Vísir - 04.07.1946, Blaðsíða 2

Vísir - 04.07.1946, Blaðsíða 2
2 V I S I R Fimmtudaginn 4. júlí 1946 Morða- og eyðileggingaöldin í' Danmörku fer í vöxt. I greinum þeim, sem eg skrifaði í Vísi s.l. haust, sagði eg frá 29. ágúst 1943 og Gyð- ingaofsóknunum. Þjóðverjar töldu [)cssar aðgerðir gerðar í þeim til- gangi, að koma í veg fyrir spellvirkjastarfsemina, en ár- angurinn varð alllaf gagn- stæður fyrirætluninni. Þann- ig voru í júlí 1943 unnin spellvirki á 77 stöðum í Dan- mörku, í ágúst 100, í sept- cmber (þá var búið að nf- vopna danslca herinn) 200, í ■októt)er 300 og í nóvember 300. Maður smávandist spreng- ingunum og skotbríðinni á götunum, og um þessar mundir fjölgaði morðum að mun. Þetta ástand dró vitanlega úr ýmsum fyrirætlunum og gerði marga bálf-taugaveikl- aða; einkum varð fólki nú lítt gefið um að ferðast á göt- um úti eftir að dimma tók á kvöldin. 500 ára afmæli án hátíðahalda. Þann 14. október ,var 500 ára afmæli Kaupmannabafn- arborgar, en þessa atburðar var ekki minrizt með nein- um hátíðahöldum. Skömmu eftir að Gyðinga- ofsóknirnar voru um garð gengnar, gaus upp sá kvitt- ur, að Þjóðverjar ætluðu að taka stúdenta og frimúrara næst. Það var á allra vitorði, að stúdentar voru yfirleitt mjög ötulir í frelsisbarátt- unni, svo að þessi fregn var engan veginn ósennileg. Til að forðást bandtökur flutti fjöldi stúdenta frá heimilum sinum, og má nærri geta, að þetta olli mikilli truflun á námi þeirra. Smám saman varð ástand- ið þannig, að stúdentar vog- uðu yfirleitt ekki að sækja tima í kennslustofur báskól- ans, eýikum eftir að Þjóð- verjar handtóku flcsta norska stúdenta í Osló og fluttu megin þeirra til fanga- búða í Þýzkalandi. Háskólakennararnir dönsku voru heldur ekki óbultir fyr- ir Þjóðverjum og'fór kennsl- an því að miklu leyti fram „einhversstaðar“ í borginni, í sumum tilfellum á heimili jjrófessoranna. Aldrei varð þó af því að Þjóðverjar tækju alla danska stúdenta, en margir úr þeirra liði voru handteknir og sum- ir líflátnir. Stúdentagarðarn- ir fengu líka við og við lieim- sókn Þjóðverjanna, t. d. komu þeir oftar en einu sinni i „Nordisk Kollegium“. Frímúrarar eiga stórhýsi við Blegdamsvej á Austur- brú (Frimurerlogen). Þetta bús tóku Þjóðverjar haustið 1943 og notuðu það handa leiguþjónum sínum, binu ill- ræmda Schalburgliði (Scbal- burglcorpset). 1 þessu liði voru eitthvað 800—1000 manns, allmikill hluti þessa liðs voru gamlir glæpamenn en einstaka voru fávitar, sem sloppið höfðu út af fávita- liælinu Ebberödgaaril við Birkeiöd. Geta menn gert sér i hugarlund bvort friðsamir borgarar hafi verið öruggir í návist þessa lýðs. Hlutverk Schalburgliðsins. Að nafninu til var þessu liði komið upp til |)ess að forða Danmörku frá liinni sívaxandl sjjcllvirkastarfsemi og voru menn bvattir til að leggja þvi lið. Eitt sinn bringdi ungur lögfræðinemi til -skrifstofii Scbalburgmanna og spurði um inntökuskilyrði. Hann fékk greið svör og upplýs- ingar um laun og starfstíma o. s. frv.. Loks spurði lög- fræðineminn. „En getur maður fengið inngöngu, ef manni hefur al- drei verið refsað?“ Heyrnartólinu var þá skellt á í flýti. • Schalburgmemr böfðu sig mjög í frammi og mun eg minnast á þá siðar. Hinn 28. október varð geysileg sprenging í veitinga- búsinu IVJokka, en það só.ttu margir Þjóðverjar. Sam- kvæmt þýzkri tilkynningu biðu 3 Þjóðverjar og 1 dönsk drós bana. 14 Þjóðverjar og 26 ríkisborgarar særðust. Það mátti alveg treysta því, að þegar Þjóðverjar mirint- ust á „dánska ríkisborgara“ í þannig lagaðri tilkynningu, áttu þarna blut aðmáli leigu- þjónar þeirra sjálfra eða kvensur þær, sem þeir lögðu lag sitt við. m Útgöngubann. Refsingin fyrir þessar að- gerðir var útgöngubann frá kl. 20— 5 og 5 milljónir kr. í sekt, sem Kaupmannahöfn var gert að greiða. Ctgöngubann þetta bélzt í nokkra mánuði og lamaði nær allt skemmtanalíf borg- arinnar. Fólk, sem vant var að aðstoða við skemmtanir á kvöldin varð atvinnulaust. Ivvöldskólarnir, sem eru afar fjölsóttir í Kaupmannahöfn, urðu að hætta kennslu klukk- an 19 og taka upp surinu- dagakennslu í staðinn. Allt samkvæmislíf fór í bundana fyrstu útgöngu- bannsvikurnar, en svo lærð- ist fólki að hefja ból kl. 20 að kvöldi og ljúka því 5 að morgni — eða — og það mun hafa verið algengara, gisti fólk hvert hjá öðru. Ekki var trútt um, að út- göngubannið væri talið hafa spillandi áhrif á æskulýðinn. Var það að vonum þar eð bið cðlilega athafnafrelsi var lagt í l'jötra. Fjölskvldur, sem bjuggu í litlum húsa- kynnum áttu við mikla örð- ugleika að etja þar eð allt heimilisfólkið var neytt til að kúldrast inni kvöld eftir kvöld. Eina stéttin, sem lét sér útgöngubannið vel líka voru starfsmenn sporvagna og strætisvagna. Vinnutími þeirra styttist að mun og næturvinnan lagðist alveg niður. Ferja eyðilögð. Fjórða nóvember varð voðaleg sprenging á ferjunni „Sjáland“. 3 Danir biðu bana og 49 særðust. Ferjan sjálf eyðilagðist að mestu. Þjóð- verjar létu líta svo út, sem spellvirkjar hefðu verið að verki og notuðu óspart þenn- an atburð, til að sverta þá á allar lundir m. a. í atbuga- semdum útvarpsins. Það kom nú samt upp úr kafinu að spellvirkjar áttu enga sök á þessu, en einmitt um þessar mundir fóru Þjóð- verjar að kvitta fyrir þann skaða, sem spellvirkjarnir ollu bergagnaverksmiðjum þeirra og samgöngulímun, með því að eyðileggja eða lála Scballburgpiltana evði- leggja hús og önnur verð- mæti fyrir Dönum. Þessi starfsemi var kölluð „Schal- burgtage“ en spellvirkja- starfsemin „Sobotage". — Schalburgmennirnir tóku ekki nærri sér þótt þeir yrðu saklausu fólki að bana með framferði sínu. Um þessar mundir voru menn svo að segja daglega skotnir í Kaupmannaböfn einn eða fleiri. Þjóðverjar héldu handtökunum áfram og fóru nú að flytja danska fanga til hinna illræmdu fangabúða í Þýzkalandi. Aftökunum fjölgar. Annan desember tóku Þjóðverjar 5 Dani af lífi 4 frá Randers og einn frá Ar- ósum. Einn þessara manna var aðeins 18 ára, annar 19 og hinir liðlega tvítugir. Fjórða desember voru morð þessi að nokkru endur- gpldin mcð drápi þýzks her- manns, sem ‘var skotinn á Jamersj)lássi í Kaupmanna- böfn. Það kostaði borgina 2 milljónir króna. Vitnað í Haagsamþykktina.. Þegar Þjóðverjar skelltu á bernaðarástandinu binn 29.1 ágúst, skírskotuðu þeir til Ilaagsamþykktarinnar. Var það l)lagg þá prcntað í snatri af dönsku forlagi svo að al- menningi gæfist kostur á að kynnast samþylcktinni. Þar er meðal annars ákvæði um að ekki megi láta almenning bernumins lands gjalda verka einstakra manna. Á bæjarstjórnarfundi í Kauj)- mannahöfn benti yfirborg- arstjórinn Viggo Christensen von Hanneken, yfirmanni þýzka hersins í Danmörku, á þetta atriði. Von Hanneken kvaðst ekki vera lögfræðing- ur, svo hann skyldi ekki dæma um hvort þetta væri alveg hárrétt lögum sam- kvæmt, en Kaupmannahöfn ætti nú samt að greiða j)að fé sem tiltekið yrði af Þjóð- verjum á hverjum tíma. I raun og veru var ekki bægt að skilja tilvitnun von Hannekens i Haagsamþýkkt- ina öðruvísi en þannig, að Þjóðverjar teldu sig í stríði við Dani, en þeir höguðu sér aldrei samkvæmt því. Jólahelgin rofin. Fyrir jólin var mikið um það rætt bvort Þjóðverjar myndu létta af útgöngubann- inu uin hálftíma. Vonuðu sumir að spellvirkjarnir myndu hætta eyðileggingun- um í bráð til að koma Þjóð- verjum í hátíðaskap. Margir létu þó engan bilbug á sér finna og eg man að kona á níræðisaldri sagði: „Ekki finnst mér að við eigum að lúta svo lágt að knékrjúpa Þjóðverjunum til að fá leyfi til að ferðast í okkar eigin borg. Látum þá bara loka okkur inni um jólin eins og aðra daga, og reynum svoi að gera þeim alla þá bölvun, sem við getum.“ Þjóðverjarnir slökuðu þó dálitið til, því uin jólin var útgöngubann frá kl. 23—5. Klukkan 23,3Q á aðfanga- dagskvöldið var jólafriðurinn snögglega rol'in í Austurbrú- arhverfinu. Dundi j)á við á- köf skotbríð og brátt heyrð- ist hljóðið i sjúkrabílunum. Skothríðin hélzt nærri við- stöðulaust til klukkan 0.45, eftir það heyrðist skot og skot á stangli. Óhug sló á fólk við þessi læti, j)ó maður væri orðinn ýmsu vanur, liafði fáum dott- ið í hug að sjálf jólanóttin yrði notuð til manndrápa. Skýringin kom nokkrum dögum seinna. Þýzkir sjólið- ar, sem bjuggu við Rosen- vængets Allé liöfðu verið hátt uppi á aðfangadags- kvöldið og lenlu i brösum við Schalburgpiltana, sem þeir í raun og veru hötuðu og fyrirlitu. Báðir aðilar voru vopnaðir og létu þeir nú skotlniðina dynja hvor á öðrum. Sjóliðarnir voru fá- liðaðir og hörfuðu þeir inn á lögregluslöðina í Rosen- vænget og leituðu aðstoðar lögreglurinar. Var þá beðið um liðstyrk frá aðallögreglu- stöðinni í Puggaardsgötu, þegar lögregluþjónarnir það- an komu á vettvang beindu Schalburgmennirnir skot- hríðinni gegn þeim, en liittu .engan. Lögreglunni tókst von bráðar að binda erida á erjurnar að sinni. Á nokkurum stöðum, aðal- lega í Holstensgötu, liöfðu kúlur lent inn um glugga á neðstu hæðum húsa, og kona særðist liættulega. Hún var farin að sofa þegar ólætin hófust og vaknaði uú við vondan draum. Það var gott dæmi um þann hug, sem fólk bar til Schalburgmannanna, að allir drógu heldur taum sjólið- anna og létu ánægju sína í ljósi yfir ólörum Schalburg- mannanna. Ódæðisverkunum fjölgar. Eftir nýárið rak hvert ó- dæðisverkið annað. Það sem íslenzkum lesendum er kunn- as( er morð Kaj Munk liinn 4. janúar 1944. Hann var sóttur á heimili sitt i Vedersö og skömmu síðar fannst hann myrtur. Að því er danskt leyniblað sagði, hefur honum sennilega verið misþyrmt áð- ur en hann var myrtur, þvi líkið var handleggsbrotið á báðum handleggjum. Um sama levti var fisksali einn í Slagelse, sem var i þjón- ustu Þjóðverja, drej)inn. Þjóðverjar skipuðu nú svo fyrir að annaðbvort skyldu dönsku blöðin alls ekki minn- ast á Kaj Munk eða eyða jafnmiklu rúmi lil að heiðra minningu fisksalans. Afleið- ingin varð sú, að aðeins smá- klausur birtust um morð þessa mikla ritböfundar og mannvinar, nema í einu józku blaði, sem var búið að skrifa um bann langa og góða kjallaragrein, áður en Þjóðverjar vissu af. Heimt- uðu nú Þjóðverjar, að blað- ið birti jafnlanga kjallara- grein um fisksalann. Var það gert og man eg ekki aðrar greinar skemmtilegri frá þeim tima. Fyrst var rætt um unglingsár fisksalans og gat maður lesið milli linanna, að hann hefði verið allerfið- ur unglingur. Síðan liafði hann gengið í þjónustu fisk- sala eins í Slagelse og kvænzt dóttur hans. Atvinna lians var aðallega sú að hjóla með fisk til bændanna í nágrenn- inu. Hafði Iiann fiskinn í litl- um vagni aftan i hjólinu og vigtaði liann út við hvern bæ sem hann kom að. Loks var þess getið að fisk- salinn héfði verið meðlimur danska nazistaflokksins og verið einn af áróðursspraut- um þess flokks. Minning Kaj Munks er dönsku þjóðinni hjartfólgin. Minning Kaj Munk var heiðruð uin allt landið, auð- vitað í laumi, bækur lians urðu eftirsóttari en nokkru sinni fyrr. Allskonar sögur vom sagð- ar um liann og sýndu sumar þeirra hversu gamansamur liann hefði verið. Skönunu eftir, að hann kom að Ved- ersö bauð liann húsmæðrum Frh. á 6. siðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.