Vísir - 09.12.1944, Blaðsíða 1

Vísir - 09.12.1944, Blaðsíða 1
Ritstjórar: Kristján Guðiaugsson Hersteinn Pálsson Skrifstofun Félagsprentsmiðjan (3. hæð) Rltstjórar Blaðamenn Slmli Auglýsingar 1660 Gjaldkerl S llnur Afgreiðsla 34. ár. Reykjavík, laugardaginn 9. desember 1944. 250. tbl. Iiakcttaii cr 14 m. á lcis^á 1.5 iii. I |>icrniál. JJrezka flugmálaráðuneytið hefir gefið út nokkuru nánan upplýsingar en áður um rakettusprengjur Þjóðverja. Bretar segja, að öll muni rakettan vega um tólf smálestir, en af því er um ein smálest sprengiefni. Lengd rakett- unnar er 46 ensk fet (um það bil 14 metrar), en þvermál hennar er 5j/2 fet (rúmlega hálfur annar metri). Rakettán er rekin með túrbínu-vél og hefir hún sjálf súrefni með- ferðis, svo að hún þarf ekki að fá það úr loftmu. Rakettunni er skotið nærri beint upp, en þegar hún hefir verið eina mínútu á loíti, er skyndilega lokað fyrir eldsneytið, svo að sprengingarnar hætta. Gerir hreyfillinn þetta sjálfkrafa, eða því er stjórnað þráðlaust neðan af jörðu. En eftir þetta einnar mínútu flug hefir rakettan náð ótrúlegum hraða, nærri 5000 Mlémetmm á klst. Eins og nú er, virðist flugsvið rakettanna vera takmark- að við rúmlega 30Ö km. flug, en ef eigi væri lokað fyrir eldsneytið svo snemma er sennilegt, að þær gætu flogið mun lengra. Að lokum segir í tilkynningu Breta, að það muni hafa dregið úr þessum árásum Þjóðverja, hversu miklar árásir hafa verið gerðar á flutningaleiðir þeirra í Vestur-Evrópu. I I BanMjamenn koisiir líijög nsrri Ormok. 6 japönskum skipum sökkt. Bandaríkjamenn halda áfram að þjarma að Japönum á Leyte- eyju. Við að kljúfa heri Japana í tvo hluta hafa Bandaríkjamenn fengið tækifæri til að ná aðal- bækistöð Japana, Ormok, á vald sitt. Eru þeir sagðir komnir að úthverfum bæjarins. í gærmorgun gerðu Japanir enn eina tilraun til að koma her og birgðum á land. Að þessu sinni sendu þeir sex smáskip, en herskip Bandaríkjamanna voru á verði og sökktu þeim ölL um. Jafnframt var háður loft- bardagi yfir skipunúm og voru 19 flugvélar Japana skotnar niður. 2,5 millj. smálesta skipastéli náð upp. Síðan stríðið hófst hafa Bret- ar bjargað 2.5 miltj. smálesta skipastóli. Flestum þessara skipa var sökkt við Bretland sájlft, en um hálfri milljón smálesta liefir verið bjargað úti um heim. Þeg- ar stríðið hófst áttu Brelar að- eins sex illa búin björgunar- skip, því að þessum atvinnu- rekstri fór mjög aftur. Nú eiga þeim mikinn fjölda vel búinna björgunarskipa. Panskt skip Seist vio Ssland. 1 blaðinu „Frit Danmark“, sem gefið er út í London, er frá því sagt, að danskt skip hafi fyrir skemmstu farizt við Island. Skip þetta hét „Manö“ og fórst það í stormi h'ér við land, að þvi er blaðið segir. Þrír skip- verjar fórust, skipstjórinn, mat- sveinn og kyndari, og voru þeh grafnir hér, en útför þeirra var á sínum tíma auglýst í blöðum hér. Alls voru tuttugu og fimm menn á skipinu og björguðu ensk eftirlitsskip hinum. Bandanenn nota ni 4 stórar hafnarborg ir í V.-Evrópu. Marseilles eiirnig tekin í notkun. Bandamenn hafa nú fimm stórar hafnarborgir í Frakk- landi og Belgíu til afnota. Borgir þessar eru auk Ant- werpen, sem sagt hefir verið frá, og Cherbourg, sem banda- menn náðu fyrst í innrásinni, Le Havre, Marseilles og Búðu- borg. Streyma nú stórkostlegir flutningar um borgir þessar allar og þegar skýrt var frá því í gær, að Rúðuborg og Le Havre hefðu verið teknar í notkun, var þess látið getið, að þær væru miklu afkastameiri en fyrir slríð. Allar nauðsynjar ánier- ísku herjanna eru nú fluttar beina leið til Frakklands frá Bandarikjunum. Þeim var áður ELA8 leftar aftnr iim sættir. 200 ára á Bægisá minnst Aðalfundur Snæfellinga- félagsins. En bardagar halda áfram í Aþenu. Guðmundur G. Hagalín rithöfundur flytur erindi í háskólan- um og Landsbókasafnið efnir til sérstakrar bókasýningar. Ávarp frá Noregs- söínunni. Daglega berast nú hörmuleg tiðindi af frændþjóð vorri Norðmönnum. Alsakláust fólk, gainalmenni, konur, sem börn, heilbrigðir og sjúkir eru, eftir því, sem fregnir herma, lirakið frá lieimilum sinum út í vetrar- kuldann og rekið i hópum eftir ströndum landsins eða heiðum, klæðlítið, svangt og örmagna á meðan heimili þess eru brennd til ösku. Við, sem lifum við góð kjör og sæmilegt öryggi, getum eðlilega ekki gert okkur fulla grein fyrir, hvað það fólk hð- ur, sem svo grátt er leikið. Við viljum, að sjálfsögðu reyna að rétta hjálparhönd að svo miklu leyti sem unnt er, enda hafa margir hér á Islandi sýnt vilja sinn i því efni. Nú, er jólahátíðin gengur i garð færi vel á þvi að við minnt- umsf frændþjóðarinnar, er nú á við svo liarða kosti að búa, og við fórnum nokkuru af því, sem við myndum annars nota íil þess að gleðja okkur sjálf og okkar nánustu og gæfum til hjálpar hinu nauðstadda fólki. Með því getum við án efa glatt margan góðan vin. Noregssöfnunin gefur út kort, sem ætluð eru til þess að senda kunningjum og vinum, en jafn- framt greiðir sá er kortið kaup- ir einhverja upphæð til Noregs- öfnunarinnar, á nafn þess, sem hann ællar að. gefa kortið, og verður því íe varið, svo fljótt em verða má, til styrktar þeim, er nú verða að þola kúgun og ’ örmungar í Noregi. —- Kortin ru seld i bókabúðum, hjá blöð- ununi og skólunum í Reykja- vík. Jafnframt veiða kortin send út um land allt, eftir því sem tök verða á. Rejdvjavík, 6. des. 1944. Noregssöfnunarnefndin. Guðl. Rósinkranz. Harald Faaberg. Sigurður Sigurðsson. Hjúskapur. Síðastl. sunnudag voru gefin saman í hjónaband af síra Garðari Svavarssyni, ungfrú Hlín Eiríks- dóttir (Hjartarsonar rafvirkjatneist- ara) og Helgi Carl jensen-Brand garðyrkjumaður. Heimili ungu hjónanna verður að Bj.örk við Engjaveg. umskipað í minni skip i Bret- landi. Saar-orustan. Þjóðverjar verjast nú af mun meira kappi en áður í Saar- héraði, og er barizt á líkum 'slóðum og áður. Bandamenn hafa unnið lítið eitt á. Þjóð- verjar segja hinsvegar, að bar- dagar sé raunverulega dottnir niður vegna illviðra og erfiðrar aðstöðu að öllu leyti. Tvö hundruð ára afmælis Jóns T»orlákssonar skálds á Bægisá verður minnzt að til- hlutan Háskóla Islands, með ræðu, sem Guðmundur G. Haga- lín rithöfundur flytur á fæðing- I ardegi skáldsins, 13. des. n. It. í hátíðasal skólans. Þá mun og Landsbókasafnið efna til sérstakrar sýningar á ritum Jóns og bóka, sem um liann fjalla og skáldskap hans. Verður bókasýning þessi í J Landsbókasafninu. Jón á Bægisá er eitt af önd- vegisskáldum Islendinga á 18. öld. Auk ljóðmæla hans, sem gefin hafa verið út í 2 bind- um, hefir hann orðið frægur af þýðingum sínum, en þeirra frægastar eru Messíasarkvæði Klopstocks og Paradisarmissis Miltons. Telja bæði enskir og þýzkir bókmenntafræðingar að þessar þýðingar Jóns taki fram ' frumtextanum. Varð Jón í lif- anda lífi þekktur bæði í Dan- mörku og Englandi, aðallega fyrir tilhlutun þeirra Rask’s og Henderson’s, enda voru Jóni veitt sérstök heiðurslaun fyi’ir þýðingar sínar. Tíðindamaður Vísis hitti Guðmund G. Hagalin rithöfund að'máli í morgun og fórust hon- um m. a. orð á þessa leið: „Háskólarektor, Jón Iijalta- lín prófessor, hefir beðið mig að flytja erindi um Jón Þorláks- son á Bægisá, i tilefni af 200 ára afmæli hans. Og þegar Si- monar Dalaskálds er getið í blöðum, útvarpi og heilum bók- um, finnst mér lilýða að Jónj skálds á Bægisá sé getið í einu stuttu erindi. Eg kynntist kvæðun Jóns strax sem unglingur, en þýðing- um hans ekki fyrr en siðar. En þegar eg las þær, þótti mér auð- sýnt að þar var ráðin gáta, sem eg hafði ekki skilið áður. Mér hafði fundizt, að mál- blær og orðsnilld Jónasar Hall- grímssonar væri í rauninni lítt skiljanleg, þótt tekið væri tillit til kynningar hans af kvæðum Eggerts Ölafssonar og Bjarna Thorarensen og ennfremur kynni hans af samtiðarbók- menntum erlendis, og fannst i ' rauninni vantar þar einhvern millilið, en hann fann ég í raun- inni, um leið og eg hafði les- ið þýðingar Jóns. Má sjá það af kvæðum ýmissa höfuðskálda vorra, að þeir hafa lesið þýðingar Jóns á Bægisá, en mér virðist að enginn þeirra, að undanteknum Jónasi, hafi náð átíl- og málsnilld hans. Það er sérstaklega einfaldleikinn og þokkinn, sem einkennir skáld- skap bæði Jóns og Jónasar. Aulc þessa má segja, að með Jóni á Bægisá hafi menningar- einangrunin við hinn erlenda menntaheim verið rofin, og það má tvimælalaust telja hann meðal beztu og þörfustu sona íslenzku þjóðarinnar á sviði skáldskaps og bólanennta.“ ASalfundur Snæfellingafé- lagisns í Reykjavík var haldinn i Oddfellowhúsinú i gærkveldi. Formaður félagsins, Ásgeir Ásgeirsson, skýrði frá störfum félagsins á síðastliðnu ári. Fyrst og fremst var hin almenna fé- | lagsstarfsemi hér í bænum, svo sem skemmtifundir og almenn- ir umræðufundir. Yfir sumarið voru farnar skemmtiferðir. Þá hefir verið unnið að undirbún- i ingi Snæfellingabókar af hálfu | félagsins. Próf. Ólafur Lárus- j son hefir lokið við fyrsta bindi bókarinnar sem fjallar um forn- sögu héraðsins og landnám. Var í ráði að þetta fyrsta bindi kæmi út fyrir jól, en vegna prentara- verkfallsins gat það ekki orðið: önnur mál, sem félagið hefir heitt sér fyrir eru skóggræðsla, uppgræðsla Búðahrauns, söfn- un fornminja í héraðinu og í þriðja lagi hefir félagið beitt sér fyrir byrjun á verki sem heitir „Hver var maðurinn“. Er þetta safn mvnda og æfiágripa lát- inna aldraðra Snæfellinga. Er þetla mikið verk og hið merki- legasta. Rússar sækja fastar á norðan við Budapest. Komnii að Déná 30 km. fiá borginni. Rússar herða nú mjög sókn- ina í norðurhéruðum Ungverja- lands, að því er segir í fregnum Þjóðverja í gær. Senda þeir fram æ meira lið fyrir norðan og norðaustan Budapest í þeim tilgangi að reyna að umkringja borgina. Segja Þjóðverjar, að Rússar hafi komizt að Dóná 30 km. norðan við Budapest. Ekkert er um þetta sagt i fregnum Rússa. Hinsvegar segja Rússár frá talsverðum vinningum fyrir suðvestan. Budapest. Þeir hafa tekið 30 bæi og þorp i sókn sinni milli Dónár og Balatonvatns. Meðal þorpa þeirra, sem þeir tóku, er eitt skammt frá járn- hrautarborginni, Szekesfener- var, sem er aðalborgin milli vatnsins og Budapest. Þá tóku Rússar 40 bæi milli Balaton-vatns og Drava. Svifflugfélag íslands. Eins og sagt var frá í Vísi í gær, verður hin árlega hlutavelta félags- ins í K.R.-húsinu á morgun og hefst kl. 2 e. h. — Én kl. 1.30 verð- ur flugsýning á tjörninni ef veður ley'fir. Verða þar sýnd svokölluð byrjendaflug, sem allir hinir fær- ustu piltar í félaginu munu sjá um,- Háskólafyrirlestur. flytur dr. phil. Jón Jóhannesson erindi' i hátíðasal Háskólans um utanrikisverzlun íslendinga á þjóð- veldistímunum. Öllum er heimill aðgangur. ELAS veist í þýzkum stöðvum. pregnir, sem bárust frá blaðamönnum í Aþenu í gærkveldi, voru á þá leið, að fonngjar ELAS hefði enn á ný reynt að ná sættum við stjórn Papandreus. Þrátt fyrir þetta hefir ekkert lát orðið á bardögum og þótt uppreistarmönnum sé smám saman stökkt úr borginni, er vörn þeirra liörð. Manntjón lög- reglunnar í Aþenu hefir verið mjög mikið, því að hún hefir misst 600 menn fallna, særða og týnda, en allur liðsstyrkur liennar er aðeins 3000 menn. Hinsvegar mun manntjón vera lítið hjá Bretum. Óvíst er um tjón ELAS. Þýzkir undirgangar. ELAS hefir öflugar stöðvar við rætur Akropolis og Arditto- hæða. Þar liöfðu Þjóðverjar grafið skotgrafir og stöðvar fyrir sprengjuvörpur, en auk þess höfðu þeir gert undirganga djúpt undir hæðirnar, þar sem menn geta hafzt við óliultir, þegar þeir eru ekki í bardaga. Þessar stöðvar hafa reynzt mjög erfiðar viðureignar fyrir stjórnarliðið. Allt, kyrrt Allt er með kyrrum kjörum á Krit, þar sem menn eru annars venjulega fljótir að grípa til vopna, en það stafar af því, að foringi ELAS-liðsins á eyjunni bannaði mönnum sínum að taka þátt i hópgöngum og kröfu- göngum. 1 Saloniki hefir verið skellt á allsherjarverkfalli, en allt er kyrrt í horginni. Þó er mjög mikill æsingur í borgarbúum undir niðri. Liðssafnaður. ELAS heldur áfram liðssafn- aði sínum úti um sveitir Grikk- lands og er 30—40.000 manna lið komið til borgarinnar Hass- ia, sem er um 25 km. frá Aþenu. 4 Speer talar við járn- brautaverkamenn. Speer, framleiðsluráðherra Þjóðverja, hélt ræðu yfir járn- brautaverkamönnum í fyrra- dag. Dagurinn var nefnilega „járn- br.autardagur“ í Þýzkalandi, og hélt Speer ræðu í tilefni þess, Fór hann mjög lofsamlegum orðum um atorku járnbrauta- verkamanna, en sagði, að þrátt fyrir hana hefði órðið alvarleg- ar truflanir á járnbrautakerf- inu. Leikfélag Reykjavíkur getur ekki sýnt gamanleikinn „Hann“ nema örfá ekipti enn og er næsta sýning á sunnudag kl. 8 e. h., vegna þess að farið er að æfa jólaleikritið af kappi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.