samherj- ar þeirra — og Ítalía væri enn hernaðarsvæði. Afstaða Breta gagnvart Italíu væri því öll önn- ur en gagnvart Belgiu, en um stuðning Breta við Pjerlot- stjórnina væri þess að geta, sem allir ætlu að vita, að stjórn Pjerlots væri lögleg rikisstjórn Belgíu og hefði hún yfirgnæf- andi meirihluta þjóðþingsins að baki sér. En annars væri stefna Breta í meginatriðum: Að lögum og reglu sé lialdið uppi bak við víglin- una. Að þjóðirnar sjálfar velji sér þing og stjórn, að styrj- öldinni lokinni. , Téxilistarfélagið flvtur Jóiaóratoríum eftir Bach á næstunni. Á vegum Tónlistafélagsins verðuV Jólaoratorium eftir Jo- hann Sebastian Bach flutt hér í fyrsta sinn undir stjórn Yiktors von Urbantschitsch einhvern- tíma í þessum mánuði. Áttatíu manns aðstoða við uppfærzlu verksins, þar af er um 50 manna blandaður kór og 30 manna hljómsveit. Daníel Þorkelsson syngur aðalein- söngshlutverkið, en' aðrir ein- snögvarar verða Guðmundur Jónsson, Kristín Einarsdóttir og Guðrún Ásgústsdótlir. Einleilc á orgel annast Páll fsólfsson. Von Urbantscvhitsch liefir notað gamla og nýja íslenzka sálmatexta við þetla tónverk Bachs, á svipaðan hátt og liann notaði íslenzkan texta við Jó- hannesarpassiuna í fyrra. Danmörk hefir nú verið tek- in í tölu landa, sem njóta munu aðstoðar UNRRA-stofnunarinn- ar til viðreisnarhjálpar. Cohn deildarstjóri hefir ver- ið útnefndur fulltrúi Dana. Hann er um þessar mundir vestan hafs, en þangað til tek- ur Rewentlow greifi, sendiherra Dana í London, sæti hans á fundum stofnunarinnar. (Frá skrifstofu sendiherra Dana). 3. herínn kominn að Saar-ánni. Hersveitir Pattons brutust í gær gegnum víggirðingar Þjóð- verja fyrir vestan Saar-ána og ruddu sér braut að lienni á 4 stöðum, m. a. nokkra lrilómetra fyrir norðan Merzig, sem er að mestu austan árinnar. Banda- ríkjamenn tóku 2 þorp vestan árinnar, sem raunverulega eru úthverfi Merzig, en þótt Banda- ríkjamenn séu nú í aðeins 800 metra fjarlægð frá miðhluta horgarinnar, er yfir Saar-fljót að fara, og það er í vexti. Og þýzku hersveitirnar vestan ár- innar hörfuðu skipulega austur yfir ána og sprengdu í loft upp brú, sem þarna er á ánni, að baki sér. Stórsókn í aðsigi. Tveir Bandaríkjalierir, sem sækja norðan, sá 9. og .1., unnu noklcuð á i gær, en yfir- leitt liefir lítil breyting orðið á hernaðaraðstöðunni seinustu 2—3 dægur fyrir austan Aachen og á þeim slóðum, þótt mikið sé barist. Sama er að segja á Venlo- vígstöðvunum. Bretar tóku þar tvær varnarstöðvar Þjóðverja vestan árinnar. Frá þeim hjara vakti mesta athygli í gær frétt um að Eisenllower hefði hrugð- ið sér norður þangað og rætt við Dempsey yfirmann 2. brezka hersins og heimsótt vígstöðvarn- ar. Er talið að rætt hafi verið um nýjar hernaðaraðgerðir, sem standa fyrir dýrum, en skilyrðin til stórsóknar á þessum slóðum inn í Ruhrhérað batna við það, ef bregður til frosta sem ekki er ólíklegt, þar sem komið er fram i desember, og nú hafa birgða- leiðir bandamanna verið styrkt- ar um nokkur hundruð kíló- metra við það, að höfnin í Ant- werpen hefir verið telcin í 110tk- un en því var lýst í brezka út- varpinu í gær, er fyrsta skipa- lest sameinuðu þjóðanna kom þangað með hergagnabirgðir og matvæli. Á suðurhluta vígstöðvanna sækja bandariienn allhratt fram fyrir sunnan og norðan Strassbourg. Horfir æ ískyggi- legar fyrir Þjóðverjum þar syðra. Fregnir í morgun herma, að miluð sé barizt við vesturenda brúarinnar yfir Rín hjá Kehl (skammt frá Strassbourg). — Það voru stöðvar Þjóðverja þarna sem Frakkar reyndu að hertaka í misheppnuðu skyndi- áhlaupi, er þeir tóku Strass- bourg. — Þjóðverjar liafa við- búnað til að sprengja- brúna í loft upp, er þeir haldast ekki við lengur vestan árinnar. Forustan í heimsvið- skiptum eftir stríð. Bandaríkin ætla að verða mesta verzlunarþjóð heimsins eftir stríð. Þar í landi er starfandi eins- I konar skipulagsnefnd atvinnu- vcganna, sem hefir lagt fram á- lit sitt á tilhögun atvinnuveg- anna eftir stríð og leggur hún til í þessu áliti, að gcrðar verði breytingar á utanríkisviðskipt- um, til þess að tryggja forustu Bandaríkjanna i heimsviðskipt- unum. Sóttu fram yfir 30 km' frá Pets í gær. “pilkynnt var. í Moskvu í gær, að hersveitirnar, sem fóru yfir Dóná í SuSur- Ungverjalandi og tóku Pets (Pecs), hefðu í gær sótt fram yfir 30 kílómetra í áttina til landamæra Austurríkis. Pets var vestasti staðurinn í Ung- verjalandi, sem Rússar voru búnir að ná á sitt vald í fyrra- dag. I sókninni í Suður-Ung- verjalandti hafa Rússar — og Júgóslavar, sem taka þátt í sókninni með þeim, tekið yf- ír 3000 þýzka og ungverska hermenn höndum. Það virðist koma æ greini- legar í ljós, að Rússar hafa að undanförnu lagt á það megin- áherzlu að sækja fram sunnan og norðan Budapest, hvort sem tilgangurinn er sá einn, að tryggja sig gegn hliðarárásum eða að loka hringnum alveg fyrir vestan borgina. Þess er og að geta, að aðstaða Rúspa eflist mjög við það, að þeir hafa náð á sitt vald mikilvægum sam- göngumiðstöðvum norðaustur af Budapest, svo sem Eger, og að áframhald er á sókn þeirra í Slóvakíu, en þar tóku þeir í gær 12 bæi og þorp, eítir að hafa farið yfir ónafngreint fljót í vexti. 1 síðari fregnum er sagt frá miklum bardögum við Misk- holc, norðaustur af Budapest. Undangenginn hálfan mánuð hafa Rússar teldð 3000 Þjóð- verja höndum í Slóvaldu. Þjóðverjar hafa undanfarna daga verið að skýra frá mikl- um viðbúnaði Rússa til nýrrar sóknar á landamærum Austur- Prússlands. Hjörfui Hansson lætur af framkvæmdasfjóra- störfum fjársöfnunar- nefndar Hallgríms- kirkju. Framhald af áður birtum gjöfum og áheitum, afhent á skrifstofu „Hinnar almennu f jársöfnunar- nefndar" Hallgrímskirkju, Banka- stræti 11: MO.L.Ó. (áheit) 50 kr. G.S. (áheit) 50 kr. K.Þ. (áheit) 20 kr. Stúlka (gamalt áheit) 20 - kr. J.B. (áheit) 100 kr. S.H. (áheit) 20 kr. A.B. (áheit) 20 kr. G.P. (á- heit) 50 kr. K.S.G. (áheit) 50 kr. Gömul kona (áheit) 10 kr. Guðrún (áheít) 10 kr. S.A. (áheit) 20 kr. J.B. (áheit) 100 kr. S.G. (áheit) 10 kr. S.K. (áheit) 50 kr. N.N. (áheit) 20 kr. Skaftfellsk kona (á- heit) 15 kr. Stúlka 10 kr. G.G.G. (áheit) 200 kr. N.N. (áheit) 10 kr. Samtals 835 krónur. Áður birt kr. 120.090,21, eða alls samtals: Kr. 120.925,21. Kærar þakkir. . F. h. „Hinnar alm. f jársöfnunarnefndar" Hjörtur Hansson. 1 sambandi við ofanskráða skila- grein tilkynnist, að ég vegna ann- ríks, hefi látið af framkvæmdar- stjórastörfum fyrir „Hina almennu fjársöfnunarnefnd“ Hallgríms- kirkju, og flytjast störf mín yfir á skristofu herra biskups Sigurgeirs Sigurðssonar. Samt sem áður geta þeir/ er finnst það hægra, komið gjöfum eða áheitum eftir sem áður til mín, á vegum „Hinar alm. fjár- söfnunarnefndar", er ég riú hefi verið skipaður í. Hjörtur Hansson, Bankastræti 11. 9 1

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.