Vísir - 20.01.1947, Blaðsíða 3

Vísir - 20.01.1947, Blaðsíða 3
IVÍánudaginn 20. janúar 1947 V I S I R 3 Þrettán barnaleikvellir í Reykjavík. I Reykjavík eru nú 13 barnaleikvellir, þar af -v j trésmíðavinnu ])etta ár, þar margir nýgeröir eöa end- , . ° með talin smiði leiktækja. ógerningur var að fá nokk- ura menn til bvgginga eða urbættir í sumar. Langsamlega mest hefir verið unnið að leikvallagerð ]ietta ár (1946) eins og ö’llum öðrum málum, er á einn eða annan hátt snerta garðyrkju hæjarins, og liafa jafnmiklar framkv. ekki átt sér stað áður á einu ári. Mikið var unnið að leikvallagerð árið 1941, en stórum minna árið 1945, en það ár var lögð meiri vinna i fegrun skrúð- garðanna og endurbætur. T. d. var það ár, svo eitt dæmi sé riefnt, gert 3000 lengdar- metrar af lokræsum í Hljóm- skálagarðinn. Vinna við Ieikvallagerð 1944. Strax veturinn 1944 var unnið að byggingu tveggja barnaleikvalla, en það voru leikvellirnir við Freyjugötu og Hringbraut í vesturbæn- um; voru þeir opnaðir til af- nota 15. maí þá um vorið. Þá um sumarið var leiktækjum fjölgað um helming á Icik- vellinum á Grettisgötunni og varðstofan þar máluð bæði utan og innan. Á Njálsgötu- leikvelli var leiktækjum íjölgað frá því sem áður var og selt þar upp rólur og sölt. Bætt við hellum kringum sandkassana. Gróðursett fleiri tré kringum völlinn, varðhúsið málað utan og inn- an, ennfremur bekkirnir. Barnaleikvöllurinn við Lækjargötu, leikvöllur og skemmtigarður. Bætt við miklu af trjám og fjölgað blómabeðum, varðskýlið málað utan og innan og bekkirnir málaðir. Það ár var ennfremur ræst fram mýri í Höfðahverfi rétt hjá Héðinshöfða. Land þetta var ætlað fyrir leikvöll, en liorfið var frá því ráði. Þarna er þó núna slétt grasflöt, Sem börn hafa frjálsan aðgang að, en leiktæki eru þar engin. Árið 1945 var frekar lítið unnið að Ieikvallagerð; þó var ])etta ár ræst fram, slétt- að og borið ofan í stórt svæði við Framnesveg. Graf- ið fyrir steinsteypugarði kringum völlinn og ennfrem- ur grafið fyrir varðskýli á- samt salernum. Nú í haust stendur yfir bygging þessa Iiúss og langt komið með að steypa garðinn kringum völl- inn. Þetta sama ár (1945) var ræstur fram stór mýrar- fláki við horn Sóleyjargötu og Hringbrautar. Syðst í þessari ldndspildu var á þeim tíma fyrirhugaður barnaleikvöllur, en líkur eru til að horfið vérði frá því rúði og land þetta notað til s tækkunar H1 j ómskálagárð- inum. Nokkurar endurbætur voru gerðar '& gömlu leik- völlunum þetta ár. Næsturn Hefir þó frekar ræzl úr með smíði leiktækja á yfirstand- andi ári. En mér virðist að trésmíðin og múrarvinnan hafi verið það hingað til, sem erfiðast hefir verið að fá framkvæmt. Eins og áður hefir verið tekið fram var árið 1945 megin áherzla löð á aukningu og fegrun skrúðgarða bæjar- ins. Árið 1946 er án efa það ár, sem langsamlega mest hefir verið unnið að leikvallagerð. Unnið hefir verið að girðingu 7 nýrra leikvalla á þessu ári. Vellir þessir eru að vísu ekki allir fullgerðir og verða sum- ir að teljast bráðabirgðaleik- vellir. Þeir eru þó engu að síður stórmikil bót frá því, sem áður var. Þessir leikvell- ir eru: BarnaleikvöIIurinn við Flókagötu á Grímsstaðaholti. Völlur þessi er malarborinn, með grasi i kring. Á honum eru 4 rólur og 2 sandkassár. Þetta er snotur völlur. Afast við þennan völl er hölta- völlur fyrir unglinga. Vesturvöllur við Framnes- veg. Nokkuð- af vellinum hef- ir verið þakið til þess að hörn gætu notið hans að einhverju leyti meðan á byggingum stendur. Ennfreiuur er þarna æfingavöllur fyrir unglinga. Leikvöllurinn við Bolla- götu (bráðabirgðaleikvöllur). Þet ta er grasvöllur. Á lionum eru 6 rólur og verið að setja þar 2 sandkassa. Barnaleikvöllur við Há- teigsveg. Völlur þessi er langt til fullgerður (og mun hon- um ætlaður þarna framtíðar- staður) Völlur þessi er mal- arborinn með grasflötum í kring. Á honum eru 6 rólur og fjórir sandkassar; eiga að bætast við 2 rólur og fleiri ný leiktæki. Ekki var unnt að ganga til Tullnustu frá þessum velli í sumar vegna þess að hitaveitu þurfti að grafa gegnum völlinn. Barnaleikvöllur við Rauð- arárstíg. Þetta er stór og rúmgóður leikvöllur. Hann cr að húsabaki, í þríhyrn- ingnum, sem myndaðist við Rauðarárstíg, Skúlagötu og Laugaveg. Þar eru 7 rólur og fjórir stórir sandkassar. Mal- arborið er j krigum leiktæk- in, en stór grasflötur er þarna ao auki til boltaæfinga. Barnaleikvöllurinn við Sunnulorg í KleppslioÍti. Þar eru 4 rólur og 3 sandkassar. Barnaleikvöllurinn við Iíambsveg í Kleppsholti. Það er gr^svöllur. Á lionum eru 4 ’róiúr ög 3 sandkassar. Auk þessa hefur á þessu ári verið" gerðar nokkrar endurbætur á barnaleikvelí- mum við verkamannabú- stoðina.. í Vesturbænum (Bræðraborgarstíg og Hring- braut). Settir liafa verið þar 5 sandkassar, ennfremur grasflöt og blómabeð. Þessi leikvöllur telst nú með leik- völlum bæjarins, en bærinn yfirtók umhirðu hans á þessu ári. Auk þess má geta þess, að við Nóalún í Höfða- hverfi hefir verið opnað stórt grassvæði, til afnota fyrir börn og unglinga. Áð- ur var þetta land í erfða- festu og afgirt, en hefir nú verið tekið til almennings- afnota. Engin leiktæki liafa þó enn verið sett þar, en svæði þetta var mikið notað siðastliðið suraar fyrir bolta- leiki. Af þeim nýju leiktækjum, sem sett liafa verið á gömlu deikvellina þetta ár, eru sér- staklega vinsælar tvær xennibrautir. Önnur fyrir stálpuð börn, hin fyrir smá- ibörn. Einnig er klifurgrind, isem er á Njálsgötuvellinum. Sjúkrakassar eru nú til á öllum þeim leikvöllum, er hafa fasta gæzlu. Þá má geta þess, að námskeið var hald- ið fyrir gæzlukonur leikvalla bæjarins, dagana 21.—26. okt. síðastl., að báðum dög- um meðtöldum. Þar var kennt: Uppeldisfræði, hjálp í viðlögum og leikstarfsemi. Æœjarjfréttfr Þriðíuatgui* s’ÍEiiiaa* (ei iamdœcjuri (a( iein aug (}it .r i VÍSI AUGLYSINGASiMI ER 166D StarfsstuSkyr fantar á barnaheimilið ýesturborg. niypþl. hjá ’forstöðu- konunm. 20. dagur ársins. I.O.O.F. = Ob. I.P. = 1281218 Næturvörður er í Ingólfs Apóteki, simi 1330. Næturakstur annast B. S. R., sími 1720. Fermingarbörn i Laugarnesprestakalli: Þau, sem fermast eiga í vor og einnig þau, sem fermast eiga í liaust, eru beðin að mæta í Laugarnes- kirkju (austurdyr) á morgun kl. 5 e. 1). Síra Garðar Svavarsson. Fermingarbörn i Hallgrímssókn eru beðin að mæta í Austurbæjarskólanum á morgun, þriðjudaginn 23. þ. m. (ekki miðvikud.); fermingarbörn sr. Jakóbs Jónssonar kl. 5 síð- degis og fermingarbörn sr. Sig- urjóns Árnasoiiar kl. 0 síðd. Morgunn, 3. h. 27. árgangs, flytur m. a.: Fundur spiritisla á Norðurlönd- um, eftir Jónas Þorbergsson, framli. greinarinnar Um dáleiðslu eftir Einar Loftsson, Högg á Tindastóli eftir Kr. Linnet fyrv. sýslumann, Minningargrein um Þórð Sveinsson pófessor eftir síra Jón Auðuns, Bókin Miðillinn Haf- steinn' Björnsson eftir Guðmund G. Hagalín, Kynni mín af miðlin- um Hajsteini Björnssyni eftir Friðrik H. Berg, Tíðindi frá fé- laginu o. fl. Leynff arþegar me Þrír leynifarþegar tóku sér far með Drottningunni fgrir áramótin, Eundust þeir ekki fyrr en skipið var komið nokkurn spöl liéðan, og var ekki snú- ið aftur með þá, enda yoru þeir danskir, tveir karlmenn og ein stúlka. Þegar til Hafn- ai kom, voru þau afhent lög- reglunni þar i borg, en brott- för þeirra tilkynnt hingað, er skipið kom næst, þvi að þau höfðu ekki tilkynnt lög- reglunni um liana. Veðurspá fyrir Reykjavik og nágrenni: Hvass.SA og S. Viða stormur. Rigning með köflum. Farþegar. með e.s. Brúarfoss frá New Yórk til Reykjavíkur 18. þ. m.: Kristín Jónasdóttir, Kristín Ey- fells, Harry V. Bergstrom. Arn- fríður E. Bergstrom, Kristín E. Bergstrom, Steinunn Hafstað, Guðrún S. Magnús, Helga Þórð- ardóttir, Valgerður Gunnarsdótt- ir, Eyþór Dalberg, Edwina Dal- berg, Magnús V. Ágústsson, Mary M. Ágústsson, Björn Halldórsson, Sveinn Ingvarsson, Kristófer Eyjólfsson, Benedikt Þórarins- son, Egill A. Halldórsson, Bjarni Þórðarson, Ivarl Óskarsson, Kristinn Magnússoii, Lárus F. Jósefsson, Ilalldór Jósefsson, Pétur Jóhannsson. Utvarpið í dag. Kl. 18.25 Veðurfregnir. 18.30 fslenzkukennsla, 2. fl. 19.00 Þýzku kennsla, 1. fl. 19.25 Þingfréttir. 20.30 Útvarp frá opnun tónlistar- sýningar í Reykjavik (Lista- mannaskálinn). Tónleikar. 21.00 Um daginn og vcginn (frú Aðal- björg Sigurðardóttir). 21.20 Út- varpshljómsveitin: Amerískt þjóðlög. — Einsöngur (frú Elísa- bet Einarsdóttir): Lög cftir is- lenzka höfunda. 22.00 Fréttir. Augl. Létt lög (plötur). Skipafréttir. Brúarfoss kom til Rvikur ú laugardaginn frá New York. Lag- arfoss kom til Kaupm.hafnar á föstudaginn frá Gautaborg. Sel- foss kom til Stokkliólms á föstu- dagskvöld frá Leith og Siglu- firði. Fjallfoss fór frá Siglufirði síðdegis á laugardag til Akureyr- ar. Reykjafoss kom ti! Antwerp- en 1(5. þ. m. frá Rotterdam. Sal- mon Knot átti að fara frá Ncw York á föstudag til Rcykjavikur. True Knot kom til Reykjavíkur 13, þ. m. frá New York. Becket Hitch er i Halifax. Coastal Scout lestar i New York i byrjun fe- brúar. Anne kom til Rvíkur 15. ]). m ,frá Khöfn. Lublin kom til Rvikur 13. þ. frá Gautaborg; fer í dag til Antwerpen. Lecli kom til Rvikur 15. þ. m. frá Hull. Horsa fór frá Leith l(i. þ. m. til Rvík- ur. Hvassafell er í Rotterdam. é 11 a ii «1 — Framh. af 1. síðu. í'lokksins, muni kæra lcosn ingarnar og reyna að fá þær ónýttar. Þéss er gelið, að stjórnin hafi það alveg i hendi sinni, að tilkynna hvaða kosningaúrslit, sem henni sýnist, vegna þess, að engir aðrir flokkar en sam- sleypan, sem stendur að henni, fá að hafa fulltrúa við talninguna. ht. 393 ggffTf rTTrr^Tirrg^i JEsja" Brottför kl. 8 í kvöld. Skýringar: Lárétt: 1 Illverk, 5 þátíð, 7 fuglinn, 9 livað, 10 fley, 11 meiðsli, 12 titill, 13 menn, 14 fals, 15 liúsdýr. Lóðrétt; 1 Ábreiðu, 2 mannsnafn, 3 skógarguð, 4 ending, 6 gormur, 8 hryllir, 9 sleip, 11 hnött, 13 fum, 11 tveir eins. Lausn á krossgátu rtr. 392: Lárétt: 1 Gluggi, 5 rit, 7 seil, 9 La, 10 tin, 11 hag, 12 in, 13'lögg,.14:múr, 15 greiði. Lóðrétt: 1 Gis .ing, 2 urin, 3 gil, 4 G.T., 6 baggH 8 fin, 9 lag, 11 liörð, 13 lúi, 14 me.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.