Vísir - 04.12.1944, Blaðsíða 1

Vísir - 04.12.1944, Blaðsíða 1
Hitstjórar: Kristján.Guðlaugsson Hersteinn Pálsson Skrifstofun Félagsprentsmiðjan (3. hæð) RItstj6r»r Blaðamenn Simti Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 Unur Afgreiðsla 34. ár. Reykjavík, mánudaginn 4. desember 1944. ' 11 .............................. ■ " —— 245. tbl. 102.000 smálestum sprengja varpað á Þýzkaland í nóvember. Flugsveitir bandamanna vörpuðu í síðasta mánuði sam- tals 102.000 smálestum sprengja á stöðvar í Þýzkalandi. Brezki flugherinn varpaði til jarðar samlals 53.000 smálest- um og er það 3000 smálestum meira en hann hefir varpað nið- ur á einum mánuði áður. Hirw- um 49.000 smálestunum var varpað til jarðar af amerískum flugvélum, sem hafa bækistöðv. ar í Bretlandi og Italíu. Mestu árásirnar í mánuðinum voru gerðar á þrjár borgir skammt frá Achen til undirbún- ingssókn Bandaríkjamanna. Þar var varpað til jarðar 11.000 smálestum sprengja á einum degi. Bretar vörpuðu aðeins 160 smálestum sprengja á stöðvar utan Þýzkalands. Loítárás á Tokyo. Bandaríkjamenn gerðu enn eina árás á Tokyo í gær og vörp. uðu meðal annars sprengjum á flugvélaverksmiðjur. Veður var hagstætt árásar- mönnunum að því leyti, að ofsa- rok var niður við jörð og æsti það logana, sem kviknuðu af sprengjunum. Sáu flugmenn- irnir greinilega, liversu skjótt eldarnir breiddust út vegna þessa. Liberator-vélar réðust einnig í gær á Vulcan-eyjaranr, sem eru hluti af Bonin-eyjum, en þaðan senda Japanir flugvélar til árása á stöðvar risavirkjanna á Saipan. — Loks var ráðizt á Paramushiru fyrir norðan Jap- an. Dansknr rlthöf- nndur látinn. Danski rithöfundurinn Sten Gudme hefir látizt í höndum Gestapo. Gudme var handtckinn fyrir tæpri viku og fluttur til bæki- stöðva Gestapo til yfirheyrslu. Þegar á yfirheyrslunni slóð sá Gudme sér færi að steypa sér út um glugga og féll hann niður i götuna fyrir utan og lézt af árum sínum á fösludag. Kína: Japanir nálgast Kweiyang. Japanskar hersveitir hafa nú sótt langt inn í Kweichow-fylki í Kína. I síðustu herstjórnartillcynn- ingu frá Chungking er frá því sagt, að framsveitir þeirra sé aðeins um 110 km. frá Iíwei- yang, höfuðborgar fylkisins. Þeir eru nú aðeins um 500 km. fyrir simnan Chungking. 3 skipum sökkt við Borneo. Hellirigningar hafa verið á Leyte og liggja bardagar niðri að mestu. Flu^vélar bandamanna hafa verið á sveimi sunnar og sökkt m. a. þrem japönskum flutn- ingaskipum við Borneo og eitt japanskt skip hefir að auki ver- ið laskað sunnarlega í Filipps- eyjum. Þýzka útvarpið segir, að manntjón Þjóðverja á vestur- vígstöðvunum sé um 100.000 menn og muni 50.000 hafa verið teknir höndum. Borgarastyrjöld yfirvofandi í Grikklandi. Barizt tvisvar í Aþenu í gær. Papandreon ásakar kommúnista. Umferðarbann hefir verið sett í Aþenu og Pireus vegna ó- eirða, sem urðu í fyrrnefndu borginni í gær. Er jafnvel ótt- 9 azt, að til borgarstyrjaldar dragi með Grikkjum. Kommúnistar höfðu hvatt menn til kröfugöngu á hendur stjórninni og var flokkunum stefnt til eins stærsta torgsins í borginni, en þar var lögreglan höfð á verði, þar sem stjórnin hafði bannað allan samblástur. Lögreglan skaut á kröfugöngu- mennina og tilkynna foringjar þeirra að 15 m'enn hafi týnt líf- inu, en 148 sé særðir. Einn lög- regluþjónn var var drepinn og fimm meiddust. Brezka herstjórnin tilkynnir, að hermenn hennar liafi ekki komið nærri þessum atvikum að öðru leyti en þvi, að lögregl- an hætti skothríðinni, þegar brezkur herforingi gerði kröfu um það fyrir hönd herstjórnar- innar. Grískar flugvélar voru á sveimi mjög lágt yfir Aþenu Iengi dags í gær. Barizt við Akropolis. Síðar um daginn sló í bardaga fyrir neðan Akropolis-hæð í Aþenu, en þar áttust einungis við sveitir stjórnmálaflokkanna, sem eru nú á öndverðum meið. Nokkurir menn munu hafa særzt, en óvíst er um mann- tjónið. Borgarastríð í uppsiglingu. Papandreou, forsætisráðlierra grisku stjórnarinnar, hefir á- varpað þjóð sína í útvarpi. Fór hann hörðum orðum um komm- únista, sem væru að eyðileggja þá einingu þjóðarinnar, sem sköpuð hefði verið og með þessu væri þeir í rauninni að reyna að stofna til borgara- stríðs. Hvatti Papandreou hina yngri menn meðal kommúnista til að hlýða ekki skipunum for- ingja sinna, því að þótt þeir hefði barizt frækilega gegn Þjóðverjum, væru þeir nú að reyna að steypa þjóðinni i glöt- un. 3. herinn kominn yfir Saar. Nýr færeyskur rithöfundur. Færeyingar fá allan pappír héðan. Blaðið hefir nýlega haft tal af Sámal Daviðsson frá Færeyj- um. Skýrði hann frá nýjum fær- eyskum rithöfundi, Bich. B. Thomsen, sem er um það bil að láta frá sér fara sína fyrstu bók, er hann nefnir „Blámannavik“. Er bókin skrifuð á dönsku og er 470 bls. að stærð, og gefur hana út H. N. Jacobsen forleggj- ari í Færeyjum. Thomsen er frá Þvereyri og er af þekktri ætt í Færeyjum. Var hann orð- inn mönnum kunnur fyrir blaðagreinar, sem hann hefir skrifað. Einnig tjáði Sámal Daviðson blaðinu að tvær aðrar bækur yrðu væntanlega gefnar út i Færeyjum á næstunni. önnur bókin er kvæðabók, sem Jóannas Patursson hefir tekið saman, og er upplagið mjög takmarkað. Hin er Ljóða- safn eftir J. H. Ö. Djurhus. — Utgáfa þessara bóka hefði eigi verið fær ef Færeyingar hefðu ekki fengið pappír frá Islandi. Allur pappír, sem þar er not- aður, bæði til bóka- og blaða- gerðar, er fenginn héðan. Rússar 30 kílómetra frá Balaton-vatni. 0g rúmlega 100 km. frá Alisturríki. Báðir fylkingararmar Rússa í Ungverjalandi sóttu fram drjúgum skrefum í gær, en á Budapest-vígstöðvunum var allt frekar kyrrt. Fyrir norðaustan Budapést tóku Rússar borgirnar Miskolc og Saturalja Ujhely, en þær eru mikilvægar bækistöðvar Þjóð- verja í þessum hluta landsins. Hinn fylkingararmur Rússa, fyrir suðvestan Budapest, hefir unnið enn mikilvægara land- svæði, því að liann er nú aðeins um 30 km. frá Balaton-vatni, sem Þjóðverjar nefna Platten- vatn. Ludendorff, hinn mikli hershöfðingi Þjóðverja í síðasta stríði, spáði því í bók, sem hann skrifaði eftir það, að við þetta vatn mundi verða háð „úrslita- orusta næsta stríðs. Búizt er við, að Þjóðverjar muni búazt til varnar á bökkum vatnsins. I sókninni til vatnsins hafa Rússar tekið járnbrautarstöðina Dunaföldvar. 100 km. til Austurríkis. Á einum stað eiga framsveitir Rússa aðeins um 100 km. ófarna til landamæra Austurríkis, en til Vínarborgar um 225 km. leið. Smjör finnst í sjó. Bátar, sem réru tij,fiskjar úr Garðahreppi um helgina fundu nokkura smjörkassa á floti í sjónum og er talið líklegt að smjör þetta sé úr Goðafossi, sem hafði allmikið af amerísku smjöri innanborðs. Anerískir þingmenn æíla að rannsaka skotfæraskort bandamanna begfast ekki ætla að hlíía neinum. Bretar í vestur- hverfum Venla Frakkar n km. norður af Colmar Seytján amerískir þingmenn, sem eru meðlimir hermála- nefndar fulltrúadeildar, eru komnir til Bretlands. För þessi er i sama tilgangi farin og för sú í fyrra, sem þingmenn fóru hingað til lands og víðar. Eiga þingmenn að kynna sér aðbúð og útbúnað hermannanna á vígvöllunurh. Þegar blaðamenn í London áttu tal við þingmennina, lögðu þeir fyrst fyrir þá spurningar um skotfæraskortinn, sem gert hefir vart við sig á vesturvíg- stöðvunum og Eisenhower hefir minnzt á.í blaðaviðtölum og út- varpsræðu. Þingmennirnir sögðu, að ef Eisenhower segði, að skortur væru á skotfærum, þá væri ekki um það að efast og þeir mundu gera gangskör að því, er heirú kæmi, að rannsaka hver sök ætti á þessu og hvort það væru þeir menn, s,em þeim liafði ver- ið sagt að það væri að kenna. Þingmennirnir kváðust ekki mundu taka til greina neinar af- sakanir, sem fram kynnu að vera bornar í þessu máli og sækja hvern þann til ábyrgðar, sem sekur væri og hver sem það væri. I viðtalinu við blaðamennina fóru þingmennirnir lofsamleg- um orðum um dugnað og þraut- seigju alþýðu manna í Bret- landi. Sígarettuskortur. En amerísku' hermennina skörtir meira en fallbyssuskot, því að vindlingar eru nú mjög af skornum skammti hjá þeim og kunna þeir því hið versta. Þingmennirnir ætla líka að rannsaka orsakir þessa. Mörg hundruð Reyk- víkinga á skíðum 1 um helgina. Reykvikingar fjölmenntu á skíði um helgina eins og Vana- lega þegar færi er. Á vegum í. R. voru um 160 manns að Kol- viðarhóli. Var færi gott í troðn- um brekkum en varasamt ann- arstaðar, einnig var grunnt á grjóti víða og töluvert fjúlc. í gærmorgun komu í Skiða- skála Reykjavíkur 150 manns, en þar voru fyrir 50 manns, sém höfðu dvalið yfir nóltina. Flugfélag íslands flang 16500 km. í nóvember. Flugfélag íslands flaug 16500 km. í' nóvembermánuði sam- ! lals 52 flugferðum. Flogið var ! 16 daga mánaðgrins, en fluttir j voru 265 farþegar. Á þessum j tíma voru flugvélar félagsins 79 klst. í lofti. Farnar voru 19 ferðir fram og aflur milli Reykjavíkur og Akureyrar, 2 ferðir milli Reykjavíkur og I Hornafjarðár og 9 aðrar ferðir. Maður íót- og hard- leggsbrotnar áskíðum Það slys vildi til upp við skíðaskálann í Hveradölum í gær að maður einn féll illa á skíðum og brotnaði, bæði á fæti og olnboga. Skeði alburður þessi nokkuð eftir hádegið í gær og var mað- urinh strax fluttur heim í Skíðaskála. Þar var honum gef- ið morfin til að deyfa kvalir hans, en síðan var búið um hann lil bráðabirgða með spelkum og bindum og svo fluttur á Land- spítalann. Brotnaði maðurinn á hægri fæti og á vinstra olnboga. Var olnboginn illa brotinn. Fleiri slys urðu á sldðum í gær, sem stafaði fyrst og fremst af hálku og misrennsli, en þau slys voru ekki alvarlegs eðlis, a. m. k. ekki á íslendingum. Fjöldi manns var á sldðum i gær. , Slökkviliðið gabbað fvisvar í gær. í gærkvöld og í nótt var slökkviliðið gabbað tvisvar. Fyrra skiptið var ld. 10.30 í gærkvöldi en i síðara skiptið kl. 1.26 í nótt. Ivom kvaðningin í bæði skiptin frá sama bi’una- boðanum, á horni Laugavegs og Þverholts. Benda likur til að um sama sökudólginn sé að ræða í bæði skiptin og er ill't, að þurfa að þola illræðismönnum slík óhæfuverk. í morgun kl. 9,35 kyiknaði i bifreiðinni R—353, eign Kol og Salt h.f. Var verið að gera við bifreiðina á bilaverkstæði Kol og Salt. Kviknaði i útfrá log- suðutæki og urðu töluverðar skemmdir á bílnum, var eldur- inn slökktur fljótlega. Næturakstur annast Bifröst. Sími 1508. Næturvörður er í Laugavegs Apóteki. t>tæturlæknir er í LæknavarÖstofunni. Sími 5030. Leiðrétting. 1 auglýsingu frá Ásgeirsbúð í blaðinu á laugardaginn misprent- aðist símanúmer verzlunarinnar, 4052, en á að vera 4062. Hjónaefni. í gær opinberuðu trúlofun sína Sigrún Sveinbjörnsdóttir frá Vopnafirði og Jónas Björnsson, Þverholti 5. Háskólafyrirlestur. Símon Jóhann Ágústsson flytur fyrirlestur á morgun kl. 6,15 í I. kennslustofu Fláskólans. Efni: Sál- arfræði námsins: Öllum heimill að- gangur. Jólaævintýri Dickens eru komin út í þýðingu Karls ís- feld blaðamanns. Er útgáfan hin vandaðasta. 1 bókinni eru fagurlega prentaðar litmyndir, gerðar erlendis. Þýðingin er vel af hendi leyst og höfundinn, Charles Dickens, þarf ekki að kynna íslenzkum bókavinum. þriðji ameríski herinn hefir brotizt yfir ána Saar í Saar-lautern og náð brú, sem Þjóðverjar höfðu enn ekki sprengt í loft upp. Bandaríkjamönnum tókst betta með skyndiáhlaupi, sem gert var í myrkri í fyrrinótt. Var tveim öflugum sveitum teflt fram til að taka brúna. Fór önnur yfir ána á bátum og lenti skammt frá brúnni og tókst að ná á vald sitt eystri brúarsporð- inum, en um líkt leyti fór hinn flokkurinn að vestari siporðin- um og náði honum. Síðan hefir lið streymt austur yfir ána. Brú þessi er í sjálfri borginni Saarlautern, sem Saaar rennur um. Komust Bandaríkjamenn í vesturhverfin í fyrradag. Banda- ríkjamenn hafa einnig tekið að mestu borgina Saarunion, all- >stóra borg. Sótt til Venlo. Annar brezki lierinn byrjaði í gær áhlaup til að uppræta brú- arsporð Þjóðverja hjá Venlo. Undir kvöld voru þeir komnir inn í þann hluta borgarinnar, sem er vestan árinnar, en hann er mun minni en sá, sem er , auslan hennar. Fyrir sunnan Breta halda Bandaríkjamenn áfram á- hlaupum sínum hjá Dúren og Julich. Hafa þeir tekið þar þrjú þorp og smáborgir. 11 km. frá Colmar. Frakkar, sem eru í sjöunda ameriska hernum, sækja frá Strassbourg suður til Colmar og voru í gær aðeins 11 km. frá borginni. Aðrar franskar her- sveitir sækja að horginni að sunnan, en óvíst er, hversu langt þær eru frá borginni. / Þjóðverjar hafa sprengt Rín- arbrýrnar, sem eru fyrir sunnan Strassbourg, svo að þýzku her- sveitirnar, sem enn eru vestan Rínar fyrir sunnan Strassbourg- flevginn verða að notast við báta, til að komast j7fir ána. Útvarpsumræður í kvöld og annað kvöld Fyrstu umræður fjárlaganna — eldhúsumræðurnar — fara fram í kvöld og annað kvöld. Verður umræðum þessum út- varpað. í kvöld verður ein um- ferð og fær hver flokkur 45 mínútur til umráða. Ræðumenn verða sem hér segir: Fyrir Sjálfstæðisflokkinn Ólafur Thors, fyrir Alþýðu- flokkinn Emil Jónsson, fyrir Sósialistaflokkinn Áki Jakobs- son og fyrir Framsóknarflokk- inn Hermann Jónasson. Útvarpið í kvöld. Kl. 18.30 íslenzkukennsla, 2. fl. 19.00 Þýzkukennsla, 1. fl. 1925 Þingfréttir 20.30 Útvarp frá Al- þingi: Framh. 1. umr. i sameinuðu þingi um frumvarp til fjárlaga fyr- ir 1945 (Eldhúsdagsumræður). — Dagskrárlok um kl. 23.45.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.