Vísir - 11.05.1945, Blaðsíða 4
4
VISIR
Föstudaginn 11. maí 1945.
VlSIR
DAGBLAÐ
Útgefandi:
BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H/F
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson,
Hersteinn Pálsson.
Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni.
Afgreiðsla: Hverfisgötu 12.
Símar 1 6 6 0 (fimm línur).
Verð kr. 5,00 á mánuði.
Lausasala 40 aurar.
Félagsprentsmiðjan h/f.
Slysavarnir.
Slysavarnafélag tslands efnir til fjársöfnunar
i dag og er þess að vænla að almenning-
ur bregðist vel við nú sem endranær. Slvsa-
varnafélagið liefir þegar unnið mikið og
g'ott starf og er það ekki sízt aðþakkakvenna-
deildum félagsins, sem starfað liafa af mikl-
um dugnaði um 15 ára skeið. Fyrir atbeina
þeirra bafa verið reist björgunarskýli á
ýmsum hættusvæðum, en belur má ef duga
skal. Er þess skennnst að minnast að við lá
að bið alvarlegasta slys yrði hér í nágrenni
bæjarins er Laxfoss strandaði, en algjörlega
ófullnægjandi skilyrði voru,’til björgunar-
starfsemi. Opnuðust þá augu manna fyrir
því að nauðsyn bæri til að björgunarskýli
vrði reist í Örfyrisey og er nú unnið að því
máli. En úr þvi svo er liér, má nærri geta
að þörfin er brýn á öðrum stöðum á strand-
lengjunni, með því að minnst er siglinga-
bættan á innfjörðum.
Jafnframt þvi, sem unnið er að björgunar-
starfsemi á ströndum landsins, þarf að
tryggja öryggi sæfarenda með því móti að
g'era fbrkoslina sem bezt úr garði. Góð skip
og öruggasti útbúnaður að öllu lejdi er fyrsta
skilyrði fyrir að slysahættu verði afslýrt.
Yfirleitt er íslenzki fiskiskipaflotinn orðinn
gamall og úreltur, og þótt honum liafi ver-
ið gert nokkuð til góða á stríðsárunum er
það á engan bátt fullnægjandi. Ný skip þarf
að þýggja í slað hinna, sem úr sér eru gengin
og það verkefni þarf óbjákvæmilega að leysa
á næslu árum. 1 því verður nýskipunin fólg-
in, en öðru ekki. Er ánægjulegt til þess að
vita, að þegar bafa verið gerðar ráðstafanir
til að lryggja okkur botnvörpunga af beztu
gerð, og mun þó í ráði að auka enn þar við
og ekki óverulega að því er fregnir berma.
Eiga þar samtök einsfaklinga blut að máli
svo sem vera bcr, cn jafnframt munu þau
njóla aðstoðar bins opinbera að svo miklu
leyti, sem við þarf.
Vitakerfi landsins er enn ekki komið í við-
unandi borf, þótt mikið bafi á unnist. Frá
ári til ár^ er vitum fjölgað og að því leyti
eykst öryggið stöðugl. Gildir liér, sem víðar
að ekki verður allt gert á einuiíi degi, en þrátt
fyrir Jiað miðar allt í rétta átt. Sjómanna-
stéttin lætur sig mál þessi miklu varða, sem
eðlilegt er, en jafnframt nýtur hún almenns
skilnings þjóðarinnar, sem kemulr meðal
annars fram í starfsemi dcilda Slysavarna-
félagsins um land allt, Þá starfsemi ber að
efla svo sem frekast verður við komið, en
það verður ekki gert með öðru móti en þvi
að bver einstaklingur geri skyldu sína og
stvrki þessa starfsemi með fjárframbigum. í
dag leitar félagið styrks allra einstaklinga.
jVIerki félagsins verða sekl á götunum, en
jafnframt verður að sjálfsögðu tekið við
framlögum til félagsins. Hafa menn sýnt fé-
Jaginu mikla rausn og hlýleik á undarfförn-
um árum, enda hefir það sýnt í verkinu,
a ðþað á allt gott skilið. Framlag hvers og
eins þarf ekki a ðvera tilfinnanlegt, en sa.fn-
ast þcgar saman kemur. Kaupið merki Slysa-
varnafélagsins í dag og styðjið það að
pðru leyti eftir beztu getu.
Stríðið III:
Sigurvonir Þjóðverja urðu ao engu
í jrustunni um Bretland".
Þegar Frakkar og aðrar
bjóðir Vestur-Evrópu höfðu
verið brotnar á bak aftur,
stóð Bretland eitt í vegi fyr-
ir algerum sigri Hitlers
sumarið 1940.
Enska þjóðin var að miklu
leyti búsett í þéttbýli, stór-
um, illa vörðum iðnaðar-
borgum, sem virtust hið
bezta skotmark fyrir
sprengjuflota Þjóðverja, er
niundu ryðja innrásarhern-
um braut inn í landið. Nú
virtist hið mikla augnablik
foringjans komið.
En Bi’etar ætluðu sér ekki
að gefast upp bardagalaust.
Hitíer taldi það hina mestu
fásinnu af þeim, að ætla að
ganga þannig í opinn dauð-
ann, en það hefir síðan kom-
ið á daginn, að æðruleysi
Breta og staðfesta varð til
þess að valda straumhvörf-
um í stríðinu.
Því að Bretar báru hærra
hlut í öllum þrem þáttum
loftsóknarinnar, sem Þjóð-
verja hófu gegn Bretlandi og
Churchill gaf nafn það, scm
hún mun jafnan verða nefnd
— „orustunni um Bretland“.
Árásir á hafnarborgir.
Fyrsti þáttur doftsóknar-
innar hófst seint í júlí, þegar
stórhópar þýzkra flugvéla
hófu gcigvænlegar árásir á
ýmsar helztu hafnarborgir
Bretlands með það fyrir aug-
um að stöðva matvælaflutn-
ingana til landsins og svelta
landsmenn til hlýðni.
Fyrst var ráðizt á Thames-
ósa og Plymouth og síðan
vesturhafnirnar Liverpool,
Gardiff og Bristol. Hundruð
sprengjuflugvéla réðust á
þessar borgir og héldu uppi
miskunnarlausum árásum
dögum saman. Um skeið var
ekki annað sýmlcgt, en að
Þjóðverjum myndi takast að
kyrkja alla aðdiætti með loft-
árásum sínum.
En ekki voru margar vik-
ur liðnar, þegar hinn litli
brezki llugher, sem tók með
barðfylgi móti bverri árás,
fann aðferðina til að stöða
síeypiflugvélarnar. Af þeim
hafði farið bið mesta orð, en
það kom á daginn, að þær
voru furðanlega ófullkomnar.
Þær voru smíðaðar með sókn
einungís fyrir augum og
böfðu jiví hvorki verið bún-
ar nægum byssurn né bryn-
vörnum, lil að geta staðizt á-
rásir orustuvéla eða skothríð
loftvarnabyssna.
Bretar voru ekki scinir á
sér að hagnýta sér jænna ó-
kost steypifíugvélanna og 1.
ágúst var svo komið, að ])cir
höfðu náð yfirböndinni. Um
miðjan mánuðinn eyðilögðu
])eir að jafnaði sjö þýzkar
flugvélar fyrir hverja, sem
])cir misstu sjálfir. Og skip
jjeirra sigldu um höfin scm
fyrr.
Árásir á London.
Þá sá Göring sér þann kost
vænstan, að breyta um sókn-
nraðferð. I þeirri von, að tak-
ast mætti að lama viðnáms-
])rótt ])jóðarinnar, gaf hann
skipun um að stórárásir
skyldu gjörðar i björtu á
helztu borgir landsins, með-
al annars London.
Þessi þáttur sóknarinnar
náði hámarki sínu seint um
sumarið og í haustbyrjun,
])egar um 1000 þýzkar
sprengjuflugvélar gerðu dag
eftir dag árásir á liöfuðborg
Bretlands. Eyðileggingin var
ægileg, þúsundir manna biðu
bana og megnið af borgar-
búum varð að leita sér liælis
neðanjarðar, meðan sprengj-
um rigndi af handahófi yfir
iðnhverfi og íbúðahverfi.
En þessi árásaraðferð var
beldur ekki einlilít. Sprengju-
flugvélasveitirnar voru enn
betra skotmark en steypiflug-
vélarnar höfðu vei’ið á sínum
tíma. Á fjórum vikum skutu
Bretar niður 883 flugvélaT og
er komið var fram í nóvem-
ber gat Göring ekki rieitað
því, að Bretar höfðu yfir-
höndina í lofti yfir Bretlandi,
meðan bjart var af degi. —
Hann gat ekki hrætt Breta
til að hætta vörninni.
Næturárásir.
Um miðjan nóvember tóku
Þjóðverjar enn upp nýja
sóknaraðferð, hófu árásir í
stórum stíl að næturlagi. —
Harðar árásir voru gerðar á
Coventry, Southampton og
Birmingham, jafnframt því
scm ægilegar ársir voru gerð-
ar á London. Tugir og hundr-
uð kirkna, sögulegra byggr
iriga og íbúðarhúsa lirundu
til grunna eða brunnu tii
ösku um England þvert og
endilangt. Þúsundir lands-
manna urðu liúsvilltar og
dánartalan komst upp í 30,-
000, meðan England skalf og!
nötraði undir sprengjumj
sem féllu í smálestatali niður
yfir byggðir landsins.
En viðnámsþróttur brezku
þjóðarinnar lrilaði hvergi,
jirátt 'fyrir þessar ógnir. Það
ei gott dæmi um baráttu-
anda verjendanna, að sjálf-
boðasveitir þær, sem höfðu
það starf að slökkva í eld-
sprengjum, hrópuðu stork-
andi: „Meira!“, í áttina til á-
rásarfíugvélanna, þegar þeir
voru búnir að slökkva í ein-
um farminum frá þeim. —
Lundúnabúar kvörtuðu ckki
þótt þeir yrðu daglega að
fara niður í ganga neðanjarð-
arbrautanna eða loftvarna-
skýlin, sem gerð voru við
mörg hús i borginni.
Undir árslok fóru varnar-
ráðstafanirnar að eflast, því
að þá var beitt æ fleiri næt-
urorustuvélum og miðunar-
tækinu „RADAR“, sem sagði
jafnskjótt til, cf llugvélar
stefndu út ýfir Ermarsund
frá Frakklandsströndum. —
Þýzku flugvélunum, sem
hröpuðu brennandi til jarðar,
fjölgaði sífellt. Brczka flug-
bernum óx óðum ásmcgin og
hann sendi æ stærri árásar-
bópa til meginlandsins, til
þef>s að svara í sömu mynt.
En í vörninni fóru Bretar
sparlega með orusluvélar
sínar, ])ví að þcim var ljóst,
að þeir mætti ekki missa of
mikið af þeim, til ])ess að það
dnggi ekki úr styrkleikaiilut-
föllunum.
Fyrsti ósigur Hitlers.
Þegar komið var langt
fram í desember fór mjög að
draga úr þunga loftárása
Þjóðverja. Um eitt skeið
unnu þeir þó mikið tjón, er
þeir sendu flugvélar í árásir,
Framh, á 6. síðu
Stórfyrirteeki Eg hefi verið að heyra utan að
á uppsiglingu. mér upp á siðkaslið, að verið
sé að undirbúa hér i bænuni
stofnun fyrirtækis eins, sem eigi að vera eitt
hið stærsta — ef ekki allra-stærsta — fyrirtæki
í sinni ,röð hér á landi. Eftir því sem mér hefir
tekizi að komast næst, þá mun vera ætlunin,
að fyrirtæki þetta hafi hvorki meira né minna
en nokkurra tuga milljóna króna höfuðstól! Er
það enginn- smápeningur, jafnvel hér á landi
nú, þar sem allt er morandi í gulli — úr pappír,
— en það er líka tímanna tákn, þvi að menn
læra smám saman að hugsa í stærri tölum efiir
því, sem þeir hafa meira handa í milli.
*
Á að annast Mér skilst, að þetta eigi að verða
útgerð. útgerðarfélag, eigi að reka stórr
útgerð með nýtízku tækjum og
skipum, svo að það geti tekið þátt i samkeppni
við hvern sem er af öðrum þjóðum. Er nú að
sögn verið að undirbúa málið rækilega, áður
en almenningi verður gefinn kostur á að gerr
ast þá.ttakandi i fyrirtækinu. En vegna þess
að hér er um svo miklar fyrirætlanir að ræða,
mun í ráði að fá stjórnmálaflokkunum i land-
inu málið i hendur að einhverju leyti. Veit eg
ekki meira um þetta, pins og sakir standa, en
vafalaust fá menn nánar fregnir af þvi inn-
an sKamms.
*
Þeir voru Kunningi minn, sem er í flugher
ekki með. Kanadamanna hér, hefir beðið mig
að koma því á framfæri, að menn úr
þessum her hafi alls ekki verið við róstur þær
riðnir, sem áKu sér stað i tilefni af sigurdeg-
inum. Vonast þeir til þess, að enginn setji þá
í samband við þær. Kanadamenn fengu skipun
um að halda sig innan lierbúða sinna þennan
dag og miðvikudaginn líka, svo að ekki var því
lil að dreifa, að þeir hefðu verið í bænum.
Flestir amerísku hermennirnir munu einnig
hafa verið látnir fara til herhúða sinna, er líða
tók að kveldi. Kem eg þessari skýrángu Ivanada-
mannsins hér með áleiðis.
*
Ljótar aðfarir. Það voru heldur ljótar aðfarir
við vcrzlanirnar i miðbænum,
og raimar víðar, þegar verið var að fagna sigr-
iaum yíir Þjóðverjum. Menn höfðu nú almenni
húizt við því, að mikið mundi ganga á, en eng-
an mun hafa grunað, að ólætin og óspektirn-
ar yrðu svona taumlausar. Þegar svona stend-
ur á, eins og í þetla skipti, ættu menn ekki að
hnappast saman og horfa á þá, sem óspeklun-
uin valda, því að það' verður einatt til þess eins
að æsa þá og espa, og oft geta slys orðið að,
])ótl ekki horfi þegar i stað til stórvandræða.
Æiltu menn að gæta þess framvegis, þegar líkt
stendur á.
*
Auglýsið Eg ætla að hirta kafla úr hréfi, sem
í Vísi! hlaðið fékk frá fsafirði fyrir nokkur-
um dögum. Hann hljóðar svo: „(Jm
leið ætla eg að segja frá eftirfarandi, sem aug-
lýsingu fyrir hlaðið og til þess að bcnda á hrað-
ann á íslandi, sem skapast við flugsamgöng-
urnar:
Vísi 28. april las eg milli kl. 4 og 5 sama
dag — hann hafði komið með flpgvél og fékk
eg hann hjá Jónási Tómassyni, hóksala, — og
sá þar auglýsingu (frá ,,privat“-manni) um hlut
til söhi, sem mig vanhagaði um og mikið er
spunt eftir. Eg hringdi strax með hraði til selj-
anda og varð fyrstur til ])ess að hafa samband
við hann og keypti hlutinn.“
*
Hraði nútímans. Þessi saga er eitl af mörgum
táknum um þann mikla hraða,
sem farinn er að einkenna líf manna hér á landi
síðustu árin, síðan flugferðir fóru að verða all-
ahnennar. Iín hins vegar er hún ekkert nýtt
dæmi um það, að það borgar sig fyrir menn
að auglýsa í Vísi. Það vreri hægt að telja mörg
önnur, en af því að þessi kom til lokkar í hréfi
frá einuin af mætustu borgurum ísafjarðar, ])á
da.lt mér í hug, að menn mundu hafa gaman
af að heyra hana.
*
Laugardags- Um miðjan þenna manuð tekur
fríin nálgast. viðskiptalíf horgarinnar þeim
stakkaskiptum, að verzlunum
verður lokað um hádegi á laugardögum, og helzt
sá lokunartími. fram í septemher. Prentarar og
fleiri iðnaðarmenn fá einnig fri frá hádegi á
laugardögum á sama tima, og verður Vísir að
haga útkomu sinni á laugardögum eftir því, vera
fyrr á fcrðinni en aðra dagg vikunnar. Á morg-
un er síðasti laugardagurinn með „gamla lag-
inu“, þann næs'la ganga friin í gildi.