Vísir - 12.11.1945, Blaðsíða 4
4
V I S I R
Mánudasjinn 12. uóvember 1945
VÍSIR
DAGBLAÐ
Utgefandi:
BLAÐAUTGÁFAN VÍSIR H/F
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson,
Hersteinn Pálsson.
Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni.
" Afgreiðsla: Hverfisgötu 12.
Símar 1660 (fimm línur).
Verð kr. 5,00 á mánuði.
Lausasala 40 aurar.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Óskabyr.
Wommúnistar hófu baráttu vegna bæjar-
stjórnarkosninganna helzt til snemma.
Þeir trúa, að þeir sigri, sem fyrstir höggva,
enda hafa þeir ávallt hagað vopnaburði sín-
um svo. Að þessu sinni virðast þeir liafa verið
helzt til bráðir í baráttunni. Kommúnistar
kalla sig Sameiningarflokk alþýðu, og er það
að nokkru leyti rétt, með því að hér á árun-
um innbyrtu þeir suma þá menn, sem Alþýðu-
flökkurinn gát ekki notazt við lengur, en
hafði þó verið sýndur nokkur trúnaður. Þessi
tvíarma fylking hefur sótt fram lilið við hlið,
en öllum hefur verið ljóst, að flokkurinn
gengur ekki heill til skógar. Annars vegar
standa hlýðnisskyldir ráðstjórnardýrkendur,
cn hins vegar gömlu Alþýðuflokksfulltrúarn-
dr, sem afneita austræna lýðræðinu og hugga
nú kjósendur sína með því, að austrænt lýð-
ræði verði ckki upp tekið hér á lándi, en menn
muni njóta fulls frelsis til orða og athafna.
Fyrir allmörgum árum urðu átök í komm-
únistaflokknum. Hentistefnan tókst þar á við
hlýðnisskylduna. Orskurður féll á æðri stöð-
nm i málinu, en litlu munaði að sumir helztu
talsmenn flokksins og þeir, sem skapað hafa
honum mest traust og fylgi, yrðu að vikja
úr flokknum, með því að hentistefna þeirra
var talin stórhættuleg. Settust þá þeir menn
þar að völdum, scm ólíklegir höfðu talizt til
íorystu, og liafa bylt sér í völdunum síðar.
Hentistefnuinönnunum kom óvæntur liðsauki
írá Alþýðuflokknum, og þótt hlýðnisskyldan
iiafi verið úrskurðuð hin eina sáluhjálplega,
leitast sá armurinn, sem var ofurliði horinn,
við að framfylgja stefnu sinni. Hefur þetta
orðið hclzt til áberandi í undirbúningi bæjar-
stjórnarkosninganna að þessu sinni. Austræna
xáðstjórnarkerfinu hefur verið afneitað í mál-
gagni flokksins. Ráðamenn lians una þessu
illa dg hafa gefið hentistefnumönnunum á-
minningu. Þeir eru þráir eins og íslcnzka
sauðkindin og sitja við sinn keip. Óheppilegt
■er að skera úr deilumalunum fyrir bæjar-
stjórnarkósningarnar, og líkur bcnda til, að
ágreiningurinn verði látinn liggja niðri þar til
þeim kosningum er lokið. Ágreiningurinn er
þó lýðum Ijós, og vafalaust skaðar hann fylgi
flokksins svo mjög, að ekki verður að ræða
aim aukið kjörfylgi flokksins í kosningunum,
heldur fylgistap, en hitt mun sýna sig, er þar
•að kemur, liversu tapið verður tilfinnanlegt.
Andstöðuflokkar kommúnista sigla óskabyr
:í áttina til bæjarstjórnarkosninganna, vegna
þessa veikleika flokksins, sem opinberazt hef-
ur öllum almenningi. Það' liöggið, sem hátt
«er reitt, ber ekki ávallt tiketlaðan árangur.
Flokksþing kommúnista stendur nú yfir og
lýsa foringjarnir þar yfir því, að þeir séu
þjónar alþýðunnar. Gæti þetta verið rétt, ef
ekki lægi æðri úrskurður fyrir um hlýðnis-
skylduna. Enginn getur tveimur herrum þjón-
áð, og 'er liætt við að innlendir og crlendir
hagsmunir geti rekizt ónotalega á í starfsemi
flokksins. Þá mun sjást, hverjir skuli að dómi
kommúnista leika hcrrann og þrælinn, og hve
erlend þjónusta vcrður.holl almenningi. Allur
vindur er úr.scglum kommúnista, en byrinn
bíður hinna, sem gæta íslenzkra hagsmuna.
Tillögur um framkvæmdir
til að draga úr slysahættu.
Aukln göfulýssng9
gangsféffi^ iiésvlfar á gafna
móllím
Dómsmálaráðuneytið skip-
aði hinn 6. júlí nefnd til að
rannsaka, hvort ekki væru
einhverjar leiðir færar til að
draga úr hinum tíðu og sí-
fellt vaxandi umferðarslys-
um. Skilaði nefnd þessi áliti
hinn 14. sama mánaðar. Þá
hárust ráðuneytinu litlu síð-
ar tillögur bifreiðastjóra-
félagsins Ilreyfils og vörubíl-
stjjóTafé{lagsins Þróttar um
úrbætur i umferðarmálum,
og ennfremur í s. 1. mánuði
bréf frá Slysavarnfélagi Is-
lands, þar sem bent var á
nokkrar nýjar leiðir til úr-
hóta.
Hefir ráðuneytið tekið til-
lögur þessar til athugunar og
ákveðið að framkvæma það
af þeim, sem tiltækilegt þyk-
ir og heyrir undir valdsvið
ráðuneytisins að framkvæma,
svo sem aukið eftirlit með
umfferðinni og aukið hifreiða-
eftirlit á vegum úti. Þá mun
ráðuneytið stuðla að útgáfu
kennslubókar í umferðar-
menningu, sem er nú nærri
fullbúin til prentunar, og er
til þess ætlazt, að bók þessi
verði kennslubólc í skólum
landsins. Enn hefir ráðuneyt-
ið í hyggju að reyna að koma
af stáð upplýsingastarfsemi
fyrir bættri umferðarmenn-
ingu og ýmsar fleiri ráð-
stafanir.
Hinsvegar er það svo, að
framkvæmd margra af til-
lögum þeim, sem fram hafa
komið og líklegar eru til
bóta, heyrir ekki undir
ráðuneytið heldur stjórn
Reyk j a ví ku rbæ j ar.
1 því tilefni hefir ráðu-
neytið nýlega skrifað hæjar-
stjórn Reykjavíkur og bent
á eftirfarandi atriði úr ofan-
greindum íillögum:
1. Að götulýsing verði
aukin og lagfærð á hinum
ýmsu götum, svo sem Suð-
urlandsbraut, Reykjanes-
braut, Fríkirkjuvegi og Suð-
urgötu, þannig að ljós verði
sett beggja megin gatnanna
með ekki meira millibili en
50 m. livoru megin og þau
látin standa á víxl þannig
að millibil ljósa yrði 25
metrar. (Tillögur hifr.stj.
nr. 3).
2. Að gangbrautir verði
færðar fjær gatnamótum en
nú er, eða um breidd þeirra,
ennfremur verði settar grind-
ur á gangstéttir fjölförnustu
gatna í bænum, svo fólk
gangi ekki 'út á akbrautir
ncma á gangbrautum, (sjá
tillögur stjórnskipuðu nefnd-
arinnar um handrið á gang-
stéttarhornum.)
3. Að jiegar hús eru
byggð verði umfram allt séð
svo um, «að ein bifreið geti-
staðið við livert hús út úr
götu. (Till. hifr.stj. nr. 10).
4. Að leyfa ckki hcil-
steypta lóðaveggi, sem að
gatnamótum liggja, nema í
ákveðinni hámarkshæð, og
ckki hærri en svo að sjá megi
umferð í hliðargötu yfir þá.
(Till. bifr.stj. nr. 11).
5. Að þakrennur á hús-
um Verði þegai’ lagfærðar á
þeirri' hliðinni, sem að götu
0.911.11.
snýr, svo fólk jiurfi. ékki að
hrökklast óafvitandi út á
ak.brautina, beint fyrir ‘bif-
reiðarnar, til þess að forð-
ast vatnsgusur af húsþökum.
Ennfremur að tröppur, sem
hyggðar eru út í gangstéttir,
einkum við Eaugaveginn,-
verði færðar og innhyggðar
i húsin. (Till. bifr.stj. nr.
12). LÖgreglustjóri sér um
framkvæmd fyrri hluta íil-
lögu þessarar, en siðari hlut-
inn virðist falla undir hæjar-
stjórn.
6. Að bifréiðastæði verði
aukin allverulega í miðbæn-
um og að bannað verði að
láta bifreiðar standa að stað-
aldri á götum miðbæjarins.
(Till. bifr.stj. nr. 13).
Úr tillögum nefndar þeirr-
ar, er ráðuneytið skipaði, cr
bent á eftirfarandi:
1. Að unnið sé að því, að
börn fái önnur lciksvæði en
göturnar.
2. Að handrið séu sett á
gangstéttarhorn.
3. Að farið verði að
stjórna umferðinni með ljós-
vitum á fjölförnustu götum.
4. Að reiðhjól verði skrá-
sett. (Akvörðun bæjarstjórn-
ar, lögreglusamþykkt Rvík-
ur, 50. gr. g.).
Af tillögum Slysavarna-
félagsins heyrir framkvæmd
einnar undir bæjarstjórn
Reykjavikur. Er það tillaga
um að fyrirskipáð verði að
allar bifreiðir i Reykjavík
verði skydaðar til að hafa
tæki til að gefa til kynna til
hvorrar handar ökumaður
ætli að beygja, t. d. við
gatnamót, sbr. 42. gr. lög-
reglusamþykktar Reykjavik-
ur. Þykir líklegt að bráðlega
eða jafnvel þegar í stað
verði skyldaðar til að hafa
þau, sem með þarf.
Þá hefir ráðuneytið einnig
bent bæjarstjórn á, að heppi-
legt væri að finna strætis-
vögnum bæjarms ahnan
dvalarstað en Lækjartorg, og
mælzt eindregið til þess að
bæjarstjórn Reykjavíkur
framkvæmi tillögur þessar
eftir þvi sem mögulegt er.
Reykjavík, 9. nóv. 1945.
iÞísffiis0 fú sSiip
hjjjú iiff*eÉssmi-
Frá fréttaritara Visis.
Knupmannahöfn, í gær.
Skriður er nú að komast á
endurreisn danska skipastóls-
ina.
Auk þess sem unnið er i
.skipasmíðastöðvum landsins,
þrátt fyrir kort á ýmsu cfm
hafa tlönsk útgerðarfélög
verið að leila hófanna um
skipasmiðar í Bretlandi. Er
þcgar búið að semja um
skipasmiðar þar fyrir 7
milljónir danskra króna.
Verða skipin af ýmsuin
stærðum og gerðum.
Áheit á Slrandarkirkju,
afh. Vísi: 5 kr. írá .1. G. GO kr.
frá H., 30 kr. frá N. N., 20 kr.
frá Þuríði Jósepsdóttur, 10 kr. frá
J.G.
— Hugdettur Uhnatda —
Ymiskonar undur eru að gerast við og
við með þjóð vorri. Lesendur Vísis hafa
nýlega séð frásögn hér í blaðinu um undr-
ið, sem gerðist í Elliheimilinu, að lamað-
ur maður fékk mátt á óvæntan hátt, án
tilverknaðar dauðlegra lækna, og er það
þakkað íhlutun æðri máttarvalda. Slík
undur hafa gerzt á öllum tímum með
ýmsum þjóðum.
Annarskonar „undur“ gerðist í leikhús-
inu á fiíhmtudagskvöldið. Þar var sýnt
iiýtt íslenzkt leikrit — og það er alltaf
í sjálfu sér mikið gleðiefni, því að mikiil
skortur er á góðum, nýjum íslenzkum
léikritum, — en „undrið“ í sambandi við
þennan leik er fólgið í því, að þessi sjón-
leikur er hvorttveggja í senn: nýstárleg-
ur mjög og vel saminn. Það er hið þriðja
eftirtektarvert við þennan leik, að höf-
undar er ekki getið, svo að mikið er nú
skrafað um það í bænum, hver hann muni
vera. Á frumsýningunni gerðu sumir það
upp á 'grín, að vinda sér að kunningja
og þakka honum fyrir leikinn, og nær er
mér að halda, að það liefðu margir vilj-
að hafa samið þennan sjónleik. Enda
þarf höfundur, hver sem hann er, ekki
að skammast sín fyrir þennan skerf til
íslenzkrar leikritagerðar. Hann fer inn á
nýjar brautir í formi, - brautir, sem hætt
er við að margir kunni ekki við í fyrstu,
en svo er oft um ýinsa nýbreytni, sem
er merkileg og markar tímamót. Og var-
ast skyldu menn, að hræðast það, sem nýtt
er og öðruvísi en þeir eiga að venjast, og
dæma það hart vegna þess. Það er svo
bágt að standa í stað, sagði ljóðsnilling-
urinn mikli, og hann vissi, hvað hann
söng. Það hafa ekki margir Islendingar
sungið réttar og betur en hann, og enn
lifir söngur hans með þjóðinni, þó að 100
ár séu síðan hann fæddist. Og hann deildi
á gamalt form og staðnað og kom með
nýjan glæsihrag inn í ísíenzka ljóðagerð
og reyndar lausa málið líka. Hver deilir
nú á hann fyrir það? Finnst einn meðal
þúsundanna, sem dytti það í hug? Ekki
trúi eg því.
Það var hressandi „undur“, að fá, ef
svo mætti segja, nýja vakningu í íslcnzkri
leikritagerð. Menn geta deilt um einstök
atriði leiksins, og það verður eflaust gert,
því að í honum eru liögg, sem ekki eru
slegin út í hláinn. En mér finnst ótrúlegt,
að hægt sé að deila um það í alvöru, að
leikurinn sé merkilegur. Hann er að
minnsta kosti mjög merkileg tilraun til
að skapa íslenzkt leikrit, sem er þess vert
að því sé mikill gaumur gefinn og á það
horft með vakandi áhuga. Og Leikfélag-
inu ber að þakka alveg sérstaklega fyrir
að sýna leikinn og gera það af þéirri alúð,
sem ráúri ber vitni. Það ber ekki vott um
neina hálfvelgju eða hræðslu við nýjung-
ar, og gott er að eiga slíka leikhúsmenn.
Á þessu sviði er einmitt sérstök þörf ár-
vakra og vökulla manna og kvenna, þvi
að góð og tilþrifamikil leikstarfsemi er
með því bezta, sem hverju þjóðfélagi get-
ur hlotnazt. Hún getur skapað menningu,
sem hefir furðu mikil áhrif og vekur
menn lil umhugsunar og dáða.
Það er hægt að steingleyma óþægind-
unum í Iðnó, þegar vel er farið með verlc-
efnin þar, Og í þetta skipti cr það engum
vafa undirorpið, að hér hafa í fyrsta lagi
tveir snillingar lagt hönd á plóginn og
kunnað að heita lionnm: Lárus Pálsson,
leikstjórinn, og höfundurinn. LárUs jeik-
ur erfitt og mikið hlutverlc og tekur það
sínum vönu tökum. Þó get eg ekki stillt
mig um að segja það, að stundum minnti
hann mig nokluið mikið á Pétur Gaut.
En leikstjórnin var hér líka erfitt verk,
og þar hefir hann ekki síður tekið á og
tekizt vel. Eg hefi ekki séð suma leikar-
ana gera betur áður, eins og t. d. önnu
Guðmundsdóttur. Leikur hennar var hók-
staflega prýðilegur. Svo var og um Þor-
stcin ö. Stephensen, harin var ákaflega
skemmtilegur í þessu hlutverki, látlaus
og sannur. Eins var um Ingu Þórðardótt-
ur. Alltaf er sami menningarblærinn yfir
leik Ariidísar Björnsdóttur. Og í sem
stytztu máli má segja, að það var vandi
að leika þennan lcik vel, en hánn var vel
leikinn. Ekki má gleyma hinu éinkenni-
lega hlútverki Regínu Þórðardóttur, scm
hún leysti ágætlega af hendi.
Það er vonandi, að fólk láti ekki undir
höfuð leggjast að. sjá þennan leik — mig
langar sannarlega að sjá hann aftur.