Vísir - 08.12.1944, Blaðsíða 2
VISIR
VÍSI^
DAGBLAÐ
Útgefandi:
BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR HJ’.
Ritstjórar: Kristján Gnðlangsson,
Hersteinn Pálsson.
Skrifstofa: Félagsprentsmiðjnnni
Afgreiðsla Hverfisgötu 12
(gengið inn frá Ingólfsstrœti).
Símar: 16 6 0 (fimm línur).
Verð kr. 4,00 á mánuði.
Lausasala 35 aurar.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Það sem koma skal.
EKKI alls fyrir löngu kom
hingað til lands danskur
blaðamaður, sem tekið hafði
þátt i frelsisbaráttu dönsku
þjóðarinnar. Átti hann viðtöl
við blaðamenn, svo sem að lík-
um lót og birtist við hann við-
tal í Þjóðviljanum eins og í
öðrum blöðum. Sérkennilegt
var það þó að það var engu
likara en að Þjóðviljin eignaði
kommúnistum, dönsku frelsis-
baráttuna, enda færði blaðið
fyrir því þau rök, að kommún-
istar hefðu reynst öðrum fremri
í baráttunni, sökum þess að
þeir hefðu verið skipulagðir
fyrir fram sem leynihreyfing
og skemmdarverkamenn.
Nú í dag er Þjóðviljinn sér-
staklega helgaður grískum
skæruliðum og belgiskum upp-
reistarmönnum, eh í því sam-
bandi segir blaðið: „Útifundir
og kröfugöngur bannaðar í
Belgíu. Hótað að banna bloð
og bindra útkomu þeirra. —
Brezki herinn reiðubúinn til að
grípa inn í til þess að halda
uppi lögum og reglu. Skæru-
liðar verða skoðaðir sem fjand-
menn í Grikklandi o. s. frv.“
Blaðið telur réttilega að hér sé
harmleikur að gerast, en skell-
ir að vonum allri skuldinni á
brezka herinn, enda telur blað-
ið að kommúnistar eigi hlut að
máli annarsvegar.
Það er vissulega rétt, að
hörmungartíðindi berast frá
Grikklandi, Belgíu og raunar
flestum löndum á meginlandi
Evrópu, sem stafa fyrst og
fremst af því að kommúnistar
reyna í flestum löndum að
koma af stað byltingu og vinna
jafnframt herjum bandamanna
allt til miska, sem þeir mega.
Fyrir þessum mönnum hefir
ekki vakað að brjóta á bak
aftur kúgun, nazismans, beldur
fyrst og fremst að koma af
stað kommúnistiskri byltingu,
en sá harmleikur fer nú fram
í ýmsum löndum á meginland-
inu. Atburðir þeir, sem fréttir
greina frá þessa dagana, og
Þjóðviljinn tileinkar sér sem
einskonar einkaeign, eru vel
þess virði að menn gefi þeim
gaum. Þeir sanna beinlínis að
lýðræðisflokkarnir liafa alið og
ala snák við barm, er þeir taka
upp samvinnu við kommúnista
en þetta á eftir að sýna sig
enn betur. Kommúnistar geta
látist vera þjóðlegir baráttu-
menn og frelsisvinir um skeið,
en er á reynir sýna þeir og
sanna, að fyrir þeim vakir að-
eins eitt: að koma á kommún-
istisku skipulagi í sem flestum
löndum heims og raunar alls-
staðar sem þeir mega. Þeir eru
fimmta herdeild allra landa.
Við Islendingar verðum að
standa vel á verðinum. Röðin
kann að koma að okkur fyrr en
varir. Gleymum því ekki að
samkvæmt umsögn Þjóðviljj-
ans eru kommúnistar skipu-
lagðir sem leynihreyfing og
skemmdarverkamenn. Þeim
hefir í bili verið trúað fyrir
miklu, en það mun sannast að
þeim er fyrir engu trúandi og
reynast þeim yerst er þeim
treysta bezt. Allt þetta mun
sannast á sínum tíma.
Nærri 30 dagsláttor lands ondir
korni, grasfræi og kartöflnm i
Sámsstöflum í somar.
Viðtal við Klemenx Kri§tján«son.
IFornyrkjan á Sámsstöðum hefir gengið ágætlega í sumar, að því
er Klemenz Kristjánsson hefir tjáð Vísi. Hefir hann haft næi'ri
30 dagsláttur undir korni, grasfræi og kartöflum í sumar. Upp-
skera hefir verið með betra móti.
Tíðarfar var hagstætt í júlí
og fram í miðan ágústmánuð
og á þeim tíma var meira en
meðalhiti. Hins vegar var vor-
ið með kaldara rpóti.
Klemenz hafði IV2 dagsláttu
undir höfrum og náðu þeir
prýðilegum þroska um miðjan
september. Náðust þeir prýði-
lega þurrir og vel verkaðir.
Bygg var í 12 dagsláttum og
vai’ð það fullþroska síðast í
ágústmánuði. Náðist það einnig
vel þurrt í hlöðu.
Það er enn ekki byrjað að
þreskja kornið, svo ekki er út-
séð um uppskeruna að svo
stöddu, en þó mó fullvrða, að
hún verði i góðu meðallagi.
Grasfræ var í dagsláttu.
Það náði góðum þroska og upp-
skeran var í meðallagi. Meiri-‘
blutinn af grasfræinu var tún-
vingull.
Kartöflur voru í 4 dagslátt-
um og var meðaluppskeran 90
tunnur úr hverri dagsláttu, eða
360 tunnur alls. I fyrra feng-
ust 66 tunnur úr hverri dag-
sláttu, en J)á var uj)pskeran í
lakara lagi.
Heyskapur var í meðallagi að
vöxtum, en nýting hins vegar
með bezta móti. Vegna ])ess bve
vorið var kalt og þurrt varð
grassprettan mjög hægfara
fyrri hluta sumars.
Klemenz sagði að uppskeran
frá sumrinu væri lofuð að
mestu. Meðal annars væru all-
ar kartöflurnar og allt grasfræ-
ið lofað og kornið að mestu
leyti. |
Barnaspítali
í Hafinaríirði.
I Hafnarfirði er nú unniðl að
því, fyrir forgöngu kvenfélags-
ins „Hringsins“, að koma upp
barnaspitala i sambandi við
væntanlegt fæðingarheimili. —
Vona félagskonur að Hafnfirð-
ingar bregðist nú vel við og
styrki þetta göfuga málefni. —.
Listar fyrir gjaíir og áheit
liggja frarnmi í bókabúðum
Hafnarfjarðar. Hafa alls borizt
12,570,00 kr.
Ný verðlagsákvæði
fyrir vélsmiðjur.
Lækkun á prentkostn-
aði eítir áramótin.
Samkvæmt upplýsmgum
frá verðlagsstjóra ganga í dag
í gildi ný verðlagsákvæði fvr-
ir vélsmiðjur, dráttarbrautir
og skipasmiðjur.
Breytingarnar eru í því fólgn-
ar, að í stað ákveðinnar hundr-
aðstölu, isem iðnrekendum er
heimilt að leggja á alla tíma-
vinnu, er nú tekin ákveðin upp-
hæð á hverja selda vinnustund,
samkv. útreiknuðum grunni. I
hinum nýju ákvæðum er minni
munur gerður á dagvinnu ann-
ars vegar og eftirvinnu, helgi-
dagavinnu og næturvinnu hins
vegar, en áður var gerl. Segir
verðlagsstjóri að með þessu
nýja fyrirkomulagi verði hag-
ur verksmiðjanna mjög svipað-
ur og áður, eh verkkaupandi
greiðir sama verð fyrir vinn-
una, hvort sem hún er fram-
kvæmd á nótt eða degi.
Á næstunni verða lík ákvæði
einnig látin ná til allra iðju-
fyrirtækja og iðnaðai’mann.a
sem vinna tímavinnu, þannig
að ókveðið hámarksverð gildi
ó hverja selda vinnustund.
Loks ^skýrði verðlagsstjóri
hlaðinu svo frá, að upp úr ára-
mótunum næstu yrði látin koma
til framkvæmda talsverð verð-
lækkun á 'allri prentvinnu í
landinu.
Bókaflóðið fyrir
jóliri að hef jast
Bókaflóðið fyrir jólin er að
hefjast. Má sjá það á bókaaug-
lýsingum í blöðunum og útstill-
ingum í gluggum bókabúðanna,
að þrátt fyrir prentaraverkfall
og hvers kyns faraldur ætla
bókaútgefendur ekki að láta
neitt hindra sig í að koma bók-
um sínum á markað fyrir jólin.
S.l. fimmtudag komu á mark-
aðinn fimm nýjar bækur frá
Isafoldarprentsmiðju h.f. Merk-
ust þeirra bóka er vafalaust bók
Ölafs prófessors Lárussonar, er
hann nefnir Byggð og sögu.
Skiptist bókin í 12 kafla og er
öll um íslenzk efni. Nöfn kafl-
anna eru þessi:
Ur byggðarsögu Islands, Eyð-
ingÞjórsárdals, HversuSeltjarn-
arnes byggðist, Kirknatal Póls
biskups Jónssonar, Undir Jökli
(ýmislegt um Bárðar sögu Snæ-
fellsáss), Árland, Þing Þórólfs
Mostrárskeggs, Elzta óðal á ls-
landi, Guðmundur góði í þjóð-
trú íslendinga, Nokkur byggða-
nöfn, Kirkjuból, Hítará.
Þá er smásögusafn eftir Þór-
unni Magnúsdóttur, er hún
nefnir Evudætur. Hefir Tryggvi
Magnússon teiknað myndir í
bókina. Þriðja bókin er svar við
bók próf. Sigurðar Nordals
„Líf og dauði". Er bókin eftir
síra Kristinn Daníelsson og
nefnist Nokkrar athugasemdir.
Fjórða hókin er „Kristín Svía-
drottning“ eftir Frederick L.
Dunkar, þýdd af Sigurði Grims-
syni. Loks er sérprentuð neðan-
málssaga úr Morgunhlaðinu,
„Þögul vitni“, eftir John Step-
han Strange.
Aðalfundur
Dýraverndunarfélags íslands fór
fram síðastl. þriðjudag. Stjórnin
var öll endurkosin, en hana skipa:
Sigurður E. Hlíðar, dýralæknir,
formaSur, Hafliði Helgason, prent-
smiSjustjóri, rjtari, Ólafur Ólafs-
son, kaupmaður, gjaldkeri, Sigurð-
ur Gislason, lögregluþjónn og Björn
Gunnlaugsson, innheimtumaður. —
Varaformaður fél. er Tómas Tóm-
asson, forstjóri. -— Á fundinum
voru rædd ýms áhugamál félagsins
og stóð fundurinn til miðnættis.
r
Scrutator:
a&MmnwjtyS
Engar jólakveðjur.
Undanfarið hefi eg heyrt það
utan áð mér, að mönnum muni ekki
gefast kostur á að senda ættingj-
um og vinum í Danmörku jólakveÖj-
ur á þessu ári, eins og undanfarið.
Er illt til þess að vita, en ómögu-
legt mun að fá þessu breytt.
Til þess að bæta úr þessu ætti
ríkisstjórnin eða utanríkisráðuneyt-
ið að athuga möguleikana á því, að
útvarpað verði héðan jólakveðjum
til íslendinga í Danmörku og ætt-
ingja Dana hér, sem hafa jafnan
gert sér að reglu að senda skeyti
um jólaleytið. Undanfarna vetur
hefir danska útvarpið útvarpað
hingað jólakveðjum og þykir mér
ólíklegt, að ekki verði hægt að
koma á samskonar útvarpi héðan í
þetta eina sinn.
Skólaheimsóknir.
Fyrir nokkuru var frá því sagt
hér í blaðinu, að Pálma Hannes-
syni rektor hefði verið. boðið norð-
ur til Akureyrar ásamt fimm nem-
endum sínum og hefði það verið
Sigurður skólameistari Guðumunds-
son, sem hefði boðið rektor og
förunautum hans. För þessj er al-
gert nýmæli hér á landi, og þessi
siður hefði í rauninni átt að vera
upp tekinn fyrir löngu. En því ber
að fagna, að þetta hefir nú veríð
tekið upp, þótt það hefði átt að
eiga sér stað fyrr.
Skólalíf í Menntaskóla Akureyr-
ar er með allt öðrum brag en skóla-
líf Menntaskólans í Reykjavík. Þar
búa margir nemendur í heimavist
og er því samband þeirra innbyrðis
miklu nánara en hér syðra, þar sem
megnið af nemendunum er héðan
úr bænum og býx því hjá foreldr-
um sínum.
Vonandi verður þessum kynnis-
ferðum haldið áfram á næstu ár-
um. Þær auka samstarfið milli skól-
anna, lfynna nemendur þeirra inn-
byrðis óg þau viðfangsefni og
vandamál, sem þeir eiga við að
glíma.
Bókasýningin.
Bókaútgefendur ætla nú fyrir
jólin að hafa bókasýningu í Hótel
Heklu, salnum, sem byggingamála-
sýningin var höfð í fyrir skemmstu.
Verður að sögn margt skemmti-
legt að sjá þar, þvi að sýningar-
gestum á að gefast kostur á að
kynnast bókagerð að nokkuru leyti,
kynnast því, hvaða starf er að baki
hverri bók, sem þeir kaupa í verzl-
unum og lesa sér til fróðleiks og
skemmtunar.
Verzlanir eru farnar að sýna í
gluggum sínum það, sem á boð-
stólum er til jólanna, en af því að
bókagjafir eru orðnar svo mikil-
vægur liður í jólagjöfum, hefir út-
gefendum þótt rétt að safna á einn
stað sem mestu af því, sem þeir
ætla að bjóða upp á að þessu sinni,
eða hafa boðið áður. Það ætti að
létta áhyggjum af mörgum, sem
eiga erfitt með að ráða við sig,
hvaða gjöf hentar bezt hverjum úr
fjölskyldunni eða nánasta vina-
hópnum.
Kjörfundur
Kosning á einum presti í Hallgrímsprestakall í
Reykjavík fer fram sunnudaginn 17. desember
1944 í Austurbæjarskólanum og hefst kl, 10
fyrir hádegi.
Umsóknir umsækjenda og umsagnir biskups eru
kjósendum til sýnis virka daga 8.—14. desem-
ber, að báðum dögum meStöldum, hjá GuSmundi
Gunnlaugssyni kaupmanni,' Hringbraut 38.
Sóknarnefindin.
Skipstjóra og stýrimanaféiagið ALDAN
biSur *þá, sem ætla aS sækja um styrk úr
styrktarsjóSi félagsins, aS senda umsóknir
þar aS lútandi til
Guðhjarts Ólafssonar,
Framnesvegi 17, fyrir 16. þ. m.
S t j ó r n i n.
Vantar krakka
nú þegar til að bera blaðið um
NORÐURMYRINA.
DagMaðið Vísir.
Jólagjafir:
SAUMAKASSAR
HOLT
Skólavörðustíg
Samtíðin,
desemberheftið, er nýkomin út.
Eftir ritstjórann SigurS Skúlason
eru þar greinar um nýjustu bók-
menntir Svía og forsetakosning-
aranr í Bandarikjunum. Dr. Björn
Sigfússon skrifar þriðju grein sína
Úr ísl. menningarsögu (Um höfð-
ingjaklæki bandamanna). Klemenz
á SámsstöSum skrifar mjög at-
hyglisverSa grein um kornrækt og
bendir þar á ónotaða möguleika.
Þá er smásaga eftir Þóri Þögla.
Tvær þýddar greinar: ViS dauSans
dyr — log Fyrsta fallhlífarstökk
mitt. iBókafregnir, skapsögur o. m.
fl. RitiS er mjög fjölbreytt og
læslielgt aS vanda.
Krlstján Guðlaugsson
HRstaréttarlögmaðar.
íkrifstofutimi 10—12 og 1—6.
Hafnarhúsið. Simi 8401.
Merkasfia hékm um ástandið komin út.
r- r —
.’i-.V •
0FAN JABDAB W BLtlAN
eitit Theodór Friðriksson.
Hér er í raun og veru um að ræða framhald af sjálfsævisögu
höfundarins. Fjalla siðari kaflar bókarinnar um viðskipti hans
við ástandið, en haifn var, eins og kunnugt er, eftirlitsmaður,
að kvöldinu til, á einu kaffihúsi bæjarins, þar sem „ástandið“
hélt flesta dansleiki sína á árunum 1940—’43.
Bókin fæst í öllum bókabúðum og kostar aSeins kr. 25,00.
HELGAFELLSB6KAB0Ð
Aðalstræti 18. Sími 1653.
Bezt að anglýsa í VISI