Vísir - 31.10.1947, Blaðsíða 2
V I s I R
Föstudaginn 31. október 1947
Oxfordhreyfingin
Fyrir 3—4 árum villtust
inn til mín tveir Englending-
ar. Þeir ætluðu að hitta Pétur
Sigurðsson, háskólaritara, en
lentu hjá mér. Sjálfsagt
trúa þeir því, að forsjónin
hafi haft þar hönd í bagga,
en eftir er að vita, hvort
þeim verður að þeirri trú
sinni. Þetta voru prúðir og
skemmtilegir náungar. Ann-
ar þeirra er veðurfræðingur,
háskólamaður frá Cam-
brigde, en báðir eru þeir
heilhuga unnendur og læri-
sveinar Oxfordhreyfingar-
innar. En hreyfing sú leggur
alla áherzlu á það að snúa
hverjum manni til Guðs,
þannig sé hægt að breyta
öllum mönnum, hverjum
einum manni, liverju ein-
stöku heimili, hveræi þjóð
þannig öllu mannkyni. Þeir
virðast vera frjálslyndir,
flytja engar sérstakar kenni-
setningar er þurfi að verða
veggir á milli manna. Þeir
gei-a kröfur til að vera ó-
háðir öllum sérstefnum, bæði
.s t j órnmá lalegu m og trú-
fræðilcga, hafnir yfir kyn-
þátta- og þjóðernisríg. Allir
menn eru bræður og Guð er
einn, faðir þeirra, af anda
lians eiga allir menn að
stjórriast, ])á er auðvelt að
stjórna þeim og þeir setja
upp réttlátar og góðar stjórn-
:ir. Kjörorð þeirra eru þessi:
Hreinleiki, heiðarleiki,
óeigingirni og kærleikur.
Óneitanlega er þetta falleg
kenning og framkvæmir
furðuverk, þar sem hún er
hagnýtt.
Þessir tveir lærisveinar
Oxfordhreyfingarinnar, sem
villtust inn til mín, gáfu mér
ofurlítið kvcr. Heitir það:
„Endursköpun heimsins“. —■
Remaking the World. Kver
j)etla eru valdir kaflar úr út-
varpserindum og öðrum ræð-
um upphafsmanns og for-
ingja hreyfingarinnar, en
hann heitir Frank N. D.
Buchman.
A einum stað í kveri þessu,
þar sem rætt er um varnir
og öryggi þjóða, segir svo:
„Einu sinni hlóðu Kín-
verjar múr. — I skjóli hans
lilóu þeir að óvinum sínum.
Þeir þóttust öi-uggir.
Bráll gerði várt við sig á-
rásaher úr norðri. Þrisvar
sinnum komst óvinurinn inn
fyrir múrinn. Hann réðst
ekki á múrínn, fór ekki í
kringum hann. Óvinurinn
gerði sér lítið fyrir og mút-
aði dyravörðunum.
1 gær hlóðu Frakkar múr.
Maginot línuna. Slein og
stál. Innan þess varnarvirkis
þóttust Frakkar óhultir. Þeir
reiddu sig á ])að.
Samt sem áður féll Fraldc-
land. Hvers vegna?
Eitthvað var að. Einhvers
staðar var smuga fyrir inn-
rásarherinn. Það var gloppa
í siðgæðisstyrkleika þjóðar-
innar.
1 dag hlöðum við (Amer-
íka) múr. Stálhring, her-
skip, flugvélar, fallbyssur. —•
Nægir þetta? Hefir Ameríka
það, sem á vantaði lijá Kín-
verjum? Eða það, sem
Frakka skorti? Eru varnir
okkar lands fullkomnar? -—
Þjóðin hleður múr. Byggir
hún og eflir að sama skapi
sálarstyrkleika og skapgerð
landsins barna? Þjálfar hún
hinn fórnfúsa þjónustu-
vilja?
Elur þjóðin upp menn?
Menn, sem standa samein-
aðir?
Allur heimurinn er í deigl-
unni. Þjóðir hníga í valinn.
Við spyrjum: „Hvað get-
um við gert? Hvað geta 130
milljónir manna gert?
Mikið og margt.
Bak við skip, flugvélar
og fallbyssur eru þrjár varn-
arlínur:
Traust og góð heimili.
Samvinna í iðnaði og við-
skiptum.
Samhuga og heilsteypt
þjóð.
Þetta lokar óvininum allar
smugur. Þetta verður að vera
í góðu lagi.
Fyrsta varnarlínan —
Heilbrigt heimilislif.
Því geluL- þjóðin ekki lif-
að og hegðað sér eins og stór
fjölskylda? — Spaugsamur
maður svarar. „Bölið er, að
])etta gerir þjóðin.“
Heimilið er kjarni þjóðifé-
lagsins. Þar á þjóðin að læra
að lifa í sátt og samiýndi.
Þar mólast sú skapgerð og
ræktast það hugarfar, sem
er sjálft hjartað í siðgæðis-
styrkleika þjóðarinnar.
Eitt sinn var það fjöl-
skyldulífið, scm meslu réði
um mátt og mikilleika Amer-
íku. Stofnun heimilis var list
út af fyrir sig. Þá ferðuðust
mcnn á hcstum og hestvögn-
um. Nú er heimilið orðið
milljónum manna aðeins
staður til að rífa í sig (fill-
ing station) að deginum til,
en tjaldstaður að nóttu. —
Hjónaskilnaðir eru sem ör-
ast að verða einn þátturinn
í lífi Aemeríkumanna ....
Flestir okkar mundu reiðu-
búnir til að deyja fyrir fjöl-
skyldu okkar, en stundum
reynist saml)úðin okkur ])ó
erfið. Faðirinn greiðir skuld-
ir sínar. JVIóðirin fæst við á-
hyggjurnar. Og börnin gera
eins og þeim sýnist. Við
syngjum gjarnan „Home,
Sweet Home“, þegar við er-
um ekki heima.
Verndarmáttur þjóðarinn-
ar eru heilhrigð heímili. Þar
sem enginn í fjölskyldunni
felur neitt fyrir liinum, en
styður hver annan í öllu því
sem bezt er og göfgast. Þar
ríkir ástúð og heyrast 'gleði-
hlátrar. Þar gleypa menn
ekki í sig mátinn, en njóta
samlífsins við borðið eins vel
og fæðunnar. Þangað eru
allir velkomnir. Þangað get-
ur nágranninn hlaupið og
fengið lánaðan bolla af mjöli,
og átt vináttu að fagna og
uppörfun, þegar erfiðleíkarn-
ir gera vart við sig.
Sameinað heimili er sam-
einandi kraptur í bæjar- eða
sveitarfélaginu og þjóðfélag-
inu.
Heimilisfaðir, sem hefir
lag á því að halda fjölskyld-
unni vel saman, mun leiða
þann sama anda inn á verk-
svið silt. Geti hann greitt úr
verkföllum og verkbönnum
á heimilinu, mun hanri finna
leiðina til samvinnu í iðnað-
inum.
Þær mæður, sem kenna
börnum sínum skyldurækni,
trú og góða hegðun, munu
móta skapgerð þjóðfélagsins.
Þær fjölskvldur, sem um-
flýja alla sóun í eldhúsinu,
rnunu kenna þjóðinni sjálfri,
hvernig nota skal smátt og
stórt. Hirðusemi og nýtni
þeirra mun tryggja góða af-
komu þjóðarinnar.
Önnur varnarlína —
samvinna í atvinnulífinu.
Hernaðarframleiðsla Banda-
rilcjanna kostaði þrjár millj-
ónir dollar" á dag. Ölag i
slíkum iðnaði gæti gert all-
an vígbúnað óframkvæman-
legan. Það gæti komið þjóð-
inni á lcné áður en nokkur
her hennar kæmist á vígvöll-
inn.
Frakkar hiðu ósigur í verk-
smiðjunum áður eh þeir biðu
ósigur á vígvellinum. Þjóðin
gleymdi að vera samtaka.
Menn neituðu að vinna. —
Verkamenn vildu eklci fórna.
Á neyðarstundinni varð ekki
gripið til neinnar uppbótar
á viðbúnaði. Frakkland féll. .
„Okkur mundi blæða minna
á ófriðartímum, ef við svitn-
uðum betur á friðartímum,“
sagði Chiang Ka-shek........
Hverjum manni ber að
vinna dyggilega. Ólag' á
mannskapnum veldur meira
tjóni, en ólag á vélum. Þjóð-
inni er hætta búin, ef eigin-
girni vinnuveitenda og vinnu-
þiggjenda spillir góðri sam-
vinnu. Þá er til litils barizt.
Velferð þjóðarinnar heimt-
ar það, að hver og einn vaxi
upp úr eiginhagsmuna-
hyggju. Sérhver maður verð-
ur að viðurkenna glappa-
slcot sin, og allir verða að
efla vell'erð heildarinnar.
Þá mun iðnaður og atvinna
blómgast. Vélar og öll tækni
koma að góðum notum. Og
þá mun þjóðin verða bæði
efnalega og siðferðislega
sterk.
ÞriSja varnarlínan
sameinuð þjcð.
Þegnar þjöðfélagsins Jnirfa
á öðrum til þess að sanna
heiminum lýðræðisskipulag
sitt, fermur en eiginmaður
og eiginkona þurfa að rífast
til þess að sanna að þau hafi
stjálfstæða skoðun, hvort í
sínu lagi.
Hrun Norðurálfuþjóðanna
varð geigvænlegt, sökum
þess, að þær voru ósamþvkk-
ar innbyrðis. Þær stóðu ekki
sameinaðar. Þær lokuðu aug-
um sinurn fyrir staðreyndum.
Ögæfan kom yfir þær að ó-
vörum. Þær voru ekki viðbún
ar. Og jafnvel í sjálfri styrj-
öldinni börðust menn til þess
að ná í eitthvað hver fyrir
sig.
Þjóðareining er bezta þjóð-
arvörnin. Sameinaðri þjóð
getur engin fimmta herdeild
búið skaða. Sameinuð þjóð
á þann mótstöðukraft, sem
enginn sjúkdómur eða áþján
fær beygt.
Eining er meira en blátt
áfram samkomulag um það,
hvað skuli elska og hata. —
Samvinna grundvallast ekki
á fögrum orðum og lélegri
hegðun, á fögrum hugsjón-
um og eigingjörnum athöfn-
um.
Samvinna grundvallast á
fórnfýsi, vinnugleði og
vinnuþreki. Hún er samstillt
átak fyrir hag og heill þjóð-
arinnar. Heiðarleg samvinna
stjórnarvalda og viðskipía,
verkamanna og vinnuveit-
enda, stétta og sambanda,
hægriflokka og vinstri, borga
og byggða, sveita og sjávar-
þorpa.
Sameinaður lýður skapar
heilbrigt og stei’kt þjóðfélag,
frjálsa þjóð, leysta frá ótta
og kvíða, hatri og heimtu-
fei’kju, þjóð sem er kraftur
og kjarni hins nýja heims.“
Pétur Sigurðssor..
Vandað og fróðlegt
landkynningarrit.
Eftir prófessor Richard Beck
Allir þeir, sem láta sig
skipta íslenzka landkynn-
ingar-starfsemi erlendis, og
þá eigi sízt í hinum víðlenda
enskumælandi heimi, mega
fagna hinni nýju útgáfu
handbókar Landsbanka ís-
lands, Iceland 19b6, er út
lcom fyrir stuttu siðan á 60
ára afmæli bankans.
Þetta er fjórða útgáfa bók-
arinnar, endurskoðuð og
drjúgum aukin, enda er hún
orðin stærðar rit, nærri 300
bls. þéttprentaðar í stóru
broti, Eins og nafftið bendir
til, er hún rituð á enska
tungu.
Dr. Þorsteinn Þorsteins-
son liagstofustjóri hefir nú
sem áður annazt í’itstjórn
bókarinnar, og leyst það af
hendi með fræðimannlegri
vandvirkni. Efnið er þetta:
„Landfræðilegt yfirlit“ eft-
ir dr. Þorkel Þorkelsson,
fyrrv. veðurstofustjóx-a;
„Jarðhiti á íslandi og notk-
un hans“,.eftir Steinþór Sig-
ui'ðsson magister; „Fólks-
fjöldi“ eftir ritstjórann;
„Sögulegt yfirlit“ eftir dr.
Þorkel Jóhannesson prófes-
sor; „Stjórnarskrá og lög“
eftir dr. Ólaf Lárusson pró-
fessor; „Utanríkismál“ eft-
ir Agnar Kl. Jónsson skrif-
stofustjóra; „Fjármál xákis,
bæjai’- og' sveitax*félaga“ og
„Landbúnaður“ eftir rit-
stjórann; „Fiskiveiðar og
sjávarafui’ðir“, eftir Klem-
ens Tryggvason hagfræðing;
„Raforkumál“ eftir Jakob
Gíslason raforkumálastjóra;
„Iðnaður“, „Samgöngur“ og
„Verzlun“ eftir ritstjórann;
„Fjármálastofrianir“ eftir
Klemans Tryggvason; „Fé-
lagsmálalöggjöf” „Kirkja og
trúarbrögð“ og „Fræðslu-
mál“ eftir ritstjórann; „í-
þróttamál“ eftir Þorstein
ekki að standa í hárinu hverEinarsson iþróttafulltrúa;
„Bókmenntii'“ eftir dr. Guð-
mund Finnbogason; „Listir“
eftir Halldór Jónasson kan-
didat; „Þjóðarmerki“ og
„Stjórnmálaflokkar“ eftir
ritstjórann; „Réttindi út-
lendinga á íslandi‘“ eftir dr.
Ólaf Lárusson prófessor;
„ísland sem ferðamanna-
land“ eftir Stefán Stefáns-
son leiðsögumann (endur-
skoðað af Pálma Hannes-
syni rektor), og „Lax og sil-
ungsveiði“ eftir Stefán Ste-
fánsson (endurskoðað af
Sigbirni Ármann).
1 formálsorðum sinum
segir ritstjórinn, að í bókinni
liafi aðaláherzlan verið lögð
á það, að lýsa atvinnulífi og
andlegu lífi þjóðarinnar frá
sem flestum liliðum, jafn-
framt því, að samanburður
sé iðulega gerður á nútíðinni
og liðinni tíð, og í stuttu máli
greint frá frainförunum á
síðari áruin.
Þessum tilgangi hefir ver-
ið ágætlega náð, því að eins
og sj á má af fyrrgreindii
éfnisyfirliti bókarinnar, þá
er þar að finna þáttamarga
heildarlýsingu á landi og
þjóð, sögu hennar, lifi og
menningu. Kaflarnir eru að
vísu misjáfnlega itarlegir,
enda ræður efnið að sjálf-
sögðu nokkuru um það, eii
allir eru þeir skipulega
sámdir, glöggir og fróðlegir,
og' jafnframt traustar heim-
ildir, því að sérfróðir menn,
hvér á sinu sviði, liafa um
efnið fjallað. Eins og getið
er um í atliugasemd við kafla
dr. Guðmundar Finnboga-
sonar um íslenzkar bók-
menntir, þá liefir sú yfirlits-
grein eigi verið eridurskoð-
uð siðari 1936, aðeins verið
bætt inn í dánarárum og
nokki'um nöfnum, þó eigi
hinna yngstu liöfunda; jafn-
Framli. á 6. síðu.