Vísir - 08.02.1945, Blaðsíða 4

Vísir - 08.02.1945, Blaðsíða 4
'4 V I S I R Fimmtudaginn 8, febrúar 1945. VI S I R DAGBLAÐ Utgefandi: BLAÐAUTGÁFAN vísir h/f Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1 6 6 0 (fimm línur). Verð kr. 5,00 á mánuði. Lausasala 40 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. 1 Vörðnnnm fækkar. jQömul þjóðsaga greinir frá skreiðarferðar- manni frá Norðurlandi er, hélt sem leið liggur og suður fjöll. Er hann hafði skammt Jarið kom á hann dimmvíðri mikið, en um það hil sem óvcðrið skall á, var liann staddur á vegamótum nokkrum. önnur leiðin var al- faraleið, vel vörðuð og lá til hyggðanna sunn- an við fjöllin, en hin var aðeins afleggjari að sæluhúsrústum, er stóðu þar skammt frá á gljúfurhanni. Ferðamaðurinn var svo óhepp- ínn, að lenda inn á afleggjarann, ,en ekki að- alleiðina. Smám sainan urðu vörðurnar hrör- lcgri og strjálli á leið hans. Hann uppgötvaði þá að hann myndi liafa valið ranga leið, sneri við og hafði sig á alfaraveginn aftur. Sú ríkisstjórn, er fór 'með völdin í landinu fram á síðastliðið haust, vildi einbeittlega fara aifaraleiðina og var aldrei í vafa um að þekkja [vörðurnar á þeirri leið. Þær vörður voru reynsla þjóðanna frá síðustu heimsstyrjöld. 1 samræmi við það gerði hún ákveðnar tillögur til að húa þjóðina undir jiá erfiðleika, sem eðlilegt er að gera ráð fyrir að komi eftir styrjöldina, svo sem lækkun afurðavcrðs og rýrari markaðir erlendis. Stjórnmálaflokkarn- ir á Alþingi neituðu að hlusta á.að þörf væii slíkra ráðstafana. Meiri hluti þingmanna taldi samboðið virðingu sinni að sniðganga reynsl- una frá síðustu styrjöhl og þeir gengu svo langt, að þeir hikuðu ekki við að mynda rík- isstjórn, sem hafði í aðalatriðum stefnuskrá, er byggð var á þvi gagnstæða við þessa rcynslu. Þeim fór eins og ferðamanninum á Norðurlandi, sem valdi leiðina fram á gljúfur- barminn, en að jiví leyti ver en honum, að þeir yöldu afleggjarann en ekki aðalleiðina vitandi vits. I bili tókst hinni nýju ríkisstjórn og sluðningsmönnum hennar á Alþingi að teyma meiri hluta þjóðarinnar hlindandi með sér eft- ir afleggjaranum fram á bjargbrúnina, og enn cr alls ekki útséð um nema hinum tryllt- ustu leiðtogum ferðarinriar takist að koma þjóðinni og velmegun hennar fyrir björgin. Hinu ber jió ckki að neita, að ýmsir af stuðningsmönnum afleggjarastefnunnar viður- kenna nú orðið, að vörðunum fari óðum fækk- andi á leið ríkisstjórnarinnar. Þjóðin er áö bvrja að skilja, að það cr ekki unnt að lifa gagnstætt veruleikanum. Lífið í heiminum heldur sinni stefnu, hvort sem íslendingum líkar hetur eða ver. Þeir verða að ciga um það við sjálfa sig, hvort jaeir vilja heldur liorf- ost í augu \ið veruleikann eða lifa eftir blekk- ingiun og draumórum. Þjóðin getur vitanlega, ef hún vill, neitað að lil'a eftir þeirri kenningu ríkisstjórnarinnar, að engin J)örf sé fyrir ís- lendinga að verða samkeppnisfærir við aðrar þjóðir um kostnaðarverð framleiðslu sinnár. En jieir geta líka lialdið áfram för sinni á gil- barnrinn, undir forustu ríkisstjórnarinnar og alla lcið fram af, ef þeir álíta J>ar bczta sama- staðinn. Norðlenzki ferðamaðurinn snéri við, þcgar hann tók eftir að vörðunum fækkaði og komsí aftur á alfaralcið, sem lá til mannabyggða. Ríkisstjórnin á hirin sama kost. En fyrst verð- ur hún að viðurkenna fyrir sjálfri sér og jjjóð- inni, að hún hafi valið lciðina sem liggur fram á gljúfurbarririnn í stað leiðarinnar, sem liggur suður yfir fjöllin, til almenns örvggis og far- sældar. verði Menmngarsamband ðyrir allan Norðlendingaíj órðung. Rætt um fjórðuugssambaud norðanfands, er ynni aS andlegri og verklegri menningu á sem flestum sviðum. Norðlenzkir prestar, kenn- taka höndum, svo leystar ai’ar og aðrir leikmenn hafa rætt og' borið fram tillögur um stofnun bandalags Norð- lendinga, er nefndist Fjórð- ungssamband Noiðlendinga. Er því ætlað að vinna að and- legri og verklegri menningu innan fjórðungsins á sem flestum sviðum. „Á fundi presta, kennara og annarra Jcikmanna, sem haldinn var hér á Akureyri í september s.L, var rætt um nauðsýn jiess, að sýslufélög og bæjarstjórnir á Norður- landi hefðu með sér meiri samvinnu en nú er í ýms- um greinum, sérstaklega í )>eim tilgangi að hrinda í framkvæmd ýmsum aðkall- andj nauðsynjamálum hérað- anna. Var rætt um að stofna Fjórðungsbandalag í. )>essum tilgangi og var kosin nefnd til að gera fyrsta undirbún- ing. í nefndinni eiga sæti séra Páll Þorleifsson á Skinnastað, Friðrik J. Rafnar, vígslu- biskup og Snorri Sigfússon námsstjóri. Nefndin hefir sent ávarp til sýsluncfnda og bæjarstjórna. Er J>ar farið fram á, að þessir aðilar kjósi tvo menn hver, til þess að mæta á hinu fyrsta fjórð- ungsjringi, sem kallað yrði saman, jiegar sýrit jjætti, að nægur áhugi væri fyrir hendi til j>ess að stofna bandalagið. I ávarpi nefndarinnar seg- ir svo m. n.: Ilver cinasta sýsla á gnægð margskonar auðllnda, 11 tt eáa ónotaðra, sem bíða eftir sam- svo úr læðingi. Uti fyrir ströndinni liggja, steinsnar frá landi, einhver auðugustu síldarmið heimsins. Eklci væri undarlegt, þótt meiri á- herzla yrði nú en hingað til lögð á j>að, að allríflegui' skerfur þess auðs, sem þar er árlega ausið upp, fari að nokkru til að byggja upp sjálf síldarþorpin, efia menn- ingu jjeirra og fegra jjáu. — Höfuðstaður Norðurlands er frá náttúrunnar hendi ein- hver fegursti bær á landi héi. Allur f jórðungurinn þarf að starfa að blómgun hans. Fvr- ir þrautseiga sókn örfárra manna fékkst J>ar loks Menntaskóli. Árlega kenmr hann nú álitlegum hópi manna til nokkurs jjroska, sem ella liofðu tapazt að nolckru menningu Jjjóðarinn- ar, sakir fátæktar og éinangr- unar. Þar í nánd er Kristnes- liæli, sem ljær vist brjóst- veiku fólki norðanlands og gcrir jjví kleift að dvelja nær átthögum en ella. Á Akureyri þarf að rísa af grunni, áður en langt um líður, fjórðurigs- spítali, sem tryggðir væru þeztu starfskraftar, sem völ væri á. Einnig spítali fyrir taugaveiklað fólk og geðbil- að. Vér viljum oinnig benda á j>að, að jjað er menningu fjórðungsins til tjóns, að ckk- ert safri íslenzkra skjala og handrita skuli vera norðan- lands, og þarf að vinna að jjví, að slíkt safn komist upp á Akureyri.“ BEHtiMAL OiSsendisig lil Sigurðai Ólasonai stjóinanáðsíulltrúa. Langt Mig langar lil að hugleiða litið eitt um í land? stríðið, þótt það sé raunar að bera í hakkafullan lækinn að skrifa um það meira en gert er. Þó er það nú svo, að menn talast ékki við í tíu mínútur samfleytt án þess áð ekki sé minnzt á það fyrr eða síðar. Og þá er viðkvæðið alltaf þetta: „Hvað skyldi það standa lengi enn?“ Það er eðlilegt. Allar þjóðir heims hafa fengið stríðstaugar, eins og sagt er á erlendum málum, þær geta ekki um annað hugsað en það, og þótt við séum ekki lengur eins nærri þvi og áður, þá snertir það okkur ekki síður en nágranna okkar. Við viljum líka geta vaknað í héimi þar sem friður rikir, þótt ekki sé nema að nafninu til. Eitt golt Allir eru sammála um það, að stríð og þó------- sé bölvun, en þó bæia margir við, að eitt hafj þó stríð jafnan í för með ■scr: Það auki eða hraði frandörum á ýms- um sviðum, sem komi heiminum i góðar þarfir, þegar liann fær aflur frið. En er það ekki grát- legt, að það skuli þurfa stríð til að orsaka fram- farir, til dæmis í vísindum og margskonar tækni? Það er það vissulega. Þá fyrst finnst forráða- mönnum þjóðanna óþarfi að spara, þegar tetl- unin e,r að verja fjármunum og hugviti til þess að eyðileggja og drepa. Er ekki eitthvað hogið við heim, þar sem slikur hugsunarháttur er ríkj- andi? Það er hætt við því. En hvað er hægt að gera til þess að breyta hugsunarhætti fiianna? Eg get ekki svarað þeirri spurningu, og eg er hræddur um, að mörguin öðrum veitist jafn erfítt að finna svarið. Fleiri bréf Eg lofaði í gær að birta eltthvað um gistihúsin. meir.a af brél'am þeim, sem mér hafa borizt um gistihúsin. „Guð- rón“ ritar ípér eftirfarandi linur: „Eg hefi ekki mikið til málanna að leggja, cn langar aðeins til að segja frá einu atviki, sem kom fyrir mig í Valhöll fyrir nokkurum áruin. Eg ætlaði að vera þar um tíma og fyrsta kveldið Jét Cg sl;óna inína ót fyrir dyrnar. Eg hafði verið á gangi um daginn, skórnir voru óhreinir og eg tii þaas, að þeir væru hurstaðir. Þeg- ar eg tók skóna iiin næsta morgun, voru þeir eins útlítandi og daginn áður, sömu' óhreinimlin. Eg spurði stúlku, sem gekk 'þarna um heina, hvort skór gestanna væru aldrei burstaðir og hún svaraði: „Höfðúð þér beðið um það?“ I grein, er Sigurðuir Ölason skrjf'ar í Vísi 12. ]>.m urn landamerkjamál Kollafjarðar og Mógilsár, sendir hann mer enn tóninn í sambandi við jjað mál, og eru í greininni ýmsar staðleysur, sem þyrfii að leiðrétta. Það sem snýr að efnishlið málsins læt eg afskiptalausí með öllu, en tek' til athugiui- ar tvö atriði. 1. Sigurður Ólason segir: „Var mér þar gefið í skyn, að grcinin væri undan rifjiim Ó. B. runnin, enda hefði hann komið á skrifstofu blaðsins beinlínis þeirra eritída.“ Þetta eru hinar mestu full- yrðingar og ósannindi, Sig- urður Ólásoil. Þér vitið j>að nú, að ]>ér farið jjarna ineð rangt mál. Enginn á skrif- stofu Morgunblaðsins hefir getað sagl yður Jjetla, nema að segja algjörlega ósátl. Endá eruð ]>ér ekki viss í þessum málaflutningi yðar, jjví síðar hælið j>ér við: „Hafði eg vitaskuld cnga á- stæðu til að véfcngja Jjetta, sérstaklega j>ar sem greimn bar þess á ýmsan hátt merki, að <). B. hefði verið ]>ar að verki. T. d. cr felldur burtu úr forscndum hæstaréttar- dómsins einmitt sá kafJi, þar sem rétturinn ávítar Ó. R. o. fl. fyrir lögleysu í meðferð’ málsins fyrir undirrétti.“ — Vegna þessara ummæla þykir mér rétt að taka héifupp orð hæstaréttar, sem S. Ö. muii eiga við, er liann ályktar af- skipti mín af marg-umræddri Morgunhl.grein, og eru J>au svohíjóðandi: „Það verður að telja mildnn galla á með- ferð máls þessa, að málflytj- endur hafa sjáífír aflað sér skriflegrá vottorða i'rá vitn- iim, áður en Jjau kæmu fyrn dóm, í stað jjess að landa- merkjadómurinn ætti sjálfur að kveðja vitni á vettvang, taka j>ar af þeim skýrslur og sannprófa þau,“ Þannig eru iimmæli hæstaréttar, er S. Ö. gerir mikið úr og telur viðeigandi refsingu á dóm- .endur uridirréttar. Ut af jjessum orðurii hæstaréttar ef ekkcrt að scgja nema ]>að, að hugsast gctur að málflytjend- ur ættu einhvern hluta af jjessum ummælum hæstarétl- ar. — 2. Síðast í grein S. (). stend- ur: „. . . . á sama hátí og dómendurriir virðast hafa gert sér lítið fyrir og lekið af Kolláf. hluta af eða jafn- vel allL háfjallið og Esjuna og lagt undir Mógilsá, sem reyndar er svo bersýnilcg lögléysa, að engu tali tekur.' Hvað S. Ö. á hér við, veit eg ekki. Þessi staðhæfing hans er endileysa cin, sem aldrei hefir komið til orða eða fram- kvæmd á neinn hátt. Deilan stóð einvörðungu um malar- kamhshorn og sandhólma, cn ekki fjallið Esjuna. Slæmur málflutningur, Sigurður Ola- son. Læt svo liér staðar numið og mun eigi ræða mál Jjetta meira. Ólafur Bjarnason. Ilvar í veröldinni skyldi annað eins Jjekkj- ast nema hér á íslandi, hinu mikla menningar- landi, þar sem menn telja allt standa framar þvi, sem hægt er aíf fá annars staðar?" Það er svona hirðuleysí, sem setur blett á is- lenzku gistiliúsin. w o4 KitMMmufn Ur herbúðwa blaðanna í Alþýðublaðinu í fyrradag er fregn um sam- göngur á Hellisheiði. Þar segir svo: Vegna ]>ess að tveir menn tóku sér frí á laug- ardagskvöld urðu hundruð njanna, seiji ætluðu austur ýfir fja.Il og vestur, að snóa við og fara hvergi, og mjólkurbifreiðar urðu að berjast klukkustundum saman við ófærðina og komust ekki til bæjarins fyrr en klukkan 4 á sunnudag, en hundruð ungra Reykvíkinga sem ætluðu á skíði urðu að cyða hálfum degiijum í snjösköfl- um í Svínahrauni. Þessir tveir menn, sem tóku sér frí, eiga að stjórna snjóýtunum og hahla með þeim fjallinu opnu. Undanfarið hefir alllengi verið bezta færð aiistur yfir fjall. Á laugardagskvöld stungu þess- ir menn af frá ýtunum og fóru til Reykjavíkur, en um sama leyti fór að hlaða niður snjó s'vo að fjallið varð brátt ófært. Það er furðulegt að annað ein's og þefta skuli geta komið fyrir. Það er óskiljanlegt að nokkur maður skuli vera svo ábyrgðarlaus að stökkva burt ór starfi sinu og setja þar með hundruð manna i vandræði og valda þeim stórkostlegu fjártjóni auk allra leiðinda. Hvaða skyldur hafá þessir ýtumcnn? Ber þeim ekki að sturida starf sitt þannig að j>að beri árangiir? Eru þetta tímavinnumenn eða eru þeir mánaðarkaupsmenn? Ög hvernig bljóðar samn- ingurinn við þá?“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.