Vísir - 30.04.1945, Blaðsíða 3

Vísir - 30.04.1945, Blaðsíða 3
Mánudaginn 30. apríl 1945. VISIR 3 Sprengiefnumog skotfærum stolið f gærkveldi var innbrot framið í geymsluskúr ná- Jægt Langholtsvegi og stolið. þaðan skotfærum og sprengiefnum. Stolið var bæði riffil- skotum og 12 dýnamit- sprengjum. Var hver ein- stök sprengja í látúnshylki og með þræði tilbúin til íkveikju. Sást til 3ja drengja, á að gizka 14—16 ára, sem grunaðir eru um að vera valdir að þjófnaðinum, en þeir náðust ekki. Af þessum sprengiefn- um getur stafað stórkost- leg hætta og eru allir þeir, sem einhverjar upplsingar geta gefið, beðnir að láta Rannsóknarlögregluna vita. — Eldur í slnu í Skerja- firði. Um klukkan 3 í gær var slökkviliðið kvatt út. Var eldur í sinu á túnbletti við Reykjavikurveg í Skerjafirði. Nærliggjandi húsum gat stafað hætta af eldinum, ef ekki var aðgætt. Var eldur- inn slökktur fljótlega, og varð ekki tjón af þessu. Sundmeistaramótinu lýkur I kvöld. Sundmeistaramótinu lýkur í Sundhöllinni í kveld og má búast við spennandi keppni. Þeir nafnar Sigurðar Jóns- synir eiða aftur saman hesta sína, að þessu sinni á 400 m. hringusundi. Þar verður spennandi 'keppni og alveg ó- víst um sigurinn. Þá verður og keppt í 400 m. skriðsundi, auk þrísunds, 3kl00 m. Er mjög vafasamt mn úrslitin, og Í.R. sendir þarna fram sveit í fjTsta sinn. Stúlkurnar keppa svo í 100 m. skriðsundi og 200 m. bringusundi og þá verða og drengjasund. Dauðaslys í Biesa- gróf. Maður verður undir móhellu og bíður bana. Stefán Þórðarson til heim- ilis að Aðalstræti 8 hér í bæ beið bana í gærkvöldi, er sandbakki hrundi yfir hann í sandnámi bæjarins inni við Blesagróf. Á sjötta timanum i gær- kvöldi voru 5 menn áð taka sand á vöruhifreið inni í sandgryfjunum i Blesagróf. Tóku þeir sandinn úr holu, sem húið var að grafa inn undir móhellulag. Mun liafa verið um þriggja metra hæð upp á móhellubrúnina. Ste- fán heitinn var að moka sandi á bifreiðina úr gryfjunni og stóð við moksturinn inn und- ir móhellubrúninni. Allt í einu hrundi móhellu- barmurinn niður og lenti Stefán undir henni. Félagar lians ruku þegar til og grófu hann út úr hyngnum og tókst að ná honum eftir fremur slutta stund. Var lífsmark með Stefáni, er hann náðist úr gryfjunni. Sjúkrahifreið var þegar komin á vettvang og varmað- urinn fluttur samstundis á Landspítalann, en áður en þangað kom var hann and- aður. Stefán heitinn var 25 ára að aldri. Bogey-keppni í golfi íór fram í gær. í gærdag kl. 2 e. h. fór fram svokölluð „Bogey“ keppni í gólfi. Fór keppnin fram á velli Golfklúbbs fslands á öskjuhlíð. Þetta var mjög skemmtileg keppni, og voru keppendur 34. Keppni fór þannig að bezl- um árangri náðu þeir Ewald Berendsen + 11, Geir Borg + 5, Jón Tliorlacius + 1 og Ásgeir ólafsson + 1. Næsta keppni fer fram þann 6. maí. Er það svoköll- uð „Blindkeppni“, og 13. maí fer fram undirbúningskeppni undir Hvítasunnukeppnina. Vígstöðvarnar. Framh. af 1. síðu. BRETAR. Brezkar hersveitir hafa sótt yfir Saxelfi fvrir sunnan Hamhorg og tóku i fyrradag Lauenburg. í gær var sagt að þær sæktu Íiratt fram og stefndu til Liibeck og ætluðu sér að líkindum að reyna að slíta allt samband herjanna í Danmörku við Þýzkaland. Aðrar liersveitir sækja að haki varnanna í Hamborg, með því að sækja að horg- inni úr norðri og vestri. RÚSSAR. Hersveitir Rússa sem tóku Stettin fyrir nokkrum dög- um eru komnar 100 km. vest- ur fyrir horgina og sækja þar hratt fram. Þær hafa tekið Neubrandenhurg í Mecklenhorgarfvlki 50 km. fvrir vestan Uckermúnde, milli Uckermúnde og Ang- ermúnde, sem þær tóku á laugardag eru harðir bar- dagar háðir. Bilið milli 2. liers Breta og Rússa, sem komnar eru inn i Mecklen- borgarfylki erú ekki nema 100 km. BERLÍN. Rússar eru farnir að herj- ast í miðri horginni og hafa síðasta sólarhring hætt við sigmörgum hverfum. í frétt- um frá Rússum segir, að 177 liúsaþyrpingar Iiafi fallið þeim í liendur einnig mikið herfang. Mikið er farið að hera á þvi, að hermenn naz- ista í Berlín reyni að losa sig við öll einkenni nazista, sem þeir hafa áður horði og sjást slík merki allsstaðar á götunum. Talið er að ekki geti liðið nema fáir dagar eða enn skemmri tími þangað til Ber- lín sé alveg á.valdi Rússa. Díikaitamask og servíettur. Húseigendur í lögsagnaiumdænti leykjavíkur. Gjalddagi á brunatrygginganðgjöldum var, sam-; kvæmt útsendum gjaldseolum, 1. apríl s.l. Dráttarvextir falla því á ógreidd gjöld 1. maí n. k. Þeir húseigendur, sem greiða gjöld sín fyrir 4. maí n. k., þurfa ekki að greiða dráttarvexti. ALMENNAB TRYGGINGAR H.F. Austurstræti 10, 3. hæð. Símar 2704 og 5693. Tvær stúlkui óskast til eldhússtarfa nú þegar. ‘ Matstofan Gullfoss, Hafnarstr. 17. Ekki svarað í síma. Nýkomið: Einhólfa olíuvélar. Stálull. Verzl. Ingólfur, Hringbraut 38. Sími 3247. LEIKFÖNG— Flugmodel, Flugvélar, Bíl- ar, Dúkkur, Dúkkuvagnar, Skip, Sippubönd, Rellur, Kubbar, Myndabækur, Nælur, Töskur, Húsgögn, Eldhússett, Þvottabretti, Símar, Eldavélar, Strau- járn, Hjólhörur, Hlaupa- hjól, Byssur, Mótorhjól, Skriðdrekar, Flautur, Ur, Lúðrar, Gúmmídýr, Spil ýmiskonar o. fl. K. Einaisson & Bjömsson. STÚLKA óskast. Gildaskálinn, Aðalstræti 9. Beztu úrin frá BARTELS, Veltusundi. Gluggaútstilling- r Konnr og arpappr. Pensillinn. Sími 5781. stúlkur! Sníðanámskeið hefst hjá mér. 7. maí. Get bætt við nemendum í eftirmiðdagstím- ána. — Væntanlegir nemendur tali við mig sem fyrst. Athugið, að hjá mér eru fáar hafðar í flokki. Sigríður Sveinsdóttir, meistari í kvenna- klæðaskurði. Reykjavíkurveg 29 (Garði). Camel-ullarefni, ljósbrúnt. Glasgowhúðin, Freyjugötu 26. Hús og einstakar íbúðir i og utan bæjar til sölu. Málaílutningsskrifstoía Kristjáns Guðlaugssonai HiL Haínarhúsinu. — Sími 3400. Stúlka úskast i Tjarnarcafé h.f. nú þegar. Uppl. á skrifstofunni. Sími 5533. I. S. I. — S. R. R. SUNDMEISTARAMÓT I.S.Í. Síðarí bluti mótsins íer fram í kvöld kl. 8,30 í Sundhöllinni. Keppt verður í: 400 m. frj. aðf. karla, 400 m. bririgusuridi karla, 200 m. hringusundi kvenna, 100 m. frj. aðf. kvenna, 50 m. hjörg- - unarsundi, 100 m. bringusundi og 3x100 m. boðsundi. Aðgöngumiðar seldir í Sundhöllinni. Mjög spennandi keppni. — Allir upp í Sundhöll.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.