Vísir - 10.11.1947, Page 2
2
tJfgerðarmaður skrifar um
i w iinh:*.
Ct af grein í Vísi á föstu-
dag, um innkaupadeild LlC,
eftir „útvegsmann“, vildi eg
gjarnan rita nokkrar hug-
leiðingar um mál, sem frá
byrjun virðist ekki hafa ver-
ið tekið réttum tökum.
Nokkurs barlóms gætir í
nefndri grein (enda kannske
ekki alveg að ástæðulausu)
og útgerðarmönnum legið á
hálsi fyrir það, að þeir sýni
ekki nóg félagslyndi í því að
skipta við innkaupadeild
Landssambandsins. Þegar lit-
ið er á starfsemi innkaupa-
deildarinnar frá byrjun og
ýmis mistök, sem þar hafa
orðið, þá virðist lítil sann-
girni í því, að ásaka útgerð-
armenn fyrir það, að þeir
hafi þar ekki öll sín viðskipti
og gcri kaupin þar, sem bezt
býðst.
Það, sem upphaflega var
stefnt að með stofnun inn-
kaupadeildarinnar var að út-
vega útgerðinni veiðarfæri
og aðrar nauðsynjar með
lægsta fáanlegu verði, hvar
sem það var að fá. Vitanlegt
var, að margir innlendir
kaupsýslumenn, sem útvegað
hafa útgerðarvörur í áratugi,
höfðu sambönd við margár
hinar beztu erlendu verk-
smiðjur á þessix sviði. Frá
flestum þessum samböndum
voru vörurnar afgreiddar
beint frá útlöndum til hinna
stærri kaupenda. Landssam-
bandinu var ljóst, að þessum
samböndum var ekki hægt
að rifta, þótt innkaupadeild-
in væri stofnuð. Enda var
það meining úlvegsmanna, að
ekki væri gengið í'ram hjá
innlendum umboðsmönnum
við kaupin, heldur að vör-
urnar væri keyptar Jiar, sem
þær fengust ódýrastar. Með
því að útgerðarmennirnir
gerðu sameiginleg innkaup í
stórum stíl mátti tryggja það
að fá lægstu tilboð í hverri
grein frá erlendum verk-
smiðjum. Hvort tilboðin
komu gegnum innlenda um-
boðsmenn, var algert auka-
atriði. Aðalalriðið var að fá
hagkvæm tilboð. Ef innlend-
ir menn gátu útvegað lægstu
boðin, þá var ekki nema gott
um það að segja.
En þctta fór mjög á ann-
an veg. I stað þess að leila
fyrir sér um það, hvar til-
boðin væri lægst, beilir inn-
‘kaupadeildin allri sinni vinnu
i að útvega sér umboð fyrir
erlend firmu i útgerðarvör-
um, með það vafalaust fyrir
augum, að skipta svo ein-
göngu við þau firmu, sem
deildin fékk umboð fyrir.
Varð því eklci annað séð en
nð innkaupadeildin með þeim
Iiætti hugsaði sér að útiloka
frá viðskiptum við sig alla
islenzka kaupsýslumenn, er
umboð höfðu fyrir erlendar
verksmiðjur. Þetta vakti
strax tortryggni og með
jiessu gerði innkaupadeildin
kaupsýslumennina að keppi-
nautum sínum um viðskipti
útvegsmanna, i stað þess að
gera þá að vinveittum við-
skiptamönnum. Árangurinn
varð sá, að innkaupadeildin
varð algerlega undir í bar-
áttunni og varð að verulegu
leyti að leggja árar í bát,
enda var grundvöllurinn allt
annar en upphaflega var til
ætlazt. Þeir, sem höfðu með
þessi mál að gera af hendi
Landssambandsins, voru
þeim ekki vaxnir og höguðu
sér eins og spjátrungar, sem
ætla að setja upp „umboðs-
og heildsöluverzlun“ án þess
að hafa nokkurn tíma nálægt
slíkum framkvæmdum kom-
ið.
Sem dæmi upp á það,
hversu mikla tortryggni
starfsaðferðir þeirra vöktu
og hversu þeim voru mis-
lagðar hendur, er Jiað kunn-
ugt, að innkaupadeildin lagði
mikið kapp á að ná umboði
skozkrar kaðlaverksmiðju,
sem er mjög stór í sinni
grein. Eftir talsverða athug-
un hafnaði verksmiðjan til-
boði innkaupadeildarinnar,
en gerði að umboðsmanni
sínum ungan mann, duglegan
en óþekktan.
Dtgerðarmönnum, sem
fengizt hafa við innkaup
veiðarfæra og annarra nauð-
synja í áratugi, er mjög vel
ljóst, að það er enginn hag-
ur að binda viðskipti sin við
eiít firma. Og enn fávíslegra
er það fyrir fyrirtæki, sem
hugsar sér að kaupa inn fyr-
ir alla útgerðarmenn lands-
ins, að binda viðskipti sín
við nokkur fá firmu, sem það
hefir umboð fyrir. Þá er öll
samkeppni útilokuð og út-
gerðarmennirnir eru ofur-
seldir þessum firmum, þar
sem enginn samanburður
kemur til greina frá öðrum,
Sem oft og tíðum hafa betri
og ódýrari vörur að bjóða.
Innkaupadeildin liefir ekki
skilið hlutverk sitt frá byrj-
un, enda hefir árangurinn
farið eftir því. Viðskipti út-
gerðarmanna við deildina
eiga ekki að byggjast á „fé-
lagslyndi“, heldur á því,
livort þeim er hagkvæmt að
verzla við hana. Hún á að
bjóða þcim betri kjör en þeir
geta fengið hjá Pétri og Páli.
Annars á hún engan tilveru-
í'étt.
Heiðarleg og lieilbrigð
samkeppni er útgerðarmönn-
um bezta tryggingin fyrir
því, að þeir 101 vörur sínar
með réttu verði. Þeir, sem
ráða rekstri innkaupadeildar-
innar, virðast leggja sig i
Framh. á 3. síðu.
V I S I R Mánudaginn 10. november 1947
Ný barnabók
Helgi og Hroar
ettir MMedrig Coitin
Islenzkar fornaldarsögur hafa öldum saman verið einhver bczfi skemmtilestur is-
lenzkra unglinga. Danska listakonan Hedvig Collin, sem mörgum mun kunn af sýn-
ingu þeirri, er hún hélt hér 1946, hefir sótt efnið í þessa bók sína í Hrólfs' sögu
kraka og kappa hans og gert það lifandi með fjölda ágætra teikninga, sem munu
hljóta sömu vinsældir hjá íslenzkum börnum og aðrar mvndir höfundar hafa afl-
að sér i öllum þeim löndum, þar sem barnabækur liennar hafa farið sigurför.
Helgi og Hróar
munu strax vinna hjörtu lesendanna og ævintýri og hrakningar þess-
ara konungssona, unz þeir hafa komið fram hefndum fyrir víg föð-
ur síns, munu verða lcsin aftur og aftur.
Bókin er prýdd 30 heilsíðumyndum, einhverjum þeim beztu, sem hér hafa sézt,
auk margra smærri mynda. — Þetta er einhver fegursta barnabókin, sem vöi er á.
— Fæst hjá næsta bóksala.
HEIMSKUINGLA