Vísir


Vísir - 10.03.1945, Qupperneq 4

Vísir - 10.03.1945, Qupperneq 4
4 VIS.IR Laugardaginn 10. marz 1945. VÍSIR DAGBLAÐ Utgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H/F Ritstjórar:' Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsm iðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1 6 6 0 (fimm línur). Verð kr. 5,00 á mánuði. Lausasala 40 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Hverju er verið að leyna ? Jjjaldan hefir almenningi í landinu verið sýnd meiri lítilsvirðing af stjörnárvöldunum, en gert hefir verið með launung þeirri, er heitt heíir verið undanfarnar vikur varðandi af- stöðu landsins til ófriðarþjóðanna. Fulltrúar Jjjóðarinnar sitja á lokuðum fundum iielga <laga og rúmlielga, til þess að taka ákvörðun um það, hvort landið eigi að gerast stríðs- aðili og kaupa séx þannig sæli á ráðstcfmmni í næsta mánuði. Ekkert er um þetta birt. Landsmenn fá ekkerl að vita hvernig örlögum Jjeirra hcfir vcrið ráðið, ekkert nema tvírætt fimbulfaml) í aðalblaði stjórnarinnar, sem gefur í skyn, að öllu hljóti að vera óhætt með- an ekkcrt hefir verið tilkynnt um að vér sé- um orðnir þátttakendur í stríðinu! Almenningur er órólegur vegna þessa máls af ýmsum ástæðum, sérstaklega þó vegna þcss, að hann grunar eirin stuðningsflokk stjórnar- innar fullkomlega um græzku í þessu máli. Kommúnistar liafa lýst yfir því, að þeir vilji láta færa fórnir til þess að Islendingar geti fengið sæti á bekk hinna stríðandi þjóða. I hverju gela slíkar „fórnir“ verið fólgnar nema því, að vér tökum beinan þátt í styrj- öldinni? En kommúnistar vita líka annað. Ef þjóðin gcrist yfirlýstur þátttakandi í stríðinu, })á er aðstaða hennar til ófriðarþjóðanna um leið orðin allt önnur en hún hefir verið. Þá, cr hastt við því að vér gætum ekki lengur ráðið hvaða herir hér fá bækistöðvar. Þetta vita kommúnistar. Þess vegna er stefna þeirra J í þessu máli hvorki hyggð á föðurlandsást né íslenzkum hagsmunum. Þetta veit almenning- ur í landinu. Almennt er vonað að þingið hafi borið gæfu til að svara andstætt því, sem kommúnistar heimtuðu, enda gefur Þjóðviljinn slíkt í skyn 4. marz. En hann huggar sig við annað. Iiann segir: „En sú er þar máske bót í máli, að góðri stjórn megi takast síðar að Iagfæra þar, sem þinginu hefir mistekizt.“ Menn ldjóta nú að spyrja, — hvað cr j>að, sem jjinginu hefir mistekizt og hvað er Jjað, i sem hin „góða stjórn“ á að lagfæra? Þetta verður því grunsamlegra fyrir þá sök, að sagt er að annar ráðherra kommúnista á jjingi hafi krafiz/t þess, að svar stjórnarinnar yrði með öðrum hætti en ályktun þingsins mælti fyrirj um. Allt jjetta gefur ástæðu til að ætla, að barátta hafi staðið um það milli „holdsins og andans“, hvernig svara skyldi og að hin mikla leynd, scm yfir málinu hvílir, sé af þeim toga spunnin. • Stjórnin hefir ckki þá afsökun í þessu máli, að hér sé um að ræða utanríkismál, sem ekki "megi gera opinbert. Það er beinlínis skylda hennar, að skýra frá hvernig svarað var orð- sendingunni. Og hafi svarið verið á jjann veg, sem öll jjjóðin óskar, Jjá jjarf eiigu að leyna. Allur hcimurinn má vita og á að vita, að við ætlum engri jjjóð að segja stríð á hendur. En ef haldið verður áfram að láta órjúfandi leynd hvíla yfir þessu viðkvæma máli, jjá verð- ur ekki hægt að draga af jjví aðra ályktun cn þá, að stjórninni hafi tekizt „að lagfæra jjar Sfim þinginu hcfir mistekizt.“ Mesta sjóorusta ameríska flotans IV: JAPANIR RAÐAST Á FL0TA MAC ARTHURS VIÐ LEYTE-EYJU. Fíugvélarnar voru á landi. Þegar Halsey var búinn að kynna sér alit, sem gerðist jjenna dag og ljann næsta á undan, taldi hann, að eftir árásir . fyrra dagsins gegn flota hans, hefði flugvélarnar, sem þær gerðu, flogið til lands, j)ótt þær h.afi verið frá flugstöðvarskipunum, sem lcomu að norðan. Ætlunin hafi verið, að Jjær væru um nóttina á flugvöllum á Lu- zon, en færu til skipa sinria daginn eftir, en amerísku flugvélarnar orðið fyrri til. Að minnsta kosti sáust svo fáar flugvélar, að jjetta er mjög eðlileg tilgáta. Varnirnar voru Jjví nær eingörigu fólgnar í loftvarna- skothríð. Beittu Japanir meira að segja hinum stóru 14 jjumlunga fallbyssum or- ustuskipanna gegn flugvél- unum. Eu slik skothrið er fyrst og fremst „taugastríð" gegn flugmönniinum. Hins- vegar voru litlu byssurnar á herskipunum, fimm jjuml- unga og fjörutíu miilimetra, ihjög skeinuhættar, því að Jjær eru hæði hraðskeyttar og langdrægar. Margar flug- vélajma voru með stór göt um skrokkinn eftir þessi skeyti og margir flugmann- anna eiga enn bágt með að átta sig á því, að Jjeir skuli liafa komizt lifandi í gegnum Jjessa ægiiegu skothrið. Flugmennirnir létu það ekki á sig fá, þótt þeir yrðu fvrir skotum. Þeir héldu ikið að markinu og sagt r frá einum, sem sinnti þvi kki Jjótt kúla kveikti i öðr- im vængnum á flugvél hans, ægai' hann var enn tæpa sex ílómetra frá skipi Jjví, sem lann hafði ætlað tundur- keyti sitt. Hann hélt flug- 'élinni á réttri slefnu, sendi keytið af stað og snéri leimleiðis. Þegar hann var omuin rúma 15 km. frá vígvellinum" slokknaði eld- rinn af sjálfu sér. Ilætta á ferðum. En meðan Jjetta gerðist þarna norður frá, var ekki með öllu tíðindalaust þar fyrir sunnan, því að flugvél- ar Japana frá stöðvum á Lu- zon, héldu uppi miklum árás- um á flotann, sem lagði til flugvélarnar til árásanna á nyi'zta flolann. En flugvél- um þessum voru veittár vannar viðtökur, bæði af flugvclum og skotliríð. Að minnsta kosti 20 voru skotn- ar niður og flotinn slajjj) nærri óskaddaður. Um liádegi hafði Halsey fengið fregnir af þvi, að sjö af herskipum Japana hefði verið sökkt — fjórum flug- slöðvgrskipum, tveim beiti- skipum og einum tundur- spilli. Tvö orustuskip höfðu orðið fyrir miklum skemmd- um og höltruðu á brott, en Jji'jú illa leikin beitiskip og fjórir lundurspillar ldituðu að regnskúrum til að geyma sin. Nú var tækifærið fyrir Ilalsey til að ganga milli bols og höfuðs á Japönum með flugstöðvarskipum sínum og órustuskipum. En jjegar svo var komið stefndi floti hans nieð miklum hraða suður á bóginn. Eitt augnablikið virt-j ist hann ætla að vinna st.ór- kostlegan sigur, en á næsta augnabliki virtist hann hojja á hæli. Hvað hafði komið fyrir? Á flaggskipi Mitschers vis.su menn um orsökina. Menn hlýddu með eftirtekt á tilkynningar um gang or- ustun.nar fyrir norðan, þegar Mitscher var fært skeyti. Itann liagræddi gleraugum sinum og las skeytið. Að Jjví húnu fékk hann það for- manni foringjaráðs síns og sagði: „Ilvernig lízt þér á Jjetta ?“ Burke — en svo heitir for- maður foringjaráðsins — las skevtið, sem var frá Sþrague flotaforingja, sem var fyrir litlu flugstöðvarskupunum, er áttn að vernda landgöngu- lið MacArthui's á Leyte. Þetta var hraðskeyti og ekki verið að draga neitt úr því, sym, til kynna var gefið. Sprague hafði einu sinni ekki gefið sér tíma til að lála Jjýða það á dulmál, því að honum var' svo mikið niðri fyrir. Hapn sagði: „Orustuskip hafa ráð- izt á mig. Þarfnast hjálpar þegar i slað “ Burke varð alvörugefinn á svip, er hann Ias skevtið: „Eg er hræddur um, að nú sé hætta á fei'ðum.“ Þarna höfðu Japanir leik- ið á Bandaríkjamenn. Þégar dagur rann miðvikudaginn 25. októher virtist tortiming in ein vera búin flota Jjeim af litlum flugsöðvarskipum, herflutningaskipum og birgðaskipum, sem studdu innrás MacArthurs á Leyte- eyju. Um nóttitía höfðu Jjess ekki sézt nein inerki, að ekki væri allt í bezta lági. Merm voru reknir á fætur eins og venju. | lega hálfri stundu fyrir sól- arupprás, til þess að vera við öllu búnir, en Jjetta var nú komið upp í vana og enginn bjóst við stórtíðindum. Fyrir austan Samar-eyju voru jjrír litlir flotar smarra flugstöðvarskipa. Einn flot- inn, sem i voru sex skip, var undir stjórn C. A. F. Sprague flotaforingja. Ellefu kíló- metrum sunnar var annar floti, sem var undir stjprn Thomas L. Sprague, en hann var yfirforingi allra smá- f lugstöðvarskipa á Jjessum j slóðum, og 50 km. fyrir norðaustan þenna flota var | sá þriðji, sem var undir stjórn Stuinps flolaforingja. Flng- vélar frá öllum Jjessum skip- um veittu landgönguliðinu1 og. innrásarflotanum vernd. Nóttin var á enda. A'eði'ið var heldur leiðinlegt, skúrir með köflum, svo að /skyggni j var með minna móti. Rétt áður en sólin hrauzt i gegn- um skvin flugu flugvélarnar af stað, lil að varpa sprengj-j um sínum á stöðvar Japana á Leyte. En þá gerðist það, fyi’irvaralaust! 1 Japanir k'oma. lviukkan 6.50 árdegis tók varðmaður á flugstöðvar-, skipinu Kitkun Bay eftir sigl- J um stórra lierskipa við hafs- j brún í norðurátt. Ekkért j amerískt herskip var á Jjess- j um slóðum, svo að þarna gat aðeins verið um Japani að ræða. Mönnum var aftur Framh. á G. síðu. Skerjafjörður Eg fékk í gær bréf fi'á og strætisvagnar. Skerjafjarðarbúa, sem cr allgramur yfir skipulagi slrætisvagnaferða suður i Skerjafjörð. Hann seg- ir meðal annars: „f gærmorgun (fimmtudág) birtist í Morgun- blaðinu svar frá Jóhanni Ólafssyni, forstjóra i slrætisvagnanna, við grein, er kom í sama blaði um hina óheppilegu breytingu á endastöð I Skerjafjarðarstrætisvagnsins. Eins og vænta má hefir forstjórinn afsakanir fram að færa — og | ætlast sennilega til þess að par með sé útrælt um j málið. Má vel vera aðl þýðingarlaust sé að gagn- j rýna frekar þessa óheppilegu ráðstöfun, en í í þeirri von að einhver vilji sé fyrir hendi til þess að skilja aðstæður og bæta ú.r, sé þess þörf, mun eg fara um þetta nokkurum orðum. Þessi breyting á endastöðinni er að því leyti óréttlát, að hún kemur i bága við þarfir helm- ■ ingi flcira fólks en þess, sem hefir hagnað af henni. Forstjórinn segir þó, að breytingin hafi verið gerð „að vel athuguðu máli og samkv. til- Iögum þeirra, er bezt þekktu til.“ Væri fróðlegt | að fá að vita, hverjir hafi „athugað" það jnál j og ennfremur, hvar þeir búa, sem „bezt þekkja , til“ í þessu efni. Skipting íbúa. Annars skal þess getið, fyrir þá, er litt þekkja til í Skerjafirð- inuni, að hið „þéttbýla“ svæði, er forstjórinn kallar svo, sem aðallega hagnaðist á Jjreytingu endastöðvarinnar — telur aðeins um 60—70 íbúa, en hinir, sem misst hafa af sinni gömlu endastöð eru samtals um 120—130. Munu fáir vilja kalla slikt réttlæti. Hins vegar er Jjað skoðun margra, að ekki sé þörf á því að vera neitt að „gera upp á milli“ fólks í þessum efn- um, heldur sé það næsta lítill vandi að haga ferð- unum svo, að allir uni vel við. En það er bara eins og það vilji oft vefjast óþarflegá fyrir sum- um, senj öðrum reynist leikur einn. Lausnin virðist nefnilega yera sú, að gera hina lilbúnu „endastöð“ að viðkomustöð, en lofa hinni gönilu endastöð að vera á sinum stað. Og um það æ.tti 'ekki að þurfa að deila lengur, að endastöð se hi..ro a iLiðarenda. Ilvað heldur forstjórinn að my iuii veióa sagt, ef t. d. endastöð Klepps- vagnsúis væi'i afnumin og vagninn í þess stað látinn snúa þar við án þess að nema staðar — fyrr en komið væri 200—300 metra heim á leið? Eg lek þetta aðeins sem eitt dæmi af mörgum. * Slæmar Að lokum vil eg geta þess, að sam- samgöngur. gpngurnar við Skerjafjörðinn hafa farið svo versnandi upp á síðkast- ið, aö varla er á þafj hætandi. Fyrst voru kort- ersferðii-nar afnumdar og hálftímaferðir teknar upp. Síöan hætti vagninn að fara alla leið, nema á klukkutímafresti (og mun það út af fyrir sig vera hart aðgöngu). Því næst voru 2 hentugir Viðkomustaðir á Þverveginum feldir niður — og loks nú það síðasta og furðulegasta, að enda- stöðin — á þessari einu ferð á klukkutima — er afnumin. Að þessu athuguðu, auk hinna ófor- svaranlegu þrengsla, sem oftast er i vögnunum, verður að telja samgöngumál okkar hér i Skerjafirðinum í óþolandi ástandi.“ * Jitterbugs. Þetta orð er notað um vissan hluta ungviðisins í Bandarikjunum, sem befir tekið upp á þvi að dansa með allskonar skringilegum tilhurðum, fettum og brettum. Þykir mörgum herfileg sjón að sjá slikar dans- aðferðir, en aðrir mæla með þeim og þenda á, að þær komi i staðinn fýrir alla leiklimi,’ Mullers- æfingar og þess háttar, sem hér hefir verið tíðkað. Nú „kú“ jitterbug-sýkjn vera komin hingað til lands, hcfir borizt á einhvern dularfullan hátt eins og gin- og klaufaveiki, eða einhver annar álika meinlegur sjúkdómur. Hefir hún að sögn stungið sér niður á Akur.eyri — er ef til vill lika hér, þótt henni hafi ekki verið veilt eins mikil athygli. Segir sagan, að einhverjir nemendur Ménntaskólans nyrðra hafi tekið sýkina, en er Jjað barst lil eyrna skólamejstara, hannaði hann sjúkdóminn meðal nemenda sinna — leilaði ekki lil Sigurjóns á Álafossi. Hugði skólameistari, að nemendur gætu fengið næga hréyfingu og ckk’i óhollari með því að sækja leikfimitíma. En nú gerðist það ekki alls fyrir lörigu, að menntamálaráðherra Bynjólfur Bjarnas.ón sendi skólameistara mikið skjal og voldugt og lagði svo fyrir, að nemendur mættu skipta sér af stjórnmálum, en það hafði verið bannað áður. Er nú gert ráð fyrir því, að hann „láti skannnt siórra hpgga í milli“ og banni skólameistara að banna „jitterbug“-menninguna.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.