Vísir - 10.10.1946, Blaðsíða 4

Vísir - 10.10.1946, Blaðsíða 4
4 Fimmtudaginn 10. október 1940 VXSIR DAGBLAÐ Gtgefandi: . BLAÐAÚTGÁFAN VISIR H/F Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiífela: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fimm línur). Lausasala 50 aurar. ____Félagsprentsmiðjan h.f._ Nýsköpun 09 hallaiekstur. JHtvinnulíf í landinu mótast öllu öðru frek- ** ar af íramleiðslutækjunum. Séu þáu göm- ul og úrelt fam afköstin nokkuð eftir því. A styrjaldarárunum varð engri nýsköpun íramleiðslutækjanna við komið, en þó var skipum haldið sæmilega við og sum endur- i)yggð, — en gömul skip verða þrátt fýrir ])að aldrei jafngildi nýrra skipa. Er styrjöld- inni laiik var fiskiskipaflotinn mun minni en i upphaf sfyrjaldarinnar, en skipin týndu töl- unni vegna hernaðaraðgcrða og sum lögðu upp laupana fyrir aldurs sakir. Megnið af þeim skipum, sem starfrækt voru í lok styr.j- aldarinnar, svöruðu ekki iil þeirra krafna, sem gera verður til öryggis og afkastp, en af því hlaut aftur að leiða, að lagt yrði kapp á að koma upp nýjum skipaflota, — og raun- ar öðrum atvinnutækjum, — eftir því sem kostur væri frekast á. Olli slík nýsköpun engum ágreiningi, og á cnginn floklcur þökk fyrir hana öðrum frekar, nema því aðeins að 'vel hafi tekizt um samninga vgrðandi framleiðslu þessara tækja. Mun ]>að að sumu levti svo vera, en að öðru ekki, og nægir að skírskota í því efni til Svíþjóðar-bátanna. Hér í blaðinu hefur ávalt verið hvatt lil nýsköpunar, og það löngu áður en núverandi sljórn settist að völdum og tileinkaði sér einni slíkar framkvæmair. Hins vegar var'því hald- ið fpam, að svikrátf væri það við þjóðina, að efna til nýsköpunar, en hirða að engu um, Iivort framleiðslutækin yr.ðu rekin með halla eða ekki. Virtist ýmsum of langt gengið í ])eim kröfum og spurðu, svo sem frægt er orðið: „Hvað er að bera sig?“ Voru konun- únistar á þeirri bylgjidengd ásamt fleirum. ?'■ ú er svo komið, að Þjóðviljinn lýsir einná átakanlegast hvar við erum á vegi stödd. Tel- ur blaðið hrun og kreppu íranumdan. Að slíku þarf ekki að re>ka, heldur er unnt að 1 ryggja afkomu atvinnuveganna, án ])ess að ganga á nokkurn hátt á rétt lyunþoga með, launafækkunum, en jafnvel getur komið til greina að grunnkaup verði hækkað frá þvi, sem það nú er. Aðalatriðið er að vinna bug á verðþenslunni, þannig að vísitalan lækki yerulega, eji það þýðir ekki að kaiip verði lækkað, heldur að kaupmáttur krónunnar aukist að sama 'skapi og krónutalan lækkar. Afurðaverð landbúnaSiarins verður að lækka verulega, koma verðúr í veg fyrir húsaleigti- okur, halda verður verðlagi erleiuls varnings :í skefjum, og ennfremur getur komið til greina að byggja vísitöluna á öðrum grund- velli en nú cr gert, þannig að sumir liðir, sem engu máli skipta fyrir allan þorra manna, hafi ekki áhrif á visitöluna til hækkunar, svo sem reynzlan þó sannar að tíðkazl hefur. Með iilliti til þessa, þyrfti að umreikna vísitöluna «>g myndi þá nokkur Iækkun fást, án þess að slíkt bitnaði mcð nokkrum þunga á almenn- ingi. Reynist unnt að lækka vísitöluna veru- iega. draga úr krónutölu framleiðslukostnað- itrins, en auka kaupmáttinn, er vafalaust unnt að hækka grunnkaup eilthvað frá því, scm það er nú og skapa almenningi með ])ví móti belri lífsskilyrði, en hann á nú við að búa, auk þess sem örugga og næga atvinnu mætli tryggja til langframa. Þetta ber að gera og lijá þessu verður ekki komisf. VISIH Fjárflutningar. Þessa dagana standa yfir éinhverjir stórfelldustu f.iár- flutningar rnilli landsfjórð- unga, sem um getur í sögu landsins. Er verið að flytja um 8000 lömb frá Vestfjörðum norð- úr í Eyjafjarðar- og Þing- eyjarsýslur. Vísir fékk upplýsingar um þetta hjá Baldri Baldvins- syni, en hann er fararstjóri Norðlendinganna, þeirra, er að fjárkaupunum standa. Ejárkaupin eru gerð i til- efni af fjárskiptum þeim, sem ákveðið var að færu fram i Þingeyjarsýslu vestan Skjálfandafljóts og tveim hreppum í Eyjafirði, Akur- eyri og hluta af Glæsibæjar- hreppi, en allir þessir hrepp- ar eru á einu fjárskiptasvæði. Fjárskiptin eru gerð vegna sauðfjársjúkdómanna. Búið er að lóga hverri kind á öllu þessu svæði, en áður höfðu fjárskipti farið lram austan Skjálfandáfljóts og allt auslur að Jökulsá. Fjárkaupamennirnir, sem fóru vestur á land voru alls 28 talsins, og fóru þeir um Djúpið, allt til Grunnavíkur á Ilornströndum og suður til Barðastrandar. Ilrepptu þeir yfirleitt versta veður í þess- um ferðalögum sinum, en þeir fóru 21. sept. frá Akur- eyri, daginn fyrir óveðurs- kastið mikla. Fjárkaupum þpsum er nú að mestu eða öllu lokið og voru samtals um 8900 lömb keypt. Fyrsta skipið lagði af stað s. 1. föstudag með 770 lömb, og er það Snæfcllið, sem flytur þau nprður. Á laugardaginn lagði svo, heill 'floti af stað með lömb, en alls eru milli 10—20 skip, sem eru í þessum flutning- um.. Mestmegnis eru síldar- skip notuð til flutninganna og lömbin höfð í síldarstí- um, eftir að gerðar höfðu verið nokkurar breytingar á stíunum. Verðið fyrir hvert lamb er upp og ofan 150 krónur, en auk þess er nokkuð keypt eftir áætlunarverði, sem á- kveðið er af Búnaðarráði, en siðan bætt cftir atvikum. óskast til Kaupmanna- hafnar á gott heimili. Hús- móðirin íslenzk. Upplýs- ingar á Freyjugötu 42, uppi. Sími 3010. Stúlha óskast í eldhúsið í sam- lcomuhúsinu Röðli. Hús- næði fylgir. — Upplýsing- ar ekki gefnar í síma. Trésmiðir éskast nú þegar. Löng vinna. Upplýsinoar eefur Haraldur íohannessen, Hávalla- götu 49. Sími 3035. Herbergi með húsgögnum óskast nálægt miðbænum 3—4 mánuði. — Upp^ lýsingar í síma 5522 og 7389. Ndkicsw sfáikisr vantar í eldhús Sjálfstæðishássins nú þegar. Upplýsingar í dag kl. 3—5. Frasnkvæmdastjórinn. Stúlka óskast í vefnaðarvörubúð hálfan eða allan daginn. Tilboð merkt: ,,Strax“, sendist Vísi. Barnavernd. „J. B.“ skrifar Bergmáli eftirfarandi bréf um barnavernd og eftirlit með unglingum: „Til- efnið til þesfe, að eg skrifa bréf þetta er hið lofsamlega framtak barnaverndarnefndar Ak- ureyrar, sem getið var í blöðum nú fyrir skemmstu. Nefndin hefir nefnilega tekið á- kvörðun um að létta eftirlit með börnum og ungmennum með því að láta unglinga bera skírteini, þar sem getið er aldurs þeirra, svo að hægt sé að ganga úr skugga um að þau sæki ekki staði, sem þeim eru óheimilir fyrir æsku sakir. Stutt harmsaga. Kunningi minn á son, sem er nýltega orðinn sextán ára. Drengurinn er óvenjulega stór og þroskaður, svo að þeir, sem þekkja hann ekki, telja hann jafnan ura tvítugt. Því miður hag- nýtir hann sér þetta, til dæmis með því að fara inn á veitingahús að kveldlagi og fá sér vín að drekka. Veit eg til þ^ss, að hann hefir nokkurum sinnum komið illa til reika heim til sín og þarf auðviað ekki að hafa mikið hug- myndaflug til þess að gera sér ljóst, hverjar áhyggjur foreldrarhir hafa af þessu. Það er tízkan. Það er varla hægt að áfellast ungling fyrir það, þótt hann reyni að tolla í tízkunni með því að fá sér vín, þar sem það er veitt. Það er heldur ekki hægt að saka þjóninn, sem veitir honum, um að hann sé að fremja afbrot með því að bera vínið fram. Hann sér ekki annað en að þarna sé unk fullorðinn mann að ræða eða því sem næst. Ef hann vissi um aldur pilts- ins — og fleiri, sem Hkt er ástatt um — er ósennilegt að hann mundi vilja bera honum áfengið. Skírteini sjáífsögS. Hann gæti að vísu spurk. um aldur gestsins, en hann gæti bætt við sig nokkurum árum og þjónninn gæti ekki rengt hann, því að vega^ bréfin cru úr sögtmni. En ef unglingum væri ger.t að skyldu að bera skírteini á sér fram að vissum aldri gæti það orðið til þess, að þeim veittist ekki eins auðvelt og áður að ná sér í þetta eitur. Þar af leiðandi er alveg sjálfsagt, að skírteinin verði einnig tekin upp hér. Illa séð — en hvað um J>að. Það er svo sem enginn vafi á því, að þessj. skírteini yrðu illa séð, jafnvel hjá sumum for- eldrum. En barnaverndarnefndin ætti ekki að setja það fyrir sig og mun ekki gera, ef Ifún hverfur að þessu ráði. Það þarf að hafa vit fyrir unglingunum, bað er alveg sjálfsagt að gera það og til þess á að beita hverjum ráðum, sem geta komið að gagni.* Eg held, að þarna sé um ráð að ræða, sem væri mjög heppilegt.“ Eitthvað verður að gera. Að líkindum er iillum að verða það ljóst, að eitthvað verður að gera til þess að forða æsku- lýðnum frá því að verða áfenginu að bráð. Það er á hvers manns vitorði, að yfirgnæfandi meiri hiuti unglinga bæjarins drekkur og sumir mik- ið. Það er þeim fyrir beztu, að loomið sé í veg fyrir það með einhverju móti, þótt þeir þykist ef til vill geta haft vit fyrir sjálfum sér. Eitt ráðið. Það ætti að geta verið eitt ráðið í þá átt að draga úr drykkjuskap unglinga að gera þeim að skýldu að bera slík aldursskírteini og sýna þan, er þess er krafizt. En það eitt er ekki nóg að gefa þau út. Það verður að ganga eftir því, að þau sé íioluð og luinningsskapur verði ekki látinn ráða í því sem eðru, svo að aug- unum sé lokað, þegar aldurinn er heldur lágur. Þá er til lítils hariat.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.