Vísir - 29.09.1945, Blaðsíða 1

Vísir - 29.09.1945, Blaðsíða 1
Draumaland Walt Disneys. Sjá bls. 2. Skátamót í Frakklandi 1947. Sjá bls. 3. 35. ár Laugardaginn 29. september 1945. 221. tbl. nr uitt kr. 4.35 stjjÓTm Ærfj&É&e* tisam árÍBtssMÞÍ * i Töliwerð ólga er enn í Argéntinu og hafa nolckrir menn nerið handteknir. Stjórnin liefir tilkynnt að háskólanum í Buenos Aires verði lokað um óákveðinn tííma vegna þess hvernig Jiorfir í stjórnmálum lands- ins. Lögreglan þrengir æ meir að lýðræðissinnum í landinu. Allmargir bandarískir þingmenn hafa sent stjórn Bandarikjanna áskorun um að hún hlutizt til um að fceitt verði þvingunarráð- stöfunum við Argentinu vegna einræðisframkomu stjórnarinnar. Þetta er lnn mikla Douglas Skymastr-flugvél, sem American Export Airlines er að taka í notkun á fulgleiðinni yfir ísland til Norðurlanda og Bretlandseyja. Hún tekur 40 til 50 farþega og er húin öllum fulkomnustu þægindum. ArgeEifiBia segir upp samningi. Argentína ætlar að segja upp verzlunarsamningum sínum við fíretland. Stjórnin hefir nýlega til- kynnt ..brezku ..stjórninni þessa ákvörðun sina og munu því samningarnir falla úr gildi í apríl næst- komandi. Verzlunarsamningar þess- ir milli Brcta og Argentínu eru orðnir 9 ára garnlir. BrctciS' s&mdéu hö m Incicþ-Ks bbcm*. fírczkt lið er lagt af stað frá Singapore til Indo-Kína til þess að koma í veg fyrir frekari óeirðir í landinu. Nokkrar óeirðir voru i Saigon í gær og féllu fáein- ir menn en aðrir særðust. Bretar og I'rakkar liafa alla hernaðarlega mikilvæga staði á valdi sínu í borginni, en þjóðernissinnar ráðast á útlendinga, sem ferðast uni borgina og er ekki en talið ótiætt að ferðast um að næt- urlagi. mterican Export Airfínes heíja flug yfir Island. Næturakstur í nótt annast Litla Bílastöðin, sími 1380 og aðra nótt B. S. í., sími 1540. ferðir fil Skofiimds ferðir tii Sfokk- fyrst um síímí. Vegleg hátíðahöld í Höfn á afmæli Danakonungs. Aidrei hefur nokkur Dani verið eins hySBtur Frá fréttaritara Vísis. i Kaupmannahöfn. ótrúlegur fjöldi Kaup- mannahafnarbúa flykktist út á göturnar til þess að hylla konunginn á afmæli hans. Talið er að um 700 þúsund manns hafi verið á götunum er konungurinn ók í gegnum borgina. Aldrei i manna minnum liefir nokkur Dani verið liylltur jafn ákaft og af jafn mjklum fögnuði og konung- urinn á afmælisdag hans í fylradag. 200 þúsund á Ráðhústorginu. Talið er að 200 þús. manns liafi safnazt sainan á Ráðhús- torginu og segja sjónarvottar, að það liafi verið mikilfeng- leg sjón að sjá allan þennan mannfjölda. Fólkið stóð svo þélt, að allt torgið húsamia á milli var eins og iðandi mannliaf. Börn týndust. Ilræðsla greip fólkið víða í þrengslunum sérstaklega á Ráðliústorginu, við Amalien- liorg og Bellahöj. Um 400 börn týndust og márgir voru troðnir undir í þrengslunum. Sjúkrabílar á ferðinni. ■ Vegna troðningsins urðu nokkur meiðsli á fólki og vor.u sjúkrabilarnir kallaðir út yfir 300 sinnum. Áhrífamestu augnabiikin í för konungs í gegnum borg- ina voru, er liann lieilsaði upp á 70 særða skemmdar- verkamenn, sem lágu á sjúkraböruim. og ennfremur er liann nam staðar fyrir framan Franska skólann, þar sem fjöldi danskra barna lét lifið þegar Shellhúsið var sprengt i loft upp. Hátíðarhöldin voru öll þau mikilfengleg- ustu, sem nokkurn tíma hafa sézt í Kaupmannahöfn. Borg- in var öll eitt ljöshaf alla nóttina og er það í fyrsta skipti i sex ár. Um bessar mundir er farþegaíiug hms ameríska féiags, er Bandaríkjastjórn Keíir veitt sérleyfi á leiSinm yfir ísland til Evrópu, að hefjast. Eins og áður liefir verið skýrt frá í Visi, er það flug- félagið American Export Airlines sem annast þetta flug í framtíðinni. Til að bvrja með mun þetta flug fara fram i sam- vinnu við loftflutningadeild Bandaríkjahersins, ATC, en mjög fljótlega er gert ráð fyrir að loftflutningar geti hafist á þcssari leið á vegum félagsins sjálfs, að minnsta kosti einu sinni í viku til Stokkhólms. Félagið iiefir nú iiafið þrjár daglegar flugferðir milli New York og Skotlands. Tvær af þessum ferðum eru flognar beinl yfir liafið en ein ferðin er flogin til íslands og þaðan til Snotlands. Að ölíu samanlögðu liefir fé’agið aukið mjög starfsemi sína síðustu mánuðí og mun gera það enn meir á næstunni. Frá því í febrúarmánuði þetta ár liefir félagið annast flutninga fyrir Bandaríkja- herinn milli lielzlu heims- álfa veraldarinnar. Félagið liefir þvi á að skipa mikliim fjölda vel æfðra .manna á öllum s'viðum. Flugmála- nefnd Bandarikjanna úthlut- aði félaginu einkaréttindi á báðum þeim fluglciðum, sem fyrirhugaðár ,eru yfir Norð- ur-Allantshaf á milli horga í Evrópu og Ameríku þrátt fyrir mikinn fjölda annara umsækjenda um þessar leið- ir. Félagið var lika eitt af fyrstu flugfélögum Banda- ríkjanna lil að liefja farþega- flug milli Bandaríkjanna og Evrópu fyrir styrjöldina og Framh. á 3. síðu. , gjöld Siækka. Sjúkrasamlag Reykja- víkur hefir ákveðið að hækka iðgjöld sín úr 10 krónum í 12 krónur á mánuði. Iðgjöldin hækka frá og með 1. okt. n. k. Jafnframt þessu óskar Sjúkrasamlagið eftir því, að fólk hafi meðferðis rétta upphæð er það greið- ir gjöld sín vegna þess hve mikilli liörgull er á skipti- mynt. Jccpansstjjárn hönnnö csf* skipti ccf hiö&Bscn. Stjórn Japans reyndi í gær til þess að lcúga þrjú blöð i Tokgo til þess að birta ekki viðtal MacArthurs og Hirohito. Sýndi atvilc þetta ljóslega að japönsku stjórninni er uin og ó að láta hlaðaútgáf- una í Japan skreppa sér úr liöndmn. Þegar hlöðin, sem ætluðu að birla þetta viðtal, áttu að fara að koma út, komu full- trúar stjórnarinnar á skrif- stofur blaðanna og bönnuðu þeim að birta einn staf úr viðtalinu. Þetta alhæfi Stjórnarinn- ar var talið hrot á setlum regluni og fyrirskipaði Mac- Á'rthur þegar i stað að bann stjórnarinnar skyldi að engu liaft og skyldu öll liöft er gengu í líka átt bönnuð. kr. 111 ierinn. Wésiicciccn cc litið s&cn ekki scð hcekkcc: Þjóðviljinn skýrir f-rái því í morgun, að í dag verði gefin út bráðabirgðalög' í verðlagsmálum þar sem. endanleg ákvörðun verði tekin um verðlag landbún- aðarafurða og vísitölunnar. Blaðið s'kýrir frá því að í ráði sé samlvvæmt þessum nýu bráðabirgðalögum, að taka upp þá nýbreytni að endurgreiða neytendunx nokkuð af verði kjötsins í staðinn fyrir að áður hafa niðurgreiðslur fallið til bænda. Þá skýrir Þjóðviljinn frá því, að endanlega kjötverðið muni verða kr. 10,85 á kí!6 en þar af verði greitt tiL neytenda kr. 4,35, þó ekki af meira magni en 40 kg. á ári. Það sem er eftir af kjötverðinu, kr. 6,50 verður reiknað í vísitölunni. Er það svipað og það kjötverð sem reiknað var með í vísitölunni siðastjiðið ár. Mjólk telur Þjóðviljinn að muni verðai greidd niður að nokkru, eða úr kr. 1,85 á lítir í kr. 1,60. Verður því mjólkin 15 aur- um hærri í útsölu til neyt- enda nú en áður en niður-. greiðslum var hætt á dög- unum. Eftirlit með Patton. Robert Murphy, stjórn- málaerindreki Eisenhowers hershöfðingja, er farinn suð- ur til Bayern til þess að kynna sér ástandið þar. Fréttaritarar telja að för Murpliys standi í sambandi við unnnæli Patlons i þá átt, að ekki væri liægt að komast Iijá því, að notast við nazista í ýmsum embættum og það, •að margir menn hefðu orðið að gerast nazistar í Þýzka- landi án þess að vera fylg.j- andi stefnunni, en einungis lil þess að lialda atvinnu sinnij* Uinmæli Pattons vöktu lalsverða atlijrgli og töldu menn, að hann léti að likind- um blekkjast af fagurgala ýmsra nazisla, sem réru i honum til þess að fá að lialda fyrri virðingarstöðum. Patton hershöfðingi er kominn til Frankfurt am Main til þess að gefa Eisen- hower skýrslu um störf síu og meðal annars til þess að skýra frá ,því hvernig gangi að ráða niðurlögum nazism- ans í Suður-Þýzkalandi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.