Vísir - 30.04.1945, Blaðsíða 1
Dauðaslys
í Blesagróf.
Sjá bls. 3.
Sprengjum og skot
færum stolið.
Sjá bls. 3.
35. ár.
Mánudaginn 30. apríl 1945.
96. tbl#
Bandarákjamenn í Miinchen.
MILLI
Hitti iimiiiiei
þ. 21. apiíL
Bretar fara yfir
Saxeifi,
sfefna til Llibeck.
Hússas 100 kílómetra
vesfiur af Stefitin.
| herstjórnartilkynningu
bandamanna í morgun
Var sagt, að 7. herinn hefði
tekið Miinchen og hefðu
Þjóðverjar ekki veitt mikla
mótspyrnu, og bendir allt
til þess, að uppreisnin í
Miinchen hafi verið víðtæk-
ari en fylkisstjóri nazista
þar í borg vildi vera láta.
Miinchcn er ákaflega mik-
ilvæg samgöngumiðstöff og
stæ'rsta borgin í Bæheimi.
A'lmennt var álitiff, aff naz-
istar myndu verjast í borg-
inni til þess ýtrasta, vegna
Jjess að ]>ar áltu nazistar
löngum traustasta fglgiff,
enda hefir hún veriff nefnd
vagga nazistahreyfingar-
innar.
Herinn, sem tók borgina,
sótti síðan suður til landa-
mæranna, og var í morgun
kominn yfir þau og'hélt liralt
áfram til Innsbruek. Mót-
spyrna liefir engin verið, svo
teijandi sé, segja fróttaritar-
ar ,og benda á það sem dæmi
þess, bve aimennt fylgi upp-
réisnin í Munchen iiafi .átt
sér í Bæheimi. Víðast gefast
hersveitir upp án til nokk-
urs bardaga komi.
FRAKKAR.
Frökkum liefir einnig orð-
ið mikið ágengt fyrir vestan
hardagasvæði 7. liersins, og
er í þann veginn að samein-
ast lionum lijá Keinpten, sem
er aðeins 20 km. frá landa-
mærunum. Frakkar liafa
tekið marga bæi og þorp í
sókn sinni til landamæra
Austurríkis.
3. HERINN.
Einasla mótspyrnan eða
skipulagða vörnin, sem lier-
ir bandamanna urðu varir
við í Suður-Þýzkalandi i gær
var þar sem 3. her Banda-
rikjanna sækir inn í Austur-
ríki i áttina til .Linz. Hann
liefir sótt töluvert suður fyr-
ir landamærin, en á nú í
hörðum bardögum við sveit-
ir Þjóðverja, sem þarna verj-
ast. í Linz virðist vera mikill
órói og liafa íbúarnir víða
dregið upp livít flögg.
Framh. á 3. síðu.
I&pamr verjasfi 00 km
frá Hangfeon.
Japanir munu nú reyna að
vcrjast viff borgina Pegu í
Burma, 90 km. frá Rangoon.
Þar virðast þeir hafa safn-
að saman öllu liði sínu og
ætla sér að verja síðustu
leiðina yfir til Siams. Slcrið-
drekar úr 14. hérnum eru
þegar byrjaðir að leita að
veikum blettum á vörnum
Japana þarna.
Um helgina var í Milano
haldin sýning á líkum Musso-
Iinis, friilu hans og 16 nánum
■samstarfsmönnum.
Þau voru skotin eftir að
skyndidómstóll hafði kveðið
upp líflátsdóm yfir þeim.
Voru þau öll skolin í bakið,
eins og siður er að skjóta
svikara. Síðan voru likin ]
borin lit á götu i Miiano, þar
sem fasistar höfðu ökki alls i
fyrir löngu skotið 15 föður-í
Iandsvini.
Fólk gekk í stórhópum i
framhjá líkunum og sumir
hræktu á þau. Kona ein, sem
skoðaði likin í gærmqrgun,
dró skammbyssu upp iú'
tösku sinni, skaut fimm skol-
um í lík Mussolinis og sagði:
„Þessi skot eru fyrir fimm
syni mína, sem myr.tir voru!“
Of fljótt.
Föðurlandsvinir ákváðu,
að talca Mussolini þegar af
lífi, er þeir heyrðu varafor-
setaráðlierra stjórnarinnar i
Róm segja i útvarp, að ékki
þyrfti önnur rétlarrannsókn
að fara fram yfir háttsettum
fasistum, en að ganga úr
ímillli D.Hoosovelfi
— flugsfiöðvarskip.
. ./ gær var hleypt af stokk-
unum í New York flugstöðv-
arskipi, sem skírt var Frank-
lin D. Roosevelt.
Skip þetta er 45.000 smál.
að stærð, og því stærsta flug-
stöðvarskip, sem smíðað lief-
ir verið. Það hætist nú í
flota 20 stórra og 65 smárra
flugslöðvarsk., sem Banda-
ríkin haida úti.
skugga um liverjir þeir séu.
Nú finnst mönnum á italíu
yfirleitt sem Mussolini hafi
fengið of skjótan dauðdaga.
Meðal þeirra, sem skotnir
vorur voru Acliille Starace,
ritari flokksins, og Pavolini,
en frilla Mussolinis var Cara
Pitacci, sem hafði vcrið ást-
mey hans síðan 1939.
Graziani.
í fyrstu var talið, að Grazi-
ani hefði verið meðal þeirra,
sem tcknir voru af lífi á N.-
ítaiíu, því að Iiann var hand-
tckinn um leið og Mussolini,
en í gær var tilkynnt, að
hann hefði verið afhentur
liandamönnum. Eiga þeir
óuppgerðar sakir við liann
fyrir iandstjórn hans i
Abessiniu.
Hlond, kardináli Póllands,
sem bandamenn leystu úr
iiahli í Þýzkalandi er kominn
Jil Rómaborgar.
•
Fólk, sem býr í nágrenni
við BeJsen-fangabúðirnar, er
nú daglega iátið skoða þær
sér til uppbyggingar.
Með göngtmni ti! Róm hóíst veldi hans —
Lík Mussoiltiis. friu hans og 16 annara
fasicta Siöfi i sýnis í Milano.
Gmziani var afhenfiur handamönnum.
í Herstjórnartilkynningu
bandamanna í gær var frá
því skýrt, að margar stórar
sprengjuvélar bandamanna
hefðu þá um morguninn far-
ið með birgðir af matvælum
til HoIJands, allar komu vél-
arnar heilar og höldnu tii
baka.
Um 600 tonnum af alls-
konar matvælum var kastað
niður á flugvelli lijá Haag,
Rotterdam og Leiden. Leið-
angur þessi hafði verið til-
kynntur fyrir rram og safn-
aðist múgur manns saman
þar sem flugvélarnar köstuðu
birgðunién niður og veifaði
mannfjöldinn og hrópaði af
fögnuði þegar þær flugu yfir.
Tilkynnt var ennfremur í
brezka útvarpinu i morgun
að annar leiðangur yrði far-
inn i dag ef veður leyfði og
myndi flugvélarnar kasta
niður rauðum og grænum
blysum til merkis um að þær
væru með matvæli en ekki
sprengjur.
Fyrstur í annað sinn sem
forsætisráðherra.
Útvarpiff í Moslcva til-
kynnti í gær, aff mynduð
hefffi veriff í Vinarborg aust-
urrisk bráffabirgðastjórn.
Forsætisráðherra hennar
er dr. Karl Renner, foringi
sosial-demókrata. Hann varð
fyrsti forsætisráðlierra Aust-
urríkis eftir að; Hapsborgur-
um hafði verið steypt, árið
1918. Með honum eru i
stjórninni 5 flokksmenn
hans, 3 kristilegir sósíalist-
ar, 3 kommúnistar og 2
f lokksleysingj ar.
Þýzkir hermexm
í Moregi
firemja sjálfsmorÖ.
Skýrt hefir verið frá í frétt-
um nýlega að sjálfsmorð séu
alltíð meðal þýzkra her-
manna og foringja, sem
staddir eru í Noregi.
Vegna þess hve sjálfsmorð-
in iiafa aukizt undanfarið, sá
þýzka herstjórnin ekki önn-
úr ráð, en að banna þau og
hóta að láta brot gcgn bann-
inu koma niður á ættingjum
mannsins. óvíst er þó að
bann þelta dragi nokkuð úr
sjálfsmorðsfaraldrinum, því
hermönum í Noregi er orðið
vel kunnugt um að banda-
menn hafa nú meiri liluta
Þýzkalands á valdi sinu.
Hifiler sagður dauður
úr heilablóðfialli.
^ænska utanríkisráðuneyt-
ið staðfesti í gær fregn
þá, sem borizt hafði um að
Himmler hefði sent Bretum
og Bandaríkjamönnum boð
um að Þjóðverjar væru
reiðubúnir til þess að gefast
upp skilyrðislaust.
BERNADOTTE GREIFI.
í tilkynningu sænska ut-
anrikismálaráðuneytisins
um þetta segir, að það hafi
verið Bernadotle greifi,
varaformaður sænska rauða
krossins, sem liefði komið
uPPgj afarboðinu á framfæri
fyrir Himmler.
Bérnadotte hitti Himmler
í Berlín þann 21. apríl, og
hafði þá verið gengið frá
uppgjafartilhoðinu.
Ástæðan fyrir þvi, að því
var ekki sinnt, var sú, að
Rússum hafði ekki borizt
nein boð um uppgjöf frá
Þjóðverjum, en það er samn-
ingur milli bandamanna, að
semja ekki við Þjóðverja
nema allir í einu. Þetta lief-
ir einnig verið viðurkennt í
brezka útvarpinu frá Lon-
don.
Himmler lét svo umínælt
við Bernadolte greifa, að'til-
boð þetta kæmi ekki frá Hit-
ler, sem lægi mjög veik-
ur, og myndi hann áreiðan-
lega ekki lifa lengi eftir að
liann frétti um uppgjöfina.
HITLER DAUÐUR.
í útvarpi frá Bretlandi í
gær voru hvað eftir annað
lesnar upp óstaðfestar fregn-
ir um að Hitler væri dauður.
Ein stöðin liafði það eftir
fregn frá Bern, að iiann liefði
iátizt af heilablóðfalli sið-
degis í gær i neðanjarðar-
virkjum i Tiergarten, og
liefði Göhbels verið iijá lion-
um er hann lézt. 1 sömu frétt
var ejnnig frá því skýrt, að
Himmler væri kominn til
Lúbeck, til þess að ganga
endanlega frá uppgjöf Þjóð-
verja.
Seinast í gærkveldi komu
svo þær fréttir frá Sviþjóð,
að Bernadotte væri farinn
í flugvél til Norður-Þýzka-
lands, en ekki væri vitað
með vissu hvert.
Frélt frá Bernadotte.
Lundúnaútvarpið skýrðl
frá því ldukkan 10 í morg-
un, að samkvæmt siðustu
fréttum frá Svíþjóð, væri
Bernadotte greifi i Dan-
mörku til viðræðna við
Ilimmler.