Vísir - 25.04.1945, Blaðsíða 6

Vísir - 25.04.1945, Blaðsíða 6
6 VISIR Miðvikudaginn 25. apríl 1945. Fiá Skildinganesskóla: Börn á skólaskyldualdri, sem eiga heima 1 um- dæmi Skildinganesskólahverfis og stunda ekki nám í öðruni skólum með prófréttindum, komi til prófs föstudaginn 27. apríl n.k. kl. 9 f. h. — Börn fædd 1938 eru skólaskyld frá 1. maí þetta ár.-Þau eiga að mæta í skólanum föstudaginn 27. apríl n.k. kl. 1—3 til innritunar. Ef börn eru forfölluð, skal tilkynna það í skól- ann. Skólastjérmn. BEZTAÐ AUGLÝSA! VlSI Veínaóaivöraveiziun við eina aðalgötu hæjarins til sölu nú þegar, cf viðun- anlegt boð fæst. — Upplýsingar gefur Vagn E. Jónsson, hdl. Simar 4400 'og 5147. Nýkontið: Öll ítalía í þann veginn að ganga úr greipum Þjóðverja. Ferrara, seinasta vígi nazista sunnan Pó, í höndum handamanna. Olíuvélar Vatnsfötur aðeins 6.90 st. Gúmmíslöngur allar stærðir. Stunguskóflur Steypuskóflur „Geysii" h.í. Veiðarf æradeildin. Til sölu Ottoman og tveir stopp- aðir, djúpir stólár, á Laugaveg 39, hakhúsið. Frá kl. 10—12 f. h. Sumar- bústaður milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur til sölu. — Upplýsingar á Hverfisgötu 114, eftir kl. 7. Gísli Gíslason. Kristján Guðlaugsson hæstaréttarlögmaður Skrifstofutími 10-12 og 1-6 Hafnarhúsið. — Sími 3400. Austurvígstöðvarnar Framh. af 1. síðu. verið sagt frá, orðið óþolandi í Berlin og borgarbúar flestir uppgefnir, livítir fánar sjást viða í borginni, heil liverfi standa í björtu háli, en slökkvilið horgarinnar getur við ekkert ráðið og virðist alveg liafa gefizt upp við áð stemma stigu fyrir útbreiðslu eldsins. Hitler stjórnar vörninni. Otvarpið í Hamborg sagði frá því í gær, að foringinn stjórnaði sjálfur vörninni án nokkurra milliliða. Allt sam- göngukerfi borgarinnar cr óstarfhæft, eftir því sem fréttir herma. Fólkið sjálft er örvinglað, og trúir því tæplega, að Hitl- er sé í Berlin, þvi hann hefir livergi sézt og ekkert heldur heyrzl til hans. Dresden- svæðið. Á suður vígstöðvunum eru Rússar komnir . að Saxelfi milli AVittenherg og Torgau og hefir öll mótspyrna Þjóð- verja farið ]jarna í handa- skolum. Her Rússa, sem sæk- ir inn í Tékkóslóvakíu, liefir einnig sótt nokkuð fram. Ótrúlegt — en satt. Framh. af 2. síðu. Þjóðverjar strengt vír niður eftir henni og ef komið er við hann, þá springa allar sprengjurnar í loft upp!“ Flugmaðurinn drakk úr glasi sínu og gekk á brott. Síðastliðinn laugardagbár- ust þær fréttir, að herir bandamanna á Italíu hefðu tekið Bologna, einhverja mik- ilvægustu borgina í varnar- kerfi Þjóðverja á Norður- Italíu. Því hafði áður verið spáð, að ef Þjóðverjár misstu Bo- logna, myndu þeir neyðast til þess að flytja alla varnar- línu sina norður fyrir Pó, því að borgin var miðstöð varn- arkerfis þeirra á vígstöðvun- um á Norður-ítalíu. Takist Þjóðverjum ekki að verjast við Pó, sem er seinasta varn- arlínan af náttúrunnar hendi á Italíu, er fyrirsjáanlegt að ekki líður á löngu fyrr en þeir eru algerlega sigraðir á Italiu. Fyrir norðan Pó tek- ur við láglendi, þar sem fá skilyrði eru til varnar. Þegar herstjórn banda- manna tilkynnti fall Bologna var tilkynningin orðuð þann- ig, að taka borgarinnar hefði verið sameiginlegt átak allra. Því að í 5. og 8. liernum á Italíu berjast menn frá öll- um þjóðum, sem með banda- mönnum standa í stríðinu: Bretar, Bandarikjamenn, Ást- ralíumenn, Ný-Sjálendingar, Pólverjar og meira. að segja Italir. Eftir töku Bologna sóttu og var 5. herinn í gær kom- báðir herirnir hratt norður inn fast að Modena, sem er 35 km. fyrir norðvestan Bo- logna og framsveitir úr 8. hernum voru s;eint í gær- kveldi sagðar komnar inn í úthverfi Ferrara um 50 km. fyrir norðaustan borgina, og hefðu þær náð flugvelli borg- arinnar á sitt vald. Ferrara er seinasta og einasta borg- arvirkið, sem Þjóðverjar hafa á valdi sínu fyrir sunn- an Pó. I fréttunum var einn- ig skýrt frá því, að 5. her- inn væri sumstaðar kominn að fljótinu og væri farinn að gera tilraunir með að kom- ast yfir það. Allar brýr á fljótinu eru sagðar eyðilagð- ar eftir loftárásir handa- manna eða Þjóðverjar hafa sprengt þær á undanhaldinu. Á vcsturströndinni héldu sveitir úr 5. hernum áfram sókn sinni og nálgast óðum flotahöfnina Spezia og voru komnar að úthverfum henn- ar. 5. herínn tók Modena og Spezia í gær. I herstjórnartilkýnningu, sem gefin var út seint i gær- kveldi, var tilkynnt, að 5. herinn hefði tekið flotahöfn- ina Spezia á vesturströndinni og Modena 35 km. fyrir norð- vestan Bologna. Einnig var tilkynnt, að 8. herinn hefði tekið Ferrara og bæði liann og 5. lierinn hefðu farið ylir Pó á mörgum stöðum vestan Ferrarík Fréttir frá Sviss segja og frá bardogum ítalskra ættjarðarvina fyrir norðan Pó, sem gripu til vopna þegar her bandamanna fór að nálgast. BÆIAEFBETTIR Næturlæknir er í Læknavarðstofunni, sími 5030. Næturvörður er í Laugavegs Apóteki. Næturakstur. B. S. R. Simi 1720. Náttúrulækningafélag' íslands heldur fund í GuSspekifélags- húsinu viS Ingólfsstræti kl. 8,30 á morgun. Dr. Jakob SiguSrsson flytur erindi um næringu og mat- væli. Útvarpið í kvöld. Kl. 18.30 lslenzkukennsla, 2. fl. 19.00 Þýzkukennsla, 1. fl. 19.45 Hljómplötur: Söngvar úr óper- um. 20.20 Kvöld Þingeyingafé- lagsins: a) Ávörp og æSur (Bene- dikt Bjarklind, lögfræSingur, formaSur félagsins, Benedikt Sveinsson bókavörSur, Jónas Jónsson, alþingismaSur, Árni óla, blaSamaður). b) Upplestur (Hulda, Vigdís Jónsdóttirf. dj Þingeyingakórinn syngur (Ragn- ar H. Ragnar stjórnar). 22.00 Fréttir. — Dagskrárlok. „Verkstjórinn“, tímarit Verkstjórasambands ís- lands og Verkstjórafélags Reykja- víkur, 1. tbl. 2. árg., er nýkomið út. Efni þess er: Á tímamótunx (Jóhann Hjörleífsson), Frá tjaldabyggðum (Sigurður Páls- son), Saga verkstjórnar á íslandi (SigurSur Árnason), .Skipulag: vinnunnar (dr. Guðmundur Finn- bogason), Þankar um skipulag vinnunnar (Karl FriSriksson), Af fjöllunum (Jóh. Hjörl.), Slysa- hætta i sandnámum (Jón Oddgeir Jónsson), Handbók verkstjó.ra (H. Casson), Sumardýrð (kvæði eftir S. P.), Malbik (Adolf Peter- sen), 25 ára afmæli Verkstjóra- félags Reykjavíkur, IJig Verk- stjórasambands íslands, Laxarán (Sig. Pálsson), Ivennsla í stund- vísi (S. P.), Gamansögur o. fl. Blaðið er 40—50 síður, með mörg- um myndum og prentað á mjög góðan pappír. KR0SSGATA nr. 41 Skýringar: Lárétt: 1 svíkja, 6 fæða, 8 á fæti, 9 málfr. skammstöf- un, 10 fantur, 12 Ji’tur, 13; verkfæri, 14 lagarmál, 15 haíý 16 draugur. Lóðrétt: 1 reynt, 2 manns- nafn, 3 ræða, 4 tveir eins, 5 flón, 7 tóvinnuverkfæri, 11 band, 12 jurt, 14 við, 15 fangamark. RÁÐNING Á KROSSGÁTU NR. 40. Lárétt: 1. Rússar, 6. tónar, 8. ÓI, 9. No. 10. tár, 12. ant, 13. ar, 14. kl. 15. Ari. 16. skánar. Lóðrétt: 1. Rottan, 2. stór, 3. sól, 4. an,5; x-ann, 7. i*olnar, 11. ár, 12. alin, 14. krá, 15. ak.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.