Vísir - 22.12.1945, Síða 4

Vísir - 22.12.1945, Síða 4
4 V 1 S I R Laugardaginn 22. descnibcr 1945 VBSIR D A G B L A Ð Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H/F Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fimm línur). Verð kr. 5,00 á mánuði. Lausasala 40 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. JÓL.V Wyrir nokkrum árum töluðu menn um jóla- * helgi og jólafrið. Þetta átti vel við. ísland var einangrað, — menn lifðu í fásinni, dýrk- uðu drottin og létu sig atburði heimsins litlu skipta. Nú leikur hringiða heimsviðburðanna um þetta land. Tækni nútímans hefur séð svo um, að hingað berast tíðindi svo að segja um leið og þau gerast, en jafnframt eru órafjar- Jægðir fortíðarinnar að engu orðnar. Þess- vegna gæti Island verið miðdepill heimsins, eins og hvert annað land, og þar geta borið við stórtíðindi. í alþjóðaefnum. Þessu ber ekki að fagna, en við verðum að horfast í augu við staðreyndir og viðurkenna þær, Við vilj- um lifa í friði,‘en fáum það ekki lengur en stórþjóðunum lízt. Nútímakynslóðin mun sízt vantrúaðri en forfeðurnir voru, en hún ber ekki trú sína utan á sér. I sex jól höfum við notið jóla- helgi, en ekki jólafriðar. Heimurinn liefur staðið í báli. Fornar dyggðir og fegurstu verð- mæti hafa verið borin fyrir borð. Þrátt fyrir það hefur kristnin eflzt stórlega í öllum lönd- um, og á guðstrúin vafalaust sterkari rætur í hverju hjarta. en gekk og gerðist fyrir hinn hörmulega leik síðustu sex ára. Nú gera menn ekki gys að guðshugsjóninni, svo sem alsiða var um og eftir aldamótin. Nútíminn ber virð- ingu fyrir henni og lætur sér ekki sæma að draga úr eða reyna að hafa áhrif á trú með- bræðra sinna, með því að trúin er persónu- leg eign hvers einstaklings, sem aðra varðar ekki hætishót, en sízt má eyða þeirri guðs gjöf með óvarfærni í orðum eða gerðum. En hvernig stendur á því, að trúin eflist, er mestar hörmungar dynja yfir? Væri ekki eðlilegra að hún rifnaði upp með rótum, eins og voldugustu mannanna verk? Nei. Almenn- ingur sér og skilur, að ekkert er að sækja til efnishyggju, sent eyðir sjálfri sér. Eitthvað æðra og meira er úrlausn framtíðargæða ver- aldarinnar, — ekki út af fyrir sig efnislegra gæða, heldur verður andinn að vera ofar efn- inu, til þess að varanleg veraldargæði skap- ist. Sagan um gullkálfinn stendur ennþá í fullu gildi. Gullið er harðstjóri, sem hefur ráðið heiminum miskunnarlaust og þjóðirnar hafa tilbeðið og tilbiðja. Gegn því getur að- eins einn máttur staðið, en það er guðstrúin, sem sýnir sig í verkunum. Mönnunt kann að finnast þetta hugarórar, en spyrji hver sig og svari spurningunni: Hvar er að finna rnátt, sent staðið getur gegn eyðingaröflunum? I jólahelgi og jólafriði þessa árs hafa menn gott af að kasta mæðinni lítillega í kapp- hlaupinu um veraldlegu gæðin og gera sér }tess fulla grein, hversu varanleg þau eru, ef andinn er ekki settur ofar efninu? Hvers- vegna blæðir heiminum nú? Hversvegna hrekjast menn í tugmilljónatali stað úr stað, til þess eins að bíða hungurdauða? Það er ekki vegna skorts á efnishyggju, heldur af- leiðing af of mikilli efnishyggju, en skorti á trú, sent göfgar og græðir. Heimurinn verð- ur að snúa við á helgöngunni, til nýs lífs í andanum, þar sem ríkir frelsi, jafnrétti og hræðralag. PARKER lindarpennar, sett og stakir LJÓSMYNDA-ALBÚM í góðu úrvali Bréíseínakassar BÓKASTOÐIR úr málmi, sérstaklega fallegar Veski og buddur SKJALATÖSKUR og skólatöskur Litir og litabækur JÓLASERVIETTUR og DREGLAR JÓLAMERKIMÍÐAR og UMBÚÐAPAPPÍR JÓLAUMBÚÐAGARN og LlMBÖND VERZM.UNÍN BJÖRN KRISTJÁNSSON Aðgöngumiðar að jóíadansleik annan jóladag og' áramótadansleik á gamlárskvöld í INGÖLFSCAFÉ seldir og afhent- ir (pantanir) á Þorláksmessu, sunnudaginn 23. desember, frá kl. 4 síðdegis. NÝJU DANSARNIR BÆÐI KVÖLDIN. Sími 2826. KONUR! KONUR! Tökum upp í dag MAGABELTI Y vrzlunin VÆ MiMÍÆ JV Laugaveg 60. Nýjung í PELSUM Örfáir módel-pelsar seldir í dag. Verjl. (jimli Laugaveg 1,. útvarpið Bergmáli hefir borizt bréf frá út- gagnrýnt. yarpsnotanda, sem er eklci alls kost- ar ánægður með dagskrá útvarpsins nú um jólaleytið, eða kannske öllu heldur einn lið, sem auglýstur var fyrir íslenzka hlustendur, og telur hann að sá liður komi þeim ekkert við. Iíann biður „Bergmál" að koma gagnrýni sinni á framfæri og fer bréf hans hér á eftir: * Jólakveðjur „Eg vil leyfa mér að hiðja „Berg tifl Grænlands, mál“ að koma á framfæri fyrir mig gagnrýni á dagskrá út- varpsins, sem eg er að einu leyti óánægður með, cn það er liðurinn „Endurvarp frá Ðamnörku. Jólakveðjur til Grænlands“. Mér er spurn: Hvernig gelur þetta verið liður á dagskrá ís- lenzka útvarpsins? Eg hygg, að stjórn Rikis- útvarpsins veitist örðugt, að gera grein fyrir þessu útvarpsefni til handa íslenzkum hlustend- um. Sannléikurinn er sá, að þetta útvarp á jóla- kveðjúm frá Danmörku til Grænlands, á alls ekki heima í dagskrá útvaupsins. Kemur okkur Þetta útvarp kemur islenzkum ekkert við. hlustendum ekkert við. Það er augljóst mál, að það á ekkcrt erindi til þeirra. Það mætti jafnvel með tölu- verðum rökum segja, að það væri harla ósmekk- legt að auglýsa útvarp, sem frekast sýnist vera algert einkamál þeirra, sem þar eiga hlut að máli, þ. e. sendenda og viðtakenda. Það álti því að auglýsa dagskrárlok áður en þetta út- varp liófst, og slita þar með islenzku útvarps- dagskránni. * Sjálfsögð Hitt er annað mál, að eg skal greiðasemi. ekkert lasta þá greiðascmi íslenzka útvarpsins, að greiða fyrir þessum jólakveðjum með endurvarpi, en álit aðeins smekkleysu, að auglýsa nokkuð um þetla út- varp.“ Þannig endár bréfið. „Bergmáli“ fannst sjálfsagt að koma þessari gagnrýni á framfæri, og álílur, að það sé töluvert til í því, sem þréf- ritarinn segir, og beinir síðan kvörtuninni til hlutaðeigandi aðila. * Velrarhjálpin. Nú eru aðeins tyeir dagar til jóla, helztu hátíðar ársins, þegar aílir, scm tök hafa á, reyna að liafa það sem hezt og hvila sig í algerðri ró, Það er athug- andi í þessu sambandi, að kjör manna eru mis- jöfn og hefir oft verið minnzt á það áður. Sum- ir eru þannig staddir, að þeir geta ekki af cig- in rammleik veitl sér þær skemmtanir og ánægju- slundir, sem alltaf hafa verið nátengdar jólun- um og ölluni finnast sjálfsagðar. * Allir vi'lja Því nær allir, sem eitthvað hafa af- lijálpa. lögu, eru fúsir til þess að leggja eitthvað af mörkum til hjálpar hág- stöddum, en almenningur veit ekki hvar þörfin er mest. Þess vegna er Óhjákvæmilegt að hafa stofnun eins og Vetrarhjálpina, til þess að fylgj- ast með, hvar þörfin er hrýnust. Til hennar koma umsóknir og hún tekur á móti gjöfunum, sem almenningur lætur af hendi rakna. Tím- inn er naumur nú, skrifslofa Vetrarhjálparinn- ar í Bankastræti 7 verður opin á morgun lika, þótt annarsstaðar sé lokað. Mæður önnur starfsemi er hér í bænum, er styrktar. vinnur að því að styrkja fyrirvinnu- lausar mæður, sém hafa fyrir hóp af börnum að sjá.-Mæðrastyrksnefndin starfar allt árið, en fyrir jólin hefir hún sérstaka söfnun lil þess að gleðja bágstaddar mæður og börn þeirra, sem annars yrðu ekki aðnjótandi jólagl^ðinnar. Ivonur, sem bundizt hafá þessum samtökum til þess að styrkja efnalaus heimili, liafa heðið blöð- in að minna bæjarhúa á sig og hiðja alla þá ei' þess eru megnugir að senda Mæðrastyrks- nefndinni peningaupphæð eða fataböggul fyrir jólin. Nefndin sér siðan um að koma .gjöfun- úm lil þeirra mæðra, scm mest þurfa á þeim að halda. Gleðileg jól. í dag er síðasti dagurinn, sem Vís- ir kemur út fyrir jól, cn hann verður liinsvegar fyrsta blaðið, sem kemur út eftir jól. „Bergmál" óskar þess vcgna öllum les- endum sinum gleðilcgra jóla. í þetta sinn kem- ur blaðið ekki út í fjóra daga í röð, því uð á Aðfangadag er aðeins unnið fjórar klukkustuiid- ir, svo að ekki verður hægt að koma blaðinu út þa.nn dag, eins og þó hefir verið venja undan- farin ár. Vonandi cndist jólablað Vísis lesend- um fram yfir jól. í jólablaðilm eru margar sög- ur, þýddkí- og frumsamdar, og auk þess !mörg Ijóð og ýmislegt annað efni.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.