Vísir - 23.05.1946, Blaðsíða 2

Vísir - 23.05.1946, Blaðsíða 2
2 V 1 S I R Fimmtudaginn 23. maí 1946 íþróttafulltrúi ríkisins er jkominn úr för sinni til Bandaríkjanna. Þorsteinn Einarsson íþróttaíulltrúi er nýkom- inn úr för til Bandaríkj- anna, þar sem hann kynnti sér ýmis atnði varðandi ibyggingu sundlauga, leik- valla og íþróttahúsa. Jafnframt Jiessu kynnt' Þorsteinn sér framkvæmdir iþróttakennslu í skólum, svo •og fyrirkomulag leikstarf- „semi þeirrar, sem Banda- ríkjamenn hafa komið upp lijá sér á undanförnum ár- nm, og er stöðugt að færast i vöxt. Vísir liefir átt tal við Þor- .titein um för lians vestur og .skýrði hann svo frá: „Það kom til orða á miðj- xun vetri innan iþróttanefnd- ar ríkisins, að eg færi til Jfandarikjanna. Úr þessari för gat ekki orðið fvrr en i márz s. 1.. vegna ýmissa anna. Eg flaug báðar leiðir. Dá- samlegt ferðalag.. Vélarnar traustar, vel út búnar og úhöfnin vingjarnlegir og svnilega mjög árvakrir og leiknir flugmenn. Eg dvaldi fyrst í New Vork i liálfa aðra viku. Skoð- nði þar 8 mismunandi skóla, sundhallir, baðhús (health club) skautahallir og á veg- mn garðadeildar New Yorlc j(Department of Parks) skoð- aði eg útisundlaugar. í Washington heimsótti eg f ræðslumálaskrifstofuna og lcynnti mér fyrirmyndir iAmeríkana á skólastólum og íjorðuni, aflaði upplýsinga mn eftirlit á heilsufari nem- cnda í skólum, fyrirkomulag skólamáltíða og rekstur ^kólabíla. Þar sá eg einnig iskautahöll og sundhöll. f St.-Louis fékk eg leyfi til |>ess að sitja fund íþrótta- ikennara og íþróttafulltrúa. 1A þessum fundi voru mættir 2000 fulltrúar frá skólum, félögum og saniböndum. I>etta var fyrsti fundur íþróttakennara eftir strið, en til hans var stofnað af víð- tækasta íþróttasambandi ÍBandarikjanna (American association of health, pliy- s-ical education and recrea- tion). Samband þetta bindur i sér samtök iþróttakennara jskólanna, samtök skólanem- <enda, saintök iþróttafélaga ntan sem innan skóla (Ama- teur Athletic Union), sam- tök Iv. F. U. M. félaganna, ísundsambandið o. s. frv. Viðfangsefni þingsins var ,.Tlie American way of kee- ping fit“. Var mikið rætt um livort Jiverfa skyldi aftur í skóla- jþróttum að þvi námsefni sem beitt var fyrir strið, eða jialda áfram á þeirri leið, sem stríðið hafði krafizt af skólunum í þjálfun. Skoðanirnar voru mjög ! skiptar. Skiptust menn i þrjá flokka. I fyrsta flokki voru þeir, sem vildu kröftuga þjálfun, — minni leika; annar flokk- urinn vildi aukna leik- kennslu, en sá þriðji var mitt á milli og óskaði eftir hóf- legri samblöndun beggja þátta. Alit flokks tvö virtist vet-ða ofan á, því að kennar- arnir báru þvi við, að- her- mennirnir, sem nú fvlltu alla skóla, væru búnir að fá nóg af heraga og kröftuguni æf- ingum og vildu ekkert annað en leika. Mér virtist amcrisku kenn- ararnir ntjög leitandi og ekki á eitt sáttir og i skólunum varð eg mjög var við ósam- ræmi í íþróttakennslunni. í einu virtust þeir á sama máli og það var heilsufræði- kenúslu og lieilsuverndar- störfum skólanna (Healtli Svork). Eg lcynntist þessari fræðslu nokkuð (sat í tim- um) og var þetta hið mark- verðasta, sem eg kynntist í skólastarfinu. Samfara þessum fundi fóru fram íþróttasýningar og ýmis verzluiiarfyrirtæki sýndu varning sinn (íþrótta- tæki, iþróttabækur, bygging- arefni o. fl.). í íþróttasýningunum gætti mjög dansa og íþrótta sem voru framkvæmdar undir músik. . .í Ivansas City dvaldi eg i 4 daga. Skoðaði þar sundlaug, sem talin er ein meðal 10 beztu sundlauga Bandarikj- anna. Laugin er bv’ggð með svipuðu fyrirkomulagi og t. d. Astoira-pool, ein stærsta útisundlaug New Yorlc. I báðum þessum sundlaug- um fara árlega fram stór sund- og dýfingamót og þús- undir karla og kvenna leita til þeirra lieitasta tíma sum- arsins. í Kansas-citv skoðaði eg auk íþróttamannvirkja „æskulýðshallir“ (teenage- clubs, county-clubs og Boy- clubs). Ivansas-city er talin hafa æskulýðsstarfsemi einna bezta i Bandaríkjunum. Yiss deild (Departm. of welfare) innan stjórnar borgarinnar hefir þessa starfsemi með liöndum. Eg varð næstum hissa yfir því hve borgaryfirvöldin lögðu mikið af fé, starfskröft- um, húsakynnum og land- rými fram til þessa starfs. Borgaryfi rvöldin þakka þess- ari starfsemi lika minnkandi glæpi, drvkkjuskap og slæp- ingsskap. Þegar eg lét þessa undrun mina í ljós við lögreglustjóra bórgarinnár,;,.þá sagði hánn: „Eftir því sem lagt er meira fram til þessa, því færri glæpir. Þegar við getum veitt fóllcinu, ungu sem gömlu nóg holl tómstundastörf, þá höf- um við minna að óttast.“ Eg rak mig víðar en i Ivansas-city á þessa starfsemi, t. d. í New Yorlc alla leikvell- ina, aukningu garða, bvgg- ingu sundlauga, sem La Guardia. fyrrv. borgarstjóri, lét framkvæma. Þetta er framsemi (Recreational- movement) sem vert er að gefa gaum. í Cicago dvaldi eg stutt. Skoðaði þar sundhöll, sem talin er ein sii fullkomnasta í Bandarikjunum. Athyglisvert fyrir mig sér- staklega var að i lauginni gætti einskis bergmáls. Ivynnti eg mér þennan berg- máladeifandi útbúnað og fékk sýnisliorn og fyrirsagn- Íl'. 1 Minneapolis skoðaði eg iþróttamannvirki háskólans. í Winnipeg í Kanada dvaldi eg í 3 daga. Þar stóð vfir fundur lcennara. í sambandi við fundinn fóru fram iþróttasýningar, sem var bæði fróðlegt og skemmtilegt að liorfa á. Eg hitti þar íslendinga og naut gestrisni þeirra i rikum mæli. Mér finnst eftir að liafa ferðast í 5 undanfarin ár um allt íslancl, að eg hafi, eftir að (hafa hitt íslendingana í jWinnipeg og Gimli aukið miklu við kynni mín á þjóð minni og' eðli liennar. Gömul kona á elliheimilinu í Betel sagði við mig, eftir að liafa sýnt mér málverlc af Svartárkoti: „O, eg dey bráð- um, en þá fer eg lika beint heim til íslands“. Islendingarnir Halldór Methusalemsson, Swan Guð- mundur Levý og Jokurn Ás- geirsson skýrðu mér frá ýms- um liögum Vestur-íslendinga og það sem vakti mesta at- livgli mina var að þar vestra skuli glíman liafa haldist við allt fram á fyrsta stríðsárið. Og gaman var að verða þess var að íslendingar temja sér þar mjög íþróttir og eru í sumum greinum þeina vel- kunnir, t. d. Halldór Swan í bogfimi. Þá dvaldi eg að Iokum aft- ur um vilcu tíma í New York og lauk við þær atliuganir, sem eftir voru af verkefni mínu. Það sem mér virtist Ame- ríkana f urða sig mest á, er eg ræddi við þá um mín mál, var að við skyldum liafa opn- ar sundlaugar starfandi alll árið. (Hjá þeim eru þær við- ast livar, t. d. austur og mið- rikjunum, opnar frá 30. mai til 7. sept), liitaveiturnar, sundskyldan og fjöldi sund- lauga. Allir sem eg hitti að máh könnuðust vel við nafnið „Iceland“, ; „Keflavík“, „Reykjavík“ og svo örnefni á Keflavíkurflugvellinum „Meeks-field“, Oft rakst eg á greinar um Island og flestar voru þær um herstöðvarmál- in. Eg er afar þakklátur öll- um þeim •Ameríkönum, sem eg varð að leita á náðir um aðstoð. Allir veittu liana af fúsum vilja og greiddu götu mína sem bezt þeir gátu. — Sundráðið i Wasliington og aðalræðismannsskrifst. í New York voru mér mjög lijálpleg og veittu mér mik- ilsverða aðstoð. Á ferðum minum hitti eg nokkra Islendinga. Eg liilti þrennt af því námsfólki sem stundar íþróttafræði í Banda- ríkjunum. Jónas Halldórsson og konu lians hitti eg. Eg varð var við það hjá merkum sundkennurum að þeir þekktu Jónas. (Jónas er for- maður sundflokks slcólans). Braga II. Magnússon, sem lýkur magistergráðu í íþróttafræðum hitti eg. Ilann liefir stundað nám sitt með mikilli prýði og hefir honum verið trúað fyrir forstöðu íþróttaflokka innan skólans (formaður sldðafélagsins) og hefir tekið erfitt íþróttamerki skolans. Sigríði Yalgeirsdóttur, sem stundar íþróttafræði í Berke- ley í Californiu liitti eg ekki, en talaði við liana. Hún lýkur námi um næstu áramót. (Magistergráðu). Námsferill hennar er einnig glæsilegur. Ivristínu Halldórsdóttur hitti eg i New York. Hún er nú lcomin heim eftir að liafa lokið prófi í nuddi og sjúkra- leikfimi með góðuni einkun- um. Haraldur Sveinbjörnsson, sem er iþróttakennari við Colombia-háskólann M-ífsew Yrorký var mér hj®Íf)Íeg«r á margan hátt. Hann liefir ver- ið kennari við marga skóla í Bandaríkjunum og var eg þess greinilega var er eg heimsótti skólana, að liann var velþekktur meðal íþróttakennará. Haraldur er fjölhæfur kennari og var lionum trúað fyrir hinni erfiðari þjálfun sjóliða á striðsárunum, en eins og kunnugt er tók her- inn liáskólana á stríðsárunum sem þjálfunarstöðvar. Haraldur ók mér í bíl sín- um til New Haven og skoð- uðum við þar íþróttamann- virki Yale-háskólans. Eg liafði lesið og heyrt um þessi íþróttamannvirki, en mig hefði ekki getað dreymt um að önnur eins salakynni væru til fyrir íþróttaiðkanir. Eg dvaídi í Bandaríkjun- um á þeim tíma, sem innan- liúsæfingar eru að liætta og verið er að flytja nemendur út til æfinga. Körfuknatt- leiks- og „hockey“-keppnun- um var nýlokið, en timi á- fangaknattleikjarins (base- ball) að hefjast. Eg var í Ivansas-city við- staddur fyrsta leikhini þar í borg. Iveppni i frjálsíþróttum fór fram í 2 daga í Pittsburgh og maraþonlilaup í Boston. Eg liitti ýmsa forustumenn í skóla- og félaga-íþróttum, t. d. aðalritara „Amateur Athletic Union“, Dan Trúes. Hann þekkti vel til þátttöku okkar í Ólympíuleikum og mundi sérstaklega eftir glim- unni á Olympiuleikunum 1912. „Það var glæsilegur hópur iþróttamanna og íþróttin var liörkuleg en fög- ur,“ sagði liann. Saga Islendinga í Vesturheimi 3. bindi, eftir Þorst. Þ. Þorsteinsson, er komið bmgað. Þjóðrækmsfélag Islendmga í Vestur- heimi gefur bókina út. Hún er 407 bls. í stóru broti og kostar aðems 33 kr. í vönduðu bandi. Enn eru íáanleg nokkur eint. af E og 2. bmdi. Notum tækifænð hér heima til að endur- gjalda margvíslega ræktarsemi þeirra, sem vestur fóru, með því að gera þetta sagnfræði- rit fjölkeypt og fjöllesið. Bókin fæst í bókaverzlunum í Reykjavík og hjá flestum umboðsmönnum BókaútgáfuMenn- ingarsjóðs og þjóðvinafélagsins, sem annast aðalútsölu. SENDISVEINN Okkur vantar duglegan sendisvein strax MltJPÖít v€>rs iu n ^dndrésar L>4nd) ndressonar

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.