Vísir - 26.08.1947, Side 4
4
VI S I R
Þriðjudagirui 26. ágúst 1947
41^! DAGBLAÐ
Utgefandi: BLAÐAUTGÁFAN VISIR H/F
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson.
Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni.
Afgreiðsia: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fimm línur).
Lausasala 50 aurar.
Féiagsprentsmiðjan h.f.
' Hvað er iramnndan?
’fslenzka þjóðin hefur oft mátt horfa með nokkurum ugg
“ til framtíðarinnar. Að henni hafa steðjað margvíslegar
hættur á undanförnum öldum, sumar af völdum náttúruafl-
anna og líamfara þeirra, en aðrar af mannavöldum, þeirra,
sem réðu landi og þjóð öldum saman. Þá var oft sorti í
loíti og bágbornar horfur um framtíð þjóðarinnar, þót't
forsjónin hafi jafnan séð henni borgið og oft sætt undrun,
að þjóðin skyldí ekki hníga öll í valinn.
Nú er enn sorti í lofti og slæmar horfur í mörgum
efnum, en að þessu sinni getum við ekki nema að mjög
litlu leyti kennt öðrum um. Það víti, sem blasir við fram-
xmdan, ef áfram er haldið á sömu braut og fram að þessu,
er sjálfskaparvíti í þess orðs fyllstu merkingu. Hefðum
við haft hyggindi og skynsemi til að bera, stillingu og
gætni á örlagatímum undanfarinna ára, væri nú áreiðan-
lega bjart framundan og ekkert víti, sem vart verður
forðazt úr því sem komið er. En það er orðið, sem orðið
er og við verðum %ð líkindum senn að fara að súpa
seyðið af fyrri skammsýni og óforsjálni um málefni okk-
ar. Það sem loks hefur svift hulunni frá augum þeirra,
sem til þessa hafa annað hvort verið blindir eða ekki viljað
sjá, er að síldveiðarnar hafa brugðizt og þar með þær vonir,
sem við þær voru tengdar um, að útflutningur Islendinga
í ár mundi nema mörgum hundruðum milljóna eða jafn-
vel fleiri hundruðum milljóna nú, en tugum milljóna fyrir
styrjöldina.
Það mun hafa verið fyrir um það bil ári síðan, sem
nefnd ein gizkaði á, að útflutningur íslands mundi verða
um 1000 milljónir króna — einn milljarður — að verð-
mæti á þessu ári. Mörgum mönnuin mun hafa þótt þetta
íýsa nokkuð mikilli bjartsýni. Líklega mun enginn hafa
verið neitt andvígur því, að við seldum afurðir fyrir
einn milljarð króna á erlendum markaði, en heldur þótti
sumum óvarlegt að ganga alveg út frá því sem vísu, að
sú upphæð mundi fást fyrir útflutninginn og miða aðrar
ráðstafanir gagnvart utanríkisviðskiptunum við það.
Nú er þegar sýnt, að útflutningsverðmætið mun vart
verða meira en nokkur hluti af milljarðinum og þjóðin
verður þá að horfast í augu við það, að hún verður að
gcra einhverjar hreytingar á líferni sínu og hugsunarhætti.
Milljarðahugsunarhátturinn verður að hyerfa og menn
verða að íjera sér ljóst, að nú verður að horfa raunsæum
íiugum á hlutina, leggja niður rósrauðu gleraugun og
hætta að telja allar leiðir færar. Þær hafa verið það mikið
til fram að þessu, en þær eru því miður að lokast hver
af annari. Við getum haldið þeim opnum áfram, sem
hafa ekki lokazt enn og opnað þær aftur, sem nú eru
ekki lengur færar, en ef af á að verða, kostar það átak
allrar þjóðarinnar og ef til vill miklar fórnir.
Kommúnistar liafa gert það, sem þeir hafa gctað
undanfarið, til þess að gera ríkisstjórnina tortryggilega
fyrir þá verzlúnarsamninga, sem hún liefur gert um af-
urðir okkar. Þqíui kémúr þó ekki til liugar að taka með
í reikninginn eða geta þess í skrifum sínum, að við eig-
um óhægt með að setja öðrum þjóðum stólinn fyrir dyrnar
eða setja úrslitakosti, þár sem við eigum undir liögg að
sækja vegna hins háa verðs, sem við verðum að krefjast,
ef við eigum raunverulega ekki að gefa afurðir okkar.
Þegar málið er athugað frá því sjónarmiði, þá horfir það
talsvert öðru vísi, en ef það er eingöngu athugað frá
einhæfum sjónarhól kommúnista.
Það, sem hlýtur að verða viðfangsefni þjóðarinnar á
næstu mánuðum, er að finna leið til þess að gera
atvinnúvegi okkar samkeppnisfæra við atvinnuvegi ann-
ara þjóða, sem keppa við okkur um markaði. Ef við
£etum fært svo niður framleiðslukostnað okkar, að við
stöndum ja(pfæUs öðr.urp (ijóðum á mörkuðum heimsins,
])á þurfum við ckld að óítast að við gctum ekki lifað og
það góðu lífi með þeim atvinnutækjum, sem við eigum
íni. .
RANDQLPH CHURCHiLL (U.P.) :
Montgomery hélt að
Stalin virti hann.
Þær fréttir herast frá Mel-
bourne, að Montgomery mar-
skálkur frá Alamein hefi
sagt, að hann væri viss um
að geta komizt að samkomu-
íági' við Stalin marskálk um
vandámál lieimsins. „Stalin
sinnir 'ekki stjórnmálamönn-
um,“ bætti hann við, „liann
ber aðeins traust til herfor-
ingjanna.“
Með örfáum úndantekning-
um — t. d. George C. Mars-
hall hershöf'ðingi — eru her-
menn, hve duglegir sem þeir
eru á vígvölluuum, óhæfir,
er þeir fara að skipta sér af
sljórnmálum. Það er bæði fá-
nýtt og ofdirfskufullt af
Montgomery að ælla, að það
sem James Gurnham nefndi
„baráttnna um heimsyfirráð-
in“ verði leysl svo auðveld-
lega.
Merkari stjónmálamenn en
Montgomery, t. d. Roosevelt
sálugi forseti, liafa trúað
þessari barnalegu hugmyndj
eins og frk. Frances Perlcins
skýrir frá í bók sinni „Roose-
velt, eins og eg kynntist hon-
um“.
IIúii segir frá viðtölum,
sem hún átti við Roosevelt
meðan á styrjöldinni stóð.
Þeðar líann kom frá Teher-
an, sagði hann výð frk. Pcr-
kins: „Eg lield að Rússar
muni verða mér sammála um
að krefjast ekki áhrifa-
svæða.“ Um sama leyti sagði
Roosevelt við hana, að hann
áliti að „mjög náinn kunn-
ingsskapur hefði tekizt með
lionum og Generalissimo
Stalin“. Hann bætti síðan
við, „við töluðum saman
eins og bræður og vinir“.
Roosevelt lifði ekki nægi-
lega lengi til þess að komast
að raun um, að það hafði ver-
ið sjálfsblekking að álítá, að
honum hefði tekizl með lip-
urð. sinni og' fágætri fram-
kornu að breyta í nokkuru
hinum miskunnarlausu stað-
reyndum st j órnnlálaiina.
Hefði hann lifað ár í viðbót,
myndi hann hafa séð að allt,
sem liann liafði lialdið að
fengizt liefði með samþykkt-
unum í Yalta og Telieran, var
að vettugi virt af Rússum,
eins og svo margar aðrar
pappirssamþykk tir.
Það eru tæplega liluir fyrir
því, að Montgomery muni
takast það, sem Roosevelt
mistókst. En marskálkurinn
byggir traust silt á persónu-
legri hæfni sínni til þess að
eiga við Rússa, því Stalin
meti stjórnmálámenn lítils,
en vilji aðeins semja við lier-
menn. Aðferð Stalins til þess
að eiga við hermenn var vel
lýst með hreinsuninni 1937,
er hann lét taka Tukhachev-
sky marskálk og tvo þriðju
hluta allra helztu foringja
herforingjaráð rauða liers-
ins af lífi.
Hvað sem verður sagt um
tortryggni Stalins á sljóni-
málamönnunum, virðist
hann þó liafa mest dálæti á
Molotóv, utanrikisráðherra
sínum og skipun æðsta og
valdamesta ráðs Sovétríkj-
anna, miðstjórnarinnar, gef-
ur sannárlega ekki huginynd-
um Montgomerys neinn byr.
K. E. Voroshilov marskálk-
ur er eini atvinnuhermaður-
inn i miðstjórninni og er al-
mennt viðurkennt, að hann
er sá áhrifaminusti. Það er
aðeins eitt starf, sem Stalin
hefir falið Volosliilov síðan
stríðinu lauk og hefir haft
nokkúra þýðingu og það var
að undirbúa kosningarnar í
Ungverjalandi 1945. Starf
þetta rækti liann með svo sér-
stökum ódugnaði, að and-
stæðingar kommúnista unnu
stórkostlegan sigur og Voro-
shilov var kallaður lieini til
Moskva við svo búið.
Montgomery hefir tvívegis
verið áminnlur af brezku
stjórninni fýrir að tala ó-
gætilega uin mál, sem ekkert
snertu' herinn. Síðustu um-
mæli hans verða áreiðanlega
ekki vel þegin lijá Attlee for-
sætisráðherra eða Bevin ut-
ánrikiséáðherra. En eitt geta
allir verið öruggir um, að
hann mun ekki sæta sömu
meðferð og Tukhachevsky,
er Stalin. reiddist lionum
1937.
uí* winiMs.
Fjórir brezkir kolanámu-
menn voru í gær reknir úr
vinnu vegna fjarvistar án
þess að hafa nægilegar afsak-
anir.
Þetta er í fyrsta skipti, sem
sú heimild er notuð, að víkja
mönnum úr vinnu fyrir van-
rækslu siðan námurnar voru
þjóðnýttar.
,,Sparsamur“ skrifar.
Maður nokkur, er nefnir sig
„Sparsamur“, hefir ritað. mér
bréf og viröist hann ekki ná
upp í nefið á sér fyrir reiði.
Ilneykslast hann eins og fleiri
á því, aS sundmenn hafi óskað
nokkurs gjakleyris til þess að
sækja Evrópumeistaramót, sem
fram á aö fara í Frakklandi í
næsta, mánuði. Vegná þess, a’ö
undanfariö hefir mönnum oröíö
nokkuð tíðrætt um gjaldeyris-
bruöl og fleira í- sambandi viö
þaö, birti eg hér nokkurn hluta
bréfs þessa.
i
„Ekki hundraö í hættunni.“
„Þaö hefir veriö upplýst, aö-
synjaö hafi veriö um 5000 kr.
gjaldeyrisleyfi, er verja átti til
utanfarar þriggja sundmanna a
Evrópumeistarmót i Frakk-
landi. Auk þess þurftu þessir
þrír súndmenn að hafa meö sér
íararstjóra og þjálfara. Út af
þessu þykir mörgum íþrótta-
mönnuvn þunglega horfa um ut-
anförina og telja mikinn skaöa.
Enda þótt eg kunni að styggja
einhverja af okkar ágætu
iþróbtamönnum (sjálfur dunda
eg svolítiö viö íþróttir) verö eg
aö segja, aö mér finnst ekki
hundrað í hættunni þótt sund-
mennirnir veröi aö sitja heima
að þessu sinni.
Fjárhæðin ekki aðalatriðið.
■ÍMér finnst, aö eins og. nú er
komið fjárhag þjóöarinnar,
eigi afdráttarlaust aö synja um
öll gjaldeyrisleyfi til iþrótta-
manna og raunar hvaöa félags-
samtaka sem er, nema í brýn-
ustu erindum (markaösleit og
þess háttar). Að visu nninu nú
vera komnar einhverjar reglur
um þetta og er vonandi, aö þær
séu í heiðri haföar. Allt stagl
um landkynningu í sambandi
við slíkar utanfarir, tel eg bá-
biljur einar. Þessar firnrn þús-
und krónur hafa í sjálfu sér
ekki svo mikið að segja. En að-
alatriðið er, aö almenningur
finni, að ekki sé verið að eyða
fé í fánýtt dundur meðan skor-
inn er viö nögl innflutningur
nauösynja og skömmtun koiuin
Nöldur.
Eg tel víst, að sumum kunni
að þykja þetta nöldur í mér
og smásmuguháttur. En svo er
ekki. Og í þessu tilfelli held eg,
aö þjóðin muni ekki tapa neinu
þótt jokkar ágætu sundgarþar
fái.eþki að busla.í hlýjum sjón-
um viö Monaco. Þegar áftur
batnar i ári skulum við senda
út sundmehn, frjálsíþróttamenn,
aö ógleymdum knattspyrnu-
mönnunum, sem hvergi viröast
mega. vanta, þegar heiðiir ís-
lands er í veði.“
Útrætt mál.
Eins og eg tók fram að fram-
an, eru menu orðnir hálfþreytt-
ir á þessa sifellda stagli um
gjaldeyrisvandræöi, en „sjaldan
er góð vísa og oft kveðin“, eins
og þar stendur, þvi aö sparn-
aöur á gjaldeyri ef lífsnauðsyn.
Og meö þessu skrifi frá „Spar-
sömum“, er þetta mál útrætt, á
þessum grundvelU og aö sinni
aö minnsta kostií' ... j