Vísir


Vísir - 21.08.1945, Qupperneq 7

Vísir - 21.08.1945, Qupperneq 7
Þriðjudaginn 21. ágúst 1945 VISIR Sá seni liafði talað var hár náungi, sem snéri bakinu að eldstónni og gætti þess vandlega að hárkollan hans sviðnraði ekki með því að halla henni út í þann vangann, sem frá eldinum sneri. Hann var dökkur á hörund og beinaber undir livítri hárkollimni og þótt ljann talaði ekki háum rómi þögnuðu óánægjuraddirnar i stofunni strax. Gamli Perrichet blár af vonzku, frú Perrichet kveinandi og armædd, Perrichet yngri, og Jacquelot, lilýddu öllu tiltali öldungsins. Raoul leit upp. Pierre frændi hans ávarpaði hann og sagði: „Ein skál af súpu og góður nætursvefn og hlutirnir munu þá liafa færzt í eðlilegar skorð- ur. Þetla er allt leiðinlegt, en leiðindin hverfa, ef við hættum að skrafa um þetta. Farðu nú og sofðu.“ Gamli maðurinn brosti og Raoul fann að brosið hlýjaði lionum um lijartaræturnar. Pierre frændi skildi auðsjáanlega hlutina. Hann varð fyrstur til að sýna skilning á því er skeð hafði og lians eigin sjónarmiðum. Hin sáu bara sina hlið málsins. Raoul viknaði við og Lyrjaði að snökta. Hann varð gagntekinn af ækka, sem hristi liann allan. ANNAR KAFLI. Tíu dögum eftir æfintýri Raouls var öll fjöl- •skyldan saman komin í kveðjusamsæti, sem um leið var uppskeruhátíð. Aðalumræðuefnið var æfintýri Raouls og fólkið var svo sem ekki i 'vafa um hverjar af- leiðingar það myndi liafa. Callian greifi var svo hátt settur maður. Vissulega myndi hann liafa nóga dyg'ga sögumenn. Vitanlega getur maður í hans' stöðu ekki liætt virðingu sinni vegna söguburðar úr unglingi. Það verða auð- vitað málaferli og Raoul verður settur inn. En Pierre frændi tólc engan þátt í þessum hollaleggingum, þar sem hann stóð á uppálialds- stað sinum við ofninn og sneri baki að eldinum. Annað slagið veitti hann umræðunum athygli, hristi höfuðið, eða haun starði niður á rönbik- ;ar sem liann hélt umliyggjusamlega milli hand- anna. Loksins sagði hann: „Það er ekki viturlegt að Raoul dvelji hér. Því ækki láta hann koma með mér?“ „Þú meinar,“ sagði frú Peri’ichet, „að Raoul eigi að fara i flotann.“ Faðir Raoul sagði ekkert. Hann hafði horn 1 síðu flotans. Það var ekki við hæfi heiðurs- rúanna að lians dómi að vera í flotanum. Flot- iim var aðeins fyrir óþokka og ræningja. Flota- fifið var erfitt, sífeld samvist við grófa menn sem leiddi til niðurlægingar. í þessu tilfelli var ekki neinn vafi á lygum Raouls en samt varð að taka tillit til velferðar lians. Persónulegar til- finningar máttu þó auðvitað ekki standa í vegi fyrir að það heppilegasta yrði gert. Raoul var yngri sonurinn. De Perrichet eldri sagði ekk- ert, en Pierre frændi hélt áfram" að útskýra livað hann ætli við. „Eg á ekld aðeins við flotann, mínir kæru, heldur flinn konunglega flota Nýja Frakklands, að drengurinn komi á mitt eigið forustuskip, „Afríkusólina“. Sonur ykkar mun þar með verða skipverji á einu glæsilegasta skipi verald- arinnar. Þótt þið ef til vill trúið því ekki gengur það 7 mílur á klukkustund. ótrúlegt kaxinske, en auk þess er skipið endurbætt árlega. Við lif- um nefnilega á öld framfaranna og hinna nýju uppfyndinga.“ Gamli maðurinn leit upp með talsverðum þótta i svipnum, en enginn af hinum tók þátt i stolti hans. Gamla Perrichet fannst litið til nýjunganna koma. Hann var fyrst og fremst barn fortiðarinnar og var innilega móti hinni nýju veröld, sem var i þróun og öllu, sem henni tilheyrði. Ifann sá eftir fjármunum, sem eytt var í nýjungaruar, verðmætum, sem hann taldi kastað á glæ og svo allt píslarvætti Jesúítanna. En verst af öllu var honum við hinar skaðlegu hugmyndir sem hin nýja veröld færði með sér gagnvart hinum fornu venjuni er höfðu hald- ið þjóðfélaginu saman, skjddunum við konung- inn, föðurlandið, jörðina raanns og sjálfa eig- inkonuna. í hinu nýja Frakklandi var þessum máttarstólpum vissulega liætta búin. Þar gekk þetta meira að segja svo langt, að menn lögðust út fjarri bústöðum siðaðra manua. Þeir höfðu hæli sitt í skógunum og voru í vinfengi við villimennina og vildu i engu þýðast fyrirskipanir þær, er ráðherrar konungsins gæfu, hvorki að greiða skatta, kvænast eða fá sér bújörð. Slíkt háttalag var í senn trufl- andi og hættulegt. Hann sökkti sér niður í draumóra þar sem hann sá sjálfan sig sitja í einskonar Indiánatjaldi, vera að steikja fugl á trjárenglu yfir eldi, yfir liöfði sínu bláan liim- inn og í kring um sig tré — skóg, frið og kyrrð. Maður gat jafnvel labbað um nakinn, fundið sólina skína á beran líkamann, etið og sofið þegar maður vildi, og gert aðeins það sem mann langaði mest til. De Pierrichet skotraði augunum til Pierre frænda yfir herðar konu sinnar. Góður náungi það, eiginlega fjandi geð- ugur, þessi herra de Ronaventure sem var gift- ur mágkonu hans. Já, en það var nú sá mun- urinn á þar, að hann komst burtu frá henni 9 mánuði ársins. Hann hætti þessum hugleiðingum og fór að gefa umræðuefni hinna gaum. De Bonaventure var að lýsa lifinu um borð í „Afríkusólinni", sem. virtist ekki vera neinn barnaleikur. Það væri ef til vill ekki svo vitlaust fyrir strákinn að eiga það dálítið strangt um tíma, undir stjórn færnda hans. Það myndi vafalaust gera mann úr 'honum. Ivarlinn néri höndunum saman i gríð og ergi. Frá mönnum og merkum aíburðum: AKVdlWðKVm AUGLÝSING írá árinu 1883, undir nafni Einars Þóröarsonar prentara, sem verzla'öi meö ætt ‘og óætt, nýtt og gamalt og auglýsti allt í einni bendu: Kurinugt gjörist: til kaups. fæst hér Kvöldvökur, Balslevs tossakver, Hersleb og hákarl stækur; galdrakver fást hér, Grallarar, Grasakverið hans Bíusar, súrt smjör og sálmabækur. Ivýrrassabók og kaffirót, kofnafiöur og nýja Snót, jafnvel Jóhönnuraunir. Hugvekjusálmar, hangiket, húspostillur ég skaffaö get, bræöing og enskar baunir. Skónálar, Bröndums brennivío, barnagul] ný og Vídalín, Pislarþankar og púður. Kongsplástur, Brama, romm og rjól, rokkar, náttpottar, smíðatól, guðspjöll og gluggarúður. Á gleraugum brotnum gef ég krit, Grammatik eftir Halldór s... hjólbörur hef ég stundum, hrátjöru, pappíi-, hellu í þak, Hugvekjur biskups, snústóbak og gamalt guðsorð í pundum. Hirðir og fleiri Halldórsverk, Ilreinlætispésann, reipi sterk, sjómönnum sel ég mötu. Agsborgarjátning, einiber, Úlfarsrímur og Þorlákskver, Sigurljóð, salta skötu. Sniðgyltan Mynster, magála, messuvín, herta þorskhausa, oliu og margt hvað meira. Benediktssálmar, kæfa í kút, kristileg smárit gengin út og svo er um sitthvað fleira. J ó n Ólaf-sson. Einn fjórði hluti eða 25,5% allra eldsyoða í Bandaríkjunum stafa af kæruleysi reykingamanna. 24,8% eldsvoða stafa af íkveikjum. ♦ „En mamma, leizt þér ekki vel á unga manninn ?“ . „Æ, nei. Hann minnir mig of mikið á hann pabba þann, þegar hann var á hans aldri.“ Borgin Alexandría í Bandaríkjunum, sem hefir 25 þúsund íbúa er eina borgin þar í landi af þeirri stærð sem ekki hefir básltofu. Innzádn mikla. Mesta „hættaspir veialdarsöguimai:, Eftir C. S. Forester. * kunnugt er grunnrist herskip, búin stórum fall- byssum, og. er því unnt að sigla þéim nær strönd- um en flestum öðrum herskipum. Lord Roberís var seinasti monitorinn af nokkrum, sem tekið höfðu þátt í orustum í þremur heimsálfum. Lord Roberts hafði fallbyssur með 15 þuml. hlaupvidd. Þetta her- skip hafði mikilvægu hlutverki að gegna í þeim átökum, sem voru fyrir höndum. Foringjaráð flotans hafði miklu og vandasömu undirbúningsstarfi að gegna. 1 fyrsta lagi við að safná saman herskipunum, æfa þau og búa liðið undir komandi átök. 1 öðru lagi við að safna sam- an innrásarliðinu, sem var á mörgum stöðum víðs- vegar á Bretlandseyjum. I þriðja lagi að slæða allar siglingaleiðir. 1 fjórða lagi að safna öllum slcipun- um sa’man undir innrásiria, hafa hvert skip á sirium stað, er kallið kæmi. Og fleira mætti ncfna, svo sem að senda herslcip fram til árása og í aðra leið- angra, til þess eins að villa Þjóðverjum sýn. Rúm leyfir eigi að rekja þetta frekara, en þess skal að- eins getið, að foringjaráðið vann verk sitt á svo fullkominn hált, að ekki varð 1 héinu á betra kosið. Það var þrútið loft nóttina þá, sem flotinn lagði af stað yfir Ermarsund, hvert herskip á sínum stað, og hver einasti maður í sjóliðinu var vel á verði. Foringjar allir gáfu nánar gætur að því á mínútu frcsti, að skip þeirra væru á réttum stað. Engin þýzk flugvél varð vör hins mikla flota, er hann var á íeiðinni yfir sundið, — það var lianda- mönnum mikil stoð í þessu efni, hve lágskýjað var, og herskipin voru um það bil miðja vegu yfir sund- ið, þegar glampar sáust í skýjunum yfir ströndinni, og benti það til, að nú væri verið að gera seinustu loftárásina á strandstöðvarnar, og að Þjóðverjar væru að skjóta af miklu kappi úr loftvarnabyssum sinum. Það liöfðu verið gerðar svo margar og tíð- ar loftárásir á þessar strandstöðvar í meira en missiri, að árásirnar þessa nótt voru i rauninni eng- in óbein aðvörun til Þjóðverja um að innrásin væri í aðsigi. Og enn nálgaðist flotinn mikh Frakklands- strendur og enn sáust þess engin merki, að Þjóð- verjar hefðu orðið hans varir. Það leið nú óðum að því, að birta tæki. Og herskipin fóru nú að skipa sér í stöðu, til þess að búa sig undir skofhríðina miklu. Og enn voru þess engin merki sjáanleg, að Þjóðverjar hefðu orð- ið þeirra varir. „Spenningur“ var mikill í hverjum einasta sjóliða, eins og geta má nærri. Enginn gat vitað fyrirfram, nema eitthvað óhugnanlegt og ó- vænt væri yfirvofandi l'rá liinni ósýnilegu strönd fram undan. Gæti ekki hugsazt, að Þjóðverjar hefðu komizt að raun um, að flotinn mikli væri á leiðinni, en hefðu látið sem ekkert væri, til þess að geta gert óvæntar skyndi-gagnársir. Nú reið á að hver maður hefði fullt vald á sér, væri „kaldur og ákveðinn“. Hvert herskip var nú um það hil komið i fyrirfram ákveðna skotstöðu. Eftir örskamma stund yrði- allt tilbúið til að hefja ! skothríðiná. En enn. var einhver furðuþögn og tóm- leiki á ströndinni ósýnilegu. Váfalaúst hafa þeir, sem kvíðnir voru — ef nokkrir voru þá kvíðnir —- ætlað, að Þjóðverjar ætluðu að gera bandamönnum einhvern voveiflegan grikk, er gæti eyðilagt allt rétt áður það átti að byrja, en foringjar og aðr- ix-, sem höfðu allt á fingrum sér, gátu ekki annað en sannfærzt um það betur og betur, með hverri mínútunni sem leið, að bandamenn mundu sjá þá miklu von rætast, að geta liafið innrásina án þess að Þjóðverjar kæmust á snoðir um það fyrir fram, hvar meginhöggin yrðu greidd — og án þess að fá vitneskju um að innrásarflotinn væri á leiðinni. Skytturnar voru farnar að setja í gang hreyfiútbún- að fallbyssnanna og allir „athugarar“ á herskipun- um gáfu hinar nánustu gætur að öllu. Einhvers staðar að baki herskipanna -— og ekki langt að baki, voru herflutningaskipin, með mesta innrásarlið, sem sögur fara af, innanborgs. Klukkan fimm um morguninn var orðið svo bjart, að fi’á hverju herskipi sást til næsta herskips.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.