Vísir - 02.12.1947, Page 4

Vísir - 02.12.1947, Page 4
V I S I R Þriðjudagmn 2. desembcr 1947 VESXR D A G B L A Ð Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H/F. Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fimm línur). Lausasala 50 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. TiIIögur kommúnista. Stjórnarandstaðaii hefnr fyrir nokkru lagt fram tillögur varðandi lausn þess vanda, sem innlent athafnalíf l)ýr við og sýnist munu stöðva alla framleiðslustarfsemi i land- inu, ef ekki er úr bætt í tíma. Kommúnistar höfðu boðað fyrir nokkru að von væri á slíkum tillögum, og eftir að flokksþing þéirra hafði farið höndum um málið, gekk fæðingin að öðru leyti greiðlega. Úrlausn kommúnista er ekki við eina fjölina felld, en gripið skal til margra ráða. Þannig ber að tryggja út- vegsmönnum nægjanlega hátt verð fyrir afla þeirra, á sama hátt og gert var á siðásta 'ári, en ríkasta áherzlu ber að Ieggja á lækkun tolla, — væntanlega til þess að ríkis- sjóður verði færari um að standa undir greiðslum vegna fiskábyrgðarinnar. Kommúnjstar geipa mjög um að ó- beinir skattar séu að því leyti óréttlátir, að eitt gangi yfir alla, en einkennilegt er að þeir skuli nú fyrst uppgötva þá speki, þegar þeir liafa dregið ráðhérra sína úr ríkisstjórn og látið þá lifa 1 náðun i eití ár í stjórnarandstöðunni. Hefði lækkun lolla verið þeim áhugamál, hlaut af því að leiða, að þeir beittu sér fyrir slíkri lausn „dýrtíðarvand- ans“, meðan þeir átlu sjálfir sæti í stjórn landsins og voru þar líklegir til nokkurra áhrifa. Svo fjarri fór því, að ráðherrar kommúnista hyrfu að slíkum ráðum, að sjálfir áttu þeir hlut að nýjum skatta- álögum, til tekjuöflunar fyrir rikissjóðinn, og ber þá fyrst að nefna veltuskáttinn. Þar var eitt látið ganga yfir alla, og er ckki vilað að kommúnistar eða ráðherrar þéirra, hafi haft. við það að athuga eða reynt að beita sér fyrir annarri lausn málsins. Af því hlýtur að mega draga þá álvktun, að ráðherrar kommúnista hafi skilið, að slík lausn málsins henlaði þeim bezt, sem ábyrgum aðilum í ríkisstjórn, en hafi slík lausn hentað þá, hlýtur hún að vera í góðu gildi, þótt kommúnistar séu farnir úr ríkis- stjórninni. Yrði horfið að því ráði, að afnema óbeina skatta eða tolia, hlyli af þvi að leiða að ljárhagur ríkissjóðs þrengd- isl mjög tilfinnanlega, með því að hæstu tekjustofnar hans hyrfu úr sögunni. Eins og sakir standa ver ríkissjóður tugum milljóna lil þess eins að greiða niður vísitöluna, cn væri rikið svift tekjustofnum sínum, segir sig sjálft að ekki myndi unnt að standa undir ofangreindum niður- greiðslum. Þótt vísitálan lækkaði um nokkur stig vegna afnáms tolla, sem að vísu getur verið athugandi að hreytt- um skilyrðum, þá myndi hún hækka enn meir ef horfið væri frá niðurgrciðslum, og hefði þá sízt þokað í átt til cndanlegrar lausnar vaxandi verðþenslu. Kommúnistar ræða mjög um vaxtalækkun vegna sjáv- arútvcgsins, sem fljótt á litið mætti taka alvarlega, en hér er um flókið mál að ræða, enda strax auðsætt að sízt myndi vaxlalækkun löguð til, að efla sparnaðaráhuga almennings. Af því leiddi aftur að allur þorri manna myndi leggja liöfuðkapp á að eigyast einhver verðmæti fyrir fé sitt, — varning eða muni en af slíkum kaupum myndi leiða enn frekari verðþenslu og trufíanir í fjárhags- og at- vininilífi. Komnuinistar ræða loks um landsverzlun eða sám- eiginlega innkaupastofmm atvinnurekenda. Því aðiiins má» slíkt að gagni koma, að t. d. útvegsmcnn högnuðust á ijreytingunni, en eftir þeifri réynzlu að dæma, sem feng- izl hefur hér á landi og erlendis, eru engar líkur lil að útvegsmenn sæítu heppilegfi ín'nkauþiim, þótt þeir stofn- uðu til sameiginlegra innkaupa, eða ef Landsverzlun væri selt á fót. Framhnerilegt hefði verið að ræða um lands- verzlun í upphafi styrjaldarinnar, þegar mestu varðaði að aí'Ia varnings lil landsins, og elcki var völ margra seljenda, en nú væri það mikil goðgá og fávíslegt tiltæki, er einum aðila ætli að fela innflutning til landsins, alveg án lillits til hvort innkaup hans væru þau heppilegustu eða ekki. Við Islendingar þekkjum einokun of vel til þess, að verða ginkeyptir fyrir gyllingum og orðaskvaldri komm- únista i Jfyl sambahdi. Reypslgn Lalap þar miklu hæyi^ og allt öðru máli en þeir. ÍdenediLt uemóóon SJOTUEUR. Sjötugur er í dag Benedikt iveinsson skjalavörðuj’,fyrr- verandi alþingismaður.. Af- mælis hans verður eflaust rækilega minnzt af einhverj- um þeim, sem hefir þekkt hann lengur og nánar en eg. En Benedikt Sveinsson á það vissulega skilið, að hJjóta þakkarorð og árnað- aróskir úr hópi þeirrar kyn- slóðar, sem ófædd var cða lá í vöggu meðan liann barð- ist fíestum betur fyrir ís- lénzkum landsréttindum, fullum og óskoruðum. í því skyni eru þessar línur rit- aðar. I stuttri aímælisgrein er þcss enginn koslur, að rekja sögú; isienzknar sjálfslæSis- barg'ttu um'nær tveggja ára- tuga skcið, en þess væri full þörf ef gera ætti sæmilega grein fyrir ævistarfi Bene- dikts Sveinssonar. Svo sam- slungnar eru þær sögur háð- ar, lífssaga Benedilds og baráttusaga þjóðarinnar síð- ustu áfangana til fullveldis. Hér skal látið nægja að tæpa á nokkrum atriðum. Benedikt Sveinsson lauk prófi frá latínuskólanum 1901 og prófi í forspjallsvís- indum ári síðar. Um það leyti var ný stjórnmálavakn- ing að hefjast í landinu. Upp úr þeirri vakningu var árið 1903 stofnaður Landvarnar- fiokkurinn. Það var flokkur þeirra manna, sem ákveðn- astar og ýtrastar kröfur gerðu í sjálfstæðismálinu. Æska landsins, sú er um stjórnmál hugsaði, fylkti sér brátt allfjölmenn utan um hið unga merki Landvarnar- manna. Voru og fyrirliðarnir heldur i röskara lagi, og þvi geðfellt ungum mönnum að æita þeim fulltingi.Benedikt Sveinsson hvarf frá námi og skipaði sér í fylkingarbrjóst hins nýja flokks. Gerðist hann ritstjóri, fullur eld- nóðs og liugsjóna, flestum mönnum fræknari á ritvelli )g i ræðustóli. Var liann líðan einhver vopnfimastur og gunnreifastur bardaga- maður í hinum mörgu orra- hríðiim um sjálfstæðismál Iandsins, allt fram til þess tíma, er vér fengum fullveldi 1918. Ilann var einn af þrem ri tstj órum „Landvarnar“ 1903. Iiinir voru, ef eg man rétt, Einar Benediktsson og íinar Gunnarsson; var það ngi lílið mannval. Árið eftir vai'ð Benedikt aðalritstjóri ^andvarnarflokksins, stjórn- aði blaði hans, „Ingólfi“, i full sjö ár, og „Fjallkon- unni“ í tvö ár. Meðan Bene- dikt stýrði blöðum þessum voru þau jafnan í fremslu víglinu sj álfstæðisbaráttunn- ar. Þótti liann beinskeytur og stórhöggur, en þó liverjum mqnni drengilegri í vopna- burði. Er þáð váfalaust, að Benedikt átti eigi lítinn þátt í gengi hinnar íslenzktpsjálf- stæðisstefnu á fyrsfa og öðfíun tug aldarinnar, svo seiii i ljós mun koma þegar það efni verður Idannað I , nanar. ' Benedikt Sveinsson var meðal helztu forgöngu- og á- (hrifamanna hins merka Þingvallafimdar um sjálf- 1 stæðismálið 1907. Þegar deil- an hófst um sambandslaga- uppkastið 1908, gerðist hann að sjálfsögðu einliver á- kveðnasti andstæðingur uppkastsins og beitti sér af alefli fyrir þær kosningar, bæði í blaði sínu og á mann- fimdum. Þcirri hríð lauk, svo sem kunnugt er, með glæsiíegum sigri andstæð- inga uppkastsins. Var Bene- dikt þetta ár kosinn þing- ínaður Norður-Þingeyinga, og var þingmaður þess kjör- dæmis óslitið til 1931, stund- j íun sjálfkjörinn. Á alþingi j var hann jafnan mikils met- inn. Fylgdi hann sjálfstæðis- J málinu fram af einurð og , festu, en lél einnig átvinnu- og menningarmál til sín taka. Var hann víðsýnn i þeim efnum, sem öðrum, studdi bókmenntir, listir og íslenzk fræði af miklum skörungsskap, og lagði drengilega til allra mála. Höfundur þessara lína lief- ir, af -sérstökum ástæðum, lesið alhnikið í Alþingistíð- indum frá fyrstu áratugum þessarar aldar. Margir eiga þar fléiri ræður en Benedikt, en fáir betri, livorki að efni né orðfæri. Forseti neðri deildar alþingis var B. Sv. 1920—1931. Fór orð af því, hvílíkur slcörungur liann var í forsetastól, glöggskyggn á mál, stjórnsámur og óhlut- drægur. Er þetta haft eftir mikilhæfum þingmanni úr mótstöðuflokki hans, er ræít var einhverju sinni um for- setaúrskurð: „Um rétldæmi Benedikts efast enginn.“ Benedikt Sveinsson taldi sambandslögin 1918 ekki fullnægjandi, og leit einung- is á þxiu sem áfanga á leið til fullkpmins og óskoraðs sjálfstæðis Islands. Greiddi hann atkvæði gegn þeim, meðal annars tií að leggja á- herzlu á, að þau væru eklci lokatakmarkið. Hefir liann aldrei hvikað hið minnsta frá þeim hugsjónum er liann vígðist ungur, en þjónað þeim alla stund af einlægni og alúð. Er slíkt mikil gæfa hverjum manni. Hér verða ekki talin öll þau trúnaðarstörf, sem Benedikt Sveinsson hefir gegnt um ævina. Þess má geta, að liann var gæzlustjóri Landsbankans um ln-ið og settur bankastjóri hans 1918 —1921. Ilann liefir átt sæti í fjölda mikilvægra nefnda: Vérðlagsnefnd, fullveldis- nefnd, utanríkismálanefnd og milliþinganefnd í banka- málum. I bæjarstjórn Rvík- . ur sat liann 1914—1920. Bókavörður var hann í | I.andsbókasafni 1931—1941. i Síðan 1941 liefir hann verið I skjalavörður í þjóðskjala- safni. Það er alkunna, að Bene- dikt ritar og talar fágætlega hreint og kjarnmikið mál. Mun hann þegar í æsku hafa sökkt sér niður í lestur Is- lendingasagna og annara fornrita vorra, og teygað í sig anda þeirra og' orðfæri. Hefir liann orðið mjög fróð- ur um tungu þjóðar sinnar, enda verið það metnaður, að kunna móðurmál sitt lil hlít- ar. Hann er einnig' mjög vel að sér í íslenzkri sagnfræði. Ritstörf Benedikts, önnur en blaðagreinar, eru minni en skyldi, svo fær-sem hann er í þeirri mennt. Hafa önn- ur slörf löngum orðið að sitja í fyrirrúmi. Nokkuð hefir þó birzt af ritsmíðum eftir hann. Eru þær jafnan með höfðingsbragði. Gott og þakklátt verk vann hann við útgáfur á mörgum íslend- ingasögum i hinni vinsælu alþýðuútgáfu Sig. Kristjáns- sonar. Segja þeir rnenn, sem I gjörla mega vita, að t. d. I nafnaskrá hans yfir Sturl- j ungu sé gagnmerk, og lýsi mikilli þekkingu á því völ- j undarliúsi, sem Sturlunga er. Var sú skrá miklu full- komnari en samskonar skrár í hinum eldri útgáfum, þótt j sumar þeirra væru visinda- , legar útgáfur. Sýnir þetta ljóslega, live prýðilega Bene- dikt hefir verið fallinn til frséðílegrá starfa. Bénedikt Sveinsson er fææddur í Húsavík á Skjálf- anda 2. des. 1877. Foreldrar hans voru Sveinn Víkingur Magnússon, veitingamaður í Ilúsávík, og kona hans, Ivristjana Sigurðardóllir frá Hálsi í Ivinn. Benedikt er hár maður vexli, fríður og höfðinglegur, svo að af ber, svipurinn bjartur og göfugur. Ivoma manni ósjálfrátt i hug lýs- ingar fornra rita á hetjum þeim, sem fræknastar voru, bæði að líkamlegu og. and- legu atgerfi. Kvæntur {er Benedikt Guð- Framh. a ÖÍÁÍ'ðú. i

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.