Vísir - 24.10.1947, Blaðsíða 7

Vísir - 24.10.1947, Blaðsíða 7
Föstudaginn 24. október 1947 K I S I R 7 S. SHELLABARGER : £ifnrVeqarim 7& KASTSLIU hlýða tilfinningum sínum. Kvonfang á að vera til þess, að mcnn komist auðveldar áfram í heiminum, en ekki til þess að kona þeirra verði þeim fjötur um fót.“ Ilann livessti augun á Pedro. „Hugsaðu þig um, Pedro. Eg býð þér einstakt tækifæri til að komast til mikilla metorða. Ætlarðu að láta það ganga þér úr greipum, valda foreldr- um þinum vonbrigðum, varpa öllu fyrir borð, til þess að verða eiginmaður stúlku, sem er upp runnin úr rennu- steininum?“ Pcdro selti dreyrrauðan og hann Ivgndi augunum. En Kortes dró ekki úr sókninni. „Ilvað er hún annað?“ spurði hann. „Er ekki bétra að eg segi eins og satt er, en að þú verðir að athlægi hjá hernum? Ilefi eg sagl eitthvað, sem faðir þinn muridi ekki segja?“ Þessu gat Pedro ekki í móti mælt. Hann þóttist meira að segja viss um, að don Fransisko mrindi hafa tekið enn dýpra í árinni. „Leyfðu mér að segja dálítið enn og svo er eg hættur,“ sagði Kortes. „Eg veit, að skoðanir ínínar á konum og hjónabandinu eru heilbrigðar, þvi að einu sinni fór eg ekki eftir þeim og riiér liefir sviðið það æ síðan. Það skipti var mér fyllilega nóg.“ Hanri jTgldi sig og beit á jaxlinn. „Jæja?“ sagði Pcdro eflir nokkura þögn. „Já,“ urraði Kortes, „eg á við konu mína, sem bíður mín á Kúhu. Ilún er stúlka á borð við Katönu Perez. Eg verð einhvern timariri að leiðrétta þau rnistök." Háriri varð hugsi, en hristi svo af sér slenið. „Að lokum þetta. De Silva er kominn til Spánar. Eg þori að ábyrgj- ast, að hariri eltir Fonseka, biskupinn af Burgos, til hirð- arinnaf. Þ a r gefst lionum tækifæri lil þess að ná sér niðri á okkur í eitt skipti fyrir öll. En við gætum varla teflt eiginmanni Katönu Perez gegn honum við hirðina. .... Jæja, livað segir þú?“ Pedro beit á jaxlinn og svaraði ákveðinn: „Eg ætla mér að standa við orð mín, yðar ágæti.“ LXX. Pedro var fljótur að venjast herlífinn aftur. E1 IJerr- ero reyndist ágætur liestur, honum tókst að afla sér brynju, með þvi að kaupa hluta í liana hjá kunningjum sinum og er liann liafði tekið þátt í bardögunum i nokk- ura daga, var hann orðinn jafnfær og í gamla daga. Þar sem hann var aðstoðarforingi liershöfðingjans fór hann oft til fundar við hina gömlu félaga sína, Alvarado, sem stjórnaði við Takúbu og Sandoval, sem hafði á liendi sljórn hersins við Tepeyak. Eftir viku var hann húinn að samlagast herlifinu. Samt kunni hann ekki fullkomlega við sig ennþá. Mikl- ar breylingar voru orðnar á hernum, jafnvel Narvaez- menn voru orðnir gamlir og réyndí,. en uppunalégi lier- inn var orðirin að smáhópi marina, sem ahir dáðu og öf- unduðu. Bardagarnir vöru heldur ekki liáðir á saina hátt og fyrr. Öratimi virtist síðan horgir og lönd Azteka voru eins og niyndir i æyintýri. Nú var ekkert nema strit og erfiði ef tir. í dögun yar lagt til allögu, mcnn felldir, hús brotin og skurðir fylllir, slritað til kvelds. Þá var aflur haldið til herbúðanna. Það rigndi jafnt óg'þélt og ménn vayu sifellt holdvotir. Spánverjar sóltu æ lengra inn i böx’giriá'ög þar scm verjendurnir vildu Íieldur falla en gefast ripp, var spurningiu aðeins sú, I.ivcmer hurigur, sjúkdómar og vopn múridu uppræta þá. ' Pédío saknaði þess irijög, hve sjaldan hann sá Katönu og Juan. Sjálfur bjó liann i vii’lcinu í Xolok, Juan bjó með öðrum undirforingjum við garðinn og Katana hafði sezt að í hálfhrundu liúsi með stöllu sinni Mariu de Estrada, sem var nú trúlofuð Pcdro Farfan. Kortes var auk þess mjög vinnuharður, því Pedro var varla kominn úr ein- um leiðangrinum, jxegar harin var sendur í þann næsta, svo að oft leið vika án þess að hann sæi Kalönu. Eins og margir ágætir liershöfðingjar lxugsaði Ivortes ekki aðeins um aðalatriðin heldur og smámunina. Ilann gerði sér Ijóst, aðioft .YaUmiikið á þyi, að þeði væri leikið rétt í upphafi tafls. Ilann var búinn að bíta það í sig, að Pedro de Vargas væri bezti maðurinn, scm hann gæti sent til hirðarinnar og hann ællaði sér ekki að láta hann eyðileggja ráðágerðir sínar með tilfinnigarugli sinu. Það gat verið, að Katana Perez væri aðeins örsmá ögn í hern- um,- sem var að vinna þetta ríki, en eins og á stóð var hún þó mjög mikilvæg. Dag nokkurn, þegar Pedro var fjarverandi, gerði Ivort- es því boð eftir lienni. Ilann virti hana fyrir sér, þegar lienni hafði verið fylgt inn í herbergi lians og þau liöfðu verið skilin eftir ein. Honum leizt vel á hana í líkamlegu lilliti. Honum þóttu langar, mjóar liendur hennar fallegar, af því að þær óttu veli við spoi’öskjulagað andlit hennar. Munnur hennar var að vísu of stór, en liann gaf andlitinu svip og skapfestu, eins og hin dökku augu hennár. Hún var líka vel vaxin og hafði falleg brjóst. En Kortes var að hugsa um Katönu frá sálfræðilegu sjónarmiði og að því leyli var hann í mikilli óvissu. Ilann vissi, hversu erfitt það er að slíta konu frá tilvonandi eig- inmanni, ef liann er af liáum stigum og liún elskar liann i þokkabói. Ilvernig átti hann að hegða sér í þessu máli? Það orð fór af Katönu, að hann gerði ekki ráð fyrir, að til mildls múndi verða að reyna að hræða hana. Þá taldi hann og ósennilegt, að til nokkurs mundi verða að reyna að xnúta Iienni, því að liann gat ekki boðið neitt beti’a en það, sem liann ætlaði að reyna að fá liana til að sleppa tilkálli til. Hann vildi ekki beita harðneskju, ef hægt væri að komast hjá þvi. Hann ætlaði sér því að reyna að finná einhverja leið, er hann væri byrjaður að tala við hana, þreifa fýi’ir sér. Katana var í fyrstu feimin og óframfærin, skildi ekki af hverju hershöfðinginn liafði kallað hana fyrir sig. Loks gei’ðist liún þó svo djörf að spyi’ja: „Er senor de Vargas hér, yðar ágæti?“ „Nei, senora, hann er í Tabúku, lijá de Alvarado.“ „Eg liélt, að hann hefði kannské orðið fyrir slysi og það væi’i ástæðan-------—•“ „Nei, liann er við beztu heilsu og vinnur hernum mikið gagn. llann mun ái-eiðanlega komast langt í heiminum.“ Han sá, að hún í’oðnaði af lireylcni og augu heniiar ljóm- uðu. Þetta var leiðin. Honum hafði ekki liugkvæmzt að skjóta máli sínu til ástar hennar á honuni. Hann hafði gleymt fórnarlundinni, sem ungir kjánar eru svo oft gæddir! Það var rétt að reyna þessa leið. „Segið mér eitt, senora,“ sagði liann og brosti vin- gjarnlega, „hverjar eru hinar raunverulegu tilfinningar yðar gagnvart de Vargas höfuðsmanni?“ „Ilinar x-aunverulegu tilfinningar mínar, yðar ágæti? Eg elslca hann.“ ( „Þér elskið hann?“ Ilún kinkaði kolli og hoi’fði í gaupnir sér. Kortes hló. „Látið ekki svona, senora. Eg trúi öllu öðru en þvi.“ Hún lirökk við og leit upp, en liann hélt sókninni ó- fi-am. „Þér ágirnist hann — það skil eg — en það er elcki ást?“ Hershöfðinginn varð mælskur. „Ástin vill gefa og fórria, en krefst eiriskis af hinum elskaða.“ Hann andvarpaði. „Það cr sjaldgæf tilfinning og mér skilst, að sú sé ekki afstaða jTðar gagnvart honum.“ Katana liikaði. „Eg skil yður ekki, yðar ágæti.“ „Hvernig má það vera? Ætlið þér ekki að giftast hon- Ulri?“ „Það er satt, að hann liefir beðið min.“ „Ýið skulum hætta þessu. Ilann kveðst ætla að kvong- ast yður. Hann, velættaður maður með mikla framtiðar- möguleika, sem valinn liefir verið til að vera fulltrúi olck- ar við keisarahirðina, giftast yður! Hann eyðileggur framtíð sína! Og samt segist þér elska hann!“ Hún óttaðist hörkusvip lxershöfðingjans, en leit þó ekki undari, er hann hvessti á hana augun. „Yðar ágæti skjátlast. Ilaldið þér, að cg viti eklci hvað hann er —og hvað cg er? Haldið þér að eg ætli að giftast honuni? Eg vildi heldur deyja eu gera honum miska. Yð- ar ágæti þarf ekkert að segja mér um ástina eða livað eg ætli að gera.“ Allt i eipu helt hún, að húji liefði verjð ftíjl- djörf i lali við hersliöfðingjann og sagði: „Eg bið vðar ágæti afsökunar.“ Kortes stai’ði á liána sem fyi’r, en ekki eins einbeittlega. Hann var eins og maður, sem lyftir fætinum til að stíga upp á þrep, en fimiur’ékkert þi’eþið. Hann liafði beitt allri kærislcu sinni áu þess að hennar væri þörf. „Humm!“ sagði hann. „Ætlio þér að ségja mér, að þér nnmuð ekki giftast honum, þótt liann leggi fast að yður?“ „Eg' tók ákvörðun um þa'ð fyrir nokkuru, yðar ágæti.“ „Það var ágætt. Eg bið afsökunar. Eg hafði eklci húizl yið þvíy .að þér væruð svona göfuglynd. Maður yei’ður ekki oft var við slíkt. Eg geri þá ráð fvrir því, að þér verðið framvegis c a r a a m i g a (kæra vinkona) höf- uðsmannsins. Sé svo, þá öfunda eg hann.“ —Smæíki— Nýlega var frú Jessie Twy- effort í New York tekin föst fyrir aS hafa gabbaS slökkvi- liSiS. Hún hafði kallaö á þab, eftir að rænt haföi veriö af henni skartgripum fyrir urn 30 þús. krónur, barin og kastaö á götuna úr bifreiö, sem var á ferð. Maöur nokkur, R. P. Tecl aö nafni beið bana, er hann reyndi að ná járnbrautarlest á stöö einni í Texas. Þaö kom í ljós, að hann var með fanniða meö allt annarri lest. Gömul piparmey : „Hafið þér baðað kanarífuglinn ?“ Þjónnuin: „Já:,: ýöur er’ ó. hætt aö konxa inn.“ „Þegár við eruin gift verð eg aö hafa þrjár vinnukonur." „Þú skalt fá að liafa 20, elsk_ an, en ekki allar í einu.“ Mörg vatnadýr eins og t. d. skeljar, marflær og krabbar eru að stækka allt sitt'líf. Frúin: „Eg hef verið að skrifa meömæli fyrir vinnukon- una okkar fyrrverandi, og sagt aö liún sé löt, óstundvís og frökk. Er nokkuð, sem eg get sagt gott um hana?“ Maðurinn: „Þú getur sagt að hún éti og sofi vel.“ „Og eru nú hjónaskilnaðar- lögin frjálsleg þarna hjá ykk_ ur?“ spuröi Bandarikjamaöur annan Bandarikjanmann. „Frjálsleg! Þau eru svo frjálsleg, að það hefir aldrei komiö fyrir hjá okkur að brúð- ur hafi grátið á vígsludaginn sinn.“ KnÁAyáta ht 497 Skýring: Lárétt: 1 Hréirisa, 4 liæst- nr (5 fæða, 7 þrá, 8 tveir eins, !) skiþ, 10 þingmaður, 11 hnifur, 12 fangamark, 13 slöttólfur, 15 tveir eins, 16 flýti. Lóðrétt: 1 Sriauður, 2 stefiia, 3 biskup, 1. guð, 5 vei'ju, 7 énda, 9 láta áflui’, 10 veizlu, 12 fljótið,- l i éfstux'. Lausn á krossgátu nr, 406: Lárétt: 1 Gæsa. 4 Ps., 6 efi, 7 lóa, 8 Ra, 9 me, 10 tap, 11 arnen, 12 fa, 13 kanal, 15 I.I., 16 ræl. Lóðrétt: 1 Germani, 2 æfa, 3 Si., 4 Pó, 5 samtal, 7 lep, 9 manai*, 10 tek, 12 fal, 14 næ.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.