Vísir - 27.12.1945, Blaðsíða 7

Vísir - 27.12.1945, Blaðsíða 7
Fimmtudaginn 27. desember 1945 V I S I R 7 Séra Francis vakti liann af þessum hugleiö- ingum. Lymskulegt augnaráðið livarf skyndi- lega. „Eg sé að þér eruð upptekinn? Er það póst- ur sem á að fara ineð Profond?í: „Já, æruverðugi faðir.‘ „Eg slcal ekki tefja ýður, en mér kom til hug- ar að þér gætuð notað' þetta.“ Hann rétti de Goutin stóra örk í leðurkápu. Það var skrá yfir skírnarvottorðin. Þar stóð skráð smárri rithönd séra Francis: „Antoine, óskilgeinn sonur Pierre Simon Denys de Bonaventure .og Louise Guyon de Freneuse, var vatni ausinn 7. dag septemher- mánaðar í þessari sókn.“ SEXTUGASTI OG FJóRÐI KAFLI. Djúpt lag af mjöll var í skóginum. Við virkis- veggina var fönnin í sköflum og ísilagðar árn- ar voru einnig snjóþaktar frá upptökum að ós- um. Skipalægið lagði aldrei. Hið bláa vatn þess speglaði hvila bakkana í lognkyrrðinni. Denise, sein horfði til lægisins frá glugg- anum á húsi frænku hennar, var að velta fyrir sér, hversu unaðslegt baksvið þetta útsýni væri fyrir vonir liennar. Og þegar himininn var grár og alskýjaður og minnti á að snjókoma væri í nánd; vindurinn hvíslaði eða rokið æddi, var það þá eklci einkennandi fyrir ótta hennar. Hún elskaði Raoul de Perrichet, en samt sem áður tók liann ekki eftir henni. I bvert skipti. sem liún talaði við hann, varð hann undrandi, eins og liann liefði ekki búizt við að hún væri lifandi manneskja, sem nennti að liræra tung- una. Samt sem áður sá hún hann oft. Hann kom á hverjum degi til heimilis liennar. Frá þvi að frú de Freneuse hafði lent i óláninu, ver- ið troðin undir af hálffullum föntum fyrir framan kirlcjuna, hafði Raoul látið Indíána- sveitir halda vörð um hús liennar. Frú de Freneuse fór sjaldan út en ef það kom fyrir, þá var Indíánasveit jafnan reiðubúin til að fylgja henni h^ert sem hún vildi fara. Frúin eyddi mestum tíma sínum liggjandi á sérstöku „dag- rúmi“, sem henni liafði verið sent frá Frakk- landi, horfði út um gluggann á bakka skipa- lægisins eða hæðirnar fju’ir austurströndina. Ilún var lengst af þögul, þangað til de Bona- venture kom heim frá virkinu á kvöldin. Hann bjó í húsinu, fór snemma til vinnu sinnar á morgnana og kom seint heim á kvöldin. Þegar liann kom heim, breyttist liún i aðra mann- eskju, varð glöð og lék á als oddi. Stundum sálu þau þögul saman og héldust i hendur, horfðu út um gluggann á fjúkið fyrir utan eða hálf- brostnar stjörnurnar, er skinu gegn um skýja- rofið. Einstaka sinnum brá fyrir bleikum norð- urljósinu, sem breiddist eins og slæða yfir himininn. Stundum kom Raoul með de Bonaventure. Þá skeði það örfáum sinnum að þau sátu öll saman og töluðu um daginn og veginn, en Dahinda bar fram beita drykki. Drottinn minn, hvílík feikn af kaffi þau gátu drukkið. Einstaka sinnum kom landstjórinn í heimsókn. Þá var frúin viss með að hressa sig upp og leika tví- Jeik með honum á slaghörpuna. „Hvílílc deyfð,“ sagði liann stundum og hristi mæðulega liöfuðið. „Eg ætli eiginlega heldur að leika einn þessa dagana.“ Slundum kom það fyrir að frú de Freneuse söng fyrir þá. Rödd hennar var nú hljómfegri og dýpri og hafði mýkri blaé, en þekktur var í rödd liennar áður. En þessi nýja uppgötvun viFtÍs't 'géra kárlme’ri'nina grajna. Þéír tvístigú á gólfinu og snéru sér undan. Þáð gerði Denise leiða. Stundum kom fyrir að frænka hennar sagði: „Denise min, þú ert einmana hér. Enginn á þinum aldri til að tala við.“ En Denise mótmælti öllu slíku og tjáði henni að sér liði vel. Sannleikurinn var þó sá, að liún saknaði mikið samkvæmanna í virkinu þar sem hún hafði bprið sitt fegursta skart og dansað, stundum við Raoul, en stundum við herskóla- sveinana. eða frændur sína eða jafnvel hræður sína. Alll þelta fólk var hætt að koma að heimJ sækja þau núna. Engir komu'þangað framar nema' landstjórinn, de Bonaventure og de Perricliet. Börn frænku liennar komu einu sinni ekki framar, ekki einu sinni Jeanne. Ilún var ennþá hjá nunnunum í klaustrinu. Eitt sinn, er Denise hafði stungið upp á þvi, að Jeanne kæmi og byggi hjá þeim, hafði frænka hennar sagt: „Við skulum ekki ónáða liana. Nunnurnar geta gert meira fyrir hana en eg. Eg hefði ekki átt að leyfa þér að koma hingað.“ „Eg óskaði eftir þvi.“ Og Denise faðmaði frænku sina og brosti innilega framan í hana. Hjarta hennar trylllist er hún hugsaði til kvikindanna úti fyrir. Allur þessi djöfulskapur vegna þessa vesalings lilla barns, — frænda hennar.-Vissulega var það allt einkennilegt. Það voru æsandi dagar þegar fóstra hans kom til hússins eða sendjboðinn, er tjáðu, hvernig honum liði. Venjulega kom fóstra að kvöldi til í fylgd með Indíánum. „Ef þér, frú, aðeins gætuð séð drenginn nú,“ var hún vön að hrópa: „Heilaga guðsmóðir, hversu hann tekur mildum framförum. Það er nóg starf fyrir bæði mig og systur mína að ann- asl hann nú. Virkilegur sonur föður sins hefði eg haldið.“ Ef de Bonaventure var viðstaddur, bætti liún síðustu setningunni jafnan við: ’AKVÖlWðKVm £r hann Helgi farinn aö undirbúa veiöiferöirn- ar næsta sumar? Já, aS minnsta kosti sá eg hann vera aö kaupa stækkunarpappír í stækkunarvélina sína. — Mexicani horföi út á milli rimlanna í fangaklef- anum, sem hann var lokaður í. Kannt þú að lesa eða skrifa? spuröi fahgavörö- urinn. Ekki a‘Ö lesa, bara aö skrifa, svaraöi fanginn. Skrifaöu nafniö þitt hérna á blaöiö, sagöi fanga- vöröurinn. Mexicaninn klóraöi eitthvað óskiljan- legt á pappírinn. Hvað er að sjá þetta, þaö er ekki hægt aö lesa, þetta maður, sagði fangavöröurinn undrandi, er hann leit aftur á blaðið. IJvaö stendur þarna. Eg sagði þér að eg kynni ekki aö lesa. Já, frú'mín góð. Eg datt fyrir borð á skipi og er eg var kominn í sjóinn kom stóreflis hákarl og beit af mér fótinn. Guö miun góöur, þaö hlýtur aö hafa vefið hræði- legt. Hvaö gerðuð þér? Og eg lét hann hafa fótinn. Eg rífst nefnilega aldrei við hákarla. Frúin (við drengsnáöa, sem var aö veiöa) : Hvaö heldur þú aö presturinn seglSi, ef hann sæi þig vera aö véiða á sunnudegi ? Drengurinn: Eg veit ekki. Þri skal bara spyrja Jfann^ •Ha.ripJ ef aö veiöa fyrir ofan mig. _»I Frá mönnum og merkum atburðum: Þegar Noreguz varð irjáls — Eftir Demaree Bess. „Þjóðverjar cru einkennilcg þjóð“, sagði brezkur yfirforingi. Þeir dásama agann, og fyrirskipunum frá þcim, sem þeir viðurkenna yfirmenn sína, hlýða þeir án þess að spyrja nokkurs. Þegar við spurðm þýzka yfirh’ershöfðingjann, livort hann hefði hug- leitt þann möguleika, að berjast áfram, sagði hann undrandi: „Hvers vegna? Fyrirskipanir mínar komu frá Dönitz flotaforingja, sem var útnefndur eftir- maður Hitlcrs. llví skyldi eg óhlýðnast fyrirskip- unum lians?“ En þessar fyrstu vikur gátu handamenn aldrei verið öruggir um að Þjóðverjar héldu það sam- komulag, sem þeir höfðu gert, einkanlega eftir að Dönitz flotaforingi liafði verið tekinn höndum og loringjaráð hans leyst upp og aðalhækistöð hans lögð niður. Þá höfðu Þjóðverjar að minnsta kosti 30 sinnum mannfleira lið í Noregi en bandamenn. Þjóðverjar stjórnuðu sjálfir að öllu leyti á þcim svæðum, sem afmörkuð voru handa þeim, og það var samkomu- lag um að þeir mættu vera frjálsir ferða sinna í sveitunum í allt að 800 metra fjarlægð frá herbúð- um. Vitanlega var þetta lítt að skapi Norðmanna á þessum svæðum. Dag nokkurn ók eg í bifreið til stórra hermanna- búða Þjóðverja. Var það nokkurra klukkustunda akstur frá Oslo. Þar voru þýzkir hermenn yfir- hcyrðir áður en þeir vorn sendir hcim til Þýzka- lands. Nokkur hundruð þýzkra hermanna, sem fá- einir amcrískir hermenn gættu, komu inn i her- mannabúðirnar um leið og við og fóru að ganga upp allbratta hlíð til skálanna, þár sem átti að yfir- lieyra þá. Á leiðinni var farið fram hjá ökrum, þar sem norskir bændur voru i heyi, ásamt fólki sinu, Sumir litu upp, en enginn mælti orð af vörum og ekki heyrðust nein hróp að Þjóðvcrjum. Þegar far- ið var gegnum smáþorp, komu börn fram i dyrn- ar, til þess að horfa á hcrmennina, cn þau voru þögul, eins og fullorðna fólkið. Ástandið var þannig, að herstjórn bandamanna varð að gera ’sér ljóst, að til þess gat komið, að sérhver neisti yrði að báli, og herstjórn banda- manna hafði liinn mcsta áhuga fyrir að koma Þjóð- verjum úr landi eins fljótt og auðið væri, en margt óvænt gerðist, sem varð til tafar. I fyrsta lagi varð að senda heim heimilislausa Þjóðverja í Noregi, og það tólc sinn tíma, og brátt, eftir að larið var að flytja heim hermennina, tilkynnti lierstjórn banda- manna i Þýzkalandi, að hún gæti ekki tekið við fleiri þýzkum hefmönrium frá Noregi, fyrr en hún hefði losað sig við éitthVað af heilum þýzkum herjum, sem hún varð nú að ráðstafa. Þess vegna héldu Þjóðverjar kyrru fyrir í Noregi, fengu þar eins kon- ar sumarfrí, sem þeir vissulega nutu í ríkum mæli. Ef únnt hefði verið að sjá fyrir, að þessi töf mundi koma til sögunnar, hefði hæglega mátt láta þýzku hermennina vinna- einhver nytsamleg störf í Noregi. En norska stjórnin vildi ekki, að þeir væru látn- ir starfa, — sumpart vegna þess, að lnin hafði áhuga fyrir því að Josna við þá úr landi hið fyrsta. En einnig vegna þess, að hún óttaðist umkvartanir frá norskum verklýðsleiðtogum, um að þýzkir fangar væru látnir taka vinnuna frý, norskum vcrka- mönnum. En ríkisstjórnin hefði ckki þurft að hafa neinar áhyggjur af þessu, því að margir norskir verka- menn höfðu lítinn áhuga fyrir að vinna. Þeir sögðu, að þeir liefðu verið þvingaðir til þess af Þjóðverj- um, að þræla í fimm ár, og nú vildu þeir taka sér nokkurt frí. Og það hefði líka getað farið svo, að alvarleg tíðindi hefðu gerzt í Noregi, ef allir hefðu ekki verið i skapi til þess að fagna og njóta hvíldar, sem menn hölðu sannarlega til unnið. Allir lands- menn höfðu búizt við hörðum átökum og búið sig undir þau — hvcr taug var þanin til hins ítrasta, og svo var farginu allt í einu og óvænt aflétt. Bi'ezku og amerísku liermennirnir, sem sendir voru, til Noregs, voru vel valdir og sérstaldega þjálfaðir. Einnig þeir höfðu búizt við hinum liörð- ustu átökum, og þeir f^gnuðu ýi*^ð;uilöga. ýííká -yfir

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.