Vísir - 27.08.1946, Blaðsíða 2

Vísir - 27.08.1946, Blaðsíða 2
V I S 1 R Þriðjudaginn 27. ágúst 1946 Theódór Æmason: I Alieiédeeai með flskíliitai' inga§kipiiiu „Naría ii. Það er tæplega á færi rosk- ins manns, þótt sprækur sé, að rása með ungum og hraustum islenzkum sjó- mönnum um gleðistaði í ef- lendri hafnarborg, langt fram á nótt. Eg var þá lieldur ekki upp á marga fiska, þegar Vigfús vakti mig klukkan hálf-fjög- ur á miðvikudagsmorgun (13. marz). En þess liafði eg beðið liann, þegar við kom- um um borð um nóttina. Mig langaði til að sjá hvernig löndun fiskjarins færi fram liér i Aberdeen og litast um á markaðinum um morgun- inn. Eg geispaði og ók mér góða stund, áður en eg gat áttað mig á tilverunni. Það var kalt í káetunni, þvi að allar gáttir höfðu staðið opn- ar um nóttina, en Vigfús sagði mér að úti væri hryssings- veður og fjúk. Gott var þá að koma upp i lilýtt eldliúsið og fá fullan fant af þrælsterku og lieitu kaffi. Vigfús var þar fyrir og Jónas, jmgsti háset- inn. Hann álti dálitla lögg af „Dry Gin“ en lét ekki á neinu bera, fyiv cn eg var húinn að sötra drjúgt borð á fantinn. Brá liann þá liendi aftur fyrir sig, — en hann sat á eldhús- borðinu, — og helti fullann fantinn af liinum eldlieita drykk. Þótti mér kaffið sizt verra á eftir — var hress og linarreistur þegar eg kom upp í hrúna — og þóttist góð- ur. Satt var það, að ólundar- legt var veðrið, en eg var hlýlega búinn og hlýtt var mér innvortis. Þeir voru svo sem lika „míriútumenn“, karlarnir, sem áttu að annast „löndun- ina“. Allmargir voru kornnir út í „Narfa“ og aðrir stóðu á bólvirkinu — og allir báru þeir sig illa fyrst í stað vegna kuldans. Og á mínútunni ldukkan fjögur var hafist handa. En nokkurn undirhún- ing þurfti þó að hafa áður en löndun gæti hyrjað. Að því leyti var „Sæfinnur" á undan okkur, að þeim undirhúningi hafði þar verið lokið kvöldið áður og gat lörtdunin hyrjað lijá þeim viðstöðulaust. En hjá okkur var nú hyrjað á því, að reisa og reyra tvær grannar „spirur“ við stór- siglubómuna á „Narfa“, ská- halt yfir lestaropinu. Á efri enda hverrar spíru var trissu- lijól og i það þræddur grann- ur kaðall með krók á enda. Uppi á hafnarbakkanum var svo færanleg rafmagnsviuda, en köðlunum brugðið á hana á víxl, þegar byrjað var að liala upp körfurnaiysem fisk- urinn var tíndur í úr lestinni. Þótti mér þetta mun verk- legri vinnuhrögð en það, sem eg liafði séð í Fleetwood, þegar „Sindri“ var losaður þar í fyrrasumar, og röskleg- ar var þarna unnið þegar vinnan var komin í gang, enda voru nú þarna yngri menn að verki, yfirleitt, en verið höfðu við Sindra. En mér er sagt, að í Fleetwood sé einnig liöfð þessi aðferð við löndun, þólt eg sæi það ekki. Því að allt var gert með handafli, þegar „Sindri“ var losaður. Þetta virtist allt vera i bezta lagi. En svo harkálega kippti vindumaðurinn upp körfunum og svo linlega var i haldið, fyrst i stað, að körf- urnar vildu slásl í bakka- brúnina, áður en þær væri komnar nægilega hátt tit þess að við þcim yrði tekið á hakkanum eða bóivirkinu. Hrutu þá fiskar i sjóinn og því ekkert sint. En þegar dá- víen spraka, sem efst var á einni körfunni, fór i sjóinn og vindumaðurinn lét sem ekkert væri, stóðst eg ekki mátið, -— því að þarna virtist enginn vera til eftirlits, — og kallaði lil Iians úr brúnni, að við værum ekki að koma með fisk j soðið handa þcim, Skotuin, alla lcið frá Islandi, til þess að láta þá fleygja honum i höfnina. Hann hélt víst, karlanginn, að eg væri einhver mektarmaður, — tók ;ofan hufugarminn og hneigði , sig. Þelta skyldi ekki svo til ganga, — sei,' sei-nei! eklci augnahliki lengur. Lét liann svo sækja net, sem fest var uppi á bakkanum og einnig á þilfar „Narfa“. Eftir það fór enginn fiskur í sjóinn. En þessi ráðstöfun liafði gleymst. Eg klöngraðist upp á bakk- ann, þegar nokkuð var kom- ið þangað af fiskinum. Hér eru hættir nokkuð á annan veg cn í Fleetwood. Þar er salan miðuð við „kits“ eða stampa, sem í er veginn þungi sem samsvarar 63 kg. og fiskurinn seldur í stömp- um þessum. En í Aherdeen er miðað við vætt eða 100 pund, — fiskurinn aðgreind- I ur og veginn í kössuin, svip- uðum að stærð og lögun j smjörlikiskössum. Stórfiski j var helt úr kössunum og rað- að vandlega í lirúgur á „planinu", — var látið úr þrem kössum i hverja slíka hrúgu eða „númer“. Minni fiskurinn, ýsan og flatfiskur, var selt í kössunum. Aflinn úr „Narfa“ var að miklu leyti stór þorskur, nokkuð af miðlungs ýsu og lítið eilt af smásprökum. Var liann fallegur úllits, enda inest af lionuin veitt daginn, sem lagt var í haf cn mér datt i liug, að ásjálegri hefði hann gelað verið, cf liann hefði verið þveginn, ]>. e. á liann dælt vatni, áður cn salan fór fram. Næstir okkur voru Sviarn- ir. Ekkert virlisl vcra hraðað sér með uppskipun úr þeirra hátum og benti það nokkuð í ])á ált, sem mér hafði sagl verið í Fleetwood og eg heja'ði hér aftur, að þeim væri gert mun lægra undir liöfði en Islendingum i brezk- um fiskihöfnum. Sænsku bátarnir höfðu beðið af- greiðslu í tvo daga, eins og áður er sagt, og litlu eftir að eg kom upp á hlóvirkið, var bju’jað að ski]ia upp úr ein- um þeirra. En þarna voru fimm fallegir hátar, á að geta um 50 smál. Höfðu þeir að sjálfsögðu veilt i Norðursjón- um og var fiskurinn, sem eg sá úr þessum eina hát, mest- megnis lioruð smáýsa og liarla óhrjáleg. Var mér sagt að Svíunum liætti viðaðspara við sig ísinn. Þeirra afli var auðvitað nýrri, cn fiskur okkar á „Nirði“, að minnsta kosti noklcuð af lionum, en liann var ekki sambærilegur. Enda lieyrði eg það svo marg-endurtekið síðar þenn- an morgunn, að Hornafjarð- arfiskurinn væri eftirsólt vara þar í Aberdeen og þætti, jdirleitt, hezti fiskurinn, sem þangað hefði komið á vertíð- inni. En nú liöfðu farmarnir, sem áður höfðu komið, marg- ir hverjir verið betri, en fanhur sá sem „Narfi“ hafði innanborðs, þar sem áður liafði vcrið miklu meira af vænni og feitari ýsu, heldur cn raun var á um farm „Narfa“. Ilinu megin við okkur, eða innar við garðinn, var brezk- ur logari. Aflinn seiu upp úr honum kom var svipaður afla sænska bálsins, — mest- megnis ýsurytjur, kramdar og óhrjálegar. Enn innar var svo „Sæfinnur“. Hans fiskur var svipaður og hjá okkur. En sumt var farið að láta á sjá, cnda kom það fram í sölunni, sem varð lítið eitt rýrari, lilulfallslega, þegar til kom, en lijá „Narfa“. Ekki gat eg fj’lgst með matinu þar, en á fiski „Narfa“ var matið harla jfir- borðsfengið. Tveir ungir inenn, einkennisbúnir á sama liátt og læknir sá, liinn úrilli, sem skoðaði fiskinn úr Sindra“ í Fleetwood í fyrra- sumar og „forkastaði“ 13 kits af ágætri smáýsu, — skoðuðu lauslega fiskinn í hrúgunum, sem næstar voru, þar sem þeir komu að, kinkuðu siðan kolli hvor til annars, cn gerðu svo ekki annað, en að ganga siðan meðfram kassa- og lirúgu- röðunum, sinn livoru megin og telja. Eg. sá það á öllu, að allt myndi vera i himnalagi með þcnnan farm og engu verða kaslað, cnda reyndist það svo. Á áttunda tímanum kom til mín, þarna á markaðs- pallana, annar tollvörðurinn, sem Iieimsótt Iiafði okkur kvöldið áður, og í fylgd ineð lipnuin ungur maður og glað- legur, ekki ýkja vel til fara. Þetta var sá tollvörðurinn, sem athugað liafði vegahréf mitt og dæmt það gilt, — en eg Iiafði gefið honuni gamalt Visishlað þar sem var lang- hundur eflir mig um rekneta- veiðar. Ilafði liann hoðið mér að koma mér í kynni við „reporter“ l’rá Manchester, sem hann kannaðist við, því að Iiann væri daglcga að snuðra þarna við höfnina, — og hann myndi geta sýnl mér eitthvað þarna, sem cg hefði gaman af að sjá. Var liann nú kominn með þennan niaiin og þótti mér vænt um þessa hugulsemi. Var þetta viðfeldinn maður og skraf- hreyfinn og fór strax vel á með okkur. En nú stóð illa á fj’i ir mér, þvi að eg vildi ekki missa af þvi, að sjá, livernig salan færi fram. Sagði eg þcim þclta. En tollvörðurinn kvað öllu óhætt, þar scm enn. væri ekki lokið uppskipun úr efsta skipinu (,,Sæfinni“), en þar myndi '’crða bjujað að selja. En blaðamaðurinn, Boh Turner að nafni, stakk upp á þvi að eg gengi mcð sér upp á skrifstofu „Evening Express“ sem væri þar skammt frá, eða i Broad Street nr. 20, því að liann ætti þangað erindi og við gælum skrafað saman á leið- inni. Þáði eg þetta. Spurði liann mig um mínar ferðir og sagði mér ótilkvaddur um sinn hag. Ivvaðst vera „frec lanee“ blaðamaður, eins og eg og starfa fj’rir ýms hlöð, en aðallega fj’rir „Daily Telegraph“-Mancliester-skrif- stofuna, en noklcuð fyrir „Evening Express“, kvöld- hlað þeirra Aberdeenbúa. En þangað var nú förinni heitið. Auðfundið var það, að hann unni starfi sínu og gekk upp í því af gleði og áliuga. En liann kvaðst öfunda mig af því að vera í þessu ferða- slarki. Ilann kvaðst ekl:i liafa fengið inngöngu i her- inn, vegna líkamslýtis, (haim var litið eitt haltur), og ckki hafði hann farið neitt lit fyr- ir landsteinana á stríðsárun- um. Um fisk vissi liann lítið. Þó gat hann frætt mig á þvi að nú væri verið að gera ráð- stafanir til þess að hvetja unglinga og unga menn, sem leyslir væri úr lierþjónustu til þess að ganga í „fiskiðn- aðinn“ eða gerast „togara- karlar“, — sem við mundum kalla það á islenzku. Væri Jielta að tilhlutun eða tillögu , The Technical Education JCommittee og the Fishing Industry. Væri gert ráð vrir að halda námskeið víðsvegar ji fiskibæjum fyrir stálpaða drengi, til þcss að búa þá undir ýmisleg störf á togur- um. Þessu væri t. d. vel fagn- að af togaramönnum þar í Aberdeen, og þó væri ýmsu öðru að sinna fyrst, þvi að fjöldi reyndra togaramanna, sem lausir væri úr lierþjón- ustu, væri enn atvinnulausir vegna þess, að ekki væri enn búið að breyta nándar nærri öllum togurum, sem teknir liefðu verið lil hernaðarþjón- ustu, margir hefði týnst í styrjöldinni og enn væri ekki búið að bj’ggja ný skip í skarðið o. s. frv. En mikið kapp væi’i á það lagt að auka togaraflotann sem bráðast og unnið dag og nótt á öllum skipásmíðastöðvum að því að lagfæra gamla hernaðartog- ara til veiðiskapar og hyggja ný skip. Skyldi hann sýna mér dæmi þess þar i Aher- deen seinna um daginn. Við vorum nú komnir að Broad Slreet nr. 20 og fórum þar upp á fyrsta loft. Ekki þótti mér mikið til um skrif- stofurnar þó að rúmhetri væri þær en ritstjórnarskrif- stofur „Vísis", til dæmis! En þær voru dimmar og heldur óhreinlegar. Og fátt var þar manna þennan morgun, enda var ])etla eiginlega fyrir kristilegan fótaferðatíma. Mig gilti það líka einu því að eg þóttist góður að liafa Boh Turner. Gaman þótti mér þó að hafa komið þarna. Turner var fljótur að Ijúka erindi sínu og fylgdi hann mér siðan áleiðis til hafnarinnar. Kvaðst liami mundi liitta mig þar aftur um níu-leytið. Þá myndi sölunum verða lokið og hefði liann þá tima til að ganga með mér um „stóru- dokk“, þar sem skipasmiða- stöðvarnar væri. Illjóp eg svo við fót niður á markaðinn. Mátti ekki seinni vera, því að þegar þangað kom, var verið að enda við að selja fiskinn úr „Sæfinni“. Gaf eg ekkert um það og liugði að nú yrði næst seldur aflinn úr hrezka togaranum, sem næstur var Sæfinni. En svo varð þó ekki. Yfir hann var hlaupið og skyldist mér, að það væri að óskum fiskkaupmanna Frarah. á 6. sí3u

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.