Vísir - 10.04.1947, Blaðsíða 8
Næturvörður: Lyfjabúðin
Iðunn. — Síxni 7911.
JSÍæturlæknir: Sími 5030. —
Fimmtudaginn 10. apríl 1947
ieseniur eru beðnir að
athuga að smáauglýs-
ingar eru á 6. síSu. —
Svsar og Danir herða
Skömmtun á allskonar
neyzluvöru fer í vöxt í Dan-
mörku og Svíþjóð og nær
hún til flestra vöruflokka,
sem skammtaðir voru á
stríðsárunum.
Auk þess að kaffi, te og
kakao er skammtað í Sví-
þjóð, er nú farið að skammta
þar pappírsvörur. Sænsku
blöðin geta um það í fréttum,
að fólk megi búast við að
þau minnki að mun.
I Danmörku er aftur farið
að skammta brauðvörur og'
eru vínarbrauð, kex og aðrar
slikar vörur nú einnig
skammtaðar. Krafizt verður
einriig skömmtunarseðla fyr-
ir kornvörur í veitingabús-
um. Þegar svo er komið er
ástandið ekkert betra en það
var á hernámsárunum. Bæði
rúgmjöl og hvéiti er nú
blandað byggi til þess að
drýgja það.
IJtflutninur.
Sagt er ennfremur að í
ráði sé að minnka að mun
smjör- og kaffi-skammtinn.
Nauðsyn er á þvi að auka
smj örútf lutninginn vegna
skorts á gjaldeyri og kaffi er
ekki hægt að fá frá Brazilíu
nema gegn dollurum og fái
Danir ékki innstæður sínar
i Bretlandi i dollurum, geta
J>eir ekkert kaffi keypt.
Stribolt.
fanney hefir
aðstoðað 39
Nýtt fyrirtæki9
sem fiiefir á boð-
stófium tiibúÍBin
mat.
'Fyrir skömmu lióf mjtt
fyirtæki hér í Reykjavík
göngu sína. Heitir það h.f.
Iijöt og grænmeti og er til
húsa að Hringbraut 56.
Fyrirtæki þetta verzlar
með ýmiskonar kjötmeti og
grænmeti, fisk allskonar,
niðursuöuvörur og áskurð á
brauð. Auk þess mun það
taka að sér tilbúning á lög-
uðum mat, svo sem smurðu
brauði. veizlumat, matar-l
bögglum til ferðalaga o. s.
ífrv.
1 gær var blaðamönnum i
boðið að skoða húsakynni
íyrirtækisins. Eru þau fram-
iirskarandi snyrtileg og vel
frá öllu gengið. Unnið er að
framleiðslu matarins með
öllum fáanlegum nýtizku
vélum.
Framkvæmdarstjóri verzl-
unarinnar er Hreggviður
.Guðmundsson.
Yélskipið „Fanney“ hefir,
frá því er það hóf eftirlits- og
björgúnarstarfsemi í Faxa-
flóa Iaust fyrir miðjan janú-
ar í vetur, aðstoðað samtals
39 báta og dregið þá til hafn-
ar.
Eins og kunnugt er hefir
Skipaútgerð ríkisins Fanney
á leigu til þess að vera til að-
stoðar bátum í Faxaflóa á
meðan Sæbjöi'g er í endur-
byggingu. Átti Sæbjörg að
vera tilbúin fvrir löngu, en
endurbyggingin hefir dregizt
allmikið. Yæntanlega verður
hún samt tilbúin í vor. Skipa-
útgerðin liefir tekið Sæbjörgu
á leigu til 15 ára en á vertíð-
inni hefir Slysavarnafélagið
umráð yfir henni til björgun-
arstarfsemi hér á Faxaflóa.
Síðasti báturiim sem Fann.
ey aðstoðaði var Auður frá
Hafnarfirði, en hann dró
Fanney til lands í fyrradag.
Skipsljóri á Fanneyju er
Þórarinn Björnsson frá Ey.
Fjársöfnun til
bænda á gos-
svæðinu.
Framh. af 3. síðu.
verki r<ækt sína til ættar-
stöðvanna og liug sinn til
þeirra, sem þar berjast nú
sinni erfiðu landvarnarbar-
áttu. Og á sama liátt heitir
bún á alla góða íslendinga
að styðja þetta mál, þvi það
er sorg og skaði vor allra,
þegar óviðráðanleg náttúru-
öfl kippa í svipinn grund-
vellinum undan starfi og
lífsafkomu einlivers hluta
þjóðar vorrar. Það er sæmd
ísleiidinga, að jafnan er svo
hefir staðið á. hcfir mi bin
siðari úr máft treysta þegn-
skap þeirra og drenglmw't. |
að þregðast ve-I við.
Dagb.töðin í Reykjaví.k i
imuiu góðfúslvga wila fjár-
framlögum i þessu skyni við-
löku, og má enginn hyggjn
að skerfur hans'sé svo lítill
að hann geti ekki einnig orð-
ið að Mði.
Virðingarfyllst,
Sveinn Sæmundsson.
Felix Ouðmundsson,
Guðmundur Guðjónsson.
Sigurðúr Ingvarsson,
Geslur Gíslason.
Maðurinn á myndinni, Al-
bert Tangora, hefir sjö sinn-
um orðið heimsmeistari í vél-
ritun. Hann hefir vélritað 142
orð á minútu.
Æfbrota-
ntamna ieitnö
í MMerlin.
í Berlín fer nú fram ná-
kvæmasta leit að mönnum,
sem verzla á svarta markað-
inum, sem fram hefir farið
I borginni.
Byrjaði leitin seint í gær-
kveldi og á að standa í sólar.
hring. I fregnum í morgun
er sagt, að enn hafi ekki
tekizt að handsama neinn af
hinum „stóru“, sem leitað er
að, en nokkurar handtökur
hafa farið frarn. Auk þess er
leitað að morðingjum amer-
ískra flugmanna.
Hemienn græða
á svörfnm
■markáöi®
Brezltn hermenn b.a£a
grsftí 29- miSíjénlr pimda á
því að verzia á svitría mark-
aðirium. í Þyxkalruidi og
Austarríki.
Koiu það til UHineðu i
brezka jjinginu fyrir
skemmstu, að hermémi.hefðu
alís skipt miirkuin og schill.
ingum fyrir þessa upphæð i
pund. ífafa þeir einluun seít
sigarettur en auk þess marg-
vislegan annan varning,
í héraðinu Mendoza í Ar-
gentínu hefir fundizt uran-
ium.
Þrjár jarBir munu
leggjast í eyðl.
FufiEnægjandi ráðsfafanir fil að
framfleyfa búfjársfofninum.
Bjami Ásgeirsson, landbún-
aðarráðherra hefir skýrt Vísi
frá helztu opinberum ráð-
stöfunum til bjargar búfé
og jörðum á öskufallssvæð-
inu.
Helztu ráðstafanirnar eru
útvegun beitilands, tilbúins
áburðar, fóðurbætis o. m. fl.
Eins og kummgt er, starf-
ar sérstök héraðsnefnd til
þess að ráða frain úr helztu
vandamálum bænda og fram-
fleyta búfé þeirra. Nefndin
liefir haldið fundi með bænd-
um ú öskufallssvæðinu og á
þeim var ákveðið, að hætta
við niðurskurð.
Ákveðið hefir verið, að út-
vega girðingar til sauðfjár-
beitar í vor. M. a. verður
fengin sandgræðslugirðing í
Landeyjum til bráðabirgða,
og í surnar verður Þórsmerk-
urgirðing skógræktarinnar
fengin til hagagöngu handa
sauðfé í Fljótshlíðinni. Vegna
garnaveiki, sem er í FljÓts-
hliðarfénu, hafa Eyfellingar
óttazt, að veikin kynni að
berast austur undirEyjafjöll-
in, ef Fljótshlíðarfénu yrði
hleypt á Mörkina, og er nú
verið að athuga, hvernig
vörnum yrði bezt fyrir kom-
ið. Þórsmerkurgirðingin rúm
ar 6—7 hundruð f jár til sum-
arbeitar.
Komið hefir til athugun-
ar, að koma nokkrum hundr-
uðum fjár til hagagöngu í
úteyjum Vestmannaeyja, en
þar eru allmikil lönd, litt not-
uð. Á
Þá hefir verið útvegað bæði
hey og fóðurbætir, þar sem
fSoðið tiS Þing-
valla.
Norska samninganefndin
fór í gær lil Þingvalla ásamt
íslenzku nefndinni og ráðu-
nautum hennar.
För hessi vai’ farin í boði
I javikurbæjar. Var lagt
j;n stað upp úr hádeginu. —
; Yeour var leiðinlegt á Þing-
vöilum, en á heimleiðinni var
korriið við á Reykjum, mann-
virki hitavéitunnar skoðuð
og borðað.
l’rentuvar, athugið:
Sönglagaflpkkur Iíarts 0. Run-
ölfssonar og hátíðarmerki prent-
! araféiagsins vertSa seld i skrif-
s stofu þess i dag og á morgun
! (i'lnimtuiiag og föstudag), kl. 4—7
‘ og í)—10 sí8d. báða dagana.
nauðsyn hefir krafið, og með
öllum þessum ráðstöfunum
má telja, að fullnægjandi ráð-
stafanir hafi verið gerðar, til
að framfleyta öllum bústofn-
inum.
Nýlega eru þeir búnaðar-
málastjóri, vegamálastjóri og
landnámsstjóri komnir aust-
an af öskufallsvsæðinu, en
þangað fóru þeir til þess að
atliuga, hvað hægt væri að
gera fyrir jarðimar.
Höfuðáherzluna leggja
þeir á, að útvega nokkrum
jörðum neyzluvatn, en jiað er
á sumum jörðunum algerlega
ódrykjarhæft, og verður að
sækja það til næstu bæja.
Fyrst í stað verður reynt að
koma upp löngum gúmmí-
slöngum, og hafa þegar ver-
ið gerðar ráðstafanir í því
efni. Seinna verða menn
sendir austur með fullkom-
in tæki til að grafa bruna,
þar sem nauðsyn krefur.
Vikur- og öskulagið hefir
minnkað á sumum bæjum, og
útlit Jiar af leiðandi ekki eins
slæmt og í fyrsu. Reynt verð-
ur með ýtum að ryðja ösku-
laginu burtu af ræktuðum
blettum. Þrjár jarðir eru svo
illa farnar, að engin leið er
að bjarga þeim. Munu þær
fara í eyði.
50 farast í
fellibyl.
Mörg fiiundroð
slasasf.
Fellibylur dundi yfir
stórt svæði í Oklahoma-
fylki í Bandaríbjunum í
nótt og er vitað, að fímrn-
tíu manns biðu bana og
hundruð særðust, en auk
þess er mfkiH f jöldi tnaxma
srrafinn unáir húsarúslum.
Mest varð tjónið 1 smá-
borginni Woodvvard. Þar
voru sex húsaþyrpingar
jafnaðar við jörðu í miðri
borginni, en fjöldi annara
búsa hrundi. Sjúkrahús
borgarinnar er fullt og
hefir orðið að flytja marga
binna særðu til næstu
borga. Fellibylurinn skall
í, er borgarbúar voru í
fasta svefni. — (U. P.).