Vísir - 25.07.1945, Síða 2

Vísir - 25.07.1945, Síða 2
2 V I S I R Miðvikudaginn 25. júlí 1945 35. Islandsglíman Ársþing Í.S.Í á Akureyri. Guðmundur Ágústsson Eins og áður hefir verið getið hér í blaðinu, fór 35. islandsglíman fram á Akur- ■eyri 29. júní s.l. Voru þá lið- in 39 ár síðan hún var fyrst liáð, en það var einmitt á Akureyri 1906. Siðan 1909 og fram að þessari glímu liefir hún ávallt verið haldin hér í Reykjavík, nema 1930, er úr- slit hennar fóru fram á Þing- völlum. Að þessu sinni voru kepp- •endur 11 talsins frá 6 félög- nm. Þar af var aðeins einn Korðlendingur, Þirigeyingur- inn Hprmann Þórhallsson, og er því ólíku saman að jafna þátttöku þeirra nú og síðast, er glíman var þar háð. Grlíman fór fram á palli suður af íþróttahúsinu, og gengu glímumenn þangað fylktu liði undir íslenzka fán- anum. Glínmstjóri var Jón Þorsteinsson, falldómarar Þorsteinn Einarsson, Magnús Pétursson og Haraldur Jóns- son, fegurðardómnefnd: Ár- mann Dalmannsson, Kjartan Bergmann og Þorgils Guð- mundsson, en Hermann Stef- ánsson kynnti glímumenn og xirslit glímna. 1 byrjun varð Rögnvaldur Gunnlaugsson, K.R. að ganga úr leik, vegna meiðsla á ökla. Hafði hann þá glímt 3 glím- ur og við góðan orðstír, enda er hann mjög skemmtilegur glímumaður. Ekki leið á löngu þar til sýnt þótti, að aðalátökin mundu verða milli Guðmund- anna, glímukóngsins úr Ár- manni og nafna hans úr Umf. Trausta. Lögðu þeir báðir keppinauta sina öruggt og án tafar. Flestir hinna, sem menn höfðu gert sér góðar vonir um, hlutu strax eitt eða fleiri föll og misstu þar með allar sigurvonir. Má þar nefna menn eins og Friðrik Guðmundsson og Davíð Ifálfdánarson frá K.R., Stein Guðmundsson frá Ármanni, og Einar Ingimundarson frá Vöku. Sá síðastnefndi hélt þó lengst velli, enda féll liann aðeins fyrir Guðmundunum. Um miðja glímu bar það til tíðinda, að glímukóngur- inn féll fyrir félaga sítium, Framh. á 4. síðu. Ársþing í.S.f. 1945 var lialdið á Akureyri dagana 28. júrií til 1. júlí síðastl. Þingið sótti mikill fjöldi full- trúa viðsvegar að af landinu og munu þeir haía verið um 50 talsins, með samtals 63 at- kva'ði. Veður var gott þá 'daga, sem þingið stóð yfir, en því miður gátu þingfull- trúar lítið notið þess, þar eð segja má, að mestallur tím- inn hafi farið í fundahöld og nefndarstörf. Iþrótta- bandalag Akuryrar sá um móttökur og fórs't það vel úr henrii. Forgöngu í því máli höfðu þeir Ármann Dal- mannsson, forin. bandalags- ins, Hermann Stefánsson og /Bjarni Ilalldórsson. Að kvöldi fyrsta dags þingsins bauð bandalagið þingfulllrú- um og fleiri gestum í íþrótta- hús Ákureyrar, en þar fór fram afhjúpun brjóstmynd- ar af Lárusi J. Rist sund- kennara. Ennfremur sýndu þar leikfimi fimleikaflokkar karla og kvenna úr íþrótta- félaginu- Þór, undir stjórn Tryggva Þorsteinssonar og frú Steinunnar Sigurbjörns- dóttur. Tókust báðar sýning- arnar með ágætum. Bene- dikt G. Wáge, forseti Í.S.Í., þakkaði boðið fyrir liönd gestanna og bauð öllum lil kvikmyndasýningar Í.S.Í., i samkomuhúsi þæjarins. Að kvöldi næsta dags -- 29. júní — fór íslandsglíman fram, en á laugardag bauð bandalagið þingfulltrúum og gestum þeirra í Vaglaskóg. Þreyttu þingfulltrúar þar ýmsar íþróttir, svo sem knattspyrnu, handknattleik, boltaleik og glimu. Varð af þessu hin bezta skemmtun og sluppu allir ómeiddir, þrátt fyrir snörp átök. Að íþróttunum loknum veitli bandalagið gestum af mik- illi rausn. Þetta ársþings var hið fyrsta, sem að öllu leyti er liáð utan Reykjavíkur. Var samþykkl á síðasta þingi, að halda það á Akureyri, ásamt íslandsglímunni, sem var sú 35. í röðinni. Þrátl fyrir vegalengdina fjölmenntu Reykvíkingar mjö'g á þingið og utanbæjar- fulltrúar munu sjaldan eða aldrei liafa verið fjölmenn- ari. Það var líkast því sem eifthvað væri á seiði, sem koma myndi fram á þing- inu og ef til vill valda ein- bverjum straumhvörfum í íþróttamálunum. Þegar á allt er litið, eftir á, er óhætt að segja, að ýmislegt liafi vei'ið á seiði og margt komið fram á þinginu, enda mun þetta ársþing ávallt verða álitið nokkuð sérstakt í sinni röð. Fimmtudaginn 28. júni; kl. 2 e. h., var þingið sett í sam- komuhúsinu, af forseta Í.S.Í., Beri. G. Wáge: Á undan dag- skrá færði hann tveim i- þróttafélögum minjagripi, vegna 30 ára afmælis þeirra. Félögin voru: Þór, Akureyri, og Magni, Höfðahverfi. Síð- an stakk forseti uþp á Er- lendi Péturssyni sem þing- Dal- Enn- forseta og Armanni mannssyni til vara. freinur upp á Kjartani Berg- mann sem fundarritara, og Jóni Hjartar til vara. Voru þeir allir samþykktir. Erlendur Pétursson tók því næst við störfum og las upp hin nýju fundarsköp þingsins, sem milliþinga- nefnd hafði samið, en að þvi loknu var kosin kjörbréfa- nefnd. Tók hún síðan við störfum og sat lengi á rök- stólum. Ben. G. Wáge las næst upp bréf til Í.S.Í., frá próf. Richard Beck, en sneri sér síðan að ársskýrslunni ot las liana, jafnframt því, sem hann gerði grein fyrir ein- stökum atriðum hennar. Að - alstjórnin hafði verið þannig skipuð: Ben. G. Wáge for- seti, Jón Kaldal varaforseti, Kristján L. Gestsson gjald- keri, Erlingur Pálsson fund- arritari og Frímann Helga- son ritari. Meðstjórnendur úr landsfjórðungunum voru: Jóhannes Stefánsson fyrir Austfirðingafjórðung, Sig. Greipsson fyrir Sunnlend- ingafjórðung, Þorgeir Svein- bjarnarson fyrir Norðlend- ingafjórðung og Þorgils Guð- mundsson fyrir Vestfirðinga- fjórðung. 20. júlí síðastl. árs réði stjórnin í fyrsta skipti framkvæmdastjóra, og varð Þorgeir Sveinbjarnarson, Laugum, fyrir valinu. Þótli ekki fært að draga það leng- ur að ráða sérstakan fram- kvæmdastjóra, þar sem mik- ið skrifstofuhald var farið að hvila á stjórninni. Um síð- ustu áramót lét Þorgeir af störfum, er hann líafði verið settur Sundhallarforsljóri og var þá starfið auglýst laust lil umsóknar. Sóttu 3 menn um starfið, og var það veitt Kjartani Bergmann 1. júrií síðastl., og hann ráðinn til 4ra mánaða. Þá hafði stjórn- in unnið mikið að ýmsum málum, svo sem íþróttaleik- vangi á Þingvöllum og í Rvík, allskonar íþrótla- kennslu, kvikmyndatökum og sýningum, almennum skíðadegi til ágóða fyrir sldðakaup barna í skólum, fræðsluerindum, staðfest- ingu dómara í ýmsum grein- um og mörgu fleiru, sem of langt yrði upp að telja. í lok starfsársins voru sam- bandsfélög Í.S.Í. 200 að tölu, með um 21. þúsund félags- menn. Að þessu loknu las Kristj- án L. Gestsson upp endur- skoðaða reikninga sam- bandsins. Báru þeir vott um góða afkomu, og mikinn dugnað gjaldkera. T. d. hafði komið inn fyrir árgjöld tæp 17 þús. kr., og er það tífait hærri uppliæð en innlieimt- ist fyrir 4 árum. Alls voru tekjurnar 92.572,85, en gjöld 91.572,85. Er gjaldkeri hafði lokið að lesa upp reikningana, varð fund.arhlé, en að þvj loknu skilaði kjörbréfanefnd áliti sinu. Gerði form. lienn- ár, Hermann Stefánsson, grein fyrir því. Umr. urðu alhniklar út af kjörbréfum og kösningu fidltrúa yfir- leitt. Tóku til máls 19 full- Irúar og liéldu samtals 34 ræður út af þessu atriði. Kom í ljós, að ákvæðin uin kosningu fulltrúa og rélt til þeirra væru nokkuð ó- glögg og jafnvel ósanngjörn, með tilíiti til bandalaga og einstakra félaga. Komu fram óskir um að. endurskoða og samræma betur þessi atiáði og, lög Í.S.Í. yfirleitt. Að lok- iim var samþykkt að vísa málinu aftur til kjörbréfa- nefndar lil nýrrar athugun- ar, með liliðsjón af því, sem fram hefði komið í umræð- tinum. — Þessu næst hófust umræður urii ársskýrsluna og reikninga sambandsins. Voru þær alllangar og koin- ið víða við. Er ekki rúm til að rekja hér nema lítið eiLt af því, sem þar kom fram. M. a. gerði Br. Ingólfsson fyrirspurn út af ráðningu liins nýjaframkvæmdastjóra Í.S.Í. og Wrrverandi fram- kvæmdastjóra. Forseti Í.S.Í. svarði hinum ýmsu fyrir- spurnum og kvað nokkurn ágreining liafa orðið út af ráðningiy framkvæmdastjór- ans. Borizt hefðu 3 umsólcn- ir, frá Kjartani,i Guttormi Sigurbjörnssyni og Jóhanni Bernhard. Méð umsókn Jó- hanns liefðu fylgt alls um 60 meðmæli, 7 með umsókn Kjartans, en engin með um- sókn Guttorms. Komið liöfðu fram kröfur 3ja meðstjórn- enda utan af landi um að fá að kjósa í þessu máli og þá verið samþykkt, að þeir kysu allir að þessu sinni. Hefði Kjartan hlotið 1 atkvæði hjá framkvæmdastjórninni i Rvík, en 4 utan af landi. Jó- Iiann hefði fengið 4 atkv. lijá framkvæmdastjórninni, en Guttormur ekkert. Í sam- bandi við ráðningu Þorgeirs Sveinbjarnarsonar kvað for- seti hann hafa verið ráðinn af íramkvæmdastjórninni í Rvík, en staðan ekki verið auglýst. Staðið hefði til, að hann fengi sérstakt erindis- bréf, en það dregizt og ekk- ert orðið af því fyrr en nú, að Kjartani hefði verið sett erindisbréf. Las forseti síð- an hið nýja erindisbréf framkvæmdastjórans. Um þetta Þvti bofði kjör- bréfanefnd skilað á ný áliti sínu, og var það samþykkt. Annars starfaði hún meira og minna allan þinglimann, því kjörbréf og breytingar á þeim voru sífellt að berast. 29. júní hófst þingið ld. 9 árdegis. Var þá lesin upp fundargerð og hún sam- þykkt, eftir nokkrar breyt- ingar. Þá var haldið áfram umræðum um ársskýrsluna og enn gerðar nokkrar fyrir- spurnir m. a. um iþrólta- nefndir ársþingsins. Þá gerði Þórarinn Magnússon fyrir- spurn út af störfum milliþ.- nefndar, sem hann hafði ver- ið í, og afgreiðslu á kæru- máli Hafnfirðinga út af 2 ára gömlu meti í 60 m. hlaupi. Þorkell Ingv- arsson og Bjarni Bjarnason gerðu og. fyrirspurnir út af bókasjóði Í.S.Í. og starfssviði hins nýja framkvæmda- stjóra bókasjóðsins. Svaraði forseti þessum fyrirspurn- um. Tóku nú ýmsir til máls, svo sem Skúli Guðmundsson, Frímann Helgason, Helgi S. Jónsson, Þorst. Bernliarðs- ,son og Guðm. Hofdal. Var komið víða við og rætt bæði uiri áðurnefndar fyrirspurn- ir.íþróttafulltrúann ogmargt fleira. Þórarinn, Bjarni og Þorkell tóku enn á ný til máls og báðu um ítarleg svör. Svöruðu. þeir Kristján L. Gestsson og Ben. G. Wáge íyrirspurnum Þorkels og Bjarna og kváðu fram- kvæmdastjórnina hafa sam- þykkt að stjórn bókasjóðsins réði sérstakan framkvæmda- stjóra. Ilefði útgáfan nú á prjónunum samtals 9 íþrótta bækur, sem nauðsyn bæri til að gefa út hið allra fyrsta. Vænti stjórnin þess, að þessi ráðstöfun gæti borið sig vel, með aukinni útbreiðslu bók- anna og auglýsingum. Las Kristján síðan upp erindis- hréf framkvæmdastjórans. Jón Kaldal stóð aðallega fyr- ir svörum f'. h. stjórnar Í- þróttasamb., út af sprett- lilaupsmetinu. Kvað hann sambandið hafa skrifað út, til að leita sér frekari upp- lýsinga um hliðárméðvind, en ekki fengið nógn greini- leg svör. Annars sýndi skýrsla síðustu Olvmpíu- leika, að Alþjóðasambandið tæki afrek fyllilega til greina, ef vindur væri aðeins skáhallt með, og staðfestmg Í.S.Í. á metinu liefði líka hyggst á því. Að síðustu kom fram tillaga um að taka þetta metmál út af dagskrá, þar sem slíkt væri verkefni stjórnarinnár, og var hún samþykkt. Stuttu eftir liá- degi talaði Frímann Helga- son og hóf á ný umræður um spretthlaupsmetið, enda þótt búið væri að taka það út af dagskrá. Síðan tóku þeir til máls, sem á mæl- endaskrá voru fyrir hádegi, en þá hafði ennfremur verið samþykkt, að skera niður umræður um ársskýrsluna. Að því loknu svaraði forseti í stórum dráttum því, sem ósvarað var af fyrirspurnum og voru síðán kosnir nefndir þingsins, en það voru Fjár- liagsnefnd, Allslierjarnefnd og Íþróttanefnd. Að þessu loknu voru born- ar fram tillögur. M. a. tillög- ur þingskapanefndar, flutn- ingsmaður Eiríkur Magnús- son*og tillögur íþróttasamb. ísl. Framsögumenn voru Ben. G. Wáge, Erlingur Páls- son og Jón Kaldal. Urðu nokkrar umræður um tillög- ur stjórnarinnar, en hitt sam- þykkt. Að loknu fundarhléi, var haldið áfram umræðum um tillögurnar. Jónas Jóns- son frá Brekknakoti og Ste- fán Ág. Kristjánsson lögðu til að tillögunum um stofn- un sérsambands skóla í íþróttum yrði vísað til í- jiróttanefndar. Flutti Jónas ítarlega greinargerð fyrir þessu máli. Ýmsar fleiri til- lögur bárust, og var þeim vísað lil nefnda. Ivristján L. Gestsson lagði fram reglugerð um lieiðurs- gjafasjóð Í.S.Í. og gerði grein fyrir henni. Var liún sam- þykkt. Þá skilaði Frimann Helga- son áliti 5-manna nefndar iþeirrar, sem kosin var á síð asta ársþingi til að atliuga, ásamt fulltrúum frá U.M.F.í. möguleika á þvi að mynda eitt allsherjarsamband í Iandinu, er hafi á liendi yfir- stjórn íþróltamála áhuga- manna á íslandi. Þetta álit var á þá leið, að samböndin sameinuðust í eitt samband, er ynni að öll- um stefnumálum beggja sambandanna, íþróttamál- i| um sem öðrum málumj Ivvað Frímann nefndina hafa, ver- ið sammála um þetta, nema hvað einn nefndarmaður Framh. á 6. síðu.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.