Vísir


Vísir - 10.11.1947, Qupperneq 4

Vísir - 10.11.1947, Qupperneq 4
6 wisin DAGBLAÐ Utgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN YlSIR H/F. Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Páisson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fimm línur). Lausasala 50 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Síldveiðarnar. jlnnan veturinn í röð birtist síldin upp við landsteina hér ■“ innst í Faxaflóa. Mörg skip eru þegar komin til veið- anna og afla sum þeirra ágæta vel. Fleiri munu bætast við á næstunni í von um að eitthvað verði bætt úr því tjóni, sem útgerðin varð fyrir á síðasta sumri, er afli einstakra skipa varð frekar lélegur, þótt heildaraflinn væri sæmi- legur. Það mun mega ganga út frá því sem vísu, að síld gangi hér inn um víkur og voga á hvejrju hausti og vetri, svo að nokkur búbót verði að því að „fara á sild“ öðru sinni á árinu. Þegar síldargöngunnar varð vart í fyrrahaust, fóru menn að rifja það upp fyrir sér, að síldar hafi oft orðið vart hingað og þangað með ströndum fram hér syðra á þessum tima árs. Þegar menn grúskuðu betur, koniu og í ljós ýmis örnefni frá fomri tíð, sem bentu til þess, áð síldargöngur hefðu þekkzt um þessar slóðir frá alda- öðli. Má tik-dæmis geta þess, að í Hvalfirði eru götuslóð- ar, sem heita Síldarmannagötur, og sjá allir, hvaðan það nafn er dregið. A tiltölulega skömmum tírna hefir risið upp stór iðn- aður norðanlands í sambandi við sumarsíldina, sem gerir vart við sig þar um slóðir. Margar, stórar og fullkomnar verksmiðjur hafa risið upp á tiltölulega skömmum tíma og á tveimur mánuðum á ári hverju skapa þær nhkið verð- mæti fyrir þjóðina úr afla þeim, sem fiskiskipafloti lands- manna flytur að landi. En'þetta er skammur tími, aðeins sjöttungur úr árinu, og aflinn getur líka brugðizt, eins og oftlega hefur komið á daginn. Þar sem það hefir nú komið í ljós, að gera má fastlega ráð fyrir reglubundnum sildargöngum hér syðra á hverju hausti virðist auðsætt, að svo verði að búa um hnútana, að hægt sé að hagnýta aflann sem bezt. Hér er að vísu til síldarverksnhðja — á Akranesi —, en hún er svo af- kastalítil, að hún getur ekki fullnægt nema litlum lhuta þess bátaflota, sem mun stunda veiðarnar, þegar sýnt er, að afli er svo mikill, að það borgai’ sig að fara á flo|t. Virðist ekki annað koma til mála en að reynt sé á einhvern hátt að bæta aðstöðuna til hagnýtingar aflans hér syðra. Kemur þá ýmislegt til greina, svo sem að söltunarskilyrði sé bætt, afköst Akranessverksmiðjunnar aukin til muna eða geymslupláss fyrir sildina stækkað svo og fullkomnað, að ekki geri til þótt vinnsla úr lienni dragist eitthvað vegna lítilla afkasta. Fleiri leiðir má vafalaust finna og munu þá þeir, sem sérstaka þekkingu hafa á þessu sviði, geta bent á þær. Hvað sem gert verður, hlýtur öllum að vera ljóst, að við höfum ekki ráð á því að láta undir höfuð leggjast að gera ráðstafanir, sem beinast í þá átt að hagnýta haustsíldina hér við Faxaflóa. Verði menn jafnan við því búnir — með aðstoð hins opinbera — að taka á móti síldinni á haustin, er ekki um það að villast, að hægt verður að aHa töluverðs erlends gjaldeyris og af honum höfum við aldrei nóg, eins og bezt hefir komið í ljós upp á síðkastið. Öífffl sjómanna. fjótt margt báta sé að veiðmn á þröngu svæði á Hvalfirði “ og Kollafirði um þessar mundir, hefir þó ekki hlotizt af því neitt slys. Mátti þó litlu muna, að vélbáturinn Báran færist á föstudagskvöldið, er hann rakst á sker í Hvalfirði. Þar fór þó betur en á horfðist um skeið. Annars fer tvennum sögnum af því, hvers vegna slys þetta varð. Sumar herma, að þai’na hafi vantað dufl við skerið, aðrar að duflið hafi verið fyrir hendi en ekkert Ijósið. Skal ekki um það fjölyrt, hvort sé réttara, en víst er, að meðan svo margir bátar eru þama að veiðum eða á ferð, er nauðsynlegt að öll hættusvæði sé greinilega merkt, því að oft má ekki mikið út af bera, þegar allra veðra er von. Þótt Hvalfjörðurinn og nágrenni sé alla jafna ekki fjölfarin skipaleið, þá eru þó fáar fjölfarnari um þessar mundir. V 1 S I R Mánudaginn 10. nóyember 1:9.47 Að visu var aðeins eitt ár á milli okkar i Menntaskólan- um, en Jón heitinn var mað- ur hlédrægur og tranaði sér livergi fram, því var það, er við hittumst fyrst út í Höfn, vorum við aðeins málkunn- ugir. Það var margt, sem batt hugi okkar saman á liáskóla- árunum. Auk hagfræðináms- ins voru sameiginlegur áhugi fyrir músík og öðrum fögr- um listum. Auk þess að hár- Um þessar mundir varð honum ljóst að lifsbaráttu sína yrði hann að heyja á tvennum vígstöðvum, ann- arsvegar gegn hinum válega hvíta dauða, hinsvegar bar- áttu sína til þorska og lífs. Á þeim árum, sem Jón varð að dvelja á Sölleröd heilsu- hælinu, undir nákvæmri handleiðslu hins pi-ýðilega læknis og ágæta íslendings, Péturs Bogasonar, heimsótti eg hann oft, og eru mér í fersku minni gönguferðir okkar um hið fagra umhverfi Sölleröd, meðal annars er þar einhver fegursti kirkjugarður á Norðurlöndum. Ræddum við þá um allt milli liimins og jarðar, allt frá nýjustu fyndni prófessors Birck og til há- fleygustu heimspekiþanka Sören Kirkegaards. Avallt var Jón liinn Iireif- as'ti og mælti ekki æðruorð, lionum var svo gjarnt að við- hafa „Smilet bag Taaret“. í glímunni við „hvíta dauða“ tókst Jóni heitnum með þrek- lund og sálarstyrk sínum að vinna stundarsigur. Hann lauk embættisprófi í hagfræði árið 1936 með prýðilegri fyrstu einkunn, og kvæntist síðan Viktoríu Guð- mundsdóttur, hinni ágætustu myndarkonu, er hann batt tryggðir við á námsárunum í Höfn. Þau hjónin komu til íslands á miðju árinu 1936, og tók Jón heitinn til óspilltra málanna, og lilífði sér livergi. í fyrstu varð liann fulltrúí í Tiyggingarstofnun ríkisins, en siðan forstjóri frá árs- Ibyrjun 1938. Hánn vann einnig í fjölda nefndum og öðrum ábyrgðarmiklum störfum á opinberum vett- vangi. Má þar til nefna milliþinga- nefnd i skatta- og tollamál- um, í stjórn Stríðstrygginga ísl. skipsliafna, í nefnd um tilhögun félagslegs öryggis að styrjöldinni lokinni, auk fjölda flokkslegra trúnaðar- starfa fyrir Alþýðuflokkinn. í öllum þessum störfum hlifði Jón sér hvergi, nema síður sé, enda var hann þreyttur, þegar hann ásamt ástríkri konu sinni, sigldi til Danmerkur til að leita sér heilsubótar. Það var því ekki litið gleði- Frh. á 6. síðu. - MINNINGARDRÐ - Jf«&m J'Miömdal. CÍEttti. Fæddur 6. okL 1S06. Dáinn 30. okt. 1947. Við Jón heitinn kynntumst fyrst verulega haustið 1927 út i Kaupmannahöfn, vorurn þá báðir að hefja nám í hag- fræði við Kaupmannahafnar- háskóla. Síðan jókst sú viðkynning föstum og sterkum skrefum, unz vegir okkar skildu árið 1935. palit. fín meðfædd kýmnigáfa og ó- trúlega miklir námshæfileik- ar og réttlætistilfinning skip- uðu honum sess, sem lrvers manns hugljúfa. Hagfræðinámið lá frá upp- liafi mjög vel við hæfileikum hans, enda lauk hann fyrri- hluta prófs með glæsilegum árangri, á tiltölulega stuttum tima. Enda þótt liann væri að eðlisfari hlédrægur, tók hann eftir 1930 æ virkari þátt í fé- lagslífi íslendinga i Ivaup- mannahöfn, einkum meðal stúdentanna, og var kjörinn formaður Félags íslenzkra stúdenta í Kaupmannahöfn, og leysti það starf af hendi með stakri prýði, entla virtist öllum þeim málum vel borg- :ð, sem Jón heitinn á annað borð vildi taka að sér. BERGMÁL --♦- Eg bið forláts. Eg verð að biöja afsökunar á þvi, aÖ eg lofaöi upp í emi- ina á mér á föstudaginn. Eg ætlaöi aö upplýsa leyndarmáliö viövíkjandi svertingjanum Jack Rosebery, en þaö hefir gengiö verr en skyldi. Nú vona eg þó, að það eigi ekki langt í land. Enn um pappírinn. ,,Job“ hefir sent mér lítinn pappirspistil og veröur hann lík- lega sá síðasti, sein eg birti um þaö efni að sinni. Maöur veröur að spara pappirinn og svertuna. „Job“ segir m. a.: „Mér finnst þeir, sem minnzt hafa á papp- írsskömmtunina í blööunum, hafa gleymt einu veigamiklu atriði, þegar talaö er um inn- flutning á pappír og hann bor- inn saman viö annan innflutn- ing. Skapar atvinnu. Þeim prentpappír, sem inn er fluttur, fylgir atvinna handa landsmönnum, meiri og rninni eftir ástæöum e.ða þvi hvernig pappírinn er notaður. Prentar- inn fær vinnu, bókbindarinn, bóksalinn og vafalaust ein- hverjir fleiri, senr eg kem ekki auga á í fljótu bragði. Sumar bækurnar eru til upplýsingar þjóðinni, aðrar til skemmtunar og mjög margar eiga þaö sam- eiginlegt, hvort sein þær eru að mestu fróðleikur eöa skemmti- lestur, aö þær eru prýðilega fallnar til.gjafa. Meiri eftirspurn. Það má gera ráð fyrir þvi, aö eítirspurn eftir bókurn fari vaxandi á næstunni, þar sem innflutningur á mcirgu því, sern áöur hefir verið notaö til gjafa, hefir veriö svo að segja skor- inn alveg niöur. Gjafahefðin er nú einu sinni komin á og henni reyna menn aö fullnægja, með- an þess cr nokkur kostur. Góö bók tekur flestum öðrum gjöf- um frarn. Eftirlit. En svo langár mig að end- ingu til að beina eftirfarandi til- mælum til félags bókaútgef- enda: Útgefendur eiga aö sýna þann þegnskap að fara vel með pappírinn, láta sem mest les- mál vera á hverri síðu og gefa út góöar bækur, sem menn leggja ekki frá sér með þeirri tilfinningu, að eiginlega heföi þeir ekki átt aö eyöa tírna sín- um í að lesa hana.“ Hvílum þetta mál. Við látum þá þetta mál liggja um hríö. Því má þó bæta við, að fleiri en þeir, sem beinlínis vinna við bókaútgáfu eða hafa hag af henni á einhvern hátt, harma það, ef pappirsinnílutn- ingur verður skorinn svo vlð nögl, aö rnenn fái ekki annaö lestrarefni en gamlar bækur, sem þeir hafa lesið áður. Skemmtanirnar hér í bænum og annars staðar eru ekki svo fjölbreyttar, aö ekki sé sjálf- sagt að halda bókaútgáfunni á- fram, meðan þess er nokkur kostur.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.