Vísir - 27.12.1945, Blaðsíða 4

Vísir - 27.12.1945, Blaðsíða 4
4 V I S I R Fimmtudaginn 27, desembcr 1945 VISiR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H/F Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fimm línur). Verð kr. 5,00 á mánuði. Lausasala 40 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Fjárlöfin og stjóraai- ' samvinnan. fyrsta skipti í mörg ár er nú stórkostlegur greiðsluhalli á fjárlögunum. Útgjöldin eru sjö sinnum hærri en fyrdr stríð. Þctta sýnir að smitun verðbólgunnar hefir hvergi verið eins skæð og í þingsölunum, enda má hin síðasta afgreiðsla fjárlaga teljast með slikum endemum, að furðu sætir. Verður ekki annað séð en að þingið sé algerlega stjórnlaust. Meðan síðasta ríkisstjórn var við völd, var henni af mörgum stjórnmálamönnum talið það til óhelgis, að liún hefði ekki þingfylgi til að hafa hemil á fjárlögunum. Var það tal- in ein mesta hættan við að hafa utanþings- stjórn. Þau fjárlog, scm hún hafði með hönd- um, voru afgreidd á skaplegan hátt, enda höfðu hin hyggnari og varfærnari öfl í þing- inu yfirhöndina. En hvernig er þetta nú und- ir forystu meiri hluta ríkisstjórnar? Það hefur verið föst venja, að fjárveitinga- nefnd hefur mótað afgreiðslu fjárlaganna í samviimu við ráðherra, og sjaldan hefur ver- ið gengið á móli tillögum ncfndarinnar. I þetta skipti má segja að fjárlögin hafi verið tekin úr höndum nefndarinnar, með því að margar tillögur hennar voru felldar, en fjöldi af útgjaldatillögum þingmanna samþykktar án undangenginnar athugunar. Meðan á af- greiðslunni stóð, vissi enginn hversu há út- gjöld fjárlaganna mundu verða. Þingmenn vissu það eitt, að með hverri útgjaldatillögu voru þeir að bæta við greiðsluhallann. Það cr haft eftir gömlum þingmanni, að hann hafi aldrei verið viðstaddur jafn lausbeizlaða fjár- lagaafgreiðslu scm þessa. En hvernig hefur svo sAjórnarsamvinnan lcomið i ljós við þessa einstæðu afgreiðslu? Hún hefur lcomið fram sem væiita mátti. Kommúnistarnir og jafnaðannenniriúi’ hafa sýnt nú, eins og áður, fullkomið áhyrgðar- leysi um allt, sem snertir fjárhag ríkisins. Þcir setja fram kröfur um útgjöld og ábyrgð- ir fyrir ríkissjóð án nokkurs tillits til af- Ieiðinganna. Svo köld er samvinna ráðhcrr- anna frá þessum flolckum, að þeir virða að vettugi álit og tillögur fjármálaráðherra, sem ])eir eru í samstarl'i við, og þessir ráðherrar setja fram tillögur um milljóna útgjöld í trássi við fjármálaráðherra, svo að hann neyðist til að biðja þingið að felía tillögurnar, verði þær ckki teknar aftur. Þetta er nú samvinna ])ess- ara manna við þann ráðherra, sem á að bera ábyrgð á fjárliaginum. Slíkt spáir ekki góðu. Greiðsluhalli fjárlaganna mun vera 15—20 milljónir króna. Auk þess eru á heimildar- grein þeirra (22. gr.) milljóna-útgjöld, sem vafalaust koma til útborgunar. Þótt talsverð- nr tekjuafgangur vcrði á ])essu ári, hefði vcr- ið varlegra að ráðstafa honum eklci fyrirfram, eins og nú hefur verið gert. Ef eitthvað ber út af með atvinnurekstur landsmanna á næsta ári, mun ríkissjóður safna miklum skuldum, og ef áfram verður haldið á þeirri hraut, sem núverandi stjórn hefur farið inn á í opinberum fjármálum, að tilhlutun lcomm- únista, að setja ríkið í takmarkalausar ábvrgð- ir, þá getur fjármálakerfi landsins liðast svo í sundur, að það bíði þess aldrei bætur, og ])að gctur leitt . af sér algera .þióðnýtingu í hvívelná, þegar óréiðan náír liamarkinu. iJiimntucýUi': ^JCrióimunclup j^oJeijó óóon Fimmtugur er í dag Krist- mundur Þorleifsson, bólcari í Sjúkrsamlagi: Reykjavíkur. Hann er Húnvetningur að ætt, en hel'ir átt heima hér í Reykjavík Siðan um 1020. Kristmundur stundaði nám i gagnfræðaskólanum. á Ak- ureyri og lauk þar gagn- fræðaprófi, en efnin leyfðu eklci að lengra yrði haldið á þeirri braut, og mun þó hug- ur hans mjög hafa staðið til mennta, þvi hann er góð- um gáfum búinn og átti Msm auðvelt með að læra. En hann er einnig manna hag- astur við allar smíðar, skrifar frábæra rithönd og skrautritar ágætlega. Þegar hann lagði námið á hilluna snéri hann sér að gullsmíði og stundaði það starf all- mörg ár og þótti mjög fær í þeirri grein. Þegar Sjúkra- samlag Reykjavíkur var stofnað, árið 1936, réðist hann þangað og hafir starfað þar síðan. Skrifstofumaður er liann ágætur, einkar verk- hygginn, úrræðugóður og fljótur að sjá hagkvæmustu vinnubrögðin í sérhverju starfi. Þá hefir Kristmundur og tekið virlcan þátt í ýmsum félagsmálum. 1 Góðtemplara- reglunni hefir hann starfað síðan 1922 og oft gengt þar ábyrgðar miklum trúnaðar- störfum, og leyst þau af hendi með slcyldurækni og skírleik. Ennfremur heí'ir hann starfað nokkuð að söngmálum, enda mjög hneigður fyrir söng og hljómlist. Andleg mál eru Kristmundi og mjög hug- næmt viðfangsefni. Hann hefir um margra ára slceið verið meðlimur Guðspeki- j stúkunnar, sem starfar hér i bænnm, og ennfremur er! bann í stjórn íslandsdeildar Guðspekifélagsins. Kristmundur Þorleifsson cr manna þægilegastur í um- gengni, hann er fáskiftinn og rólyndur, en fastur l'yrir oog sjálfstæður í skoðunum. Hann cr vinum sínum og sams t a r f smö nnum t ry gg ur og góður félagi og >lus til að leysa hvcrs manns vand- ræði, ef hann getur. Hann er vinur „sem í raun reyn- ist.“ Kvæntur er Rristmundur Guðnýiu .Kjartansdóttur, ætt- aðri úr Skagafirði, hinni á- ágætustu konu, og eiga þau fjögur mannvænleg börn. Við, vinir og samstarfs- menn, þcssa mæta manns óskum lionum allra hdilla og blcssunar í framtíðinni. III Samstai f.smaður. i’. • fí5aU»HÍ««f i------- Frú Bára Sigurjónsdóttir Ivefir stofnað sjóð tit minn- ingar nm mann sinn, Kjart- an Sigurjónsson söngvara frá Vik, og hsfir sldpnlags- skrá sjóðsins verið staðfést af forseia. íslands.- Tilgangúr sjóðsins er að slyrkja til framhaldsnáms efnilega islenzka söngvara, sem eigi eru þess megnugir að kosta nám silt af eigin rammleik. Úthlutun úr sjóðnum ann- ast þriggja manna nefnd, sem slcipuð er söngmála- stjóra þjóðkirkjunnar, tón- 1 istarráðunaut Rílcisútvarps- ins og organleikara Dóm- kirlcjiinánr í Reylcjavik. Þó hefir frú Bára með höndum alla stjórn sjóðsins, meðan hennar nýtur við. Sjóðnum hafa þegar bor- izt margar minningárgjafir, og má vænta þess að ýmsir verði fúsir til að styrlcja hann með fágjöfum, stórum eða smáum, svo að hann geti sem fyrst tekið til starfa. Mi n n i n arsp jöl d s j óðsins fást lijá Sigurði Þórðarsyni akr i f s t of us t j ó ra Rikisú t- varpsins, Reylcjavík, Valde- ar Long, Hafnarfirði, Bjarna Kjartanssyni, Siglufirði, og Sigu rj óni Kj artanssyni, kaupíélagsstjóra, Vílc. fíweðjaa frá VillijáSenI Finseir, Mér var i haust færð dá samlega falleg, stór os skrautleg silfurskál með á letrun: „Frá íslendingum sem þér glödduð með þvi ai hera kveðjur á milli á stríðs árunum“. Engin nöfn gef énda fylgdu, en Guðmundui Iílíðdal, vinur minn, afhent mcr gjöfina, fyrir hönd_gef enda. Eg get þannig engun þakkað persónulega, en.fær hér með á þennan hátt öll um gefendunum mitt lijart anlegasta þakklæti fyrii hugulsemina Qg þá alúð, sen i henni felst. Eklcert af því, sem eg sen sendifulltrúi íslands liér Slokkhólmi bar gæfu til a? ipna af hendi á stríðsárun- um fyrir fslands og íslend- inga, gladdi mig meira ei einmilt það, að geta í hundr- uðum eða þúsund tilfellun lcomið bréfum og boðum oí jafnvel gjöfum milli manns heima og ættingja erlendis Sú gleði, var mér ómetan- Iegur styrkur í ölllu öðrn slarfi mínu fyrir ælljörðina striðsárin. vStokkhóImi, 14. dcs. 1945., Vilhj. Finsen. Sendiráð íslands í Kaup- mannahöfn hefir bent á það, að samkvæmt núgildandi á- kvæðum sé ekki hægt, vegna gjaldeyrisskorts, að kaupa farmiða frá Damnörku lil Sviþjóðar, nema I ey f i danska þjóðbankans lcoini tit og áíveg séfstakléga standi á. Þó-eru söldir far- miðar frá Kaupmannahöfn lil -Málmeyjar og Helsing- borgar........ .... ....- „Gleðilega Mér er meinilla við þetta orðatil- rest..“ tæki — „gleðilega rest“ — sem . hljómar í eyrum manmrsíðustu daga ársins. Fyrri' hlutinn er islenzka, en „restin“ er iíka danska. Eg. geri ekki ráð fyrir þ.yí, að eg geti úfrýmt þessu orðatiltæki, enda er eg elcki búinn að finna neitt í staðinn og þótt sjálf- sagt væri að reyna að kveða þetta niður, þá væri.þó betra að.geta jafnframt komið með eitt- hyað á. móti, ,því að það er gömul og góð ís- lenzk venja, að. lcastast á kveðjum, þegar menn hittast á förnuin vegi. * Síðustu Nú eru aðeins fjórir dagar til áramóta. dagarnir. Þrjú hundruð sextugasti og fyrsti dagur ársins er að líða og fara með árið „í aldanna skaul“, eins og skáldið tók til orða forðum. Og þá tekur nýja árið við —- ganila baráttan byrjar á nýjan leik — segja ein- hverjir. Og þá — en, nei, eg má elcki fara að bollaleggja um það strax, því að þá verð eg áður en varir búinn með það, sem eg ætla að bergmála um fyrstu dagana eftir áramótin. Mað- ur verður að fara sparlega með efnin, þegar andagiftin er ekki meiri en raun ber vitni. * Jólin. Eg vona, að allir hafi notið jólahelginn- ar í ríkuni mæli og eínkum, að þau hafi komið „til allra jafnt“. Þá fyrst er gaman að jólunum, þegar menn vita, að fleiri geta notið þeirra en niaður einn. Margir hafa reynt að gleðja náungann á jólunum, til dæmis fjölmarg- ir með því að gefa í safnanir Mæðrastyrksnefnd- arinnar og Vetrarhjálparinnar. Aðrir hafa lagt sinn skerf til jólagleði náungans án milligöngu þeirra stofnana. Öllum þessum er það sameigin- legt, að þcir hafa hinn rétta jólahugsunarhátt — að hugsa ekk ieingöngu um sjálfan sig, held- u jafnframt um aðra. Jólatrén. Eg held, að eg hafi aldrei séð aðra eins ös og að þessu sinni, umhverfis menn þá, sem seldu jólatré og greni. Alla lang- aði til.að ná sér i þetta fagra og skemmtilega skraut, "seni. setur svo mikinn jólasvip á hcimil- in. En eg er hræddur um, að einhverjir hafi ekki liaft heppnina nieð sér, ekki fengið neitt, og þá liklega lielzt þeir, sem óframfærnastir eru. Það er leiðinlegt að þurfa að brjótast um og troðast til að ná í slíka hluti, en þarna er að- eins um tvennt að ræða, grípa gæsina meðan hún gefst, eðá verða af henni! Svo að eg lái mönnum það ekki, þótt þeir troðist lítið eitt, — það er ekki nema rétt mannlcgt, þegar svona sérstaklega stendur á. * > Furðusögur. Það gengu ýmsar furðusögur uni bæinn rétt áður en jólatrén koniu. Eg heyrði það til dæmis einn daginn, að skipið Anne, sem sagt var með jólatré innanborðs, liefði strandað austur á söndum. Ekki veit eg, hvern- ig sú saga varð, til, en svona var hún sögð, og því var bætt við, að Skaftfellingar einir mundu hafa jólatré á þessum jólum. En til allrar ham- ingju var þetta úr lausu lofti gripið, skipið komst lieilt í liöfn, þótt það lentM versta veðri haustsins, og hæjarbúar fengu jólatrén, sem þeir voru farnir að óttasL um. * i „Rosafrétt.“ Á laugardaginn gerðust merkileg tíðindi, þótt menn veittu þeiin ekki athygli vegná jólaannanna og þeim væri ekki ,.slegið upp“ í biöðunum, eins og ýmsum öðr- um fregnum, sem ef til vill eru ekki alveg eins nierkar. En þessi merkistíðindi snerta alla — ekki aðeins mig og þig og kunningja okkar og vini, hehlur yfirleitt alla. Á laugardaginn voru nefnilega vetrarsólhvörf. Það var stytztur sólar- gangur hér á norðurhveli jarðar og þá jafn- framt lengstur hjá andfætlingum! okkar. „Geng- ið“ á sólinni hefir farið smálækkandi síðan í júní, en nú hefir hún látið slaðar numið á nið- urleiðinni. * Deginn Nú-er daginn farið að lengja. Undan- lengir. farið hefir hann og birtan verið á sí- felldu undanhaldi fyrir nótt og myrkri. En nú hefir hann .shúíð við taflinu og heldur áfram að færa út veldi sitt, unz önnur árstiða- skipti segja: „Ilingað, og ekki lengra!“ Þá verð- ur.hann að sætta sig við að hörfa á nýjan leilc, en stirigúr um síðir við fótum.á ný, og þannig gengur þetta koll af kölli. —< En er þetta ekki i'étt cins og líf mannanna? Ilið gó.ða og illa vinn- ur á lil skiptis, en livorugu hefir enn tckizt að sigra hilt lil fujls.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.