Vísir - 28.12.1945, Blaðsíða 6
C
V I S I R
Föstud'aginn 28. desember 1945
= V!ÐSJA =
IIANN RÆÐUR FYRIR
REGNI.
Randaríkjamenn ern vin-
sælir í Kína, líklega vinsælli
en menn af nokkurri annari
þjóð. Það stafar auðvitað af
því, hvað Bandaríkjamenn
’ undir forystu Roosevelts
héitins forseta, veittu Kína
mikla hjálp í stríðinu gégn
Japönum.
En þótt margir einstakl-
ingar meðal Bqndaríkja-
manna hafi unnið sér vin-
sældir mcðal Kínverja, þá
mun þó enginn vera í jafn
miklum hávegum hafður og
Wedemeger hershöfðingi,
meðal mikils fjölda manna
í tveim héruðum landsins.
Kinverjar trúa því yfirleitt,
að Bandaríkjamenn sé milcl-
ir töframenn, þar sem þeir
geta smiðað svo marga
„þrumufugla" til að svífa í
um loftin btá, en enginn er
þó talinn jafn mikill töfra-
maður og þessi hershöfð-
mgi.
Það er einkum hjá -íbú-
um tveggja smáborga í Vest-
ur-Kína og bændw umhverfis
borgir þessar, sem hann
telst mikill maður. Þeir hafa
gefið honum nafnið „regn-
gjafinn“ og telja hann ráiða
miklu meira um regn og úr-
komu, en sjálfur „drekakon-
ungurinrí', sem þeir heita á
til regns og góðrar uppskeru.
. .Sncmmq í vor var Wede-
meyer á eftirlitsferð í héraði
einu í Vestur-Kína. Rakst
hann þá á stóran hóp bænda,
sem vöru að ákalla „dreka-
konunginrí‘ og biðja hann
um regn. Bændurnir, sem
skiptu þúsundum, höfðu leg-
ið á bæn í þrjá sólarhringa,
barið bumbur, fært fórnir og
lofað því að iðrast synda
sinna, ef regnguðinn vildi
gefa þeim nokkra regndropa
til að forða rísuppskerunni
frá eyðileggingu. Bændurnir
höfðu tekið fram öll beztu
ldæði sín og gefið leirmynd-
inni af regnguðinum, en
Iiann heyrði ekki til þeirra.
Svo kom Wedemeyer á
vettvang og tveim stundum
e.ftir að hann kom, streymdi
regnið úr loftinu.
Sagan um komu hershöfð-
ingjans og rigninguna, sem
hann færði, barst eins og eld-
ur í siuu um allt •þorpið og
næstu sveitir. Menn trúðu þvi
statt og stöðugt, að hershöfð-
ingjanum væri rigningin að
þaklca. Hafði hann og for-
ingjar hans hið mesta gam-
an af þcssu.
Næsta dag hélt Wedemey-
er leiðar sinar og Icom eftir
iveggja slunda flug til ann-
arrar borgar, þar sem bænd-
urnir voru búnir að vera á
bæn í fjóra sólarhringa, en
• ekkcrt bólaði á rigningu.
„Drekakonungurinn“ lét sér
vel líka að fá hinar rímrg-
víslegu gjafir bændanna, cn
honum kom ekki til hugar að
gera bón þeirra — láta rigna.
Einn úr fylgdarliði Wede-
meyers lél þá orð falla um
það við borga/lstjórann, að
sums s(aðar væri liershöfð-
inginn talinn regngjafi.
Borgarstjórinn lét ekki segja
scr það tvisvar, þakkaði for-
ingjanum fyrir upplýsing-
arnar og flýtti sér til must-
erisins, til þéss að tjá bænd-
um komu regngjafans.
Eftir hádegi — hershöfð-
inginn hafði komið strax um
morguninn — fóruskýja-
Framli. af 4. síðu,
sviði liggur framtíð þessárar
þjóðar. Það er ánægjulegt að
sjá íþróttagarpinn vinna að
útiverkum með fólki sínu,
því þó lætur liitt og þetta
undan. Eg veit, að þarna er
Herluf Clausen á réttri lcið,
og með þessu reisir hann sér
minnisvarða, sem lengi mun
standa. Það er mikil ham-
ingja, að sjá vonir og fram-
kvæmdir rætast, og benda
öðrum með glampandi for-
dæmi á hinar réttu leiðir.
Á enn fleiri sviðum hefir
hann og látið til sín taka svo
að um munar. Áður fyrr stóð
hann framarlega í fylkingu
íþróttamanna okkar og var
einn þcirra, sem mikinn þált
átti í því að reisa hinn mynd-
arlega skíðaskála í Hveradöl-
um, enda um mörg ár einn
af stjórnendum Skíðafélags-
ins. —
Herluf Clausen er kvæntur
norskri konu, Edith Clausen.
Þessi ágæta kona örfar hann
til stórræðanna, ann landinu
okkar og kann vissulega be/.t
við sig með manni sínum í
öllum hans stórræðum. Ber
heimili þeirra vott um ágæti
húsfreyjunnar og smekkvísi.
Eg óska að lokum afmælis-
barninu alls hins bezta á
komandi árum, óska honum
þess ekki sízt, að hann megi
koma í framkvæmd því
mikla starfi, sem hann hefir
hugsað sér að framkvæma á
sviði landbúnaðarins. Slíka
menn skortir oss, og fáum
trúi eg betur en Herluf til
þess að inna jtað vel af hönd-
um. Því eins og hann sigraði
í íjjróttum á unga aldri, er
spá mín sú, að hann verði
eigi ósigurvænlegri í hinu
stranga stríði athafnalífsins.
J. Sv.
bólstrar að hrannast upp á
himininn, skömmu síðar
gerði þrumuveður, og um
kveldið gerði rigningu, sem
hélzt alla nóttina. Það þarf
víst ekki að taka það fram,
að allir héraðsbúar vissu, áð-
ur en nýr dagur rann, að
hinn mikli ameríski „regn-
gjafi“ væri á ferð í héraði
þeirra og hefði fallizt á að
hjálpa þeim.
Gildasti bóndinn í sveit-
inni hélt á fund borgarstjór-
ans og með bukti og beyg-
ingum tilkynnti hann, að
samborgarar sínir hefðu fal-
ið sér að spyrja um nafnið
á hinum ágæta ameríska
gesti. Borgarstjórinn skýrði
honum frá því. Stórbóndinn
þakkaði fyrir sig og fór leið-
ar sinnar, en sama dag kom
hann fyrir gyltri töflu fram-
an við inyrnl „drekakon-
ungsins“ í aðalsal musterins.
Á töfluna voru grafin f jög-
ur kínversk orð „Wei Teh
Mai Ya“, sem ,er hið kín-
verska nafn Wedemeyers,
en það má þýða lauslega
„hinar miklu dyggðir yfir
Asírí'. Fyrir neðan nafnið
hafði bóndinn látið skrifa
„hinn mikli ameríski regn-
gjafi“. (U.P. Red Letter).
Farþegar
með m.v. Buntline Hitch frá
New York til Reykjavíkur 23. des.
HrafnhiJdur Andrésson, Einar
Egilsson, Margrét Egilsson m.
dóttur, Marta Kristín Eliasdóttir,
Jósefína Jóhannessen, Hallveig
Kolsoe, Henry Schneider, Hrafn-
hildur Thors, Ingólfur Jörunds-
son, Kjartan ó. þjarn|ison.
Húsnæði — Húshjálp
2 herbergi og eldhús óskast nú þegar.
Get útvegað þeim, sem vill leigja mér, stúlku til
heimilisstarfa 4—5 daga í viku. — Uppl. i síma 5069,
frá kl. 6—8 í kvöld.
Tómar kistur
%
utan af gleri til sölu.
Verjlunin Srtfnja
(Glerslípun).
Happdrættí
Háskéla
1 Happdrættisumboð það, sem verið hefir
á Laufásvegi 61, er laust.
Þeir, sem kynnu að vilja sækja um um~
boð í þessum bæjarhluta, sendi umsóknir
skrifstofu happdrættisins, Tjarnargötu 4,
fyrir hádegi 31. desember.
Tilkynning til félags-
manna KR0I\I.
Félagsmenn KRON eru áminntir um, að
halda til haga öllum kassakvittunum (arð-
miðum) sínum. Þeim á síðan að skila í lok-
uðu umslagi á skrifstofu félagsins, Skóla-
vörðustíg 12, strax eftir áramótin.
Munið að félagsréttindi yðar fi-amvegis, eru
bundin því skilyrði, að þér skilið kassakvitt-
unum.
Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis.
Aðvörun
Héraðslæknirinn í Reykjavík vill vara
fólk við því að fara með börn á jólatrés-
skemmtanir, ef þau ekki hafa fengið kíg-
hósta, nema þau hafi nýlega verið spraut-
uð gegn honum, og þá í samráði við
heimilislækni.
Reykjavík, 27. desember 1943>
MAGNOS PÉTURSSON.
Kœjarþéttit
Næturlæknir
er i Læknavarðstofunni, sími
5030.
Næturvörður
er í Ingólfs Auóteki.
Næturakstur
annast Litla hílstöðin, sími
1380.
Hjónaband.
í dag' verða gefin saman í
lijónaband af síra Garðari Þor-
sleinssyni, ungfrú Ragnhildup
Haraldsdóttir og Sgl. Richard
Owen. Heimili þeirra verður fyrst
um sinn á Garðaveg 7, Hafnar-
firði.
Hjónaband.
Á 2. jóladag voru gefin saman
í hjónaband af sira Bjarna Jóns-
syni, ungfrú Ásgerður Bjarna-
dóttir og Jón Snæbjörnsson,
skrifstofum. Heimili þeirra verð-
ur á Ægisgötu 7.
Hjónaefni.
Nýlega hafa opinberað trúlof-
un sina ungfrú Kristín Þorbjarn-
ardóttir og Guðmundur Ingi Sig-
urðsson, stud. jur. frá Akureyri.
Ennfremur Elsa Bachmann og
Björn E. Björnsson, skipasmiður.
Ennfremur Steinunn Halldórs-
dóttir og Bjarnhéðinn Þorsteins-
son, bifreiðarstj. Ennfremur Ás-
dis Ingólfsdóttir frá Víðimýri ú
Fjöllum og Guðjón Eymundsson,
rafvirki. Énnfremur Kristin Ing-
varsdóttir og Sveinn Jónsson,
verzlunarmaður.
Á raorgun
fer fram útför slökkviliðsmann-
anna, sem fórust af slysföruni
þann 20. þ. m. Athöfnin hefst i
dómkirkjunni ld. 1 e. h. Þeir
slökkviliðsmenn, sem ætla að vera
viðstaddir úlförina, eru beðnir
að hafa tal af Ivristni Eyjólfssyni,
sem allra fyrst.
Maðurinn,
sem auglýst var eftir í útvarp-
inu á jóladag, er nú kominn fram.
Maðurinn liafði verið að skemmta
sér um daginn og kom heim nótt-
ina eftir að auglýst hafði verið
eftir honum.
Útvarpið í kvöld.
Kl. 19.25 Þingfréttir. 19.35 Les-
in dagskrá næstu viku. 20.25 Út-
varpssagan: „Stýgge Krumpen“
eftir Thit Jensen, IX (Andrés
Björnsson). 21.00 Kvöldvaka
gamla fólksins: Frásöguþættir,
húslestrarkafli, kvæðalög o. fl.
22.00 Fréttir. 22.05 Symfóníutón-
leikar (piötur): a) Fiðlukonsert
í D-dúr eftir Paganini. b) Sym-
fónía Op. 01, nr. 2, eftir Schu-
mann. 23.00 Dagskrárlok.
tiwAAífáta nr. l&Z
Skýringar:
Lárétt: 1 Hreysi, 6 amhoð,
8 samtenging, 10 tveir eins,
11 Rómanar, 12 hár, 13 knatt-
spyrnufélag, 14 nokkur, 16
aumar.
LóSrétt: 2 Tveir eins, 3
dílar, 4 forsetning, 5 slétta, 7
sýnir reiðimerki, 9 huggun,
10 kveikur, 14 horfði, 15
söngfélag.
Ráðning á krossgátu nr. 181:
Lárélt: 1. Ófalt, 6 áll, 8
o.o., 10 ræ, 11 strákur, 12
A.A., 13 Ti, 14-tug, 16 hárra.
Lóðrétt: 2 Fá, 3 algáður, 1
L.L., 5 losar, 7 færir, 9 ota,
lORut, 11 tá, 15,gn