Vísir - 16.06.1945, Blaðsíða 7

Vísir - 16.06.1945, Blaðsíða 7
Laugardaginn 16. júní 1945 VISIR C 2&/oyd Zj. 'dDouglas 143 „En þú?“ spurði Marsípor. „Varst þú ekki með honum?“ „Aðeins við og við. Eg var margar vikur i Jerúsalem. Þaðan hefi eg margt að segja þér. Marsípor, Galíleinn er á lifi!“ „Já, við höfum heyrt það.“ „,,Við“, hverjir eru þessir „við“?“ Demetríus tók í handlegg Marsípor og stöðvaði hann. „Hinir kristnu í Róm,“ svaraði Marsípor og brosti að undrun vinar síns. • Hefir það þá borizt til Róm — svo fljótt?“ „Fyrir mörgum mánuðum — með kaup- mönnum frá Antíokkíu.“ „Og hvernig komst þú að þessu?“ „Um það var hvislað á markaðstorginu. Og Desimus, sem alltaf hæðist að Grikkjum, skemmti sér við að segja mér frá þvi, að ein- hverjir ljjátrúarfullir kaupmenn frá Antíokkíu hefðu komið með fregn um Gyðingatrésmið, sem risið hefði frá dauðum. Mér var enn i fersku minni, það sem þú sagðir mér af þess- um manni, svo að eg var fullur forvitni og langaði að heyra meira.“ „Pú liefir auðvitað farið að hitta Antíokkíu- menn,“ sagði Demetríus. „Já, daginn eftir. Þeir drógu enga dul á neitt og frásögn þeirra var mjög sannfærándi. Þeir liöfðu ýmislegt eftir manni, sem sjálfur liafði séð margt furðulegt kraftaverkið — einhverj- um Filippusi. Nokkura þeirra fýsli að að fá á þessu staðfestu og fóru til Jerúsalem. Þar töl- uðu þeir við aðra menn, sem séð liöfðu þennan Jesú eftir dauða lians, mélin sem mátti treysta, að sögðu sannleikann. Allt þetta og það sem þú hafðir sagt mér, gaf mér fulla ástæðu lil að trúa.“ „Svo að þú ert þá kristiun!“ Það ljómaði af augum Demetríusar. „Þú v'erður 'að segja her- foringjanum þetta. Hann verður glaður!“ Marsipor varð allt i einu alvarlegur. „Ekki strax, Demetrius. Enn er eg elcki nógu fastur í rásinni. Desímus þurfti endilega að segja senatornum frá þessari hreyfingu og taldi hana uppreist gegn lögum og rétti.“ „Hefir sénatorinn gert nokkuð í því máli?“ „Ekki svo að eg viti. En hvað er það annað en eðlilegt, að hann hafi .heldur litla velþóknun á hinum kristnu mönnum. Ilann kennir þeim um alla þá ógæfp, sem sonur hans rataði í. Og ef Marsellushværi sagt af því, að hér í Róm sé slór flokkur kristinna manna, myndi hann kannske í fljótfærni setja sig í samband við þá. Ilættulegt gæli það orðið. Hinir kristnu fara liuldu höfði og yfirvöldin eru þegar farin að láta njósna um leynifundi þcirra. Við megum ómögulega koma úlfúð á milli Marsellusar og föður hans.“ „Rétt lijá þér, Marsipor,“ samsinnti Deme- tríus. „Við skulum alls ekki segja þetta herfor- ingjanum. En liann kemst að því, vertu viss. Og hvað fáleika snertir milli föður og sonar, þá eru þeir óhjákvæmilegir. Marsellusi er alvara með trú sína og ósennilegt er, að senalorinn verði sannfærður urn, að hún sé sönn. Gamlir menn skipla ógjarnan um skoðun. En þetta nýja málefni má ekki hiða, Marsipor, þangað til allir sjálfhirgingar hafa sannfærzt um það. Þessi saga um Jesú er okkar eina von um að frelsi og réttlæti fái að ríkja. Og ef svo á að verða, verður strax að hefjast lianda!“ „Eg held það líka,“ sagði Marsípor. „En samt — mig langar ekki til að sjá misklíð koma upp milli Marsellusar og föður hans. Senatorinn á ekki langt eftir ólifað.“ „Einmitt eitthvað þessu líkl var borið undir Jesú,“ sagði Demelríus. „Galíleumaður sagði mér það, sem sjálfur lieyrði samtalið. Ungur maður, sem mjög fanii hjá sér köllun til að gerasl fylgjandi þessari nýju lífsstefnu, sagði við Jesú: „Faðir minn er gamall maður, herra, óg liefir gömul sjónarmið. Þessi nýja trú er honum þyrnir í augum. Lofið mér fyrst að grafa föður minn og svo skal eg koma og fylgja þér“.“ „Rýsna skynsamlegl,“ skáut Marsfpor inn i, sem sjálfur var sextíu og sjö ára að aldri. „Ekki fannst Jesú það,“ hélt Demetríus á- fram. „Kominn var tími til róttækra breytinga á trú manna og hegðan. Ilin iiýju boð gátu ekki beðið eftir þvi, að allir gamlir menn með göm- ul sjónarmið hyrfu af sjónarsviðinu. í raun og veru voru þessir gömlu menn þegar dauðir. „Látið aðra, sem dauðir eru, jarða þá“.“ . „Sagði liann þetta virkilega?“ spurði Mar- sipor. „Eitthvað á þá leið.“ „Frekar finnst mér það kaldranalegt af sliku ljúfmenni sem liann var.“ Demetríus skaut hendi sinni vinalega undir haijdlegg Ivorintumannsins. „Marsipor, við megum ekki gera þá regin- villu að hugsa okkur, að boðskaur Jesú, sem auðvitað gengur út á frið og góðvilja, sé eiti- livað viðkvæmt og ljúft, sem bíður eftir hvers manns hentugleika og flýtir sér út af veginum lil að fe'asl i runninum, unz allt annað er geng- ið framhjá! Þeir sem bera ljóskerið, munu komast i miklar mannraunir. Þeir hafa þegar verið liýddir og settir í faúgelsi! Margir hafa verið dæmdir !‘.‘ „Eg veit. Eg veit,“ tautaði Marsipor. „Einn af kaupmönnunum frá Antíokkíu sagðist liafa séð Jerúsalemslýðinn grýta ungan Grikkja til dauða. Stefanos hét liann. Ekki liefir þú lcann- ast við hann?“ „Stefanos,'“ sagði Demetríus dapur í bragði, — „var bezti vinur minn.“ Marsellus hafði alls ekki lokið við morgun- verðinn, þegar Marsipor kom inn og sagði hon- um, að senator Gallíó væri í bókaherberginu og langaði til að tala við herforingjann, eins fljótt og hann gæti. ,,-Viltu segja senatornum, að eg komi niður eftir fáeinar mínútur,“ sagði Marsellus. Gjarnan hefði liann viljað fresta hinu alvar- lega samtali við föður sinn í nokkura daga. Áu efa myndi senatornum veitast það erfitt að hlusta á jiessa furðusögu með þolinmæði eða virðingu. Nokkura stund stóð Marsellus við op- inn giuggaim og afhýddi glóaldin, sem hann ætláði þó ekki að eta, og reyndi að liugsa sér, hvernig hægt væri að haga orðum sínum um Jesú, Galíleann. Því að í þessu tilfelli var liann ekki aðeins talsmaður. Það væri verið að yfir- heyra h.ann sjálfan, Marsellus, líka. Markús Lúkan Gallíó var ekki þrætugjarn maður. Orð það, sem af honum fór í öldunga- ráðinu, stafaði af því, hve liðugur ræðumaður hann var. Hann vissi nefnilega, livenær og livar ætti að láta undan, hvernig og hvern ælti að sefa, og hann var meistari i því að koma á sátt- um. Hann hélt aldrei af þrákelkni fram neinu máli fyrir hégóma sakir. En hann var stoltur af, hve andleg heilbrigði hans var rnikil. Ef hann til dæmis var sannfærður um það, að vatn leitar alltaf og alls staðar niður á jafn- sléttu, þá var vita gagnslaust að koma til lians og segja, að dag nokkurn i ákveðnu Íandi hafi vatn sézt relina’upp í móti fyrir skiþun ein- hvers manns. Ilann hafði engaii tíma til að sinna frásögnum af atburðum, sem komu. í bága við náttúrunnar lögmál. Sjálft orðið „kraftaverk“ fannsf honum hneyksli. Ilann gat al'ls ckki þolað slikar sögur og því siður gat hann þolað fólk i návist sinni, sem lagði trún- að á þær. Og af því að öll trúarbrögð voru, að skoðun hans, byggð á trú á yfirnáttúrlegar ver- ur og yfirnáttúrleg verk, þá hafði senatorinn ekki aðeins fvrirlitningu á trúarbrögðum, heldur sagðist hann einnig hafa megnustu óbeit á trúræknu fólki. Hver sá, sem gaf sig í slíkt, var annaðhvort fáfróður eða samvizkulaus. Ef sæmilega skynsamur maður gerðist áróðurs- maður fyrir trúarbrögð, þurfti að hafa á honum gætur. Því að hann ætlaði sér auðsjáanlega að færa sér í nyt veikgeðja fólk, sem treysti lionum vegna guðrækni lians. Sumir liéldu þá lieið- virða, scm guðræknir voru, taldi senator Gallió, en sú var staðreyndin aftur á móti að guð- hræðsla og heiðarleiki áttu enga sanileið að hans dómi. Það var ósköp skiljanlegt, að Servus gamli lægi á hæn til guða sinna. Jafnvel var liægt að fyrirgefa Tiberíusi gamla hinn geysi- lega áhuga hans á trúarbrögðunx, þar sém hann var ckki með öllum mjalla. En cngin afsökun var fyrir heilbrigðan og menntaðan mbnn að binda trúss við slíká vitleysú. Mikla samúð og varfærni höfðu menri sýnt Marsellusi, þegar hann vár lieima fyrir ári sið- an. Hann hafði orðið fyrir miklu áfalli og liúg- ur hans úr jafnvægi um skeið. Ekkert gat hann sagt svo fáránlegt, að faðir hans ávitaði hann. En nú var Marsellus hraustur á sál og líkama 7 -T Frá mönnum og merkum atburðum: „Við emm til hásagnar" Þeir söfnuðu okkur oft saman og létu okkur standa í röðum. Við höfðum aðeins mittisskýlur. Þeir hlógu að okkur og bentu á okkur, klæmdust á afbakaðri ensku, reyndu að fá okkur til að lilæja, en eg sá aldrei neinum okkar manna stökkva hros. Nokkrir Japanar reyndu að líta sem kvenlegast út. Þeir gengu í marglitum fötum, gengu sem stúlk- ur og höguðu sér scm tildurdrósir. Þeir höfðu ekki öðrum störfum að gegna en að þjóna japönskum liðsforingjum. Við fcngum æ erfiðari verkefni. Japanar fóru nú að láta okkur starfa í frumskógunum. Við urðliin að lyfta upp stórum trjáviðarbolum (mahogny) óg. bera þá langar leiðir. Trjábolir þessir voru griðar þungir og iðulega skrikaði okkur fótur 1 sleipum leirnum. Eitt sinn varð annar fótur Berts undir slík- um trjábol og brotnuðu bein i ristinni. Japaníu* lömdu jafnan þá, sem meiddust, jafnvel menn, sein fóru úr liði eða höfðu beinbrotnað. * Þeir höfðu aldrei svo marga menn við störf, aði vinnan væri létt. Þeir skipuðu stundum fimiri eða sex mönnum að flytja skurá lángar leiðir. Skúrar þessir voru gerð- ir úr timbri. Burðarstörigum var smeygt undir sluir- ana og þannig urðu menn að bera þá yl'ir kletta og skurði. Þetta minnti okkur á myndir úr gamla testamentinu, af egipzkum þrælum, sem voru látn- ir snúa mylnusteini. Þrælarnir voru naktir og hlckkj** aðir á fótum og lamdir hnútasvipum, er þcir fóru hvern hringinn af öðrum. Við sváfum í bjálkakof- um, sem voru um 60—70 metrar á lengd. Gólfið vpr lagt plönkum til beggja liliða, en í miðju v.ar gang- ur, sem í bleytutíð var jafnan verri en ómokaður flór. Rakt var í bjálkakofunum, en sumir fanganna náðu sér í við og smiðuðu sér upphækkað flet, til þess að losna við gólfrakann. Þök bjálkakofa þess- • ara hripláku jafnan, ef skúr kom úr lofti. Fata- og veggjalýs voru legíó, og eina bótin, að veggjalýsn-. ar sóttu á fatalýsnar. A veggjalúsunum vánn ekk- ert, nema maurarnir. Við notuðum oft sykurögn okkar til þess að strá sykri frá mauraþúfu í ná- grenni kofans. Mauramir fóru eftir sykurrákinni,. cins og vegi, inn í kofann og háðu slríð við veggja- lýsnar. Sambúðin við maurana var þó þolanleg. I öllum fangabúðunum voru aðeins 4. brunnar: Við urðum að standá í röð tímunum saman til þess að komast til að þvo okkur. Brunnarnir voru grunn* ir og grugguðust fljótt. Við notuðum dósir, beygð- um okkur niður til að fylla þær, og helltufn svo. vatninu hver yfir annan. En við vorum aldrei hrein- ir, hvorki á nóttu né degi. <*•. Vesturálfa — land drauma okkar. Okkur dreymdi um Vesturálfu. Hún var draumaá landið okkar. Það var ekki um líkanið af Frelsis,-;,. gvðjunni eða um Broadway og Fifth Avenuc, eða ræðuhöld og liergöngur, sem okkur dreymdi. Nelp Bandaríkin voru landið, sem okkur d'reýmdi um, af því að það var landið olckar, — landið, þár sem við vorum frjálsir og vorum hreinir, — landið, þar sem., hreinlætið var í metum liaft. Landið, þar sem bað-' herbergi er á hverju heimili, gnægð handklæða og ' sápu, heitt cða kalt vatn úr krananum að vild. Heitt vatn til aðiþvo af sér svita og óhreinindi, svalt vatn til þess að herða sig og styrkja. Svalt, bragðgott vatn = til drykkjar. Já, seinast cn ekki sízt, gott drykkjar- vatn. Japanar fcngu okkur ekki neitt upp í hendurriáf þarna i fangábúðunum. Við urðum að bjargast s'eitt' bezt við gátum á ýmsan hátt.. Við bjuggum okkur til tannbursta úr svokallaðri grænhnotu, og við bjuggum okkur til trésóla, þegar þeir tóku skófatn- að okkar. Við notuðum tuskur í sólabönd. Hattarrt- ir, sem við bjuggíim okkur til, okkur til verndar gegn steikjandi sólarhitanum, voru gerðir úr þurrk- uðum nipa-laufum. • Við gátum náð í gréifgerð tóbaksblöð, þuirrkuðum þau og möluðum,: og. notuðum þann paþpír, scm unnt var að fá, til þess að ýefja ökluir vindlingá. Menri gátu vanalega með einliverju móti kveikt sýr i slíkum vindlingi í cldhúsinu á morgnaria, og svp var lrægt að halda reykingunum gangandi allan dag- inn, með því að fá eld hver lijá öðrum. Eldurinn. \dó aldrei 'allan daginn. Það var dálítið líkl með þcttá'

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.