Vísir - 15.08.1945, Blaðsíða 2

Vísir - 15.08.1945, Blaðsíða 2
2 Miðvikudaginn 15' ágúst 1945 V I S I R angabúðirnar á Motu-Uta, Efiáir Sidmey Carroll. 1 ferðamannabókinni, sem cg hefi í fórum mínum, er .•sagt, að eyjan Tahiti sé sann- kallað „draumáland“. Nú eru slíkar bækur ekki æfinlcga mjög nákvæmar, en að þessu sinni er þetta alveg satt. Eg get ekki fundið neitt í þess- ari ferðabók um Tahiti, sem <er ekki fullkomlega sannleik- anum samkvæmt. Hún segir meðal annars, að blómin þar séu unaðsleg, íbúarnir glaðlyndir og á- liyggjulausir og sólsetrin undurfögur. Allt er þetta bverju orði sannara. Bókin segir líka, að matur sé allur ódýr á eyjúnni og það er líka satt, því að hægt er að eta gat á sig í ágætum frönsk- um mat fyrir aðeins fimm- tíu sent. Eg veit ekki um neitt land, sem hefir orðið fyrir minni áhrifum af styrjöldinni en Tahiti. Það mætti segja, að Tahitingar hafi aldrei heyrt stríðsins getið, en .það er þó ekki fyllilega rétt. Það er eitt, ;sem minnir ]>essa jarðnésku (paradís á umheiminn. En að- ■eins eitt. Eangaeyjan. Eyjan Motu-Uta er í miðj- um flóanum,. sem Papeete, höfuðborg Taliiti, stendur við. Það er liægt að sjá Motu- Uta af aðalstræti horgarinn- ar. Þetta er lítil eyja, á að gizka eins stór og húsásam- bygging í liorg. Eyrr á tím- um var hún hvíldar- og skemmtistaður fyrir konunga og drottningar Tahiti. Eyjan er alvaxin pálmatrjám og af landi að sjá líkist hún einna iielzt stórum hlómapotti, er sökkt hefir verið í fegurstu höfn heimsins, svo að gróð- urinn einn sést fyrir ofan sjávarmál. Allan liðlangan daginn eru skonnortur, sem eru í kopru-flutningum, og bátar hinna innfæddu á ferð framhjá eyjunni og um- hverfis hana. Sú var tíðin, áð menn löðgu leið sína til eyj- arinnar, drógu báta sína þar á land og syntu við eyjuna, því að ’þar er prýðilegasta haðströnd, en þetta er nú bannað. Mönnum er strang- lega bannað að stíga fæti á land á Motu-Uta. Eyjan er nefnilega fangahúðir. Þegar mér var hent á eyj- una í fyrsta sinn, sagði mað- urinn —- Frakki—, sem benti mér á hana: „Getið þér liugs- að yður fegurri stað til að vera hafður i haldi á? Allt er eins fagurt og dásamlegt og menn geta á kosið. Menn- irnir, sem hafðir eru í haldi þarna, hljóta að vera heppn- ustu fangar, sem til eru í heiminum.“ Eg samsinnti Jionum, ]iví að Motu-Uta hlaut að vera bezti staður- inn, ef menn þurftu endilega að vera í fangelsi. Þegar horft er út á eyjuna frá Pa- peete, virðist það sannarlega ekkert afleitt, að vera hafð- ur þarna í haldi. En það er auðvitað saga í sambandi við þetta. Fimm Þjóðverjar og einn ítali. Þegar Þjóðverjum og Frökkum lenti saman árið 1939 voru fáeinir Þjóðverjar húsettir á Tahiti. Þeir voru alir lninir að húa þar um nolckurn tíma. Það var eng- in ástæða til þess að tor- tryggja þá um að hafa haft eitthvað saman við nazista að sælda, en stjórnin á Tahiti ætlaði ekki að eiga neitt á hættu. Þjóðverjarnir voru handteknir og fluttir á hinn hluta eyjarinnar, og settir í fangelsi í horg, sem heitir Taravao. Fangelsið i Taravao er ekki nýtt af nálinni og Frakkar sjálfir kalla það svarthol. Meðal Þjóðverjanna, sem voru þannig' handteknir í mesta flýti og fluttir orða- llaust til Taravao, var maður leinn af tignum ættum, Karl jSchönburg prins. 1 h'ópi ]ieirra var líka mólari, sem Wolff heitir. Þeir voru þekkt- 1 astir þeirra fimm Þjóðverja, [sem handteknir voru og sett- ir í svartholið i Taravao, og höfðu þeir verið búsettir .á eyjunni um all-langt skeið. 1 þennan hóp bættist hráð- 'lega Itali. Hánn hafði verið ! einskonar umferðartann- læknir á Tahiti og eyjunum þar í grennd. Yfirvöldin tóku hann og stungu lionum inn hjá Þjóðverjunum. Páfinn reynir að hjálpa. Fangarnir voru látnir vera í Taravao i tvö ár. Fregnir af handtökunum voru lengi á leiðinni til vina og vanda- manna i Evrópu, en þegar þær komust loks þangað, höfðu þær óvæntar afleiðing- ar. Eiginkona Karls prins var íhirðmey Italíudrottningar og |hún leitaði þegar á náðir páfa, hað hann um að koma því til leiðar, að maður henn- ar yrði látinn laus. Páfi sendi þá sjálfur fyrirspurnir um vin sinn, hinn þýzka a$als- mann. Þetta er eitt af hinum fáu tilfellum, sem páfi hefir skorizt í leikinn i stríð- inu, En þetta hafði bara alls engin áhrif, því að prinsinn sat eftir sem áður í svart- liolinu. Sama var um hina Þjóðverjana að segja og einn- ig um Italann. Vive la France! Frakkar á Tahiti voru stað- ráðnir í að taka fangamálið iföstum tökum. Þegar stríðið hófst í Evrópu, var eyjan 'þeirra um 16,000 km. frá víg- völlunum. Föðurlandsvinirn- ir á Tahiti voru því langt frá vígvöllunum, en þeir voru samt eldheitir ættjarðarvinir. Þeir létu það verða sitt fyrsta verk cftir stríðsbyrjun i Ev- rópu að handsama Þjóðverj- ana. Það skipti ekki máli, þótt þeir væru gamlir vinir þeirra — þeir voru Þjóð- verjar. Þarna var tækfæri til að vinna fyrir la patrie. I steininn með dónana og Vive la France! Þeir, sem skilja ekki hinn hrennandi áhuga Frakkanna við að setja vini sína í fangelsi, skilja ekki hinn sanna anda franska ný- lenduVeldisins. 1 tvö ár urðu Þjóðverjarnir fimm og Ital- inn að hafast við í svarlhol- inu í Tavarao. En þá gerðist — 16,000 km. á brott — atburður, sem vakti ægilega athygli. Frakk- land gafst upp. Sérkennilegasta fangelsið, sem til hefir orðið af völd- um þessarar styrjaldar, er á dásamlega fagurri eyju í Suðurhöfum. Tahiti með de Gaulle. Franska nýlenduheims- veldið fékk taugaáfall. Ta- hiti var hið fyrsta af yfir- ráðasvæðum Frakka, sem skipaði sér í flokk með de Gaulle, en því var þó ekki að heilsa, að sú ákvörðun væri- tekin mótatkvæðalaust. Margir Frakkar á Tahiti kváðust styðjá Vichy-stjórn- ina. Landstjórinn ó Tahiti, sem var með Frjálsum Frökkum, lét þegar smala saman hópi af Vichy-mönn- um og senda þá i svartholið í Tavao, til þess að skemmta Þjóðverjunum. En ekki leið á löngu áður en húsnæðisvandræði fóru að gera vart við sig, því að svartholið i Taravao var allt of lítið, til þess að geta rúm- að alla Vichy-istana. Þegar svo var komið, tók nýlendu- stjórnin ákvörðun um að gera eyjuna Motu-Uta að fangahúðum. Auðvelt að strjúka. Þetta var tilvalinn staður fyrir fangabúðir. Motu-Uta er rétt við nefið á Papeete- húum. Það er hægðarleikur að strjúka af eyjunni, en þá er ekki hægt að strjúka ann- að en til Taliiti. Allur fanghópurinn, Þjóð- verjar, Italir og Frakkar, voru fluttir til Motu-Uta, og kofar gerðir handa þeim með sama sniði og innfæddir húa í. Nú virtist allt í hezta lagi, en Adam var ekki lengi í paradís, því að allt í einu fóru frönsku fangarnir að berjast innbyrðis. Það er á allra vitorði, að Frakki, sem hefir skapað sér skoðun i stjórnmálum, er með eilíft handapat. Þegar saman eru komnir margir menn, sem líkt er á komið fyrir, þá verð- ur ekki lijá þvi komizt, að handalögmál verði úr þessu, ekki sízt þar sem þeir eru allir á svona lítilli eyju. Vichy-istarnir voru því fluttir á brott, til eyjarinnar Moorea, og þar eru þeir enn. Moorea er 125 ferkm. ó stærð, svo að piltarnir hafa lieldur meira svigrúm til handapats en áður. Klíkuskapur á Motu-Uta. 1 desemher 1941 fjölgaði í hinni hamingjusömu fjöl- skyldu á Motu-Uta, því að í þeim mánuði þess árs voru nokkrir Japanar teknir fast- ist. Þeir unnu í fosfat-námu á eyjunni Makatea og voru fluttir til Motu-Uta. Mikill klíkuskapur er með- al fanganna. Þjóðverjarnir fimm eru út af fyrir sig. ltal- inn er alltaf einn og Japan- arnir halda hópinn, þótt einn þeirra hafi tekið að sér elda- mennsku fyrir Karl prins. Þrisvar á dag siglir bátur frá flotabækistöðinni í Pa- peete yfir til eyjarinnar, sem er mílufjórðung frá landi. Hann flytur föngunum vatn og vistir. Þeir fá alveg sama viðurværi og sjóliðarnir. Um skeið var föngunum hannað áð hafa Ijós hjá sér á kvöld- in, en upp á síðkastið hafa þeir þó fengið að hafa olíu- lampa. Þeir rísa allir snemína úr rekkju og vinna af kappi til sólarlags, en fegurð sólar- lagsins á Tahiíi er mjög róm- uð. Hvernig drepa þeir tímann? Fangarnir voru dálítinn tíma að átta sig á því livern- ig væri bezt að fá tímann til að líða. Einn af Japönunum vildi alls ekki sætta sig við tilveruna þarna á eyjunni. Hann settist hara niður og „var í fýlu“ sýknt og lieil- agt, svo að frönsku embættis- mennirnir töldu hyggilegast að flytja hann á brott, til þess að þunglyndi hans hefði ekki slæm áhrif á hina fang- ana. Hann var fluttur til Pa- ] eete. Hann starfar nú í skril'- stofu, sem hefir umsjón með opinberum framkvæmdum og fær 35 franka laun á dag. Hann er nú orðinn ánægður með lífið. Einn Þjóðverjanna byrjaði á kanínurækt. Hann átti i fyrstu ein hjón, en þegar kan- ínurnar yoru allt í eínu orðn- ar 150 að tölu, þá varð hon- um ljóst, að eyjan var alls ekki nægilega stór fyrir bæði fanga og kanínur. Þá liætti hann ræktinni. Einn Japananna hóf arð- vænlegan iðnað. Hann fékk tómar olíutunnur hjá Frökk- um og smíðaði úr þeim potta, pönnur og katla, sem renna út i Papeete. Annar Japan- anna ver öllum tíma sínum við að ríða net. Minjagripir eftirsóttir. Tahiti er orðinn einskonar miðstöð Suðurhafseyja fyrir sölu allskonar minjagripa. Eftirspurnin er gífurleg eft- ir allskonar munum úr perlu- móður. 1 hinum afskekktari hlutum eyjarinnar vinna hundruð innfæddra manna myrkranna á milli við að slípa perlumóður og gera úr henni allsltonar nytsama og ónytsama muni. Kaupend- urnir eru flestir úr her eða flota Bandaríkjanna, og þeir greiða okurverð fyrir þessa muni. Nærri allt líf á Tahiti snýst um perlumóður, og konur, karlar og börn vinna af kappi að smíði úr henni. Jafnvel fangarnir á Motu-Uta húa til slíka muni. Tveir eru mjög hagir. Wolff málara leyfðist ekki að hafa með sér málaratæki sín, er liann var fluttur til eyjarinnar, svo að hanndief- ir snúið sér að minjagripa- smiðum úr perlumóður. Karl prins, sem var vanur að láta fara vel um sig og hafa ekk- ert fyrir lífinu, alla ævi, áð- ur en hann varð fangi, hefir einnig snúið sér að þessari iðn, til þess að ganga ekki af vitinu í fangavistinni. ! Þessir tveir menn smíða feg- urslu gripina úr perlumóður, sem til sölu eru á Kyrrahafs- eyjunum nú á dögum. Eyjarskeggjar eru ekki lengur eins góðir smiðir og áður, þvi að nú liugsa þeir mest um að framleiða sem mest. Munir þeirra kosta þrjá til tíu dollara, en sams konar gripur eftir Karl prins, til dæmis armband, kostar um fimmtíu dollara og er vel þess virði. Heimsóknir. Þýzki Rauði Krossinn send- ir föngunum allslconar riauð- sýnjar, eiris’ög‘ mörgum öðr- um föngum, — svo sem vita- mínpillur, kex, gerfibi'jóst- sykur, gerfisígarettur o. fl. Vinirnir á Tahiti, sem enn halda tryggð við þá, senda þeim tímarit og hlöð og fatn- að, og mönnum er einstaka sinnum leyft að fara í heim- sókn til þeirra á eyjunni. Ef einhver fanganna veikist, er hann fluttur til læknis í Pa- peete undir eftirliti. Meðan hann er þar í borginni, leyf- ist honum að heimsækja vini sína, svo að lítið beri á. Það eru ýmiskonar þæg- indi við fangavistina á Motu- Uta, og það mun vera rétt, að ef menn eiga það fyrir höndum að verða fangar, þá er hvergi betra að vera fang- elsaður en þar. Nýkomin amerísk barnaútiföt. VERZL. 2285, Alm. Fasteignasalan (Brandur Brynjólfsson , lögfræðingur). Bankastræti 7. Sími 6063. Stúlba óskast til afgreiðslu- starfa. Café Florida, Hverfisgötu 69. Verndið heilsuna. MAGNI H.F.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.