Vísir - 04.07.1946, Blaðsíða 6
6
V I S I R
Fimmtudaginn 4. júlí 194G
BEZT AÐ AUGLÝSA 1 VÍSI.
TILBiYiVINIIMG
Hér með tilkynnist, að leigumála- og skaðabóta-
skrifstofa brezka flughersins (Hirings & Claims Of-
fice, R.A.F.) verður lokað í byrjun ágústmánaðar
þ. á. og verða því allar kröfur á hendur brezka
landhernum, sjóhernum eða flughernum, að ber-
ast skaðabótaskrifstofunni fyrir 26. júlí. Það verð-
ur ekki hægt að taka neinar kröfur til greina, sem
berast eftir 26. júlí 1946.
Jdquadr <
er
cJdeadí
aiiand
>cjjUaaron
Hirings and Claims Office, Tryggvagötu,
Reykjavík.
Béáucáire
THE SUPERB DRY CLÉANER
heitir
blettavatnið,
sem hréinsar
allan fatnað.
Heildsölubirgðir
ddridrd) iderteíien dJ Cdo. h.j
Hafnarhvoli Símar: 6620, 1858.
"'ú'j ín jiinmxí -r) iwibunliJ. i
— Danmörk
Framh. af 2. síðu.
sveitarinnar til kaffidrykkju.
Þegar frúrnar voru seztar við
vejl dúkað fiorð, reis Kaj
Munk á fætur og mælti: „Mér
er kunnugt um að frúm sókn-
ar minnar er það mikið á-
efni livort eg muni kvænast
og þá hverri. Til þess að gefa
ykkur kost á að ræða þetta
mál sameiginlega hefi eg nú
boðið ykkur til kaffidrykkju;
eg vil ekki trufla þær sam-
ræður með nærveru minni,
svo eg hefi ákveðið að láta
ykkur cinar.“
Að svo mæltu fór Kaj
Munk leiðar sinnar og sáu
frúrnar hann ekki aftur þann
dag.
Kaj Munk var fæddur á
Lálandi árið 1898, hann var
af fátæku fólki koininn. Alla
æfi har hann fátæklingana
mjög fyrir brjósti, gaf þeim
rithöfundarstyrkinn sinn ó-
skertan og oft helming launa
sinna að auki.
Kaj Munks var minnzt
viða i Svíþjóð og eitt síðasta
leikritið, sem hann slcrifaði,
Niels Ebbesen, var leikið í
sænska útvarpinu, liið fyrsta
af þeim leikritum, sem Svíar
nefndu „frilietens drama“.
Þjóðverjar og leigusveinar
þeirra reyndu að telja fólki
trú um að kommúnistar
liefðu myrt Ivaj Munk, en fá-
ir léðu þeim rógburði eyra.
Kaupmannsskólinn
tekinn.
Hinn 7, janúar tóku Þjóð-
verjar kaupmannsskólann á
horninu á Fiolstræti og Nörre
Yold; gerðu þeir skólastjóra,
kennara og nemendur á-
byrga ef spellvirki yrðu gerð
á byggingunni. Þessi skóli
var síðar notaður fyrir særða
hermenn; mátti ofl sjá her-
menn, handa- eða fótalausa,
úti við dyrnar.
Tíunda janúar skemmdist
stúdentafélagsliúsið (Stu-
denterforeningcn) af völd-
um sprengju; voru Sclial-
burgmenn þar að verki. Til
allrar hamingju voru flestir
stúdentar í jólaleyfi og því
fált manna í húsinu; aðeins
þrír særðust.
Þjóðverjar hönnuðu að
sýna enskar og ameriskar
kvikmyndir í Danmörku.
Leyfðar voru danskar og
-.—3j3__
ERÐ
„Esja"
Aætlunarferð austur.um land
í hringferð kringum 12. þ. m.
Flutningi veitt móttaka á
morgun og árdegis á laug-
ardag.
Pantaðir farseðlar óskast
sóttir í síðasta lagi á mánu-
dag.
sænskar myndir og gamlar
franskar. Umfram allt vildu
Þjóðverjar þó koma sínum
eigin myndum að og voru
kvikmyndahúsin skylduð til
að sýna þær með ákveðnu
millibili.
Þar fyrir utan voru oftast
sýndar þýzkar áróðursmynd-
ir sem aukamyndir.
Kvikmyndahússtjórunum
var að vonum illa við þetta
og streittust á móti þýzku
myndúnum eftir megni.
Hinn 8. febrúar kom
kvikmyndafélögunum Asa og
Nordisk-film þetta í koll, þvi
þá var geysileg „Schalbúrg-
lage“ á báðum þessum stöð-
um og eyðilagt fyrir 600.000
krónur.
Sjálfsmorðum
fjölgar.
Eins og eg gat um áður fór
þella ástand illa með taugar
fólks, lýsti það sér meðal
annars í fjölgun sjálfsmorða
og sjálfsmorðstilrauna i
landinu.
Árið 19-13 voru alls framin
700 sjálfsmorð .eða sjálfs-
morðstilraunir. Meðal þessa
fólks voru, cins og eg gat um
í síðustu grein minni i Vísi,
allmargir Gyðingar, sem kusu
dauðann frei’Uur en pynding-
ar Þjóðverja. En margir, sem
ekki voru í áþreifanlegri
hættu styttu sér aldur. Ráns-
morðum og afhrýðimorðum
fjölgaði líka, cn þau eru ekki
talin með þessum 700.
Glæpamaður
verndaður.
Sem eitt dæmi um réttar-
farið eins og það var orðið,
vil eg skýra frá atburði, sem
kom fyrir í Rodovre, einni af
útborgum Kaupmannahafn-
ar.
Maður nokkur var eltur af
manni með skammbyssu.
Maðurinn með skammbyss-
una skaut ákaft, án þess að
liitta þann, sem hann var að
elta, aftur á móti særði hann
tvo vegfarehdur.
Flóttamaðurinn komst inn
á veitingahús og skaut lúnn
þá gegnum gluggann. Lög-
reglan kom nú á vettvang og
tók liún vopnaða manninn.
Ivom þá í Ijós, að hann liafði
verið dæmdur í tveggja ára
fangelsi fyrir ikveikjutilraun,
hafði hann ætlað að kveikja
i samkunduhúsi Gyðinga í
Kaupmannahöfn. Þj ó ðverj ar
höfðu lcrafizt þess, að hann
yrði látinn laus og tólai nú
við honum á ný.
Hinn 27. janúar var út-
göngubannið stytt inn tvær
klukkustundir; var nú frá
22—5.
Ástandið í Danmörku var
um þessar mundir eins og á
heimili, sem áður var gotl og
aðlaðandi í alla staði, cn hef-
ir misst húsbændurna og í
húsbóndasætin liafa sezt ó-
valdir svatrar, sem kúga
vinnuhjúin.
Ölafur Guniiarsson
frá Vík í Lóni.
Sajattftéttit
Næturlæknir
er i læknavarðstofunni, símS
5030.
Næturvörður
er í LyfjabúÖinni Iðunni, símft
1911.
Næturakstur
annast B.S.Í., sími 1540.
í frásögn
af landsliði okkar í blaðinu íi
gær gleynidist nafn Ottó Jóns-
souar, Fram og nafn Magnúsar
Kristjánssonar misritaðist. Var
sagt að hann væri Guðmundsson.
25 ára hjúskaparafmæli
eiga á morgun hjónin Margréb
Kristjánsdóttir og Jón Ilelgason,
Litla-Saurbæ, Ölfusi.
Ungbarnavernd Líknar,
Templarasundi 3, er opiir
þriðjudaga og föstudaga kl. 3,15
—4 e. h. Fyrir barnshafandi kon-
ur mánudaga og miðvikudaga kl_
1—2. Bólusetning gegn barna-
veiki föstudaga kl. 5—G. Þeir sem
vilja fá börn bólusett, hringi fyrst
i sima 5967 kl. 2—4 sama dag.
Útvarpið í kvöld.
19.35 Lesin dagskrá næstu viku.
20.20 Tónleikar (plötur): a) laga-
flokkur eftir Field. b) Carneval i
París eftir Svendsen. 20.50 Upp-
lestur: „Hvíta lestin“ eftir Áke
Svenson, bókarkafli (Ólafur
Gunnarsson kennari). 21.15 Tón-
leikar (plötur): Marcel Móycft
leikur á flautu. 21.25 Frá útlönd-
um (Gísli Ásmundsson). 21.45
Norðurlandasöngmenn (plötur).
22.00 Frtétir. Létt lög (plötur).
Samtíðin,
júlíheftið? er nýkoinin út og:
flytur þetta efni: Mannanafna-
óreiðan eftir Sigurð Skúlason.
Vatnið, sem niðar (kvæði) eftir-
Bjartmar Stein. Góður gestur
(Christi'an Westergard-Nielsen)!
eftir ritstjórann. Bætum uppeldi!
batnanna eftir Þórarin Magnús-
son. Kirkjuorgel til sölu (saga)
eftir Óla Skanz. Uppliaf sam-
hljómsins eftir Róbert Abraham.
Merk nýjung i Landsbókasafn-
inu. Bókarfregn. fslenzkar mann-
lýsingar XII. Þcir vitru sögðu..
Gaman og alvara. Nýjar bækur
o. m. 'fl. Ritið er liið læsilegasta:
að vanda.
HtcMgáta Ht. 287
Skýríngar:
Lárétt: 1 Sömdum, 6 esp-
að, 8 sérliljóðar, 10 ósám-
stæðir, 11 atyrðir, 12 sér-
hljóðar, 13 tónn, 14 veiðar-
færi, 16 tafl.
Lóðrétt: 2 Einkennisstafir,
3 hljóðfæri, 4 ósamslæðir, 5
sníkjudýrið, 7 grundir, 9
ferðast, 10 Ásynja, 14 tála, 15
fangamark.
Lausn á krossgátu nr. 286:
Lárétt: 1 Hæsli, 6 æki, 8 lá,
10 ká, 11 trillur, 12 U.I., 13
La, 14 bug, 16 hárra.
Lóðrétt: 2 Æ.Æ., 3 skálp-
úi',.4 Ti, 5 éltur, 7 várar. T
ári, 10 kul, 14. B.A., 15 Gr.