Vísir - 10.11.1947, Blaðsíða 1
37. ár.
253. tbl.
Mánudaginn 10. november 1947
15 skip með 11 þús. mál
síldar hér á höfninni.
FjaBifoss fiytur sáidlua norður.
Bifreið ekið
á brú.
/ gærmorgun um kl. 6,
varð bað slgs á Suðurlands-
braut, að bifreið ók á brúna
hjá Lækjarhvmmi og
skemmdist brúin og farar-
tækið mjög mikið.
Auk þess slasaðist stúlka,
sem í bifreiðinni var, svo
mikið að flytja varð hana til
læknis. Bifreiðin, sem ók á
brúna, var R-306. Rannsókn-
ariögreglan hefir mál þetta
til rannsóknar.
Um áttdleytið í gærkveldi
vildi það slys tit á mótinu
Skúlagötu og Geirsgötu, að
maður ók mótorhjóli á gang-
stéttarbrún og slasaðist hann
nokkuð.
Maðurinn, sem ók mótor-
lijólinu, en hann er starfs
maður á Keflavíkurflug-
velli, kastaðisl af hjólinu við
áreksturinn. Sjúkrabíll kom
á vettvang og flutti hinn
slasaða mann i Landsspítal-
ann, þar sem gert var að
meiðslum hans. Siðan var
liann fluttur heim.
ÍHálwerkasýoIi'igi
Orlygs flokiðo
M íd verkasýningu Örlygs
Sigurðssonar í Listamanna-
skálanum lauk í gærkveldi.
Alls komu um 3000 manns
og skoðuðu sýninguna og um
45 málverk seldust og auk
þess nokkrar svartlistar-
myndir. Sýning Örlygs var
opnuð þann 28. okt. síðastl.
og lauk í gærkveldi eins og
fyrr er sagt.
Landskjálffi
í Reykjavík.
Landskjálfti fannst hér í
Reykjavík laust eftir kl. 1 á
laugardag.
Þessi sami landskjálfti
fannst á Þingvöllum og í
Vestmannaeyjum og urðu
‘kippirnir þar allsnarpir.
Hins vegar fannst kippurinn
ekki greinilega hér í Reykja-
vík, en sást á mælum veður-
stofunnar.
í Astralíu er nú aðeins
4280 atvinnuleysingjar og
hafa aldrei verið færri.
jþmg Bandalags starfs-
manna ríkis cg bæja
hófst s.l. laugardag í fé-
lagsheimifi V.R.
Innan véhanda B.S.R.B.
eru nú 24 ielög með um
2450 einstaklingum. Af þeim
senda öll félögin nema eitt
fulltrúa á þingið og eru þeir
71 að tölu.
Forsetar þingsins eru Helgi
Hallgrímss. 1. forseti, Björn
L. Jónsson 2. forseti og Ágúst
Jósefsson 3. forseti. Ritarar
eru Guðjón Gunnarsson,
Magnús Eggertsson, Ársæll
Sigurðsson og Sófonías Pét-
ursson.
Á laugardaginn gaf stjórn
B.S.R.B. skýrslu um störfin
á liðnu starfsári og urðu
nokkurar umræður um
liana. En að þeim loknum
flutti Sigurbjörn Þorbjörns-
son fulltrúi erindi um
skattamál. f þessu samhandi
má geta atliyglisverðs ný-
mælis um staðgreiðslu
skatta, sem Bandaríkja-
menn liafa fyrir noklcru
komið á hjá sér. Tóku Eng-
lendingar það upp á stríðs-
árunum og Svíar nú á s.l. ári.
Hér á landi starfar einnig
milliþinganefnd í þessum
málum og má vænta þess
að hún taki þetta til athug-
unar.
f gær flutti Gvlfi Þ.
Gíslason alþm. erindi um
dýrtíðarmálin, en þau, á-
samt - skattamálunum, eru
aðalmál þingsins.
f gær skiluðu einnig fasta-
nefndir áliti sínu, en í dag
hefjast fundir að nýju kl.
3.30 síðdegis með umræðum
um skatta- og dýrtíðarmál-
in, og lýkur þinginu í kvöld.
í skýrslu stjórnarinnar og
jafnframt í nefndarálitum
kom í ljós, að B.S.F.B. muni
styðja málsókn gegn Trygg-
ingarráði vegna útreiknings
á iðgjöldum sérsjóðafélaga,
sem bandalagið telur rang-
an.
Þá mun Bandalag starfs-
manna ríkis og bæja einnig
slyðja að því að bæirnir taki
upp lífeyrissjóði, er hljóti
viðurkenningu Tryggingar-
ráðs svo að starfsemi bæj-
anna njóti sömu réttinda og
starfsmenn ríkisins.
Á þinginu var samþykkt
að láta atkvæðagreiðslu fara
fram meðal félaga B.S.R.B.
fyrir næstkomandi áramót,
hvort þau kysu styttingu
vinnutímans, lengingu hans,
eða óhreytt það fyrirkomu-
lag sem nú ríkir.
Rússneskar fregnir herma,
að heildarkolanám landsins
sé nú orðið meira en fvrir
stríð.
jpimmtán skip komu með
síld til Reykjavíkur í
gær og nótt. Yfirleitt voru
skipin með fullfermi. Mest-
an afla hafði Helgi Helga-
son frá Vestmannaeyjum
fengið, um ! 900 mál.
Alls munu skip þessi liafa
aflað um 11 þús. mál. Vitað
er um afla 13 þeirra og var
hann sem hér segir: Vilborg
500 mál, Helga 1200, Ingólf-
ur GK 300, Von VE 700, Álfs-
ev 500, Helgi IJelgason 1900,
Ágúsí Þórarinsson 1000,
Hafnfirðingur 750, Steinunn
gamla 750, Andey 900, Frcyja
700, Hugrún 1000 og Bjarni
Ö1 (GIv) 200. Þá komu Dagur
Búlgörsk viðskiptanefnd
var nýlega handíekin í Þýzka-
landi, samkvæmt kröfum
frá Bandaríkjamönnum
Nefndin átti að lcaupa bíla
og varahluti, skósmíðavélar,
flugvélahjólbarða og sitthvað
annað. Vörur fást ekki nema
gegn doliurum í A.-Þýzka-
landi, en þá áttu Búlgarar
ekki, svo að nefndin tók að
greiöa fyrir keyptan varning
með sígarettum. Komst liún
yfir marga ameríska bíla, en
um seinan grunaði nefndina,
að þeir mundu slolnir. Var
öll nefndin afhent Banda •
rikjamönnum og bíður nú
dóms.
Hljówn leikar
í Tjarnar^
iundi.
Tjarnarlundur hefir tek-
ið upp þá nýbreytni, þegar
ekki er um sérstakar skemmt
anir eða fundi að ræða, að
leika bar létta klassiska
hljómlist.
Þar leikur 4 manna
strengjaliljómsveit, þrír ung-
ir piltar og 1 stúlka, allt
mjög efnilegir hljóðfæra-
leikarar.
Fólki skal bent á, sem vill
njóta skemmtilegra stunda i
ró, en við góða hljómlist, að
sækja þetta vistlega veit-
ingahús.
og Björn Jónsson með ágæt-
an afla til Reykjavikur, en
ekki er vitað um magn iians.
Öll þessi sildarskip liggja
nú hér í höfninni og er það
óvenjuleg sjón fyrir Revkvík-
inga að sjá sökkhlaðin sild-
veiðiskip.
Fjallfoss
fer með
síld norður.
Áicveðið hefir verið, að
Fjallfoss byrji að lesta siid í
dag eða kvöld til þess að flvtja
norður. Hann mun geta flutt
8—10 þús. smál. Þá er verið
að lesta Fanney, sem tekur
950 mál, Hugann, Rvík, sem
tekur um 1100, Iv. Ól. Bjarna-
son, sem tekur 1000 og. loks
Sindra, sem tekur 1200 mál.
Samtals geta þessi slcip flutt
um 14 þús. mál fullfermd.
Um 40 skip
að veiðum í gær.
Um 40 skip voru að síld-
veiðum í Hvalfirði i gær og
fengu allflest þeirra ágætan
afla. Blaðinu er kunnugt uin
tvö skip, sem sprengdu næt-
ur sínar í síldinni.
Sjómönnum, sem voru að
veiðum í gær virtist, sem ný
síldarganga væri að ganga í
fjörðinn.
I nótt lönduðu þessi skip á
Akranesi: Keilir 898 mál, Að-
albjörg 630, Sveinn Guð-
mundsson 761 og Sigurfari
702 mál. Afli þessara skipa
er sem næst fulfermi. Þá
voru þrjú skip væntanleg til
Akraness í morgun með
sæmilega veiði, þau Böðvar,
Sigrún og Valur.
Til Akraness hafa nú sam-
tals horizt um 10 þús. mál
síldar til bræðslu, 6000—
7000 tunur í frystingu og um
100 tunnur hafa verið stalt-
aðar.
Mundu Mussolini.
Róm í gær (UP) — Tveir*
menn komu í gær til klaust-
ursins í Santa Maria og ósk-
uðu viðtals við ábótann.
Hann veitti þeim áheyrn
og báru þeir þá upp ósk um,
að messa yrði sungin fyrir
sálu Mussolinis, Ábótinn
neitaði því og drógu menn-
irnir þá upp skammbyssur,
skutu ábótann og særðu til ó-
lifis.