Vísir - 30.09.1947, Side 1
VI
37. ár.
Þriðjudaginn 30. september 1947
219. tbl.
Silfurrefur
skotinn
í Öskjuhlíð
Á laugardaginn var tilkynnl
til lögreglunnar, að sflfurrefur
gengi laus í Öskjuhlíðinni.
• Nokkrir lögregluþjónar,
vopnaöir, voru þegar sendir á
vettvang. Tókst einum þeirra,
Guðmundi Brynjólfssyni, aö
skjóta refinn eftir nokkura leit.
Fundurinn held-
ur áfram í dag.
Á morgun heldur aðalfund-
ur Prestafélags íslands áfram,
eins og auglýst hafði verið.
Fundurinn hefst kl. 8 árdeg-
is me'S morgunbænum, sem séra
Hálfdán Helgason flytur. Þá
verða framhaldsumræöur, Kl.
2.15 e. h. hefst fundurinn að
nýju og verða þá rædd önnur
mál. Þá fer fram stjórnarkosn-
ing. Loks, kl. 3 e. h. flytur
Manfred Björkcjvist, Stokk-
hólmsbiskup, erindi.
Kl. 4—7 fer fram samsæti
presta, þar sem þeir minnast
aldarafmælis Prestaskólans. Kl.
8.35 um kvöldið flytur Björn
Magnússon dósent guSfræSilegt
erindi, sem hann nefnir: „Er
styrjöld réttmæt“.
Loks kl. 9 um kvöldið íer
fram sameiginleg altarisganga
í kapellu háskólans (séra Þor-
steinn Björnsson).
Myndin er frá bardögunu m á Java. Hollenzkur liðsfor ingi og Indónesi sjást á mynd-
inni berjast hlið við hlið g gn uppreistarmönnum.____________________________
//
Gandhi svtjir:
Hindúar verða ef tíl vill að fara
stríð við Mokameðstr
Alþingi sett
á morgun.
Alþingi verður sett á morg-
un, miðvikudaginn i. olct.
Áður en setningarathöfn-
in fer fram í Alþingishús-
inu, ganga alþingisinenn til
kirkju og hlýða á guðsþjón-
ustu, sem séra Sigurjón
Árnason flytur. Að því loknu
fer fram selning Alþingis i
Alþingishúsinu.
5 B¥B£gM1
oivaoir vio
aksfur.
Um síðustu helgi voru fimm
manus handteknir af lögregl-
unni og ákærðir um, að hafa
ekið bifreið undir áhrifum á-
fengis.
Tveir voru handteknir að
faranótt kxugardags, tveir aö-
faranótt sunnudags og loks eiuu
á sunnudag. — Mál þessara
manna eru í rannsókn.
höfn hreínsuð.
Um þessar mundir er unn-
ið að hreinsun hafnafrinnar.
1 Undanfarin ár liefir all-
mikið af allskonar rusli safn-
azt saman við bryggjnrnar
i liöfninni og hefir verið erf-
itt að komast að til að hreinsa
það, vegna þess hve höfnin
liefir verið yfirfull af skip-
um.
í fyrra var bvrjað á að
hreinsa meðfram Faxagarði.
í sumar hefir verið hreinsað
meðfram ýmsum bryggjum
og er öllu verkinu senn lokið.
Verzlunin:
7 w r
Rússar sigra
IBrefa i skák.
Fgrir skömmu síðan lauk
skákkeppni milli Breta og
Rússa sem fram fór í Lon-
don.
Rússar sigruðu mcð 15
vinningum gegn 5. Teflt var
á 10 borðum tvöföld umferð,
og stóð skákkeþpnin yfir i
þrjá daga. Fyrirliði Breta
sagði, að þetta lið Rússá væri
það sterkasta í heimi.
Útflulningur á síldarlýsi
var stærsti útflutningsliöur
okkar í ágúst, nam nærri
tveim þriðju alls útflutnings
í mánuðinum.
Voru fluttar út 10.246
smálestir eða rúmlega helm-
ingur alls þess magns, sem
framleitt var í sumar, en
fyrir ])etta fengust rúmlega
28 milljónir króna. Þá nam
útflutningur síldarmjöls 2669
smálestum í ágústmánuði, en
það var að verðmæti rúm-
lega 2.6 millj. kr. Þess iná
I geta, að síldarmjölið var
þriðji hæsti Uðurinn i út-
flutningi okkar í ágúst.
Hryðjuveik
halda áliam.
Horfur verða sífellt meirí
í Indlandi á því, að til algerra
friðslita dragi milli trúar-
flokkanna í landinu.
Fréttaritari UP í Nýju
Delhi hefir átt tal við Gandhi
þar í borginni og spurt hann
um álit hans á ástandinu.
Kvað Gandlii Indland —
Hinduaríkið — ef til vill
neyðast til þess að fara i stríð
við Pakistan til þess að sanna
Mohameðstrúarmönnum vit-
leysu þá, sem sannað væri,
að þeir hefðu gert sig seka
um. Á Gandhi þar við það, að
Mohameðstrúarmenn hefðu
aldrei átt að heimta sjálfstætt
ríki.
Réðu eiginkonum
sínum bana.
Enn hefir komið til átaka
| milli Ilindúa og Sikha ann-
arsvegar og Mohameðstrúar-
manna hinsvegar. Var ráðizt
á þorp, sem hinir fyrrnefndu
byggja i Punjab og tóku
margir verjéndanna það ráð
að ráða eiginkonum sínum
og börnum bana, lil þess að
ekki skyldi vera hætta á þvi,
að þau féllu i hendur fjand-
mönnunum. Iierlið var loks
sent á vettvang lil þess að
vernda fólkið, en 1000 manns
lágu þá i valnum.
Ætluðu að
vinna spjöll.
Lögreglan í Karachi, sem
er höfuðborg Pakistans, hefir
handtekið óaldarflokk Hin-
Framh. á 8. siðu.
ekur á
endur.
Tveir menn létu lífið og 15
særðust, er kappakstursbíl
var ekið út af kappaksturs-
braut í Frakklandi um s. 1.
belgi.
I Kappaksturinn fór fram í
Lyon á vegum bifreiðaeig-
endafélags Frakklands. Ek-
illinn missti stjórn á hifreið-
inni og ók inn i mannþröng-
ina, sem var að liorfa á
kappaksturinn. Ekilinn sak-
aði ekki.
Stúdentar um
gjaldeyris-
skömmtun.
Félag íslenzkra stúdenta í
Kaupmannahöfn hefir látið
frá sér fara ályktun varðandi
gjaldeyrisskömmtun tii
námsmanna.
I ályktunum segir, að rétt
sé að láta fram fara rann-
sókn á framfærslukostnaði í
hverju landi og miða gjald-
eyrisveitingar eftir því. Enn-
fremur benda stúdentar á
það,- að nauðsynlegt sé að
þeir menn, sem nú dvelja við
nám erlendis, fái vitneskju
þegar í stað um hve mikinn
gjaldeyxá þeir fá á vetri
komanda svo að þeir geti
hagað seglum eftir því.
Verzlauir Eoka
Nefnd til a§ athnga
atvinnahoEÍnv í
ingar.
í dag eru verzlanir í bæn-
um lokaðar vegna vöruupp-
talningar, sem ákveðið hef-
ir verið að fram'fari.
j Undanskildar lokun eru
þó mjólkurbúðir og þær
verzlanir, sem eingöngu
verzla með tóhak og sælgæti.
' Hinsvegar verða matvöru-
húðir, skóbúðir, vcfnaðar-
í vöru- og búsáhaldaverzlan-
ir lokaðar. Yöruupptalningin
mun takg ailan daginn í dag.
Hjónaefni.
Nýlega opinljcruðu trúlofun
sina ungfrú Margrét Guömunds-
| dóttir, Bræðraborgarstig 4, og
Stefán Gunnlaugsson, Austurgötu
25, Hafnarfirði.
Athugasemd. '
Út af mynd, sem birtist i blað-
inu i gær af bænum Auraseli i
Pangárvallsýslu, skal það tekið
frnm, n.ð hann cr ríkiseign.
Bæjarstjórn Reykjavíkur
hefir skipað nefnd til þess að
rannsaka atvinnuhorfur í
bænum í vetur.
Á hún að gera tillögur um
aðgerðir til ])css að koma i
veg fyrir atvinnuleysi í vetur,
ef rannsóknir þessar leiða i
ljós, að hætla er á því. Þá
á þessi nefnd einnig að at-
huga, á hvern hátt Reykja-
vikurbær getur bezt stuðlað
að þvi að dýrtíðin lækki, svo
að fiskveiðar og aðrir lifræn-
ir atvinnuvegir stöðvist
ekki.
i Hefir ncfnd þcssi ákveðið
að afla sér upplýsinga um
mannahald atvinnurekanda i
bænum, miðað við 1. okt., og
hefir í því sambandi sent
eyðuhlöð til allra atvinnu-
veitanda í bænum, sem þeir
eru beðnir að útfylla og
senda ii! skrifstofu hagfræð-
ings l'.a'iarins, Austurstræti
10. simi 1221, en hún veitir
allar nánari up'plýsingar.