Vísir - 28.02.1947, Blaðsíða 2

Vísir - 28.02.1947, Blaðsíða 2
Eðvarð Friðriksson mjóEkurfr. segir frá amerískum mjoBkur- sföðvum og mjólkurbúum. Edvarð er úlskiifaður frá Minnesota-háskólanum og er nú starfsmaður við mjólkur- er sonur Friðriks Þorvalds- sonar framkvæmdarstjóra frá Borgarnesi. Hve lengi liefir þú fengizt við meðferð nijólkur? Eg byrjaði fyrst verklegt nám í Borgarnesi 1. mai 1937 og var við Mjólkursam- lag Borgfirðinga til hausts- ins 1941. Fór eg þá til U. S. A. og vann eitt ár Iijá L. O’L., sem er samband samvinnu- mjólkurbúa í Minnesota og nágrannafylkjum þess, en í sambandinu eru um 400 mjólkurstöðvar. Um haustið 1942 innritaðist eg í Minne- sotaháskólann og lauk þar námi s. 1. Iiaust. í öllum mín- um frium vann eg lijá ýms- um húum innan L. O’L. og eitt sumar hjá Abotts Dairies í Wisconsin. Hver voru aðalstörf þín Jijá þessum búuin? Fyrst og fremst var eg þar við nám. Og fyrir ágæta hjálpsemi forstj. L.O’L., John Brandt, fékk eg að kynnast öllum starfsgrein- um búanna, en vann þó sér- staklega við að meta og rann- saka vörur. Einnig fékkst eg við framleiðslustörfin t. d. osta'- og smjörgcrð, þurkun mjólkur og neyzlumjólk. Hafðir þú einnig tækifæri til þess að kynna þér stjórn ög rekstur slíkra búa? Eg hafði það. Og einu sinni hittist svo á, að verkstjóra vantaði á aðra vaktina í oslabúið í Fairbault og var miér falin verkstjórn unz eg hvarf að skólanum. Af því að þetta gekk slysalaust, átti eg' síðar aðgang að skýrslum og áætlunum hjá samband- inu. Kom mér það vel, þegar eg þurfti að semja greinar- gerðir um ýms mjólkurmál við skólann. Veitir ekki háskólinn einn- ig nemendum sínum verk- lega kennslu? Mj ólkurfræði deild sk ólans hefir 12 ranns.stofur og þar er kennslan verkleg. Minne- sotaháskólinn á sérstaka byggingu fyrir lifefnafræði og þar kennir okkar dcild rannsóknir á efnum mjólk- urinnar. Lærðum við þar að- ferðir til að búa til úr henni plastic sem nota má í fatnað, málningu o. fl. ' A hvern liátt skipta þessar rannsóknastofur með sér verkum? Mjólkin er fullkomnasta fæðan og þar sem hún getur, fýrir vankunnáttu þeirra sem mcð hana fara, orðið gróðrarstia fyrir skaðlega gerla er þekking á gerlafræði nauðsynleg. Þetta er ein deildin. I öðrum er unnið að neyzlumjólk, smjör- og ostagerð, rjómais, niðursuðu, þurmjólk o. s. frv. Auk þess er lögð á herzla á meðferð allskonar mjólkurVéla. Hvað er um bóklega nám- ið að segja ? Við lesum fræðibækur, sækjum fyrirlestra, sem pró- fessorarnir flytja venjulega frá 8—12 árd. Þar að auki skrifum við greinargerðir og horfum á skugga- og kvik- myndir, en sú kennsluaðferð (visual aid) ryður sér nú mjög til rúms í U. S. A. Finnst þér mikill munur á gæðum mjólkur þar og hér? Sem neytandi finn eg á Iienni mikinn mun, en sem fagmaður óska eg ekki að ræða þetta að svo komnu. Telur þú ekki mögulegt að bæta úr þvi, sem áfátt kann að vera i þessu efni hér? Vitanlega er slikt mögu- legt og að sjálfsögðu ber að keppa að sama árangri og beztur þekkist með öðrum þjóðum. Mun það taka langan tíma og útheimta mikinn kostn- að? Þetta eru i raun og veru viðkvæm mál fyrir seljanda, neytanda og aðra þá, sem meðhöndla mjólk, og ber því að ælla þvi nokkurn tíma. Það krefst fræðslu, skilnings og vilja. Kostiiaðarliðirnir eru ýmsir og ekki allir stór- ir, sumir þurfa enda ekki að kosla neitt eins og t. d. auk- ið hreinlæti. Það telst heldur ekki afsakanlegt að horfa i kostnað, þégar um heilhrigði ungbarna er að ræða eða annara neytenda mjólkur. Viltu gefa lýsingu á full- komnu búi vestan liafs? Það er mér Ijúft. Eg lymnt- ist mörgum löggiltum búum og skal nú nefna nokkur dæmi úr starfsemi éins þeirra. Þar sem mjólkurfram- leiðslan byrjar í fjósinu telur búið sér nauðsynlegt að hafa fastan starfsmann, sem ferð- ast milli bænda og__leiðbeinir og yfirlítur. Mjólkin er flutt frá heimilunum í yfirbyggð- um, einangruðum bílum. Um leið og bíllinn kemur að stöðvarhúsinu, sem er um- kringt götulögðum grasflöl- um, er hann þveginn að utan. Úr bílnum er brúsunum skol- ið á rennibraut. Um leið og þeir koma á hana eru þeir þvegnir að utan. Eflir renni- bráutinni fara þeir fram hja ö voginni, sem _er tíllukt. Þar eru þeir losaðir með sér- stakri aðferð, en aldrei þarf að lyfta brúsa. Tómu brús- arnir rcnna svo eftir braut- inni gegnum Iireinsitæki og út um annan enda hússins. Meðan þetta ' gerðist, þvoði bílstjórinn bílpallinn og tek- ur nú brúsana jafnótt af brautinni og ekur burt. — Aldrei er annar flulningur tekinn i bílinn og bílstjóran- um er stranglega bánnað að taka farþega. Nú cr mjólk- inni dælt um kæla og ,í ein- angraða geyma úr ryðfríu sláli. Þaðan i hreinsunar- tækin (plötu-pastura) og loks í áfyllingarvélar og í stöðina hér í bænum. Hann dauðhreinsaðar flöskur. Þess má gcta, að öll rör og annað, sem mjólkin fer um er úr ryðfríu stáli. Á liverju kvöldi er allt, sem mjólkin hefir snert, tekið í sundur og liver hlutur vandlega þveginn og steriliseraður. Er þar með loku fyrir það skotið, að mjólkin taki í sig gerla úr vélunum. Allt starfsfólkið er undir ströngu lækniseftirliti, er klætt lireinum, livítum fötum og verkstjórarnir at- huga, að sjálft sé það vel hreint t. d. um liendur. í búnings- og snyrtiklefum eru spjöld, sem minna fólkið á hreinlæti. Hvernig er mjólkin frá heimilunum ? Agæt. Neyzlumjólkurbúin leyfa ekki hærri baktéríu- fjölda en 50 þús. í cm3 og komi fyrir, að bóndi sendi mjólk tvisvar í röð, sem fer yfir þessa tölu, er mjólk ekki tekin frá honum fyr en orsökin er fundin og lagfær- íng hefir farið fram. Barna- mjólkmá elcki hafa meira en 10 þús. i cm3 og auk þess ekki yfir 10 colibakteríur i cnrl Hver er svo árangurinn af þessu ? Fyrst og fremst sá, að neyt- andinn á vísL að fá ómengaða fæðu og Ijúffenga og hefir þetla valdið því, að mjólkin er ein útbreiddasta fæðan i U. S. A. 1 matsöluhúsum bið- I Vísi 19. febr. liefir hr. Sigurður Þpt’{iteinssoi| fund- íð hvöt hjá sér líl áð utskýra missögn mína í Sögu Eyrar- bakka uig gjáfmildi Kolbeins Þorleifssonar á Háeyri. Hafði liann þó sagt mér söguna áð- ur, og eg þá að sjálfsögðu lofað þvi að leiðrétta mis- sögnina í næsta hefti (I. og II. var þá fullprentað). Um heimild mina að liáu tölunni, 30 ær, er það að segja, að hún var í almæli eystra, eftir brúðkaupið, og jafnframt sem sérstakt dæmi um hóflausa gjöf og alveg ó- vanalega. Þá tíðkaðist ekki þar eystra, að aðrir gæfu verðmiklar brúðargjafir en foreldrar, eða nánustu for- ráðamenn brúðhjóna. — Einstöku önnur rausnar- menni gáfu svo sem svaraði mat þeirra í veizlunni. Til vara spurði eg roskna menn, kunnuga eystra, er eg náði lil og hélt að vissu um gjöf- ina, en þeir höfðu einungis |Iieyrt"hið sama og eg. Skal eg svo fúslega játa, að eg liafi verið of trúgjarn á máltækið, að „sjaldan lýgur almanna- rómur“. En tilefni og markmið svars þessa er þó aðallega þau ummæli S. Þ., að eg hafi um Kolbein „gefið i slcyn að sökum allskonar óreglu og' jráðleysis hafi svo farið“, að larfurinn „entist lionum ekki lil æviloka“. (Atriðisorðin undirstrikaði eg). Af því nú að S. Þ. tilfærir engin orð mín, ummælum þessum til sönnunar •— og eldíi einu sinni blaðsíðutöl- una í bók minni (364), þykir mér rétt að setja héf allt senU eg þar hefi sagt um Kolbein,( sem lýtur að þessu efni. Geta þá fleiri dæmt um þann ó- liróður er eg hefi „gefið í skyn“, um Kolbein. Arfur fjögurra systkina eftir föður sinn og bróður, varð yfir 20 þús. kr. „Og var það mikið fé á þeim árum, á íslenzkum mælikvarða. [Mælikvarðanum lil sönnun- ar og samanburðar, tel eg vert að geta þess, að Guðm. Brynjólfsson á Keldum var á sama tímabili talinn með efnuðustu bændum í Rang- árvallasýslu. En dánai'bú hans allt nam við skiptin aðeins nokkrum þús. kr. meira en „bróðurlóðið“ eftir Þorleif á Háeyri og son hans. — Og „bróðurlóðið“ (erfða- hlutur) var þá á Keldum 1 /28 úr búinu (ekki þús. Föstudaginn 28. febrúar 1947 I ■ítiíi’iOiJÍ íU r.ffai.J.'1?.: kr.TJ°Misjafnlega varð auSur þessi staðfastur lijá systkin- iunum. Systurnar tvær, Elin þg Málfriðuií nutu háns lengi, én á ýmsu valt með (auðinn) hjá Sigríði, gins og sagt verð- ur um Guðmund ísleifsson, og hjá Kolbeini rauk hann út í veður og vind. Var Kolbeinn þó elskulegur piltur, söng- hneigður og gjafmildur, en hneigðist til drykkju og sást ekki fyrir um efnaliaginn. Þótti það á þeim árum tíð- indum sæta, að eyða á einu kvöldi 100 kr. með drykkju- félogum sínum, og eigi síður að gefa 30 ær í brúðargjöf.“ Vel má vera, að almenna sögnin um 100 kr. eyðsluna, sé eitthvað ýkt. En þess ber þá líka að gæta, að 5—10 kr. ill og óþörf eyðsla, blöskraði mönnum meira þá, en 100 kr. eyðsla nú. í V. G. ur fólk að jafnaði um mjólk í síað kaffis. Ert þú eini mjólkurfræð- ingurinn ,sem hefir numið i Bandaríkjunum? Nei, góður vinur minn, Þórhallur sonur Iialldórs sál. á Ilvannéyri hefir nú lokið háskólaprófi þar með mikl- um sóma. Má af lionum vænta mikils og' góðs starfs. Karlakór Rey k ja- víkur efuir til söngskemmt- unar. Karlakór Reykjavíkur efn- ir til sámsöngs í Gamla bíó 3. marz n. k. og hefst hann kD9 síðdegis. Kórinn syngur að venju undir stjórn Sigurðar Þórð- arsonar, en einsögvarar verða þeir Guðmundur Jónsson og Daniel Þórhallsson. — Við hljóðfærið verður Frilz Weisshappel. Á söngskráifiii eru bæði lög innlendra og erlendra tónskálda. Eftir Islendinga eru lög eftir Pál ísólfsson, Barna Þorsteinsson, Jón Leifs, Sigvalda Kaldalóns og söngstjórann Sigurð Þórðar- son. Útlendu tónskáldin eru Grieg, Prins Gustaf, Scliu- bert og Lumbye, en auk þess írskt þjóðlag, sem Sigurður Þórðarson raddsetti. Guðmundur Jónsson syng- ur einsöng í lögunum Lon- donderry Air, Norröna folket eftir Grieg og á SpréngisandL eftir Kaldalóns. Daníel Þór- hallsson syngur einsöng i Hátíðamessu eftir Sigurð Þórðarson. Þetta er fyrsti samsöngur kórsins hér eftir hcimkom- una frá Ameríku og mörgum mun vafalaust leika hugur á að hlusta á liann eftir frægðarför lians ytra. •i o 'v ín v t’íílínm^v EH RUGLÍSIHGHSHRirSTOrn J

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.